Vilja tryggja brotaþolum sálfræðistuðning eftir skýrslutöku Kjartan Kjartansson skrifar 14. desember 2022 18:33 Lögreglustöðin við Hverfisgötu. Þolendum kynferðisofbeldi verður boðið upp á sálfræðistuðning eftir skýrslutöku með verkefni dóms- og heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Dóms- og heilbrigðisráðherra ætla að vinna að því að tryggja brotaþolum kynferðisofbeldis stuðning hjá sálfræðingi að lokinni skýrslutöku hjá lögreglu. Einnig ætla þeir að auka samvinnu lögreglu og heilbrigðiskerfisins um þjónustu vegna kynferðisofbeldis. Í tilkynningu sem birt var á vef stjórnarráðsins í gær kom fram að dómsmálaráðherra hefði ákveðið að styrkja reglubundið samráð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og starfsmanna neyðarmóttöku og áfallateymis Landspítalans um þjónustu við brotaþola kynferðisofbeldis. Samráðið snerist meðal annars um hvernig lögregla skuli standa að tilvísun sem tryggi brotaþolum stuðningsviðtal sálfræðings að lokinni skýrslutöku og miðlun upplýsinga um meðferð mála innan réttarvörslukerfisins til brotaþola. Rannsóknarmiðstöð gegn ofbeldi við Háskólann á Akureyri gerir úttekt á árangri af samstarfinu með því að taka viðtöl við einstaklinga sem leggja fram kæru hjá lögreglu vegna kynferðisleg ofbeldis. Metin verður reynsla kærenda af skýrslutöku og stuðningsviðtali hjá sálfræðingi í kjölfarið. Einnig verður gerð úttekt á reynslu lögreglu og heilbrigðisstarfsfólks af samstarfinu. Verkefnið er í anda aðgerðaáætlunar um bætta meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu fyrir árin 2018 til 2022 en þar kemur fram að tryggja þurfi brotaþolum viðeigandi stuðning innan kerfisins, þar á meðal sálfræðimeðferð innan heilbrigðiskerfisins eða önnur úrræði óháð búsetu og efnahag, meðal annars eftir skýrslutöku hjá lögreglu. Vinnuhópur heilbrigðisráðherra um samræmingu verklags vegna kynferðisofbeldis á að kynna niðurstöður sinnar vinnu innan skamms, að því er segir í tilkynningunni. Kynferðisofbeldi Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Í tilkynningu sem birt var á vef stjórnarráðsins í gær kom fram að dómsmálaráðherra hefði ákveðið að styrkja reglubundið samráð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og starfsmanna neyðarmóttöku og áfallateymis Landspítalans um þjónustu við brotaþola kynferðisofbeldis. Samráðið snerist meðal annars um hvernig lögregla skuli standa að tilvísun sem tryggi brotaþolum stuðningsviðtal sálfræðings að lokinni skýrslutöku og miðlun upplýsinga um meðferð mála innan réttarvörslukerfisins til brotaþola. Rannsóknarmiðstöð gegn ofbeldi við Háskólann á Akureyri gerir úttekt á árangri af samstarfinu með því að taka viðtöl við einstaklinga sem leggja fram kæru hjá lögreglu vegna kynferðisleg ofbeldis. Metin verður reynsla kærenda af skýrslutöku og stuðningsviðtali hjá sálfræðingi í kjölfarið. Einnig verður gerð úttekt á reynslu lögreglu og heilbrigðisstarfsfólks af samstarfinu. Verkefnið er í anda aðgerðaáætlunar um bætta meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu fyrir árin 2018 til 2022 en þar kemur fram að tryggja þurfi brotaþolum viðeigandi stuðning innan kerfisins, þar á meðal sálfræðimeðferð innan heilbrigðiskerfisins eða önnur úrræði óháð búsetu og efnahag, meðal annars eftir skýrslutöku hjá lögreglu. Vinnuhópur heilbrigðisráðherra um samræmingu verklags vegna kynferðisofbeldis á að kynna niðurstöður sinnar vinnu innan skamms, að því er segir í tilkynningunni.
Kynferðisofbeldi Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira