Einnar nætur norðurljósastopp orðið að óvissudvöl í fjöldahjálparstöð Bjarki Sigurðsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 19. desember 2022 23:20 Justin og Victoria ætluðu sér að stoppa hér í eina nótt. Vísir/Egill Tveir erlendir ferðamenn sem höfðu ætlað sér að dvelja á Íslandi í eina nótt eru nú fastir í fjöldahjálparstöð í Keflavík. Þau segja góðvild Íslendinga vera mun meiri en þau þorðu að vona. Victoria og Justin Anfuso búa í Boston en ætluðu sér að heimsækja föður Justins í Zurich í Sviss um jólin. Þau ákváðu að millilenda á Íslandi í eina nótt til þess að sjá landið í vetrarbúning og freista þess að sjá norðurljósin. Vægast sagt misheppnaðist það stórkostlega þar sem þau sitja nú föst í fjöldahjálparstöð í Keflavík. Þau lentu hér á landi klukkan tíu í gærkvöldi og fundu eina leigubílstjórann sem tilbúinn var að keyra þau í átt að gististað sínum. „Við mættum og leigubílstjórinn var mjög svartsýnn á hvort hann myndi ná að keyra okkur. Hann sagði okkur að veðrið myndi líklegast versna. En við komumst þangað. Svo festumst undir snjó í litlum sumarbústað. Viðbragðsaðilar þurfti að koma okkur út úr honum og komu okkur hingað,“ segir Victoria í samtali við fréttastofu. Klippa: Ferðamenn fastir í fjöldahjálparmiðstöð Þau eiga bókað flug á morgun en eru ekki bjartsýn á að það verði að veruleika. Í stað þess að fljúga beint til Sviss, líkt og planið var upphaflega, fljúga þau fyrst til Dyflinnar í Írlandi. Þau segjast hafa upplifað svona veður áður, enda frá Boston, en aldrei þurft að gista í fjöldahjálparstöð áður. „Þetta er þvílík upplifun. Veðrið er ekki svo slæmt og það er skrítið að það sé sól en samt hættulegt úti á sama tíma. Það er ekki að snjóa en það er samt mikill vindur. Þannig það er betra að vera öruggur í svona aðstæðum. Við erum bæði flugmenn þannig við vitum að það er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig,“ segir Justin. Þau segja hjálpfýsi Íslendinga hafa komið þeim ánægjulega á óvart. Þá eru allir sem dvelja með þeim í hjálparstöðinni einnig mjög almennilegir. Allir reyna að þrauka saman í gegnum þetta og búa til eftirminnilega upplifun. „Í gegnum atburði sem þessa þá kemstu að því hvernig fólk er í raun og veru,“ segir Victoria. Veður Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Ég held að við komumst aldrei heim“ Samantha og George Novella, par frá Bretlandi, hafa verið veðurteppt í Keflavík í allan dag og stefna á að gista í fjöldahjálparmiðstöðinni í Keflavík í nótt. Þau búast ekki við því að komast heim til Bretlands á næstunni. 19. desember 2022 22:01 Veðurvaktin: Loka Reykjanesbrautinni á ný Allar aðalleiðir á suðvesturhorni landsins eru lokaðar vegna veðurs og ófærðar og sama á við víðar á landinu, á Vesturlandi, Vestfjörðum og sunnan Vatnajökuls. 19. desember 2022 09:58 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Victoria og Justin Anfuso búa í Boston en ætluðu sér að heimsækja föður Justins í Zurich í Sviss um jólin. Þau ákváðu að millilenda á Íslandi í eina nótt til þess að sjá landið í vetrarbúning og freista þess að sjá norðurljósin. Vægast sagt misheppnaðist það stórkostlega þar sem þau sitja nú föst í fjöldahjálparstöð í Keflavík. Þau lentu hér á landi klukkan tíu í gærkvöldi og fundu eina leigubílstjórann sem tilbúinn var að keyra þau í átt að gististað sínum. „Við mættum og leigubílstjórinn var mjög svartsýnn á hvort hann myndi ná að keyra okkur. Hann sagði okkur að veðrið myndi líklegast versna. En við komumst þangað. Svo festumst undir snjó í litlum sumarbústað. Viðbragðsaðilar þurfti að koma okkur út úr honum og komu okkur hingað,“ segir Victoria í samtali við fréttastofu. Klippa: Ferðamenn fastir í fjöldahjálparmiðstöð Þau eiga bókað flug á morgun en eru ekki bjartsýn á að það verði að veruleika. Í stað þess að fljúga beint til Sviss, líkt og planið var upphaflega, fljúga þau fyrst til Dyflinnar í Írlandi. Þau segjast hafa upplifað svona veður áður, enda frá Boston, en aldrei þurft að gista í fjöldahjálparstöð áður. „Þetta er þvílík upplifun. Veðrið er ekki svo slæmt og það er skrítið að það sé sól en samt hættulegt úti á sama tíma. Það er ekki að snjóa en það er samt mikill vindur. Þannig það er betra að vera öruggur í svona aðstæðum. Við erum bæði flugmenn þannig við vitum að það er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig,“ segir Justin. Þau segja hjálpfýsi Íslendinga hafa komið þeim ánægjulega á óvart. Þá eru allir sem dvelja með þeim í hjálparstöðinni einnig mjög almennilegir. Allir reyna að þrauka saman í gegnum þetta og búa til eftirminnilega upplifun. „Í gegnum atburði sem þessa þá kemstu að því hvernig fólk er í raun og veru,“ segir Victoria.
Veður Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Ég held að við komumst aldrei heim“ Samantha og George Novella, par frá Bretlandi, hafa verið veðurteppt í Keflavík í allan dag og stefna á að gista í fjöldahjálparmiðstöðinni í Keflavík í nótt. Þau búast ekki við því að komast heim til Bretlands á næstunni. 19. desember 2022 22:01 Veðurvaktin: Loka Reykjanesbrautinni á ný Allar aðalleiðir á suðvesturhorni landsins eru lokaðar vegna veðurs og ófærðar og sama á við víðar á landinu, á Vesturlandi, Vestfjörðum og sunnan Vatnajökuls. 19. desember 2022 09:58 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
„Ég held að við komumst aldrei heim“ Samantha og George Novella, par frá Bretlandi, hafa verið veðurteppt í Keflavík í allan dag og stefna á að gista í fjöldahjálparmiðstöðinni í Keflavík í nótt. Þau búast ekki við því að komast heim til Bretlands á næstunni. 19. desember 2022 22:01
Veðurvaktin: Loka Reykjanesbrautinni á ný Allar aðalleiðir á suðvesturhorni landsins eru lokaðar vegna veðurs og ófærðar og sama á við víðar á landinu, á Vesturlandi, Vestfjörðum og sunnan Vatnajökuls. 19. desember 2022 09:58