Laun félagsmanna VR á taxta hækka um ellefu prósent að meðaltali Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. desember 2022 12:50 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist hvorki mæla með nýjum samningi eða gegn. Hann lítur þó svo á að ekki sé um „raunverulega“ hækkun að ræða. vísir Félagsmenn hjá VR sem eru á taxta fá að meðaltali ellefu prósenta hækkun á launum sínum frá því sem var í apríl síðastiðnum verði nýr kjarasamningur við Samtök atvinnulífsins samþykktur. VR er fjölmennasta stéttarfélag landsins með yfir fjörutíu þúsund félagsmenn. Samningurinn er til fimmtán mánaða. Líkt og greint var frá fyrr í vikunni náðist kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna, en hann felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk sé frá 1. nóvember síðastliðnum. Samningur VR við SA sem skrifað var undir árið 2019 rann út þann 1. nóvember síðastliðinn. Síðasta hækkunin samkvæmt þeim samningi var 1. janúar síðastliðinn. Í þeim samningi var í fyrsta skipti samið um viðauka sem tæki mið af stöðu hagskerfisins. Þannig fengi launafólk fasta krónutölu í launahækkun á mánaðarlaun ef ákveðinn hagvaxtarauki næðist. Hækkun um 10.500 þann 1. maí 2022 Fyrir árið 2021 hækkaði hagvöxtur á mann um 2,53% milli ára. Þar með var félagsfólki VR tryggð hækkun á lágmarkstaxta VR á mánuði um 10.500 krónur og hækkun á almenn laun um 7.875 krónur á mánuði skv. kjarasamningi. Sú hækkun bættist við launin 1. maí. Samanburður á launatöflum félagsmanna VR úr síðustu samningum og þeim nýju leiðir í ljós meðalhækkun upp á ellefu prósent. Mesta hækkunin er hjá þeim starfsmönnum sem hafa unnið lengur en fimm ár hjá fyrirtæki sínu. Í þeim tilfellum nemur hækkunin allt að þrettán prósentum. Að neðan má sjá hækkunina á launatöxtum hjá VR eftir starfi og reynslu. Lægsta hækkunin er í byrjunarlaunum hjá afgreiðslufólki og sérþjálfuðu afgreiðslufólki í verslunum. Þar nemur hækkunin um 9,7 prósentum. Desemberuppbótin hækkar úr 98 þúsund krónur í 103 þúsund krónur. Þá hækkar orlofsuppbót úr 53 þúsund krónum í 56 þúsund krónum. Atkvæðagreiðsla hafin Atkvæðagreiðsla um samning VR við SA og sömuleiðis samning VR við Félag atvinnurekenda, sem skrifað var undir í framhaldinu, hófst í dag. Mikill meirihluti félagsmanna VR á aðild að fyrri samningunum en hér má finna lista yfir fyrirtæki sem tilheyra samningnum við FA. Atkvæðagreiðslan er rafræn og stendur til hádegis þann 21. desember. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist hvorki geta mælt með né á móti nýgerðum kjarasamningum en telur þó að þeir verði samþykktir af félagsmönnum. „Ég held að fólk sé bara það upplýst að það geti tekið ákvörðun um það sjálft en ég held að fólk trúi því að við reyndum það sem við gátum. Við augljóslega vildum fá meira í gegn en þetta var niðurstaðan.“ Verkalýðshreyfingin þurfi nú að líta inn á við og þétta raðirnar svo hægt sé að ná fram raunverulegum breytingum. Vilhjálmur hæstánægður Rafræn atkvæðagreiðsla stendur sömuleiðis yfir hjá félagsmönnum Starfsgreinasambandið sem sömdu fyrst félaga við Samtök atvinnulífsins í byrjun desember. Gott hljóð var í formönnum einstakra félaga innan SGS fyrir helgi og töldu allar líkur á því að samningurinn yrði samþykktur. Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS, hefur líst yfir mikilli ánægju með samninginn. Í morgun deildi hann á Facebook launahækkun hjá vaktstjóra á bensínstöð. Sá vinnur 168 vinnustundir og fær tæplega 61 þúsund króna hækkun. „Þetta er launahækkun á mánuði sem ég hef aldrei áður kynnt fyrir verkafólki á hinum almenna vinnumarkaði og það í skammtímasamningi,“ segir Vilhjálmur glaður. Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir „Ég reikna ekki með því að samningurinn verði felldur“ Formaður VR segist hvorki geta mælt með né á móti nýgerðum kjarasamningum en telur þó að þeir verði samþykktir af félagsmönnum. Verkalýðshreyfingin þurfi nú að líta inn á við og þétta raðirnar svo hægt sé að ná fram raunverulegum breytingum. 13. desember 2022 19:23 „Ég tel að menn hafi þarna samið af sér“ Formaður Eflingar segir nýundirritaða kjarasamninga á almennum vinnumarkaði fela í sér kaupmáttarrýrnun fyrir vinnandi fólk. Menn hafi samið af sér við gerð kjarasamninganna og hún harmi það. 13. desember 2022 10:47 Hafði ekki geð í sér til að láta mynda sig með fulltrúum SA Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki hafa haft geð í sér til þess að láta mynda sig með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins eftir að skrifað var undir kjarasamning í gær vegna framgöngu þeirra. Hann telur að rétt hafi verið að skrifa undir samninginn. 13. desember 2022 09:08 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Sjá meira
Líkt og greint var frá fyrr í vikunni náðist kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna, en hann felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk sé frá 1. nóvember síðastliðnum. Samningur VR við SA sem skrifað var undir árið 2019 rann út þann 1. nóvember síðastliðinn. Síðasta hækkunin samkvæmt þeim samningi var 1. janúar síðastliðinn. Í þeim samningi var í fyrsta skipti samið um viðauka sem tæki mið af stöðu hagskerfisins. Þannig fengi launafólk fasta krónutölu í launahækkun á mánaðarlaun ef ákveðinn hagvaxtarauki næðist. Hækkun um 10.500 þann 1. maí 2022 Fyrir árið 2021 hækkaði hagvöxtur á mann um 2,53% milli ára. Þar með var félagsfólki VR tryggð hækkun á lágmarkstaxta VR á mánuði um 10.500 krónur og hækkun á almenn laun um 7.875 krónur á mánuði skv. kjarasamningi. Sú hækkun bættist við launin 1. maí. Samanburður á launatöflum félagsmanna VR úr síðustu samningum og þeim nýju leiðir í ljós meðalhækkun upp á ellefu prósent. Mesta hækkunin er hjá þeim starfsmönnum sem hafa unnið lengur en fimm ár hjá fyrirtæki sínu. Í þeim tilfellum nemur hækkunin allt að þrettán prósentum. Að neðan má sjá hækkunina á launatöxtum hjá VR eftir starfi og reynslu. Lægsta hækkunin er í byrjunarlaunum hjá afgreiðslufólki og sérþjálfuðu afgreiðslufólki í verslunum. Þar nemur hækkunin um 9,7 prósentum. Desemberuppbótin hækkar úr 98 þúsund krónur í 103 þúsund krónur. Þá hækkar orlofsuppbót úr 53 þúsund krónum í 56 þúsund krónum. Atkvæðagreiðsla hafin Atkvæðagreiðsla um samning VR við SA og sömuleiðis samning VR við Félag atvinnurekenda, sem skrifað var undir í framhaldinu, hófst í dag. Mikill meirihluti félagsmanna VR á aðild að fyrri samningunum en hér má finna lista yfir fyrirtæki sem tilheyra samningnum við FA. Atkvæðagreiðslan er rafræn og stendur til hádegis þann 21. desember. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist hvorki geta mælt með né á móti nýgerðum kjarasamningum en telur þó að þeir verði samþykktir af félagsmönnum. „Ég held að fólk sé bara það upplýst að það geti tekið ákvörðun um það sjálft en ég held að fólk trúi því að við reyndum það sem við gátum. Við augljóslega vildum fá meira í gegn en þetta var niðurstaðan.“ Verkalýðshreyfingin þurfi nú að líta inn á við og þétta raðirnar svo hægt sé að ná fram raunverulegum breytingum. Vilhjálmur hæstánægður Rafræn atkvæðagreiðsla stendur sömuleiðis yfir hjá félagsmönnum Starfsgreinasambandið sem sömdu fyrst félaga við Samtök atvinnulífsins í byrjun desember. Gott hljóð var í formönnum einstakra félaga innan SGS fyrir helgi og töldu allar líkur á því að samningurinn yrði samþykktur. Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS, hefur líst yfir mikilli ánægju með samninginn. Í morgun deildi hann á Facebook launahækkun hjá vaktstjóra á bensínstöð. Sá vinnur 168 vinnustundir og fær tæplega 61 þúsund króna hækkun. „Þetta er launahækkun á mánuði sem ég hef aldrei áður kynnt fyrir verkafólki á hinum almenna vinnumarkaði og það í skammtímasamningi,“ segir Vilhjálmur glaður.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir „Ég reikna ekki með því að samningurinn verði felldur“ Formaður VR segist hvorki geta mælt með né á móti nýgerðum kjarasamningum en telur þó að þeir verði samþykktir af félagsmönnum. Verkalýðshreyfingin þurfi nú að líta inn á við og þétta raðirnar svo hægt sé að ná fram raunverulegum breytingum. 13. desember 2022 19:23 „Ég tel að menn hafi þarna samið af sér“ Formaður Eflingar segir nýundirritaða kjarasamninga á almennum vinnumarkaði fela í sér kaupmáttarrýrnun fyrir vinnandi fólk. Menn hafi samið af sér við gerð kjarasamninganna og hún harmi það. 13. desember 2022 10:47 Hafði ekki geð í sér til að láta mynda sig með fulltrúum SA Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki hafa haft geð í sér til þess að láta mynda sig með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins eftir að skrifað var undir kjarasamning í gær vegna framgöngu þeirra. Hann telur að rétt hafi verið að skrifa undir samninginn. 13. desember 2022 09:08 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Sjá meira
„Ég reikna ekki með því að samningurinn verði felldur“ Formaður VR segist hvorki geta mælt með né á móti nýgerðum kjarasamningum en telur þó að þeir verði samþykktir af félagsmönnum. Verkalýðshreyfingin þurfi nú að líta inn á við og þétta raðirnar svo hægt sé að ná fram raunverulegum breytingum. 13. desember 2022 19:23
„Ég tel að menn hafi þarna samið af sér“ Formaður Eflingar segir nýundirritaða kjarasamninga á almennum vinnumarkaði fela í sér kaupmáttarrýrnun fyrir vinnandi fólk. Menn hafi samið af sér við gerð kjarasamninganna og hún harmi það. 13. desember 2022 10:47
Hafði ekki geð í sér til að láta mynda sig með fulltrúum SA Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki hafa haft geð í sér til þess að láta mynda sig með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins eftir að skrifað var undir kjarasamning í gær vegna framgöngu þeirra. Hann telur að rétt hafi verið að skrifa undir samninginn. 13. desember 2022 09:08