Tímamótasamkomulag geti spornað gegn fjöldaútrýmingu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. desember 2022 14:08 Auður Önnu Magnúsdóttir er framkvæmdastjóri landverndar. Stöð 2 Góðar líkur eru á því að hægt verði að sporna við fjöldaútrýmingu tegunda verði tímamótasamkomulagi um vernd á tæplega þriðjungi haf- og landsvæða heimsins fylgt eftir, segir framkvæmdastjóri Landverndar. Íslendingar dragi lappirnar í verndun hafsins og hafi jafnvel staðið í vegi þess. Samkvæmt samkomulaginu sem náðist á COP15 ráðstefnunni í nótt skuldbinda um 190 ríki sig til þess að vernda þrjátíu prósent land- og hafsvæða jarðar fyrir árið 2030 - eða á næstu átta árum. Eins og sakir standa eru sautján prósent landsvæða og tíu prósent hafsvæða heimsins friðuð. Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar segir þetta tímamótasamkomulag. „Ef af verður eru mjög góðar líkur á því að okkur takist að sporna við fjöldaútdauða tegunda,“ segir Auður. Fyrirvarinn er til kominn vegna þess að ríki heims þurfa nú að grípa til aðgerða til ná fram markmiðum samkomulagsins. Auður bendir á að ekki hafi tekist að fylgja eftir ýmsum settum markmiðum um náttúruvernd á síðustu áratugum. „Og ef fortíðin er besti spámaðurinn um framtíðina ættum við nú að vera hóflega bjartsýn.“ Framkvæmdastjóri Landverndar telur að takmarka eigi eða útrýma alveg botnvörpuveiðum við Ísland til að vernda hafsbotninn. Það er undir hverri og einni þjóð komið að ákveða hvaða land- eða hafsvæði verða vernduð en Auður bendir á að mikil ábyrgð hvíli á löndum líkt og Kongó, Brasilíu og Indónesíu sem búa yfir stórum og fjölbreyttum óspilltum svæðum. Íslendingar draga lappirnar í vernd á hafsvæðum Hún segir Íslendinga standa ágætlega hvað vernd landsvæða varðar en staðan sé allt önnur á sjó, þar sem innan við eitt prósent hafsvæðis við landið nýtur verndar. Íslendingar hafi hingað til dregið lappirnar og jafnvel staðið í vegi verndar. „Eitt fáránlegt dæmi er þegar Ísland sagði sig fylgjandi vernd, en bara ef það fæli ekki í sér vernd gegn fiskveiðum. En það er það sem þarf að vernda hafsvæðin fyrir. Við vitum alveg að stór vernduð hafsvæði auka fiskigegnd á nærliggjandi svæðum þannig þetta meikar ekkert sens,“ segir Auður. „Ef þetta á að vera raunverulega vernd þýðir það vernd gegn fiskveiðum og þá alveg sérstaklega botnveiðum af því það eyðileggur hafsbotninn. Í raun og veru ættu Íslendingar að takmarka eða útrýma alveg botnvörpuveiðum,“ segir Auður. Umhverfismál Kanada Sameinuðu þjóðirnar Sjávarútvegur Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Samkvæmt samkomulaginu sem náðist á COP15 ráðstefnunni í nótt skuldbinda um 190 ríki sig til þess að vernda þrjátíu prósent land- og hafsvæða jarðar fyrir árið 2030 - eða á næstu átta árum. Eins og sakir standa eru sautján prósent landsvæða og tíu prósent hafsvæða heimsins friðuð. Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar segir þetta tímamótasamkomulag. „Ef af verður eru mjög góðar líkur á því að okkur takist að sporna við fjöldaútdauða tegunda,“ segir Auður. Fyrirvarinn er til kominn vegna þess að ríki heims þurfa nú að grípa til aðgerða til ná fram markmiðum samkomulagsins. Auður bendir á að ekki hafi tekist að fylgja eftir ýmsum settum markmiðum um náttúruvernd á síðustu áratugum. „Og ef fortíðin er besti spámaðurinn um framtíðina ættum við nú að vera hóflega bjartsýn.“ Framkvæmdastjóri Landverndar telur að takmarka eigi eða útrýma alveg botnvörpuveiðum við Ísland til að vernda hafsbotninn. Það er undir hverri og einni þjóð komið að ákveða hvaða land- eða hafsvæði verða vernduð en Auður bendir á að mikil ábyrgð hvíli á löndum líkt og Kongó, Brasilíu og Indónesíu sem búa yfir stórum og fjölbreyttum óspilltum svæðum. Íslendingar draga lappirnar í vernd á hafsvæðum Hún segir Íslendinga standa ágætlega hvað vernd landsvæða varðar en staðan sé allt önnur á sjó, þar sem innan við eitt prósent hafsvæðis við landið nýtur verndar. Íslendingar hafi hingað til dregið lappirnar og jafnvel staðið í vegi verndar. „Eitt fáránlegt dæmi er þegar Ísland sagði sig fylgjandi vernd, en bara ef það fæli ekki í sér vernd gegn fiskveiðum. En það er það sem þarf að vernda hafsvæðin fyrir. Við vitum alveg að stór vernduð hafsvæði auka fiskigegnd á nærliggjandi svæðum þannig þetta meikar ekkert sens,“ segir Auður. „Ef þetta á að vera raunverulega vernd þýðir það vernd gegn fiskveiðum og þá alveg sérstaklega botnveiðum af því það eyðileggur hafsbotninn. Í raun og veru ættu Íslendingar að takmarka eða útrýma alveg botnvörpuveiðum,“ segir Auður.
Umhverfismál Kanada Sameinuðu þjóðirnar Sjávarútvegur Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent