„Hræðileg kvöð að þurfa að gera eitthvað magnað“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 20. desember 2022 12:31 Ragnheiður Harpa ræddi við blaðamann um ljóðlistina og lífið. Eva Schram „Það gefur mér mest að lesa, þaðan sæki ég gjarnan innblástur,“ segir rithöfundurinn og sviðslistakonan Ragnheiður Harpa Leifsdóttir sem var að senda frá sér ljóðabókina Urðarflétta. Blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk að heyra nánar frá listsköpun hennar. Ragnheiður Harpa tilheyrir skáldkonuhópnum Svikaskáld sem er myndaður af sex konum. Fyrsta ljóðabók Ragnheiðar kom út árið 2019 og ber heitið Sítrónur og náttmyrkur en hún hefur einnig gefið út þrjár ljóðabækur með Svikaskáldum. Ásamt skrifum og útgáfu hafa þær hafa einnig verið með kennslu, til dæmis í Endurmenntun hjá Háskóla Íslands. „Svikaskáld myndaðist út frá því að við vorum allar saman í ritlist og sóttum allar tíma hjá Sigurði Pálssyni sem var ljóðskáld og hafði svo mikil áhrif á okkur. Við fórum allar saman upp í sumarbústað og skrifuðum bók og það var svona upphafið.“ Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Sunna Dís Másdóttir, Þóra Hjörleifsdóttir, Melkorka Ólafsdóttir, Þórdís Helgadóttir og Fríða Ísberg mynda Svikaskáld.Saga Sig Rauðvín og aukið traust Ragnheiður segir sumarbústaðaferðina hafa verið upphaf í miklu trausti hjá hópnum þar sem það getur verið virkilega krefjandi að deila hráum texta með öðrum. „Við þekktumst ekki mjög vel en þegar það leið á kvöldið og við vorum búnar að fá okkur smá rauðvín fórum við að treysta hver annarri betur og meira. Þá þorðum við að afhjúpa fleiri texta eftir okkur. Það að vera berskjaldaður fyrir framan hóp er erfitt en rosa gott. Þetta er líka eitthvað sem við erum búnar að vera að vinna með í kennslu. Þá biðjum við alla að skrifa hráan texta í korter, erum með skeiðklukku og þetta á alls ekki að vera fullkomið.“ „Stelur á þinn hátt“ Hún sækir sem áður segir mikinn innblástur í lestur og hefur alltaf elskað að lesa. „Ég les rosa mikið af ljóðum, ég hef alltaf lesið og þegar ég var barn kláraði ég þjóðsögurnar á bókasafninu. Þegar maður les er maður staddur inni verkinu og það kviknar á svo mörgum hugmyndum.“ Hún segir hugmyndir aldrei sprottnar upp úr engu. „Þú stelur en þú stelur á þinn hátt í sköpuninni með því að taka það sem kveikir í þér og halda áfram með það á þinni braut.“ Ragnheiður sækir mikinn innblástur í það að lesa sjálf.Eva Schram Eigin heimur hvers og eins Innblásturinn kemur líka til hennar frá allri list, þar á meðal leikhúsi. „Ég heillast mikið af aðstæðum sem eru búnar til, sérstaklega ef eitthvað fer ekki eins og það á að fara. Það getur svo ótrúlega margt gerst. Svo er það líka bara fólk, eftir Covid er maður svo mikið að upplifa hvað maður er heppinn að geta hitt fólk og sótt innblástur í það. Hver einasta manneskja hefur sinn heim, sínar sorgir og sínar þrár og allt þetta. Það er margt að sækja í en lestur er númer eitt. Siggi kennari talaði um þetta, að til að skrifa þarftu að lesa. Höfundur er ekkert annað en lesandi sem hefur farið svona smá hliðarspor. Það er svo ótrúlega mikilvægt.“ Hugrakkari í hóp Ragnheiður segir berskjaldandi að senda frá sér ljóðabók ein. „Það er fallegt að vera í hóp því maður er hugrakkari. Í skáldsögunni okkar vorum við vinna með að brjóta upp form skáldsögunnar en það er skemmtilegra að gera það í hóp. Maður þarf að standa ansi vel með sér við að gefa út bók. Svo kemur það líka með æfingunni held ég. Ljóðabækur eru svo gjarnan persónulegar en svo er þetta er líka skáldskapur.“ Listaverk eftir Ásu Bríeti Brattaberg prýðir forsíðu bókarinnar.Aðsend Hún lýsir Urðarfléttu sem fíngerðum og dulmögnuðum prósaljóðum um náttúruna sem býr innra með okkur. „Þetta eru prósatextar sem fjalla á einn eða annan hátt um manneskjuna og náttúruna en líka um ótta og sorgir og hvernig náttúran getur tekið á sig myndir tilfinninga. Þarna eru ungabörn og eggaldin sem vex úr koki á konu, veður og ástönd sem koma fram, viðkvæm augnablik, horfnir skógar, uglur sem grípa nóttina, ástvinir í handanheimi, krepptir hnefar, sár sem aldrei gróa, fljúgandi þakplötur, þeysandi halastjörnur og byltingar sem fæðast í móðurkviði.“ Ragnheiður Harpa segir Urðarfléttu fjalla á einn eða annan hátt um manneskjuna og náttúruna.Eva Schram Fjölbreytt sena Ragnheiður er ánægð með fjölbreytileikann í bókasenunni í dag og segir mikilvægt að það sé pláss fyrir hann. „Það voru auðvitað margar skáldkonur hér áður fyrr sem fengu aldrei viðurkenningu á sínu. En mér finnst ótrúlega margt spennandi í gangi í dag og rosaleg þróun sem hefur átt sér stað,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður vill afbaka hugmyndina um rithöfundinn sem æðri veru.Eva Schram Einangrandi að vera á stallinum Í listsköpun sinni leggur Ragnheiður upp úr því að fjarlægja hugmyndina um listamanninn sem æðri veru, eins og gjarnan hefur tíðkast í listasögunni. „Það er svo einangrandi fyrir manneskjuna að vera eina á stallinum og það er mikið ójafnvægi. Rithöfundar eru auðvitað bara fólk eins og allir.“ Hún segir að allt gerist í samtali og enginn standi aleinn á bak við bók. Við útgáfu er búið að lesa texta í bak og fyrir, lagfæra og gera breytingar. „Það er enginn sem fer inni helli, skrifar eitthvað og það er bara tilbúið. Það er hræðileg kvöð að þurfa að gera eitthvað magnað. Allt sem þú gerir er bara ákveðinn skammtur af tíma þar sem þú ert núna, það endurspeglar þig og hvar þú ert,“ segir Ragnheiður Harpa að lokum. Bókmenntir Ljóðlist Menning Tengdar fréttir Virkja í sér svikaskáldið Hópur kvenna sem kallar sig Svikaskáld gefur út ljóðverkið Ég er fagnaðarsöngur og les upp úr því í dag, á kvenréttindadaginn, í Mengi, Óðinsgötu, yfir léttum veitingum. 19. júní 2018 06:00 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Ragnheiður Harpa tilheyrir skáldkonuhópnum Svikaskáld sem er myndaður af sex konum. Fyrsta ljóðabók Ragnheiðar kom út árið 2019 og ber heitið Sítrónur og náttmyrkur en hún hefur einnig gefið út þrjár ljóðabækur með Svikaskáldum. Ásamt skrifum og útgáfu hafa þær hafa einnig verið með kennslu, til dæmis í Endurmenntun hjá Háskóla Íslands. „Svikaskáld myndaðist út frá því að við vorum allar saman í ritlist og sóttum allar tíma hjá Sigurði Pálssyni sem var ljóðskáld og hafði svo mikil áhrif á okkur. Við fórum allar saman upp í sumarbústað og skrifuðum bók og það var svona upphafið.“ Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Sunna Dís Másdóttir, Þóra Hjörleifsdóttir, Melkorka Ólafsdóttir, Þórdís Helgadóttir og Fríða Ísberg mynda Svikaskáld.Saga Sig Rauðvín og aukið traust Ragnheiður segir sumarbústaðaferðina hafa verið upphaf í miklu trausti hjá hópnum þar sem það getur verið virkilega krefjandi að deila hráum texta með öðrum. „Við þekktumst ekki mjög vel en þegar það leið á kvöldið og við vorum búnar að fá okkur smá rauðvín fórum við að treysta hver annarri betur og meira. Þá þorðum við að afhjúpa fleiri texta eftir okkur. Það að vera berskjaldaður fyrir framan hóp er erfitt en rosa gott. Þetta er líka eitthvað sem við erum búnar að vera að vinna með í kennslu. Þá biðjum við alla að skrifa hráan texta í korter, erum með skeiðklukku og þetta á alls ekki að vera fullkomið.“ „Stelur á þinn hátt“ Hún sækir sem áður segir mikinn innblástur í lestur og hefur alltaf elskað að lesa. „Ég les rosa mikið af ljóðum, ég hef alltaf lesið og þegar ég var barn kláraði ég þjóðsögurnar á bókasafninu. Þegar maður les er maður staddur inni verkinu og það kviknar á svo mörgum hugmyndum.“ Hún segir hugmyndir aldrei sprottnar upp úr engu. „Þú stelur en þú stelur á þinn hátt í sköpuninni með því að taka það sem kveikir í þér og halda áfram með það á þinni braut.“ Ragnheiður sækir mikinn innblástur í það að lesa sjálf.Eva Schram Eigin heimur hvers og eins Innblásturinn kemur líka til hennar frá allri list, þar á meðal leikhúsi. „Ég heillast mikið af aðstæðum sem eru búnar til, sérstaklega ef eitthvað fer ekki eins og það á að fara. Það getur svo ótrúlega margt gerst. Svo er það líka bara fólk, eftir Covid er maður svo mikið að upplifa hvað maður er heppinn að geta hitt fólk og sótt innblástur í það. Hver einasta manneskja hefur sinn heim, sínar sorgir og sínar þrár og allt þetta. Það er margt að sækja í en lestur er númer eitt. Siggi kennari talaði um þetta, að til að skrifa þarftu að lesa. Höfundur er ekkert annað en lesandi sem hefur farið svona smá hliðarspor. Það er svo ótrúlega mikilvægt.“ Hugrakkari í hóp Ragnheiður segir berskjaldandi að senda frá sér ljóðabók ein. „Það er fallegt að vera í hóp því maður er hugrakkari. Í skáldsögunni okkar vorum við vinna með að brjóta upp form skáldsögunnar en það er skemmtilegra að gera það í hóp. Maður þarf að standa ansi vel með sér við að gefa út bók. Svo kemur það líka með æfingunni held ég. Ljóðabækur eru svo gjarnan persónulegar en svo er þetta er líka skáldskapur.“ Listaverk eftir Ásu Bríeti Brattaberg prýðir forsíðu bókarinnar.Aðsend Hún lýsir Urðarfléttu sem fíngerðum og dulmögnuðum prósaljóðum um náttúruna sem býr innra með okkur. „Þetta eru prósatextar sem fjalla á einn eða annan hátt um manneskjuna og náttúruna en líka um ótta og sorgir og hvernig náttúran getur tekið á sig myndir tilfinninga. Þarna eru ungabörn og eggaldin sem vex úr koki á konu, veður og ástönd sem koma fram, viðkvæm augnablik, horfnir skógar, uglur sem grípa nóttina, ástvinir í handanheimi, krepptir hnefar, sár sem aldrei gróa, fljúgandi þakplötur, þeysandi halastjörnur og byltingar sem fæðast í móðurkviði.“ Ragnheiður Harpa segir Urðarfléttu fjalla á einn eða annan hátt um manneskjuna og náttúruna.Eva Schram Fjölbreytt sena Ragnheiður er ánægð með fjölbreytileikann í bókasenunni í dag og segir mikilvægt að það sé pláss fyrir hann. „Það voru auðvitað margar skáldkonur hér áður fyrr sem fengu aldrei viðurkenningu á sínu. En mér finnst ótrúlega margt spennandi í gangi í dag og rosaleg þróun sem hefur átt sér stað,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður vill afbaka hugmyndina um rithöfundinn sem æðri veru.Eva Schram Einangrandi að vera á stallinum Í listsköpun sinni leggur Ragnheiður upp úr því að fjarlægja hugmyndina um listamanninn sem æðri veru, eins og gjarnan hefur tíðkast í listasögunni. „Það er svo einangrandi fyrir manneskjuna að vera eina á stallinum og það er mikið ójafnvægi. Rithöfundar eru auðvitað bara fólk eins og allir.“ Hún segir að allt gerist í samtali og enginn standi aleinn á bak við bók. Við útgáfu er búið að lesa texta í bak og fyrir, lagfæra og gera breytingar. „Það er enginn sem fer inni helli, skrifar eitthvað og það er bara tilbúið. Það er hræðileg kvöð að þurfa að gera eitthvað magnað. Allt sem þú gerir er bara ákveðinn skammtur af tíma þar sem þú ert núna, það endurspeglar þig og hvar þú ert,“ segir Ragnheiður Harpa að lokum.
Bókmenntir Ljóðlist Menning Tengdar fréttir Virkja í sér svikaskáldið Hópur kvenna sem kallar sig Svikaskáld gefur út ljóðverkið Ég er fagnaðarsöngur og les upp úr því í dag, á kvenréttindadaginn, í Mengi, Óðinsgötu, yfir léttum veitingum. 19. júní 2018 06:00 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Virkja í sér svikaskáldið Hópur kvenna sem kallar sig Svikaskáld gefur út ljóðverkið Ég er fagnaðarsöngur og les upp úr því í dag, á kvenréttindadaginn, í Mengi, Óðinsgötu, yfir léttum veitingum. 19. júní 2018 06:00