Reykjavík nýfrjálshyggjunnar Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 13. desember 2022 11:31 Í síðustu viku komu borgarfulltrúar saman í borgarstjórn til þess að ræða fjárhagsáætlun fyrir næsta ár, 2023. Þarna höfðu kjörnir fulltrúar tækifæri til þess að sýna og segja borgarbúum hvernig þau hygðust vilja reka borgina. Hlutverk Reykjavíkur er að sjá til þess að það sé hér til grunnur fyrir alla. Við erum kosin inn til þess að passa upp á hag íbúa borgarinnar, bera ábyrgð á því að fólki líði vel í henni, sækist í hana og upplifi það að verið sé að tryggja þeim frelsi þökk sé sterkri grunnþjónustu. Þar má nefna þætti eins og félagsþjónustu, menningarstarfsemi, skólakerfi, vegakerfi, fjárhagsaðstoð til fólks í neyð, húsnæði, lýsingu gatna og svo mætti lengi telja. En er borgin að standa undir þessum skyldum eins og staðan er í dag? Svarið er nei. Það er ekki verið að gera það. Í mörg ár hafa íbúar talað um það hvernig þjónusta borgarinnar hefur verið að grotna niður. Fólki finnst það ekki geta leitað til hennar þegar það stendur í neyð eða vanda. Fólk lítur ekki á borgina sem sinn griðarstað, þar sem er hugað að þeirra þörfum og verið er virkilega að hlusta á það. Orwellísk nýfrjálshyggja Hluti af því að búa í samfélagi er að við eigum að vera einn fyrir alla og allir fyrir einn. Að það sé ekki spurning um það að þegar þú ert kominn til Reykjavíkur, þá sértu í umhverfi sem þér líði vel í, þykir vænt um og getur verið viss um að þótt þú fallir niður muni borgin koma og reisa þig upp á ný. Eins og komið var hér inn á er staðan langt frá því að vera þannig Orwellísk nýfrjálshyggja hefur tekið sér bólfestu í borginni okkar með dyggum stuðningi meirihluta borgarstjórnar. Á síðasta kjörtímabili fólst hún í húsnæðismarkaði þar sem bröskurum og stærstu verktökunum var heimilað að valsa um með lóðir og í húsnæðisuppbyggingu. Lóðauppboð, brask og afsal ábyrgðar til hins svokallaða „frjálsa markaðar“ var leiðarstefið og jafnframt öll sýnin á þau mál hjá meirihlutanum. Hverjar voru afleiðingarnar? Gríðarleg uppbygging lúxusíbúða og hækkandi íbúðarverð. Hverjir sátu eftir? Það fólk sem þurfti á húsnæði að halda. Með afsali sinni á ábyrgð í húsnæðismálum ákvað borgin að snúa baki við íbúum sínum í þörf. Já, borgin gat innheimt einhverjar aukatekjur með lóðaútboðum, en afleiðingarnar eru þær að neyðin jókst og fleiri íbúar þurftu þ.a.l. að reiða sig á þjónustu borgarinnar sem á að vera tryggð til að aðstoða þá sem þurfa hjálp. Ábyrgðarleysi í húsnæðismálum Nú er hálft ár liðið frá því að nýtt kjörtímabil tók við. Tími breytinga var kannski kominn eftir allt saman? Því miður er ekkert sem gefur vísbendingar um að svo sé. Keyrt verður áfram á þeirri stefnu sem hefur ekki verið að virka. Húsnæðismálin verða keyrð áfram á lóðaútboðum og útvistun ábyrgðar til stærstu verktakanna, fleiri lúxusíbúðir munu rísa upp og engu verður skeytt um það hvort að byggingarnar hafi nokkuð fegurðargildi eða séu á neinn hátt til þess fallnar að huga að þörfum íbúa. Verktakaræðið er algjört. Borgin má alls ekki byggja sjálf samkvæmt hugmyndafræði meirihlutans. Höndum hefur verið veifað, fuss heyrst og fólk gapir yfir þeim sjálfsögðu tillögum okkar um að borgin byggi húsnæði sjálf og milliliðalaust. Í löndum alls staðar í kringum okkur hefur kenningum nýfrjálshyggjunnar um það að hinn svokallaði frjálsi markaður leysi öll grunnvandamál okkar verið hafnað. Það þykir ekki óeðlilegt að borgir og bæjarfélög byggi sjálf húsnæði fyrir íbúa. Þau eru mörg með sín eigin byggingarfélög. Þetta er skynsamlegt. Hvers vegna eigum við að vera að koma milliliðum fyrir þegar kemur að því að veita fólki húsnæði á verði sem það getur keypt eða leigt á? Þetta er svo augljóst fyrir þeim sem eru ekki pikkfastir í gömlu kenningunum. Það er víst að álögunum hefur ekki enn verið létt af meirihlutanum í Reykjavík. Hugmyndafræðin trompar skynsemina. „Hagræðing“ að grafa undan æsku Reykjavíkur Í umræðunni um fjárhagsáætlun Reykjavíkur virðist einungis hafa opnast umræða um það hvernig hægt sé að kroppa í, narta í, grafa undan borgarrekstrinum í stað þess að tala um hvernig sé hægt að afla meiri tekna til þess að sjá um það sem þarf. Það er ekki þannig að félagsmiðstöðvar til klukkan 22:00 séu óþarfi, það er ekki þannig að tækjakaup til leikskóla séu óþarfi, það er ekki þannig að smiðjur fyrir unglinga í einangrun séu óþarfi, það er ekki þannig að bókasöfnin séu óþarfi. Í breytingartillögum meirihlutans er því miður verið að senda þau skilaboð að þeim finnist þessi mál óþörf í núverandi mynd, það megi grafa undan þeim í nafni „hagræðingar“. Skorið verður niður á öllum þessum sviðum. Ef við erum ekki með nægar tekjur til þess að sjá um grunninn okkar, þá er það einfaldlega þannig að við verðum að sækja inn meira fjármagn. Við Sósíalistar krefjumst þess að borgarstjórn beiti sér af krafti og kjörnir fulltrúar láti í sér heyra til að ríkisvaldið lögfesti útsvar á fjármagnstekjur. Árið 2023 er áætlað að Reykjavíkurborg gæti fengið um 10 milljarða vegna útsvars á slíkar tekjur. Þetta er mikið réttlætismál. Eru fjármagnseigendur sem búa í Reykjavík ekki að nýta sér þjónustu hennar? Hvers vegna eiga þeir að fá hana án þess að borga eins og launafólk gerir? Borgin verður hér að láta í sér heyra og standa með íbúunum. Meirihlutinn í borgarstjórn á heldur ekki að láta eins og eina lausnin sé einfaldlega að grafa undan velferð borgarbúa í formi niðurskurða. Talið líka um og verið meira áberandi í því að krefjast aukinna tekna frá þeim sem eru aflögufær. Ég veit að Sósíalistar gera sér grein fyrir hlutverki borgarinnar gagnvart íbúunum. Við eigum þar að bera ríka skyldu og ábyrgð. Við erum kosin inn til þess að efla hag og velferð allra sem hér búa. Eftir því sem árin líða án þess að slíkt sé gert og eina svarið við halla eru niðurskurðir munu fleiri líta til Sósíalisma. Það er leiðin sem hugsar hlutina frá grunninum, fjallar um rót óréttlætisins og er með skýra sýna á það hvernig borgin eigi að líta út. Það er ekki pláss fyrir auðmannadekur á sama tíma og hinum almenna íbúa er ekki tryggður neinn grunnur. Áherslur Sósíalista Við Sósíalistar lögðum fram átta breytingartillögur við fjárhagsáætlun Reykjavíkur. Meðal þeirra var tillaga um frystingu launa borgarfulltrúa sem hefði sparað Reykjavík tæplega 30 milljónir á næsta ári. Fyrir það fé hefði mátt koma í veg fyrir niðurskurð á félagsmiðstöðunum og um 20 milljónir verið eftir til ráðstöfunar. Við lögðum einnig mikla áherslu á að auka tekjur borgarinnar á réttlátan hátt, til þess að standa undir skuldbindingum okkar og þjónustu við þá íbúa sem hér búa. Ekkert útsvar er lagt á fjármagnstekjur þrátt fyrir að fjármagnseigendur búsettir í Reykjavík sæki sér þjónustu hennar. Ef það er ekki til nægt fjármagn til þess að standa við skuldbindingar borgarinnar, þá er best að þau aflögufæru leggi sitt af mörkum frekar en að skorið sé niður hjá þeim sem minna mega sín. Við verðum að byggja góðan og sterkan grunn undir alla. Afleiðingar þess að gera það ekki birtist í ýmsum myndum, sem ég kom aðeins inn á hér að ofan. En stóra myndin er sú að við viljum borg þar sem við byggjum undir alla og sjáum