Dómstóllinn meti að ekki stafi svo mikil hætta af mönnunum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. desember 2022 07:00 Hrannar Már Hafberg var formaður Rannsóknarnefndar Alþingis vegna falls sparisjóðanna. Nefndin skilaði skýrslu árið 2014. Vísir/GVA Annar mannanna sem ákærður er fyrir tilraun til hryðjuverka er sagður hafa reynt að nálgast lögreglufatnað og lögregluskilríki, til að villa um fyrir fólki í tengslum við skotárás. Lögregla segir mennina tvo hafa rætt verknaðaraðferðir þekktra hryðjuverkamanna. Hálfsjálfvirkir rifflar á borð við AK-47 og AR-15 voru gerðir upptækir, auk skotfæra og íhluta í þrívíddarprentaðar byssur. Þetta kemur meðal annarra upplýsinga fram í ákæru héraðssaksóknara fyrir meint brot sem fréttastofa hefur undir höndum. Á þriðjudag felldi Landsréttur gæsluvarðhaldsúrskurð yfir mönnunum úr gildi og eru þeir því frjálsir ferða sinna í bili. Í úrskurðinum er annars vegar vísað til ítarlegrar matsgerðar og hins vegar þess að ekki væri talið að árás væri yfirvofandi, eða mjög líkleg eins og áskilið samkvæmt ákvæðinu sem krafa ákæruvaldsins var byggð á. Geðlæknir var dómkvaddur og skilaði matsgerð þess efnis að á samræðum og gögnum verði ekki séð að geðrænt heilrigði mannana sé þannig að hætta stafi af fyrir þá, aðra eða hóp fólks. Hrannar Már Hafberg er lektor við lagadeild Háskólans á Akureyri. Lögregla hefur mikið rætt um þetta mál og taldi mennina hættulega en nú eru þeir lausir úr haldi þar sem matsmaður telur hættu ekki stafa af þeim, hvernig fer þetta saman? „Vissulega eru þeir grunaðir um mjög alvarlegan glæp. Þeir eru grunaðir um tilraun til hryðjuverka en það verður líka að hafa í huga að þeir eru búnir að sitja mjög lengi í gæsluvarðhaldi og það er ákveðið þak á því hversu lengi menn mega sitja í gæsluvarðhaldi,“ segir Hrannar. Gæsluvarðhald geti verið á grundvelli rannsóknarhagsmuna og almannahagsmuna. Þegar farið sé fram á gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna þurfi dómarar að horfa til atriða er varða sakborninginn sjálfan. Það hafi einmitt verið gert í úrskurði Landsréttar. „Einkum og sérstaklega í ljósi mat sérfræðings, sem fenginn er til að meta hvort aðstæður þessara manna eða persónuleiki gefi til kynna að þeir séu hugsanlega hættulegir öðrum, þá er það mat þessa sérfræðings að svo sé ekki. Auðvitað kann það mat að horfa með öðrum hætti enda eru önnur sjónarmið höfð undir í löggæslu og skiljanlegt að lögregla hafi ákveðin verndarsjónarmið til grundvallar. En þegar komið er svo langt fram í málinu og menn búnir að sæta gæsluvarðhaldi lengi, líklegast verið sviptir öllum tólum og tækjum sem hugsanlega fundust við rannsókn og eftir spjall og viðræður við mennina, þá er það heildarmat dómstólsins að það stafi þá ekki það mikil hætta af þeim í ljósi allra gagna málsins.“ Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir „Ákveðið viðbragð“ í gang eftir að mönnunum var sleppt Embætti ríkislögreglustjóra hefur sett af stað „ákveðið viðbragð“ nú þegar mennirnir tveir, sem ákærðir eru fyrir undirbúning hryðjuverka, hafa verið látnir lausir samkvæmt úrskurði Landsréttar í gær. 14. desember 2022 15:00 Vill ekki að hótanir séu notaðar til að afvegaleiða umræðu um völd lögreglu Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, segir að ef hann yrði myrtur væri það síðasta sem hann myndi vilja að minning hans yrði notuð til að draga úr frelsi fólks og auka ofríki yfirvalda. Það fari gegn öllum hans hugsjónum vill hann ekki að hótanir í hans garð séu notaðar til að afvegaleiða umræðuna um lögreglu- og öryggismál hér á landi. 13. desember 2022 23:25 Geðmat í hryðjuverkamálinu: Hvorki taldir hættulegir sér né öðrum og sleppt úr haldi Landsréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tveimur mönnum sem hafa verið ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka. Mennirnir eru því lausir úr haldi eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í ellefu vikur. 13. desember 2022 16:05 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Sjá meira
Hálfsjálfvirkir rifflar á borð við AK-47 og AR-15 voru gerðir upptækir, auk skotfæra og íhluta í þrívíddarprentaðar byssur. Þetta kemur meðal annarra upplýsinga fram í ákæru héraðssaksóknara fyrir meint brot sem fréttastofa hefur undir höndum. Á þriðjudag felldi Landsréttur gæsluvarðhaldsúrskurð yfir mönnunum úr gildi og eru þeir því frjálsir ferða sinna í bili. Í úrskurðinum er annars vegar vísað til ítarlegrar matsgerðar og hins vegar þess að ekki væri talið að árás væri yfirvofandi, eða mjög líkleg eins og áskilið samkvæmt ákvæðinu sem krafa ákæruvaldsins var byggð á. Geðlæknir var dómkvaddur og skilaði matsgerð þess efnis að á samræðum og gögnum verði ekki séð að geðrænt heilrigði mannana sé þannig að hætta stafi af fyrir þá, aðra eða hóp fólks. Hrannar Már Hafberg er lektor við lagadeild Háskólans á Akureyri. Lögregla hefur mikið rætt um þetta mál og taldi mennina hættulega en nú eru þeir lausir úr haldi þar sem matsmaður telur hættu ekki stafa af þeim, hvernig fer þetta saman? „Vissulega eru þeir grunaðir um mjög alvarlegan glæp. Þeir eru grunaðir um tilraun til hryðjuverka en það verður líka að hafa í huga að þeir eru búnir að sitja mjög lengi í gæsluvarðhaldi og það er ákveðið þak á því hversu lengi menn mega sitja í gæsluvarðhaldi,“ segir Hrannar. Gæsluvarðhald geti verið á grundvelli rannsóknarhagsmuna og almannahagsmuna. Þegar farið sé fram á gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna þurfi dómarar að horfa til atriða er varða sakborninginn sjálfan. Það hafi einmitt verið gert í úrskurði Landsréttar. „Einkum og sérstaklega í ljósi mat sérfræðings, sem fenginn er til að meta hvort aðstæður þessara manna eða persónuleiki gefi til kynna að þeir séu hugsanlega hættulegir öðrum, þá er það mat þessa sérfræðings að svo sé ekki. Auðvitað kann það mat að horfa með öðrum hætti enda eru önnur sjónarmið höfð undir í löggæslu og skiljanlegt að lögregla hafi ákveðin verndarsjónarmið til grundvallar. En þegar komið er svo langt fram í málinu og menn búnir að sæta gæsluvarðhaldi lengi, líklegast verið sviptir öllum tólum og tækjum sem hugsanlega fundust við rannsókn og eftir spjall og viðræður við mennina, þá er það heildarmat dómstólsins að það stafi þá ekki það mikil hætta af þeim í ljósi allra gagna málsins.“
Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir „Ákveðið viðbragð“ í gang eftir að mönnunum var sleppt Embætti ríkislögreglustjóra hefur sett af stað „ákveðið viðbragð“ nú þegar mennirnir tveir, sem ákærðir eru fyrir undirbúning hryðjuverka, hafa verið látnir lausir samkvæmt úrskurði Landsréttar í gær. 14. desember 2022 15:00 Vill ekki að hótanir séu notaðar til að afvegaleiða umræðu um völd lögreglu Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, segir að ef hann yrði myrtur væri það síðasta sem hann myndi vilja að minning hans yrði notuð til að draga úr frelsi fólks og auka ofríki yfirvalda. Það fari gegn öllum hans hugsjónum vill hann ekki að hótanir í hans garð séu notaðar til að afvegaleiða umræðuna um lögreglu- og öryggismál hér á landi. 13. desember 2022 23:25 Geðmat í hryðjuverkamálinu: Hvorki taldir hættulegir sér né öðrum og sleppt úr haldi Landsréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tveimur mönnum sem hafa verið ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka. Mennirnir eru því lausir úr haldi eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í ellefu vikur. 13. desember 2022 16:05 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Sjá meira
„Ákveðið viðbragð“ í gang eftir að mönnunum var sleppt Embætti ríkislögreglustjóra hefur sett af stað „ákveðið viðbragð“ nú þegar mennirnir tveir, sem ákærðir eru fyrir undirbúning hryðjuverka, hafa verið látnir lausir samkvæmt úrskurði Landsréttar í gær. 14. desember 2022 15:00
Vill ekki að hótanir séu notaðar til að afvegaleiða umræðu um völd lögreglu Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, segir að ef hann yrði myrtur væri það síðasta sem hann myndi vilja að minning hans yrði notuð til að draga úr frelsi fólks og auka ofríki yfirvalda. Það fari gegn öllum hans hugsjónum vill hann ekki að hótanir í hans garð séu notaðar til að afvegaleiða umræðuna um lögreglu- og öryggismál hér á landi. 13. desember 2022 23:25
Geðmat í hryðjuverkamálinu: Hvorki taldir hættulegir sér né öðrum og sleppt úr haldi Landsréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tveimur mönnum sem hafa verið ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka. Mennirnir eru því lausir úr haldi eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í ellefu vikur. 13. desember 2022 16:05