Tókst ekki að sanna að hross væri hrekkjótt Árni Sæberg skrifar 21. desember 2022 13:48 Slysið varð í hesthúsahverfinu að Heimsenda í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Ung kona sem höfðaði mál til heimtu skaðabóta vegna alvarlegs reiðslyss, sem hún lenti í þegar hún var sextán ára gömul, fær engar bætur úr hendi eiganda hrossins. Ekki taldist sannað að hrossið væri hrekkjótt. Konan krafðist ríflega þrettán milljóna króna í skaða- og miskabætur vegna tjóns sem hún varð fyrir eftir að hafa fallið af baki árið 2018 þegar hún var aðeins sextán ára gömul. Hún hafði stundað hestamennsku frá barnsaldri og keppt í hestaíþróttum á nokkrum mótum. Eigandi hestsins var sömuleiðis vön hestakona sem hafði um langa hríð heldið hesta og keppt í hestamennsku. Stúlkan og eigandinn höfðu gert með sér samkomulag um að stúlkan fengi hesthúspláss og fóður fyrir eigin hest í hesthúsum eigandans gegn því að aðstoða í hesthúsinu. Konurnar greindi á um í hverju nákvæmlega sú aðstoð fælist, hvort aðeins væri um aðstoð við mokstur úr stíum og fóðrun hrossanna eða hvort stúlkan hafi átt að hreyfa hesta í eigu eigandans að auki. Flaug á stálgrindargerði Í júní 2018 gerðist það að stúlkan fór út að ríða á baki hests sem henni stóð stuggur af, að eigin sögn. Hún kvaðst hafa verið óörugg á baki honum því henni fannst hann styggur og spenntur. Um leið og stúlkan var komin á bak tók hesturinn á rás frá gerðinu í stungum, eða með hrekkjum, að því er segir í dóminum. Um stund tókst stúlkunni að halda sér á baki hestsins en að endingu snarstoppaði hann fyrir framan stálgrindargerði í hesthúsagötunni. Við það flaug stúlkan af baki og lenti á stálgrindargerðinu. Við það hlaut hún stórt rof á vinstra nýra og var lögð inn á gjörgæsludeild þar sem hún var vöktuð í tvo sólarhringa. Eftir skurðaðgerð og rannsóknir kom í ljós að hún hafði tapað um þriðjungi vinstra nýrans og var með skerta nýrnastarfsemi sem því nam. Illt í bakinu og með kvíða Í kjölfar slyssins fór stúlkan að að upplifa verki í mjóbaki. Í rannsóknum komu í ljós töluverðar segulskynsbreytingar í liðböndum milli hryggjarbola á milli fimmta lendhryggjarliðar og spjaldliðar sem taldar voru tengjast slysinu. Hún sótti meðferð hjá sjúkraþjálfara eftir slysið. Þá hafði hún einnig sótt meðferð hjá sálfræðingi sem greindi hana með áfallastreitu og kvíða í kjölfar slyssins. Matsmenn mátu stúlkuna með sextán stiga varanlegan miska og sextán prósent varanlega örorku. Vítavert gáleysi að fela barni að ríða hrekkjóttu hrossi Í málinu bar konan sem slasaðist fyrir sig að eigandi hrossins bæri skaðabótaábyrgð á líkamstjóni hennar með því að sýna af sér saknæma og ólögmæta háttsemi og óforsvaranlegt og hættulegt hafi verið af hálfu stefndu að fela stefnanda að fara á bak hestinum. Eigandanum hafi mátt vera ljóst að hesturinn væri hrekkjóttur og óöruggur og að með engu móti væri réttlætanlegt að setja barn á slíkt hross. Eigandinn fullyrti hins vegar að hrossið hafi verið fulltamið og þægt hross sem hvorki væri hættulegt né hrekkjótt. Þá hafi stúlkan verið vanur knapi sem þekkti hrossið og hafði riðið því áður án nokkurra vandkvæða. Tamningarsérfræðingur kallaður til Dómur í málinu var fjölskipaður og einn dómenda var sérfræðingur í hegðun og tamningu hrossa þar sem helsta ágreiningsefnið í málinu var skapgerð hrossins. Þau vitni sem komu fyrir dóminn sögðu öll nema eitt að hrossið hafi ýmist verið hrekkjótt, næmt eða stressað. Ekkert þeirra bar þó um að hrossið væri lítið tamið. Með vísan til vitnisburðar taldi fjölskipaður dómurinn að ekki væri komin fram sönnun um að hesturinn væri lítið taminn eða ekki fulltaminn þannig að hann teldist hættulegur eða varhugaverður af þeim sökum. Þá var ekki talið að skapgerð hestsins hafi gert það að verkum að ekki hafi verið réttlætanlegt af eigandanum að leyfa stúlkunni að fara á bak honum. Með vísan til þess, meðal annars, taldi dómurinn að um óhappatilvik hafi verið að ræða sem bakaði eiganda hestsins ekki bótaskyldu. Því var eigandinn sýknaður af öllum kröfum konunnar. Málskostnaður málsins var felldur niður og gjafsóknarkostnaður konunnar 1,2 milljónir króna, greiðist úr ríkissjóði. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa hér. Dómsmál Hestar Hestaíþróttir Kópavogur Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Konan krafðist ríflega þrettán milljóna króna í skaða- og miskabætur vegna tjóns sem hún varð fyrir eftir að hafa fallið af baki árið 2018 þegar hún var aðeins sextán ára gömul. Hún hafði stundað hestamennsku frá barnsaldri og keppt í hestaíþróttum á nokkrum mótum. Eigandi hestsins var sömuleiðis vön hestakona sem hafði um langa hríð heldið hesta og keppt í hestamennsku. Stúlkan og eigandinn höfðu gert með sér samkomulag um að stúlkan fengi hesthúspláss og fóður fyrir eigin hest í hesthúsum eigandans gegn því að aðstoða í hesthúsinu. Konurnar greindi á um í hverju nákvæmlega sú aðstoð fælist, hvort aðeins væri um aðstoð við mokstur úr stíum og fóðrun hrossanna eða hvort stúlkan hafi átt að hreyfa hesta í eigu eigandans að auki. Flaug á stálgrindargerði Í júní 2018 gerðist það að stúlkan fór út að ríða á baki hests sem henni stóð stuggur af, að eigin sögn. Hún kvaðst hafa verið óörugg á baki honum því henni fannst hann styggur og spenntur. Um leið og stúlkan var komin á bak tók hesturinn á rás frá gerðinu í stungum, eða með hrekkjum, að því er segir í dóminum. Um stund tókst stúlkunni að halda sér á baki hestsins en að endingu snarstoppaði hann fyrir framan stálgrindargerði í hesthúsagötunni. Við það flaug stúlkan af baki og lenti á stálgrindargerðinu. Við það hlaut hún stórt rof á vinstra nýra og var lögð inn á gjörgæsludeild þar sem hún var vöktuð í tvo sólarhringa. Eftir skurðaðgerð og rannsóknir kom í ljós að hún hafði tapað um þriðjungi vinstra nýrans og var með skerta nýrnastarfsemi sem því nam. Illt í bakinu og með kvíða Í kjölfar slyssins fór stúlkan að að upplifa verki í mjóbaki. Í rannsóknum komu í ljós töluverðar segulskynsbreytingar í liðböndum milli hryggjarbola á milli fimmta lendhryggjarliðar og spjaldliðar sem taldar voru tengjast slysinu. Hún sótti meðferð hjá sjúkraþjálfara eftir slysið. Þá hafði hún einnig sótt meðferð hjá sálfræðingi sem greindi hana með áfallastreitu og kvíða í kjölfar slyssins. Matsmenn mátu stúlkuna með sextán stiga varanlegan miska og sextán prósent varanlega örorku. Vítavert gáleysi að fela barni að ríða hrekkjóttu hrossi Í málinu bar konan sem slasaðist fyrir sig að eigandi hrossins bæri skaðabótaábyrgð á líkamstjóni hennar með því að sýna af sér saknæma og ólögmæta háttsemi og óforsvaranlegt og hættulegt hafi verið af hálfu stefndu að fela stefnanda að fara á bak hestinum. Eigandanum hafi mátt vera ljóst að hesturinn væri hrekkjóttur og óöruggur og að með engu móti væri réttlætanlegt að setja barn á slíkt hross. Eigandinn fullyrti hins vegar að hrossið hafi verið fulltamið og þægt hross sem hvorki væri hættulegt né hrekkjótt. Þá hafi stúlkan verið vanur knapi sem þekkti hrossið og hafði riðið því áður án nokkurra vandkvæða. Tamningarsérfræðingur kallaður til Dómur í málinu var fjölskipaður og einn dómenda var sérfræðingur í hegðun og tamningu hrossa þar sem helsta ágreiningsefnið í málinu var skapgerð hrossins. Þau vitni sem komu fyrir dóminn sögðu öll nema eitt að hrossið hafi ýmist verið hrekkjótt, næmt eða stressað. Ekkert þeirra bar þó um að hrossið væri lítið tamið. Með vísan til vitnisburðar taldi fjölskipaður dómurinn að ekki væri komin fram sönnun um að hesturinn væri lítið taminn eða ekki fulltaminn þannig að hann teldist hættulegur eða varhugaverður af þeim sökum. Þá var ekki talið að skapgerð hestsins hafi gert það að verkum að ekki hafi verið réttlætanlegt af eigandanum að leyfa stúlkunni að fara á bak honum. Með vísan til þess, meðal annars, taldi dómurinn að um óhappatilvik hafi verið að ræða sem bakaði eiganda hestsins ekki bótaskyldu. Því var eigandinn sýknaður af öllum kröfum konunnar. Málskostnaður málsins var felldur niður og gjafsóknarkostnaður konunnar 1,2 milljónir króna, greiðist úr ríkissjóði. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa hér.
Dómsmál Hestar Hestaíþróttir Kópavogur Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira