„Þetta er lífshættulegt ástand“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 17. desember 2022 12:06 „Hér átti að vísa okkur út klukkan tíu í morgun,“ segir Ragnar Erling í myndbandinu sem hann birti nú í morgun. Heimilislaus karlmaður á Granda segir Reykjavíkurborg hafa ætlað að henda fólki út úr gistiskýli á Granda í snjóþungri og ískaldri borginni. Gistiskýli eru alla jafna lokuð á milli tíu og fimm á daginn. Reykjavíkurborg hafði þó opið í sólarhring í gær vegna kuldans og sagði að staðan yrði áfram metin. Uppfært: Samskiptastjóri Reykjavíkurborgar tjáði fréttastofu í hádeginu að tekin hafi verið ákvörðun um að hafa gistiskýlin opin laugardag og sunnudag. „Það er ekki séns að við séum að fara út. Hér var maður sem varð nærri úti áðan. Hann hefði getað orðið úti. Þetta er versta ofbeldi sem fyrirfinnst,“ segir Ragnar Erling Hermannsson í samtali við Vísi nú í morgun. Fyrr í morgun birti Ragnar Erling myndskeið á Facebook-síðu sinni þar sem hann stóð fannbarinn í frostinu fyrir utan gistiskýlið á Grandagarði. Fleiri hundruð manns hafa deilt myndskeiði Ragnars er þetta er ritað. Ragnar Erling var í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 síðastliðið fimmtudagskvöld en hann hefur glímt við heimilisleysi um þó nokkurt skeið. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 að Reykjavíkurborg væri búin að virkja neyðaráætlun og hefði ákveðið að hafa neyðarskýli sín opin allan sólarhringinn á föstudag vegna kulda. Staðan yrði svo metin. Gistiskýlin eru alla jafna eru opin frá fimm á daginn til tíu á morgnanna. Krefjast virðingar „Hér átti að vísa okkur út klukkan tíu í morgun,“ segir Ragnar Erling í myndbandinu sem hann birti nú í morgun. Hann bætir við að sólarhringsopnun gistiskýlanna hafi greinilega verið „sýndarmennska“ af hálfu borgaryfirvalda. Í samtali við Vísi segir Ragnar að eins og staðan er núna eigi að vísa mönnum úr gistiskýlinu klukkan tólf á hádegi í dag. „Ef þau vilja virkilega senda okkur út, þá mega þau bara henda okkur út.“ „Það er ekki að ræða að ég bjóði sjálfum mér upp á þetta, eða bræðrum mínum sem eru hérna með mér,“ segir Ragnar í myndskeiðinu og býður jafnframt konunum í Konukoti að slást í hópinn, ef ske kynni að þeim hafi einnig verið vísað út í kuldann. „Þetta er staðreyndin í dag, kæru Íslendingar. Reykjavík vildi bara sýnast í gær. Það voru búnar að vera frosthörkur í tvær vikur fyrir daginn í gær, og allt í einu var eitthvað opið í gær. Sýndarmennska og ekkert annað, kæra fólk. Við krefjumst þess að fá virðingu, að það sé séð að við erum líka fólk. Við sem erum heimilislaus og þjáumst af fíknisjúkdómum,“ segir Ragnar Erling í lok myndskeiðsins og lofar þvínæst að koma með stöðuuppfærslu í hádeginu. „Þetta er lífshættulegt ástand. Hér eru menn veikir.“ Segir engan þurfa að sofa úti Í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 á fimmtudagskvöldið sagði Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar að farið yrði vel yfir hvar hægt væri að rýmka til. „Það er okkar forgangur að engin þurfi að sofa úti eða sé vísað frá á næturnar. En ef fleiri væru til í að koma með úrræði eins og Samhjálp, Hjálparstofnun kirkjunnar og Rauði krossinn, þá væri það frábært.“ Þá benti hún á að um þrjú hundruð manns hafi notað neyðarskýlin í borginni á þessu ári af þeim séu hundrað frá öðrum sveitarfélögum. Þau þurfi að koma meira að málaflokknum. „Við erum að læra þetta og verðum að hlusta og meta og gera eins vel og við getum en þar verða fleiri að koma að en bara Reykjavík.“ Uppfært kl. 12.29 Í samtali við Vísi staðfestir Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri Reykjavíkurborgar að sólarhringsopnun sé áfram fyrirhuguð í neyðarskýlinu á Granda. Það sama gildir um önnur gistiskýli í borginni. Þau verða opin í dag og á morgun. Veður Málefni heimilislausra Reykjavík Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira
Uppfært: Samskiptastjóri Reykjavíkurborgar tjáði fréttastofu í hádeginu að tekin hafi verið ákvörðun um að hafa gistiskýlin opin laugardag og sunnudag. „Það er ekki séns að við séum að fara út. Hér var maður sem varð nærri úti áðan. Hann hefði getað orðið úti. Þetta er versta ofbeldi sem fyrirfinnst,“ segir Ragnar Erling Hermannsson í samtali við Vísi nú í morgun. Fyrr í morgun birti Ragnar Erling myndskeið á Facebook-síðu sinni þar sem hann stóð fannbarinn í frostinu fyrir utan gistiskýlið á Grandagarði. Fleiri hundruð manns hafa deilt myndskeiði Ragnars er þetta er ritað. Ragnar Erling var í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 síðastliðið fimmtudagskvöld en hann hefur glímt við heimilisleysi um þó nokkurt skeið. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 að Reykjavíkurborg væri búin að virkja neyðaráætlun og hefði ákveðið að hafa neyðarskýli sín opin allan sólarhringinn á föstudag vegna kulda. Staðan yrði svo metin. Gistiskýlin eru alla jafna eru opin frá fimm á daginn til tíu á morgnanna. Krefjast virðingar „Hér átti að vísa okkur út klukkan tíu í morgun,“ segir Ragnar Erling í myndbandinu sem hann birti nú í morgun. Hann bætir við að sólarhringsopnun gistiskýlanna hafi greinilega verið „sýndarmennska“ af hálfu borgaryfirvalda. Í samtali við Vísi segir Ragnar að eins og staðan er núna eigi að vísa mönnum úr gistiskýlinu klukkan tólf á hádegi í dag. „Ef þau vilja virkilega senda okkur út, þá mega þau bara henda okkur út.“ „Það er ekki að ræða að ég bjóði sjálfum mér upp á þetta, eða bræðrum mínum sem eru hérna með mér,“ segir Ragnar í myndskeiðinu og býður jafnframt konunum í Konukoti að slást í hópinn, ef ske kynni að þeim hafi einnig verið vísað út í kuldann. „Þetta er staðreyndin í dag, kæru Íslendingar. Reykjavík vildi bara sýnast í gær. Það voru búnar að vera frosthörkur í tvær vikur fyrir daginn í gær, og allt í einu var eitthvað opið í gær. Sýndarmennska og ekkert annað, kæra fólk. Við krefjumst þess að fá virðingu, að það sé séð að við erum líka fólk. Við sem erum heimilislaus og þjáumst af fíknisjúkdómum,“ segir Ragnar Erling í lok myndskeiðsins og lofar þvínæst að koma með stöðuuppfærslu í hádeginu. „Þetta er lífshættulegt ástand. Hér eru menn veikir.“ Segir engan þurfa að sofa úti Í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 á fimmtudagskvöldið sagði Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar að farið yrði vel yfir hvar hægt væri að rýmka til. „Það er okkar forgangur að engin þurfi að sofa úti eða sé vísað frá á næturnar. En ef fleiri væru til í að koma með úrræði eins og Samhjálp, Hjálparstofnun kirkjunnar og Rauði krossinn, þá væri það frábært.“ Þá benti hún á að um þrjú hundruð manns hafi notað neyðarskýlin í borginni á þessu ári af þeim séu hundrað frá öðrum sveitarfélögum. Þau þurfi að koma meira að málaflokknum. „Við erum að læra þetta og verðum að hlusta og meta og gera eins vel og við getum en þar verða fleiri að koma að en bara Reykjavík.“ Uppfært kl. 12.29 Í samtali við Vísi staðfestir Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri Reykjavíkurborgar að sólarhringsopnun sé áfram fyrirhuguð í neyðarskýlinu á Granda. Það sama gildir um önnur gistiskýli í borginni. Þau verða opin í dag og á morgun.
Veður Málefni heimilislausra Reykjavík Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira