Sigurjón Sighvats stelur frá þjófi og skammast sín ekkert Jakob Bjarnar skrifar 16. desember 2022 15:04 Myndlistarmaðurinn Sigurjón Sighvatsson storkar hinni áleitnu spurningu um höfundarrétt með verkum sínum. Sigurjón Ragnar Klukkan 13.30 bæði laugardag og sunnudag um þessa helgi mun Jón Proppé listheimspekingur taka Sigurjón Sighvatsson í listamannaspjall um hliðarsjálf sitt CozyBoy en sýning á verkum hans stendur nú yfir við Hafnartorg. Spjall þeirra félaga og leiðsögn um sýninguna verður opið öllum áhugasömum en þar eru undir athyglisverðar og knýjandi spurningar um höfundarétt. Eins og kvikmyndaunnendur þekkja hefur Sigurjón skráð sig í sögubækurnar sem afkastamesti kvikmyndaframleiðandi landins auk þess að vera umsvifamikill fjárfestir, viðskiptamaður og stórtækur listaverkasafnari. Á allra síðustu árum hefur hann svo stigið fram sem myndlistarmaður undir nafninu CozyBoy og ljósmyndari undir eigin nafni. Stolið frá þjófi Fyrir tveimur árum birtist sýning CozyBoy „Becoming Richard“ á 287 auglýsingaskjám á höfuðborgarsvæðinu. Yfir fimmtíu verk voru unnin upp úr Instagram færslum og lyndistáknum (emojis) frá bandaríska listamanninum Richard Prince sem fengu nýtt samhengi hjá CozyBoy. Í tilkynningu frá Sigurjóni segir meðal annars að Richard Prince sé sá listamaður okkar daga sem líklega hvað mest hefur verið sakaður um að nota hugverk annarra listamanna, án þess að geta til um uppruna verkanna. Af þessum sökum hafa dómsmál ítrekuð verið höfðuð á hendur honum. „Prince lætur sér þó ekki segjast, heldur semur endurtekið um greiðslur við þá sem saka hann um stuld á sínum hugverkum. Er það eina viðurkenning hans á því að hann er ekki höfundur eigin verka að öllu leyti.“ Í Becoming Richard seríunni eftir CozyBoy er tekist á við spurninguna um höfund og höfundarétt, sem hefur líklega aldrei verið áleitnari en nú. Verkin voru vísvitandi sköpuð upp úr efnum hins þekkta bandaríska listamanns, og beinlínis vakin athygli á uppruna þeirra með nafngift sýningarinnar, ólíkt því sem því sem sjálfur Prince heldur fram um sín eigin verk. Inn úr kuldanum Sigurjón, eða CozyBoy, hefur nú bætt um betur og ákveðið að endurskapa sín eigin verk og færa inn í sýningarrými sem varanleg verk, en ekki bara skammtíma skilaboð á úti auglýsingaskiltum. Eða svo enn sé vitnað til tilkynningar frá listamanninum: „Sannarlega hafa þessi varanlegu verk, sem eru gerð úr áli, plexigleri og LED ljósum, sterkari höfundareinkenni en þau upphafleg.“ Og spurt er hvort slík einkenni dugi til að hann geti kallað þau sín eigi? „Eða eru þau bara ólistræn aðlögun að hinum upprunanlegu verkum Prince, sem eru þegar allt kemur til alls hreint ekki upprunaleg, hvað sem hann segir sjálfur. Þessar spurningar ásamt fleirum verða viðfangsefni Jóns og Sigurjóns í spjalli þeirra um helgina.“ Myndlist Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Spjall þeirra félaga og leiðsögn um sýninguna verður opið öllum áhugasömum en þar eru undir athyglisverðar og knýjandi spurningar um höfundarétt. Eins og kvikmyndaunnendur þekkja hefur Sigurjón skráð sig í sögubækurnar sem afkastamesti kvikmyndaframleiðandi landins auk þess að vera umsvifamikill fjárfestir, viðskiptamaður og stórtækur listaverkasafnari. Á allra síðustu árum hefur hann svo stigið fram sem myndlistarmaður undir nafninu CozyBoy og ljósmyndari undir eigin nafni. Stolið frá þjófi Fyrir tveimur árum birtist sýning CozyBoy „Becoming Richard“ á 287 auglýsingaskjám á höfuðborgarsvæðinu. Yfir fimmtíu verk voru unnin upp úr Instagram færslum og lyndistáknum (emojis) frá bandaríska listamanninum Richard Prince sem fengu nýtt samhengi hjá CozyBoy. Í tilkynningu frá Sigurjóni segir meðal annars að Richard Prince sé sá listamaður okkar daga sem líklega hvað mest hefur verið sakaður um að nota hugverk annarra listamanna, án þess að geta til um uppruna verkanna. Af þessum sökum hafa dómsmál ítrekuð verið höfðuð á hendur honum. „Prince lætur sér þó ekki segjast, heldur semur endurtekið um greiðslur við þá sem saka hann um stuld á sínum hugverkum. Er það eina viðurkenning hans á því að hann er ekki höfundur eigin verka að öllu leyti.“ Í Becoming Richard seríunni eftir CozyBoy er tekist á við spurninguna um höfund og höfundarétt, sem hefur líklega aldrei verið áleitnari en nú. Verkin voru vísvitandi sköpuð upp úr efnum hins þekkta bandaríska listamanns, og beinlínis vakin athygli á uppruna þeirra með nafngift sýningarinnar, ólíkt því sem því sem sjálfur Prince heldur fram um sín eigin verk. Inn úr kuldanum Sigurjón, eða CozyBoy, hefur nú bætt um betur og ákveðið að endurskapa sín eigin verk og færa inn í sýningarrými sem varanleg verk, en ekki bara skammtíma skilaboð á úti auglýsingaskiltum. Eða svo enn sé vitnað til tilkynningar frá listamanninum: „Sannarlega hafa þessi varanlegu verk, sem eru gerð úr áli, plexigleri og LED ljósum, sterkari höfundareinkenni en þau upphafleg.“ Og spurt er hvort slík einkenni dugi til að hann geti kallað þau sín eigi? „Eða eru þau bara ólistræn aðlögun að hinum upprunanlegu verkum Prince, sem eru þegar allt kemur til alls hreint ekki upprunaleg, hvað sem hann segir sjálfur. Þessar spurningar ásamt fleirum verða viðfangsefni Jóns og Sigurjóns í spjalli þeirra um helgina.“
Myndlist Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira