Schumacher verður liðsfélagi Hamiltons Valur Páll Eiríksson skrifar 15. desember 2022 16:01 Hamilton og Schumacher ræða málin. Peter Fox/Getty Images Ökuþórinn Mick Schumacher hefur samið við Mercedes um að aka með liðinu á næstu leiktíð í Formúlu 1. Hann átti strembið ár hjá Haas í fyrra. Schumacher er sonur goðsagnarinnar Michaels Schumacher sem er sigursælastur í sögu Formúlu 1 með sjö heimsmeistaratitla. Tvo vann hann með Benetton árin 1994 og 1995 og fimm með Ferrari árin 2000 til 2004. Bretinn Lewis Hamilton, sem ekur fyrir Mercedes, jafnaði það met með sjöunda titli sínum árið 2020. Hann hefur síðan þurft að horfa á eftir titlinum í hendur Hollendingsins Max Verstappen á Red Bull síðustu tvö ár. Hamilton freistar þess að slá met Schumachers og mun nú njóta liðssinnis sonar hans við verkið. Bretarnir Hamilton og George Russell verða áfram aðalökumenn Mercedes en Schumacher er ráðinn inn sem varabílstjóri. Schumacher mun því keppa fyrir Mercedes ef annar Bretanna forfallast vegna meiðsla eða annars. Willkommen, Mick. Say hello to our 2023 Reserve Driver, @SchumacherMick. pic.twitter.com/iQWLhIE7Pr— Mercedes-AMG PETRONAS F1 Team (@MercedesAMGF1) December 15, 2022 Mercedes-liðið átti vonbrigðatímabil á þessu ári og tókst illa á við veigamiklar breytingar sem gera þurfti á bílum í Formúlunni fyrir nýafstaðna leiktíð. Liðinu óx þó ásmegin og Russell fagnaði sigri í næst síðustu keppni vetrarins í Brasilíu og Hamilton varð þar annar. Mercedes lenti í þriðja sæti í keppni ökusmiðja með 515 stig, 39 stigum á eftir Ferrari sem var í öðru með 554 stig og langt frá Red Bull sem vann yfirburðasigur með 759 stig. Russell varð fjórði í keppni ökuþóra en Hamilton sjötti. Schumacher var að ljúka sínu öðru tímabili í Formúlu 1 en olli vonbrigðum hjá liði Haas, sem samdi við hann eftir að hann fagnaði sigri í Formúlu 2 árið 2020. Þar fetaði hann í fótspor verðandi liðsfélaga síns, George Russell, sem vann Formúlu 2 árið 2018. Schumacher fór stigalaus í gegnum tímabilið 2021 en í ár fékk hann tólf stig og varð sextándi í keppni ökuþóra. Það þótti ófullnægjandi árangur og hann því látinn fara frá Haas í lok tímabils. Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Schumacher er sonur goðsagnarinnar Michaels Schumacher sem er sigursælastur í sögu Formúlu 1 með sjö heimsmeistaratitla. Tvo vann hann með Benetton árin 1994 og 1995 og fimm með Ferrari árin 2000 til 2004. Bretinn Lewis Hamilton, sem ekur fyrir Mercedes, jafnaði það met með sjöunda titli sínum árið 2020. Hann hefur síðan þurft að horfa á eftir titlinum í hendur Hollendingsins Max Verstappen á Red Bull síðustu tvö ár. Hamilton freistar þess að slá met Schumachers og mun nú njóta liðssinnis sonar hans við verkið. Bretarnir Hamilton og George Russell verða áfram aðalökumenn Mercedes en Schumacher er ráðinn inn sem varabílstjóri. Schumacher mun því keppa fyrir Mercedes ef annar Bretanna forfallast vegna meiðsla eða annars. Willkommen, Mick. Say hello to our 2023 Reserve Driver, @SchumacherMick. pic.twitter.com/iQWLhIE7Pr— Mercedes-AMG PETRONAS F1 Team (@MercedesAMGF1) December 15, 2022 Mercedes-liðið átti vonbrigðatímabil á þessu ári og tókst illa á við veigamiklar breytingar sem gera þurfti á bílum í Formúlunni fyrir nýafstaðna leiktíð. Liðinu óx þó ásmegin og Russell fagnaði sigri í næst síðustu keppni vetrarins í Brasilíu og Hamilton varð þar annar. Mercedes lenti í þriðja sæti í keppni ökusmiðja með 515 stig, 39 stigum á eftir Ferrari sem var í öðru með 554 stig og langt frá Red Bull sem vann yfirburðasigur með 759 stig. Russell varð fjórði í keppni ökuþóra en Hamilton sjötti. Schumacher var að ljúka sínu öðru tímabili í Formúlu 1 en olli vonbrigðum hjá liði Haas, sem samdi við hann eftir að hann fagnaði sigri í Formúlu 2 árið 2020. Þar fetaði hann í fótspor verðandi liðsfélaga síns, George Russell, sem vann Formúlu 2 árið 2018. Schumacher fór stigalaus í gegnum tímabilið 2021 en í ár fékk hann tólf stig og varð sextándi í keppni ökuþóra. Það þótti ófullnægjandi árangur og hann því látinn fara frá Haas í lok tímabils.
Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira