Sakaður um að féfletta fjárfesta FTX Kjartan Kjartansson skrifar 13. desember 2022 14:28 Mikið veldi var á FTX um tíma en fyrirtækið var metið á tugi milljarða dollara. Það keypti meðal annars réttinn á nafni heimavallar NBA-liðsis Miami Heat. AP/Marta Lavandier Bandaríska verðbréfaeftirlitið sakar Sam Bankman-Fried, stofnanda FTX, um að hafa féflett fjárfesta rafmyntafyrirtækisins um árabil. Fénu hafi hann beint í eigin vogunarsjóðs sem hann notaði í áhættufjárfestingar, kaup á lúxusfasteignum og styrki til stjórnmálaflokka. Bankman-Fried var handtekinn á Bahamaeyjum þar sem FTX var með höfuðstöðvar að beiðni bandarískra yfirvalda í gær. Bandarískir saksóknarar ætla að aflétta leynd af ákæru gegn honum síðar í dag. Verðbréfa- og kaupþingsnefnd Bandaríkjanna (SEC) hefur hins vegar þegar opinberað kæru á hendur fallna rafmyntakónginum. „Við sökum Sam Bankman-Fried um að hafa reist spilaborg á grunni blekkinga á sama tíma og hann sagði fjárfestum að þetta væri ein tryggasta byggingin í rafmyntaheiminum,“ segir í kærunni, að sögn AP-fréttastofunnar. FTX var tekið til gjaldþrotameðferðar eftir að fyrirtækið lenti í lausafjárþurrð. Viðskiptavinir rafmyntakauphallarinnar gerðu áhlaup og tóku út innistæður að andvirði milljarða dollara eftir fréttir um náin tengsl Alameda Research, rafmyntavogunarsjóðs Bankman-Fried, við FTX. Spilaborg byggð á blekkingum Í kæru SEC er Bankman-Fried sagður hafa aflað meira en 1,8 milljarða dollara, jafnvirði um 256 milljarða íslenskra króna, með sölu á hlutabréfum frá því í maí árið 2019. Hann hafi kynnt FTX sem öruggan og ábyrgðan kost til að sýsla með rafmyntir. Í raun og veru hafi hann þó beint fjármunum viðskiptavina til Alameda Research að þeim forspurðum. „Hann notaði svo Alameda sem persónulegan sparigrís til þess að kaupa lúxusíbúðir, styðja stjórnmálaframboð og fjárfesta í eigin þágu, á meðal margs annars. Hvorki hluthafar í FTX né viðskiptavinir voru upplýstir um nokkuð af þessu,“ segir í kærunni. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að FTX hafi keypt lúxusfasteignir á Bahamaeyjum fyrir æðstu stjórnendur. Á sama tíma og Bankman-Fried lét mikið fé af hendi rakna til frambjóðenda Demókrataflokksins styrkti nánasti samstarfsmaður hans hjá FTX repúblikana. Bankman-Fried hefur sjálfur fullyrt eftir gjaldþrot FTX að hann hafi gefið báðum flokkum um það bil jafnmikið fé. Framlög hans til repúblikana hafi hins vegar verið dulin í krafti hæstaréttardóms frá 2010 sem auðveldaði nafnlaus framlög í kosningasjóði. Greiðslurnar til repúblikana hafi hann haldið leyndum til þess að forðast athygli fjölmiðla. Fjármunum viðskiptavina FTX var ekki haldið aðskildum frá fjárfestingum Alamenda í bókum vogunarsjóðsins, að því er segir í kæru SEC. Þess í stað var féð notað til þess að fjármagna viðskipti Alameda og önnur verkefni Bankman-Frieds. SEC segir ekkert að marka yfirlýsingar Bankman-Frieds um að hann hafi ekki misfarið með fé viðskiptavina „vísvitandi“. Fall FTX sýni að fjárfestum og viðskiptum sé raunveruleg hætta búin að óskráðum rafmyntakaupahöllum. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu hennar sagði að Bankman-Fried væri kærður fyrir að svíkja fjárfesta og viðskiptavini en kæran nær aðeins til meintra brota gegn fjárfestum. Gjaldþrot FTX Rafmyntir Bandaríkin Bahamaeyjar Tengdar fréttir Stofnandi FTX handtekinn á Bahamaeyjum Lögreglumenn á Bahamaeyjum handtóku Sam Bankman-Fried, stofnanda fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, eftir að bandarískir saksóknarar höfðuðu sakamál gegn honum. Bankman-Fried er sagður grunaður um fjársvik og peningaþvætti. 13. desember 2022 07:39 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bankman-Fried var handtekinn á Bahamaeyjum þar sem FTX var með höfuðstöðvar að beiðni bandarískra yfirvalda í gær. Bandarískir saksóknarar ætla að aflétta leynd af ákæru gegn honum síðar í dag. Verðbréfa- og kaupþingsnefnd Bandaríkjanna (SEC) hefur hins vegar þegar opinberað kæru á hendur fallna rafmyntakónginum. „Við sökum Sam Bankman-Fried um að hafa reist spilaborg á grunni blekkinga á sama tíma og hann sagði fjárfestum að þetta væri ein tryggasta byggingin í rafmyntaheiminum,“ segir í kærunni, að sögn AP-fréttastofunnar. FTX var tekið til gjaldþrotameðferðar eftir að fyrirtækið lenti í lausafjárþurrð. Viðskiptavinir rafmyntakauphallarinnar gerðu áhlaup og tóku út innistæður að andvirði milljarða dollara eftir fréttir um náin tengsl Alameda Research, rafmyntavogunarsjóðs Bankman-Fried, við FTX. Spilaborg byggð á blekkingum Í kæru SEC er Bankman-Fried sagður hafa aflað meira en 1,8 milljarða dollara, jafnvirði um 256 milljarða íslenskra króna, með sölu á hlutabréfum frá því í maí árið 2019. Hann hafi kynnt FTX sem öruggan og ábyrgðan kost til að sýsla með rafmyntir. Í raun og veru hafi hann þó beint fjármunum viðskiptavina til Alameda Research að þeim forspurðum. „Hann notaði svo Alameda sem persónulegan sparigrís til þess að kaupa lúxusíbúðir, styðja stjórnmálaframboð og fjárfesta í eigin þágu, á meðal margs annars. Hvorki hluthafar í FTX né viðskiptavinir voru upplýstir um nokkuð af þessu,“ segir í kærunni. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að FTX hafi keypt lúxusfasteignir á Bahamaeyjum fyrir æðstu stjórnendur. Á sama tíma og Bankman-Fried lét mikið fé af hendi rakna til frambjóðenda Demókrataflokksins styrkti nánasti samstarfsmaður hans hjá FTX repúblikana. Bankman-Fried hefur sjálfur fullyrt eftir gjaldþrot FTX að hann hafi gefið báðum flokkum um það bil jafnmikið fé. Framlög hans til repúblikana hafi hins vegar verið dulin í krafti hæstaréttardóms frá 2010 sem auðveldaði nafnlaus framlög í kosningasjóði. Greiðslurnar til repúblikana hafi hann haldið leyndum til þess að forðast athygli fjölmiðla. Fjármunum viðskiptavina FTX var ekki haldið aðskildum frá fjárfestingum Alamenda í bókum vogunarsjóðsins, að því er segir í kæru SEC. Þess í stað var féð notað til þess að fjármagna viðskipti Alameda og önnur verkefni Bankman-Frieds. SEC segir ekkert að marka yfirlýsingar Bankman-Frieds um að hann hafi ekki misfarið með fé viðskiptavina „vísvitandi“. Fall FTX sýni að fjárfestum og viðskiptum sé raunveruleg hætta búin að óskráðum rafmyntakaupahöllum. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu hennar sagði að Bankman-Fried væri kærður fyrir að svíkja fjárfesta og viðskiptavini en kæran nær aðeins til meintra brota gegn fjárfestum.
Gjaldþrot FTX Rafmyntir Bandaríkin Bahamaeyjar Tengdar fréttir Stofnandi FTX handtekinn á Bahamaeyjum Lögreglumenn á Bahamaeyjum handtóku Sam Bankman-Fried, stofnanda fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, eftir að bandarískir saksóknarar höfðuðu sakamál gegn honum. Bankman-Fried er sagður grunaður um fjársvik og peningaþvætti. 13. desember 2022 07:39 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Stofnandi FTX handtekinn á Bahamaeyjum Lögreglumenn á Bahamaeyjum handtóku Sam Bankman-Fried, stofnanda fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, eftir að bandarískir saksóknarar höfðuðu sakamál gegn honum. Bankman-Fried er sagður grunaður um fjársvik og peningaþvætti. 13. desember 2022 07:39