Jólajóga fyrir krakka: „Það getur verið krefjandi að vera öll heima“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. desember 2022 14:31 Þóra Rós Guðbjartsdóttir jógakennari. Vísir/Vilhelm „Þættirnir eru hugsaðir fyrir leikskólabörn og fyrstu stig grunnskóla en auðvitað geta allir í fjölskyldunni haft gaman af þáttunum. Þetta getur verið kósý fjölskyldustund yfir hátíðarnar,“ segir Þóra Rós Guðbjartsdóttir. Hún gerði krakkajógainnslög sem sýnd verða á Vísi og Stöð 2 Vísi um hátíðarnar. „Mig langaði að gera jólayoga fyrir krakka. Hátíðarnar færa okkur dýrmætar stundir og á sama tíma getur spenningurinn verið mikill. Hugmyndin með jólajóga er að kenna börnum að taka eftir öllu því fallega sem jólin koma með, hvetja þau til að taka betur eftir umhverfinu sínu, og vera meðvituð um líkamann sinn og tilfinningar,“ segir Þóra Rós um verkefnið. Krakkarnir geta gert æfingarnar aftur og aftur. „Ég vona auðvitað að krakkarnir og foreldrar hafi gaman af þessu og haldi áfram að iðka jóga, útiveru, hreyfingu og séu meðvituð um andlega og líkamlega heilsu. Það sem skiptir máli í jóga er að börnunum líði vel í líkamanum sínum og læri ýmis tól og tæki sem styrkir þau til að takast á við lífið. Eins og öndunaræfingar geta gert mikið fyrir okkur, hjálpa okkur að finna ró og koma jafnvægi á taugakerfið.“ Jólajógamyndbönd Þóru verða sýnd á Vísi og Stöð 2 Vísi.Vísir/Vilhelm Best að gera sem minnst Aðspurð um góð ráð fyrir foreldra varðandi jólafríið fram undan svarar Þóra Rós: „Anda inn ást og anda út ást. Það getur verið krefjandi að vera öll heima í jólafríinu. Ég held að það sé best að gera sem minnst. Minna er meira. Fara jafnvel bara í stutta göngutúra klæða sig eftir veðri og verðlauna sig með heitu kakói og jólamynd eftir á.“ Sjálf velur Þóra Rós að hafa jólin róleg. Við erum með þrjú börn á heimilinu yngri en sex ára, tveir orkumiklir strákar og ein sjö mánaða ung dama. Við erum frekar róleg á jólunum, en við reynum að fara út á hverjum degi í jólafríinu til að fá smá súrefni og losa um orku. Annars þegar við erum heima hlustum við á jólalög, borðum góðan mat og erum með nánasta fólkinu okkar. Við horfum á myndina Its a wonderful life. Ótrúlega falleg og skemmtileg saga,“ útskýrir Þóra Rós. „Síðan byrjaði ein jólahefð þegar við eyddum jólunum í Boston fyrir nokkrum árum. Við ætluðum að fá okkur morgunmat en það var allt lokað nema 7 -11 þannig að maðurinn minn fór og keypti nokkrar tegundir af morgunkornum og mjólk. Það var eitthvað svo kósý að borða þetta á hótelherberginu í Boston, öll að kúra upp í rúmi með sykruð morgunkorn og horfa á jólateiknimyndir. Þannig við ákváðum að halda í þessa hefð. Annars erum við bara hægt og rólega að skapa okkur nýjar hefðir saman sem fjölskylda.“ Þóra Rós er með síðuna 101yoga.is og Instagram @101yogareykjavik Jól Krakkar Börn og uppeldi Jóga Tengdar fréttir „Ég ætlaði ekki að trúa því að ég hefði klárað þetta“ Þóra Rós Guðbjartsdóttir jógakennari ákvað að setja sér háleitt markmið eftir að hún eignaðist yngra barnið sitt á síðasta ári. Hún vildi ná aftur andlegum og líkamlegum styrk og tókst það svo sannarlega. Í sumar hljóp hún Laugavegshlaupið, 55 kílómetra og sannaði fyrir sjálfri sér að ekkert er ómögulegt. 6. september 2020 09:00 Mest lesið Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Heimagert rauðkál að hætti Helgu Sig Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
„Mig langaði að gera jólayoga fyrir krakka. Hátíðarnar færa okkur dýrmætar stundir og á sama tíma getur spenningurinn verið mikill. Hugmyndin með jólajóga er að kenna börnum að taka eftir öllu því fallega sem jólin koma með, hvetja þau til að taka betur eftir umhverfinu sínu, og vera meðvituð um líkamann sinn og tilfinningar,“ segir Þóra Rós um verkefnið. Krakkarnir geta gert æfingarnar aftur og aftur. „Ég vona auðvitað að krakkarnir og foreldrar hafi gaman af þessu og haldi áfram að iðka jóga, útiveru, hreyfingu og séu meðvituð um andlega og líkamlega heilsu. Það sem skiptir máli í jóga er að börnunum líði vel í líkamanum sínum og læri ýmis tól og tæki sem styrkir þau til að takast á við lífið. Eins og öndunaræfingar geta gert mikið fyrir okkur, hjálpa okkur að finna ró og koma jafnvægi á taugakerfið.“ Jólajógamyndbönd Þóru verða sýnd á Vísi og Stöð 2 Vísi.Vísir/Vilhelm Best að gera sem minnst Aðspurð um góð ráð fyrir foreldra varðandi jólafríið fram undan svarar Þóra Rós: „Anda inn ást og anda út ást. Það getur verið krefjandi að vera öll heima í jólafríinu. Ég held að það sé best að gera sem minnst. Minna er meira. Fara jafnvel bara í stutta göngutúra klæða sig eftir veðri og verðlauna sig með heitu kakói og jólamynd eftir á.“ Sjálf velur Þóra Rós að hafa jólin róleg. Við erum með þrjú börn á heimilinu yngri en sex ára, tveir orkumiklir strákar og ein sjö mánaða ung dama. Við erum frekar róleg á jólunum, en við reynum að fara út á hverjum degi í jólafríinu til að fá smá súrefni og losa um orku. Annars þegar við erum heima hlustum við á jólalög, borðum góðan mat og erum með nánasta fólkinu okkar. Við horfum á myndina Its a wonderful life. Ótrúlega falleg og skemmtileg saga,“ útskýrir Þóra Rós. „Síðan byrjaði ein jólahefð þegar við eyddum jólunum í Boston fyrir nokkrum árum. Við ætluðum að fá okkur morgunmat en það var allt lokað nema 7 -11 þannig að maðurinn minn fór og keypti nokkrar tegundir af morgunkornum og mjólk. Það var eitthvað svo kósý að borða þetta á hótelherberginu í Boston, öll að kúra upp í rúmi með sykruð morgunkorn og horfa á jólateiknimyndir. Þannig við ákváðum að halda í þessa hefð. Annars erum við bara hægt og rólega að skapa okkur nýjar hefðir saman sem fjölskylda.“ Þóra Rós er með síðuna 101yoga.is og Instagram @101yogareykjavik
Jól Krakkar Börn og uppeldi Jóga Tengdar fréttir „Ég ætlaði ekki að trúa því að ég hefði klárað þetta“ Þóra Rós Guðbjartsdóttir jógakennari ákvað að setja sér háleitt markmið eftir að hún eignaðist yngra barnið sitt á síðasta ári. Hún vildi ná aftur andlegum og líkamlegum styrk og tókst það svo sannarlega. Í sumar hljóp hún Laugavegshlaupið, 55 kílómetra og sannaði fyrir sjálfri sér að ekkert er ómögulegt. 6. september 2020 09:00 Mest lesið Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Heimagert rauðkál að hætti Helgu Sig Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
„Ég ætlaði ekki að trúa því að ég hefði klárað þetta“ Þóra Rós Guðbjartsdóttir jógakennari ákvað að setja sér háleitt markmið eftir að hún eignaðist yngra barnið sitt á síðasta ári. Hún vildi ná aftur andlegum og líkamlegum styrk og tókst það svo sannarlega. Í sumar hljóp hún Laugavegshlaupið, 55 kílómetra og sannaði fyrir sjálfri sér að ekkert er ómögulegt. 6. september 2020 09:00