Forsætisráðherra steypir glæpasagnakóngi af stóli Jakob Bjarnar skrifar 13. desember 2022 15:59 Ef svo fer að ríkisstjórnin fellur þar Katrín engu að kvíða. Hennar bíður vís frami á sviði glæpasagnagerðar. Bók hennar og meðhöfundarins, Ragnars Jónassonar, er efst á Bóksölulista síðustu viku og hafa þau velt Arnaldi Indriðasyni, sem hefur árum saman verið þéttur fyrir á toppi Bóksölulistans. Nú stefnir í æsispennandi keppni milli þeirra hvort Reykjavík eða Kyrrþey Arnaldar verði efst þegar talið verður og árið allt undir. Stórtíðindi þessa næst síðasta Bóksölulista fyrir jól eru þau að Ragnar Jónasson og Katrín Jakobsdóttir hafa rutt Arnaldi Indriðasyni úr fyrsta sæti listans. Nú er jólabókaflóðið að nálgast hápunkt sinn en þetta er það sem allt gengur útá á þessum tíma árs. Vísir birtir nú vikulegan Bóksölulist Félags íslenskra bókaútgefenda í næst síðasta skipti fyrir jól. Sá síðasti verður birtur þriðjudaginn 20. desember og æsast nú leikar, heldur betur. Stefnir í æsispennandi slag um topp árslistans „Samantektin var æsispennandi og það réðist ekki fyrr en við innlestur sölu frá síðasta söluaðila hvort Ólafur Jóhann, Arnaldur eða Ragnar og Katrín yrðu í fyrsta sæti. Það er mjótt á munum milli þessara þriggja, Arnaldur er þó enn á toppi mest seldu bóka ársins og það verður forvitnilegt að sjá hvort hann haldi þeirri stöðu að viku liðinni,“ segir Bryndís Loftsdóttir hjá Fibut, sérlegur sérfræðingur Vísis um allt sem tengist bóksölu. Bryndís Loftsdóttir, sérfræðingur Vísis í öllu sem viðkemur bóksölu, segir að ýmislegt megi lesa úr fyrirliggjandi Bóksölulistum.vísir/Sigurjón Bryndís segir fyrirliggjandi að þrátt fyrir firna sterkt fagurbókaár haldi lesendur tryggð sinni við glæpasöguna, fimm af tíu mest seldu skáldverkum vikunnar teljast til glæpasagna. „Haukur Már Helgason og Skúli Sigurðsson verða líklega nýliðar ársins. Tugthús Hauks hefur fengið einróma góða dóma og Stóri bróðir Skúla Sigurðssonar var á dögunum tilnefnd til glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans,“ segir Bryndís og flettir í bókum sínum. Birgitta stórveldisdrottning á Bóksölulistanum Hún segir ævisagna-, fræði- og handbókalistann eins og árshátíð fjölbreytileikans. Harmsögur, brandarar, prjónabækur, fótbolti, mótorhjól og meira að segja tveir bankamenn af ólíkum toga, Jóhannes Nordal og Lárus Welding. Og svo er það poppstjarnan Birgitta Haukdal sem hefur heldur betur gert sig gildandi á bóksölulistum frá því að hún tók að senda frá sér sínar vinsælu barnabækur. Hún ríkir áfram líkt og stórveldisdrottning á Bóksölulistanum. Birgitta Haukdal „Hún á þrjár af tíu mest seldu bókunum það sem af er ári og fjórar af tíu mest seldu barnabókunum. Gunnar Helgason hefur þó náð vopnum sínum á ný og situr í fyrsta sæti barnabókalistans með ADHD bókina Bannað að ljúga. Ævar Þór nær ekki sama flugi og oft áður en þar er nú held ég frekar við titilinn en söguna að sakast. Það getur þurft öflugan bóksala til að sannfæra jafnvel barnungar ömmur landsins um að gefa glókollum sínum Drenginn með ljáinn í jólagjöf,“ segir Bryndís. En spennan hefur sjaldan verið meiri og um að gera að rýna í listana sem fyrirliggjandi eru því þar er eitt og annað forvitnilegt að sjá: Bóksölulistinn - mest seldu bækurnar 5.-11. desember 2022 Mest seldu bækurnar í öllum flokkum 5.-11. desember 2022 1. Reykjavík glæpasaga - Ragnar Jónasson og Katrín Jakobsdóttir 2. Kyrrþey - Arnaldur Indriðason 3. Játning - Ólafur Jóhann Ólafsson 4. Gættu þinna handa - Yrsa Sigurðardóttir 5. Alexander Daníel Hermann Dawidsson - Bannað að ljúga - Gunnar Helgason, myndh. Rán Flygenring 6. Útkall 29 - SOS, erum á lífi! - Óttar Sveinsson 7. Syngdu jólalög með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian 8. Orri óstöðvandi - Draumur Möggu Messi - Bjarni Fritzson 9. Lára fer í útilegu - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan 10. Hrekkjavaka með Láru - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan 11. Amma glæpon enn á ferð - David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson 12. Eden - Auður Ava Ólafsdóttir 13. Hungur - Stefán Máni 14. Hamingja þessa heims - Riddarasaga - Sigríður Hagalín Björnsdóttir 15. Drengurinn með ljáinn - Ævar Þór Benediktsson, myndh. Sigurjón Líndal Benediktsson 16. Tímaflakkið - Bjarni Fritzson 17. Lára fer á skíði - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan 18. Guðni – Flói bernsku minnar - Guðni Ágústsson og Guðjón Ragnar Jónasson 19. Saknaðarilmur - Elísabet Jökulsdóttir 20. Guli kafbáturinn - Jón Kalman Stefánsson Skáldverk 1. Reykjavík glæpasaga - Ragnar Jónasson og Katrín Jakobsdóttir 2. Kyrrþey - Arnaldur Indriðason 3. Játning - Ólafur Jóhann Ólafsson 4. Gættu þinna handa - Yrsa Sigurðardóttir 5. Eden - Auður Ava Ólafsdóttir 6. Hungur - Stefán Máni 7. Hamingja þessa heims - Riddarasaga - Sigríður Hagalín Björnsdóttir 8. Saknaðarilmur - Elísabet Jökulsdóttir 9. Guli kafbáturinn - Jón Kalman Stefánsson 10. Strákar sem meiða - Eva Björg Ægisdóttir 11. Tól - Kristín Eiríksdóttir 12. Útsýni - Guðrún Eva Mínervudóttir 13. Tugthúsið - Haukur Már Helgason 14. Drepsvart hraun - Lilja Sigurðardóttir 15. Fjällbacka-serían : Gauksunginn - Camilla Läckberg, þýð. Sigríður Eyþórsdóttir og Sigurður Þór Salvarsson 16. Veðurteppt um jólin - Sarah Morgan, þýð. Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir 17. Stóri bróðir - Skúli Sigurðsson 18. Gratíana - Benný Sif Ísleifsdóttir 19. Jól í Litlu bókabúðinni - Jenny Colgan, þýð. Helga Soffía Einarsdóttir 20. Opið haf - Einar Kárason Ævisögur, fræði- og handbækur 1. Útkall 29 - SOS, erum á lífi! - Óttar Sveinsson 2. Guðni – Flói bernsku minnar - Guðni Ágústsson og Guðjón Ragnar Jónasson 3. Pabbabrandarar - Þorkell Guðmundsson 4. Bréfin hennar mömmu - Ólafur Ragnar Grímsson 5. Keltar – áhrif á íslenska tungu og menningu - Þorvaldur Friðriksson 6. Tarot-bókin - Handbók og falleg tarot-spil - Claire Goodchild, þýð. Hafsteinn Thorarensen 7. Spítalastelpan- Hversdagshetjan Vinsý - Sigmundur Ernir Rúnarsson 8. Glaðasti hundur í heimi - Biblía hundaeigandans - Heiðrún Villa 9. Fimmaurabrandarar 4 - Endursögn: Fimmaurabrandarafjelagið 10. Húðbókin - Lára G. Sigurðardóttir og Sólveig Eiríksdóttir, myndh. Hildur Ársælsdóttir 11. Prjónað á börnin – af enn meiri ást - Lene Holme Samsøe, myndh. Katrine Rohrberg, þýð. Ásdís Sigurgestsd. og Guðrún B. Þórsd. 12. Hetjurnar á HM - Illugi Jökulsson 13. Ameríska goðsögnin - Saga Harley-Davidson mótorhjóla á Íslandi - Njáll Gunnlaugsson 14. Bakað meira Með Elenoru Rós - Elenora Rós Georgesdóttir 15. Sjöl og teppi – eins báðum megin - Auður Björt Skúladóttir, myndh. Auður Björt Skúladóttir og Christine Einarsson 16. Draugaslóðir á Íslandi - Símon Jón Jóhannsson, myndaritstjórn: Ívar Gissurarson 17. Uppgjör bankamanns - Lárus Welding 18. Lifað með öldinni - Jóhannes Nordal 19. Vegabréf: Íslenskt Frá Afganistan til Bosníu og Búrkína Fasó - Sigríður Víðis Jónsdóttir 20. Skagfirskar skemmtisögur 6 : Fjörið heldur áfram - Björn Jóhann Björnsson Barna- og unglingabækur 1. Alexander Daníel Hermann Dawidsson - Bannað að ljúga - Gunnar Helgason, myndh. Rán Flygenring 2. Syngdu jólalög með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian 3. Orri óstöðvandi - Draumur Möggu Messi Út fyrir kassann - Bjarni Fritzson 4. Lára fer í útilegu - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan 5. Hrekkjavaka með Láru - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan 6. Amma glæpon enn á ferð - David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson 7. Drengurinn með ljáinn - Ævar Þór Benediktsson, myndh. Sigurjón Líndal Benediktsson 8. Salka - Tímaflakkið - Bjarni Fritzson 9. Lára fer á skíði - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan 10. Jólaföndur - rauð - Höfundar og þýðanda ekki getið 11. Leikum með sveinka - Höfundar og þýðanda ekki getið 12. Dagbók Kidda klaufa 16 - Meistarinn - Jeff Kinney, þýð. Helgi Jónsson 13. Laddi - Snjókorn falla, skemmtilegustu jólalögin - Jón Ólafsson, myndh. Úlfur Logason 14. Skólaslit - Ævar Þór Benediktsson, myndh. Ari H.G. Yates 15. Bóbó bangsi og jólin - Jólasaga með flipa til að opna! - Hartmut Bieber, þýð. Kolbeinn Þorsteinsson 16. Fagurt galaði fuglinn sá - Helgi Jónsson og Anna M. Marinósdóttir, myndh. Jón B. Hlíðberg 17. Sofðu rótt, hugljúfar vögguvísur: Jón Ólafsson, Friðrik Dór, Hildur Vala, KK, myndh. Úlfur Logason 18. Jólasyrpa 2022 - Walt Disney 19. Hva - David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson 20. 13 þrautir jólasveinanna - Óveður í aðsigi - Huginn Þór Grétarsson Mest seldu bækur ársins: 1. janúar til 11. desember 2022 1. Kyrrþey - Arnaldur Indriðason 2. Reykjavík glæpasaga - Ragnar Jónasson og Katrín Jakobsdóttir 3. Játning - Ólafur Jóhann Ólafsson 4. Hrekkjavaka með Láru - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan 5. Gættu þinna handa - Yrsa Sigurðardóttir 6. Útkall 29 - SOS, erum á lífi! - Óttar Sveinsson 7. Syngdu jólalög með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian 8. Orri óstöðvandi - Draumur Möggu Messi - Bjarni Fritzson 9. Lára fer í útilegu - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan 10. Alexander Daníel Hermann Dawidsson - Bannað að ljúga - Gunnar Helgason, myndh. Rán Flygenring 11. Amma glæpon enn á ferð - David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson 12. Hanni granni dansari - Gunnar Helgason 13. Skólaslit - Ævar Þór Benediktsson, myndh. Ari H.G. Yates 14. Hungur - Stefán Máni 15. Natríumklóríð - Jussi Adler-Olsen, þýð. Jón St. Kristjánsson 16. Eden - Auður Ava Ólafsdóttir 17. Dagbók Kidda klaufa 16 – Meistarinn - Jeff Kinney, þýð. Helgi Jónsson 18. Hva - David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson 19. Jólaföndur – rauð - Höfundar og þýðanda ekki getið 20. Lára fer á skíði - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan Bókaútgáfa Bókmenntir Jól Tengdar fréttir Glænýr bóksölulisti Fibut: Ólafur Jóhann og Stefán Máni á mikilli siglingu Eins og svo oft áður er helsta spurningin þessa jólabókaflóðs: Tekst einhverjum að velgja konungi bóksölunnar, Arnaldi Indriðasyni, undir uggum? 6. desember 2022 11:40 Forsætisráðherra sækir að Arnaldi Fyrsti bóksölulistinn fyrir árið 2022 lítur nú dagsins ljós. Nöfnin á toppi lista eru kunnugleg nema einn nýliði blandar sér í hópinn: Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra velgir Arnaldi undir uggum. 29. nóvember 2022 13:36 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Nú er jólabókaflóðið að nálgast hápunkt sinn en þetta er það sem allt gengur útá á þessum tíma árs. Vísir birtir nú vikulegan Bóksölulist Félags íslenskra bókaútgefenda í næst síðasta skipti fyrir jól. Sá síðasti verður birtur þriðjudaginn 20. desember og æsast nú leikar, heldur betur. Stefnir í æsispennandi slag um topp árslistans „Samantektin var æsispennandi og það réðist ekki fyrr en við innlestur sölu frá síðasta söluaðila hvort Ólafur Jóhann, Arnaldur eða Ragnar og Katrín yrðu í fyrsta sæti. Það er mjótt á munum milli þessara þriggja, Arnaldur er þó enn á toppi mest seldu bóka ársins og það verður forvitnilegt að sjá hvort hann haldi þeirri stöðu að viku liðinni,“ segir Bryndís Loftsdóttir hjá Fibut, sérlegur sérfræðingur Vísis um allt sem tengist bóksölu. Bryndís Loftsdóttir, sérfræðingur Vísis í öllu sem viðkemur bóksölu, segir að ýmislegt megi lesa úr fyrirliggjandi Bóksölulistum.vísir/Sigurjón Bryndís segir fyrirliggjandi að þrátt fyrir firna sterkt fagurbókaár haldi lesendur tryggð sinni við glæpasöguna, fimm af tíu mest seldu skáldverkum vikunnar teljast til glæpasagna. „Haukur Már Helgason og Skúli Sigurðsson verða líklega nýliðar ársins. Tugthús Hauks hefur fengið einróma góða dóma og Stóri bróðir Skúla Sigurðssonar var á dögunum tilnefnd til glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans,“ segir Bryndís og flettir í bókum sínum. Birgitta stórveldisdrottning á Bóksölulistanum Hún segir ævisagna-, fræði- og handbókalistann eins og árshátíð fjölbreytileikans. Harmsögur, brandarar, prjónabækur, fótbolti, mótorhjól og meira að segja tveir bankamenn af ólíkum toga, Jóhannes Nordal og Lárus Welding. Og svo er það poppstjarnan Birgitta Haukdal sem hefur heldur betur gert sig gildandi á bóksölulistum frá því að hún tók að senda frá sér sínar vinsælu barnabækur. Hún ríkir áfram líkt og stórveldisdrottning á Bóksölulistanum. Birgitta Haukdal „Hún á þrjár af tíu mest seldu bókunum það sem af er ári og fjórar af tíu mest seldu barnabókunum. Gunnar Helgason hefur þó náð vopnum sínum á ný og situr í fyrsta sæti barnabókalistans með ADHD bókina Bannað að ljúga. Ævar Þór nær ekki sama flugi og oft áður en þar er nú held ég frekar við titilinn en söguna að sakast. Það getur þurft öflugan bóksala til að sannfæra jafnvel barnungar ömmur landsins um að gefa glókollum sínum Drenginn með ljáinn í jólagjöf,“ segir Bryndís. En spennan hefur sjaldan verið meiri og um að gera að rýna í listana sem fyrirliggjandi eru því þar er eitt og annað forvitnilegt að sjá: Bóksölulistinn - mest seldu bækurnar 5.-11. desember 2022 Mest seldu bækurnar í öllum flokkum 5.-11. desember 2022 1. Reykjavík glæpasaga - Ragnar Jónasson og Katrín Jakobsdóttir 2. Kyrrþey - Arnaldur Indriðason 3. Játning - Ólafur Jóhann Ólafsson 4. Gættu þinna handa - Yrsa Sigurðardóttir 5. Alexander Daníel Hermann Dawidsson - Bannað að ljúga - Gunnar Helgason, myndh. Rán Flygenring 6. Útkall 29 - SOS, erum á lífi! - Óttar Sveinsson 7. Syngdu jólalög með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian 8. Orri óstöðvandi - Draumur Möggu Messi - Bjarni Fritzson 9. Lára fer í útilegu - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan 10. Hrekkjavaka með Láru - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan 11. Amma glæpon enn á ferð - David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson 12. Eden - Auður Ava Ólafsdóttir 13. Hungur - Stefán Máni 14. Hamingja þessa heims - Riddarasaga - Sigríður Hagalín Björnsdóttir 15. Drengurinn með ljáinn - Ævar Þór Benediktsson, myndh. Sigurjón Líndal Benediktsson 16. Tímaflakkið - Bjarni Fritzson 17. Lára fer á skíði - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan 18. Guðni – Flói bernsku minnar - Guðni Ágústsson og Guðjón Ragnar Jónasson 19. Saknaðarilmur - Elísabet Jökulsdóttir 20. Guli kafbáturinn - Jón Kalman Stefánsson Skáldverk 1. Reykjavík glæpasaga - Ragnar Jónasson og Katrín Jakobsdóttir 2. Kyrrþey - Arnaldur Indriðason 3. Játning - Ólafur Jóhann Ólafsson 4. Gættu þinna handa - Yrsa Sigurðardóttir 5. Eden - Auður Ava Ólafsdóttir 6. Hungur - Stefán Máni 7. Hamingja þessa heims - Riddarasaga - Sigríður Hagalín Björnsdóttir 8. Saknaðarilmur - Elísabet Jökulsdóttir 9. Guli kafbáturinn - Jón Kalman Stefánsson 10. Strákar sem meiða - Eva Björg Ægisdóttir 11. Tól - Kristín Eiríksdóttir 12. Útsýni - Guðrún Eva Mínervudóttir 13. Tugthúsið - Haukur Már Helgason 14. Drepsvart hraun - Lilja Sigurðardóttir 15. Fjällbacka-serían : Gauksunginn - Camilla Läckberg, þýð. Sigríður Eyþórsdóttir og Sigurður Þór Salvarsson 16. Veðurteppt um jólin - Sarah Morgan, þýð. Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir 17. Stóri bróðir - Skúli Sigurðsson 18. Gratíana - Benný Sif Ísleifsdóttir 19. Jól í Litlu bókabúðinni - Jenny Colgan, þýð. Helga Soffía Einarsdóttir 20. Opið haf - Einar Kárason Ævisögur, fræði- og handbækur 1. Útkall 29 - SOS, erum á lífi! - Óttar Sveinsson 2. Guðni – Flói bernsku minnar - Guðni Ágústsson og Guðjón Ragnar Jónasson 3. Pabbabrandarar - Þorkell Guðmundsson 4. Bréfin hennar mömmu - Ólafur Ragnar Grímsson 5. Keltar – áhrif á íslenska tungu og menningu - Þorvaldur Friðriksson 6. Tarot-bókin - Handbók og falleg tarot-spil - Claire Goodchild, þýð. Hafsteinn Thorarensen 7. Spítalastelpan- Hversdagshetjan Vinsý - Sigmundur Ernir Rúnarsson 8. Glaðasti hundur í heimi - Biblía hundaeigandans - Heiðrún Villa 9. Fimmaurabrandarar 4 - Endursögn: Fimmaurabrandarafjelagið 10. Húðbókin - Lára G. Sigurðardóttir og Sólveig Eiríksdóttir, myndh. Hildur Ársælsdóttir 11. Prjónað á börnin – af enn meiri ást - Lene Holme Samsøe, myndh. Katrine Rohrberg, þýð. Ásdís Sigurgestsd. og Guðrún B. Þórsd. 12. Hetjurnar á HM - Illugi Jökulsson 13. Ameríska goðsögnin - Saga Harley-Davidson mótorhjóla á Íslandi - Njáll Gunnlaugsson 14. Bakað meira Með Elenoru Rós - Elenora Rós Georgesdóttir 15. Sjöl og teppi – eins báðum megin - Auður Björt Skúladóttir, myndh. Auður Björt Skúladóttir og Christine Einarsson 16. Draugaslóðir á Íslandi - Símon Jón Jóhannsson, myndaritstjórn: Ívar Gissurarson 17. Uppgjör bankamanns - Lárus Welding 18. Lifað með öldinni - Jóhannes Nordal 19. Vegabréf: Íslenskt Frá Afganistan til Bosníu og Búrkína Fasó - Sigríður Víðis Jónsdóttir 20. Skagfirskar skemmtisögur 6 : Fjörið heldur áfram - Björn Jóhann Björnsson Barna- og unglingabækur 1. Alexander Daníel Hermann Dawidsson - Bannað að ljúga - Gunnar Helgason, myndh. Rán Flygenring 2. Syngdu jólalög með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian 3. Orri óstöðvandi - Draumur Möggu Messi Út fyrir kassann - Bjarni Fritzson 4. Lára fer í útilegu - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan 5. Hrekkjavaka með Láru - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan 6. Amma glæpon enn á ferð - David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson 7. Drengurinn með ljáinn - Ævar Þór Benediktsson, myndh. Sigurjón Líndal Benediktsson 8. Salka - Tímaflakkið - Bjarni Fritzson 9. Lára fer á skíði - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan 10. Jólaföndur - rauð - Höfundar og þýðanda ekki getið 11. Leikum með sveinka - Höfundar og þýðanda ekki getið 12. Dagbók Kidda klaufa 16 - Meistarinn - Jeff Kinney, þýð. Helgi Jónsson 13. Laddi - Snjókorn falla, skemmtilegustu jólalögin - Jón Ólafsson, myndh. Úlfur Logason 14. Skólaslit - Ævar Þór Benediktsson, myndh. Ari H.G. Yates 15. Bóbó bangsi og jólin - Jólasaga með flipa til að opna! - Hartmut Bieber, þýð. Kolbeinn Þorsteinsson 16. Fagurt galaði fuglinn sá - Helgi Jónsson og Anna M. Marinósdóttir, myndh. Jón B. Hlíðberg 17. Sofðu rótt, hugljúfar vögguvísur: Jón Ólafsson, Friðrik Dór, Hildur Vala, KK, myndh. Úlfur Logason 18. Jólasyrpa 2022 - Walt Disney 19. Hva - David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson 20. 13 þrautir jólasveinanna - Óveður í aðsigi - Huginn Þór Grétarsson Mest seldu bækur ársins: 1. janúar til 11. desember 2022 1. Kyrrþey - Arnaldur Indriðason 2. Reykjavík glæpasaga - Ragnar Jónasson og Katrín Jakobsdóttir 3. Játning - Ólafur Jóhann Ólafsson 4. Hrekkjavaka með Láru - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan 5. Gættu þinna handa - Yrsa Sigurðardóttir 6. Útkall 29 - SOS, erum á lífi! - Óttar Sveinsson 7. Syngdu jólalög með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian 8. Orri óstöðvandi - Draumur Möggu Messi - Bjarni Fritzson 9. Lára fer í útilegu - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan 10. Alexander Daníel Hermann Dawidsson - Bannað að ljúga - Gunnar Helgason, myndh. Rán Flygenring 11. Amma glæpon enn á ferð - David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson 12. Hanni granni dansari - Gunnar Helgason 13. Skólaslit - Ævar Þór Benediktsson, myndh. Ari H.G. Yates 14. Hungur - Stefán Máni 15. Natríumklóríð - Jussi Adler-Olsen, þýð. Jón St. Kristjánsson 16. Eden - Auður Ava Ólafsdóttir 17. Dagbók Kidda klaufa 16 – Meistarinn - Jeff Kinney, þýð. Helgi Jónsson 18. Hva - David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson 19. Jólaföndur – rauð - Höfundar og þýðanda ekki getið 20. Lára fer á skíði - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan
Bókaútgáfa Bókmenntir Jól Tengdar fréttir Glænýr bóksölulisti Fibut: Ólafur Jóhann og Stefán Máni á mikilli siglingu Eins og svo oft áður er helsta spurningin þessa jólabókaflóðs: Tekst einhverjum að velgja konungi bóksölunnar, Arnaldi Indriðasyni, undir uggum? 6. desember 2022 11:40 Forsætisráðherra sækir að Arnaldi Fyrsti bóksölulistinn fyrir árið 2022 lítur nú dagsins ljós. Nöfnin á toppi lista eru kunnugleg nema einn nýliði blandar sér í hópinn: Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra velgir Arnaldi undir uggum. 29. nóvember 2022 13:36 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Glænýr bóksölulisti Fibut: Ólafur Jóhann og Stefán Máni á mikilli siglingu Eins og svo oft áður er helsta spurningin þessa jólabókaflóðs: Tekst einhverjum að velgja konungi bóksölunnar, Arnaldi Indriðasyni, undir uggum? 6. desember 2022 11:40
Forsætisráðherra sækir að Arnaldi Fyrsti bóksölulistinn fyrir árið 2022 lítur nú dagsins ljós. Nöfnin á toppi lista eru kunnugleg nema einn nýliði blandar sér í hópinn: Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra velgir Arnaldi undir uggum. 29. nóvember 2022 13:36