til þess að fólk geti lifað frjálsu lífi, óbundið fjárhagslegum áhyggjum og skorti á efnislegum gæðum. Einnig þarf að sjá til þess að öllum líði vel í borginni. Í skipulagsmálum leggja Sósíalistar áherslu á að borgin byggi upp umhverfi sem fólki líður vel í. Það verður að taka mið af því í hvernig umhverfi mannfólki líður vel í og ýtir undir þá upplifun að það búi í samfélagi. Við viljum ekki bara byggja fleiri gráa kassa, sem eru málaðir gráir og í gráu umhverfi. Það þarf meiri sál og vellíðan fyrir íbúa í Reykjavík. Það þarf samfélag. Eins og þið borgarbúar heyrið er skýrt hver sýn Sósíalista er í borgarmálum. Við viljum skapa hér samfélag af borgarbúum sem lifa við þann grunn að geta lifað frjálsu lífi. Það er ekkert frelsi hjá þeim sem hafa ekki í sig og á. Borgin verður ekki heil og sönn nema með því að við þjónustum ykkur og hlustum á það sem þið viljið að sé gert betur. Kjörorð Sósíalista eru frelsi, jöfnuður, mannhelgi og samkennd. Við ætlum að halda áfram að vera málsvari þeirra gilda. Það kostar lítið en verðlaunin eru þeim mun meiri. Uppskerum saman. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Trausti Breiðfjörð Magnússon Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku komu borgarfulltrúar saman í borgarstjórn til þess að ræða fjárhagsáætlun fyrir næsta ár, 2023. Þarna höfðu kjörnir fulltrúar tækifæri til þess að sýna og segja borgarbúum hvernig þau hygðust vilja reka borgina. Hlutverk Reykjavíkur er að sjá til þess að það sé hér til grunnur fyrir alla. Við erum kosin inn til þess að passa upp á hag íbúa borgarinnar, bera ábyrgð á því að fólki líði vel í henni, sækist í hana og upplifi það að verið sé að tryggja þeim frelsi þökk sé sterkri grunnþjónustu. Þar má nefna þætti eins og félagsþjónustu, menningarstarfsemi, skólakerfi, vegakerfi, fjárhagsaðstoð til fólks í neyð, húsnæði, lýsingu gatna og svo mætti lengi telja. En er borgin að standa undir þessum skyldum eins og staðan er í dag? Svarið er nei. Það er ekki verið að gera það. Í mörg ár hafa íbúar talað um það hvernig þjónusta borgarinnar hefur verið að grotna niður. Fólki finnst það ekki geta leitað til hennar þegar það stendur í neyð eða vanda. Fólk lítur ekki á borgina sem sinn griðarstað, þar sem er hugað að þeirra þörfum og verið er virkilega að hlusta á það. Orwellísk nýfrjálshyggja Hluti af því að búa í samfélagi er að við eigum að vera einn fyrir alla og allir fyrir einn. Að það sé ekki spurning um það að þegar þú ert kominn til Reykjavíkur, þá sértu í umhverfi sem þér líði vel í, þykir vænt um og getur verið viss um að þótt þú fallir niður muni borgin koma og reisa þig upp á ný. Eins og komið var hér inn á er staðan langt frá því að vera þannig Orwellísk nýfrjálshyggja hefur tekið sér bólfestu í borginni okkar með dyggum stuðningi meirihluta borgarstjórnar. Á síðasta kjörtímabili fólst hún í húsnæðismarkaði þar sem bröskurum og stærstu verktökunum var heimilað að valsa um með lóðir og í húsnæðisuppbyggingu. Lóðauppboð, brask og afsal ábyrgðar til hins svokallaða „frjálsa markaðar“ var leiðarstefið og jafnframt öll sýnin á þau mál hjá meirihlutanum. Hverjar voru afleiðingarnar? Gríðarleg uppbygging lúxusíbúða og hækkandi íbúðarverð. Hverjir sátu eftir? Það fólk sem þurfti á húsnæði að halda. Með afsali sinni á ábyrgð í húsnæðismálum ákvað borgin að snúa baki við íbúum sínum í þörf. Já, borgin gat innheimt einhverjar aukatekjur með lóðaútboðum, en afleiðingarnar eru þær að neyðin jókst og fleiri íbúar þurftu þ.a.l. að reiða sig á þjónustu borgarinnar sem á að vera tryggð til að aðstoða þá sem þurfa hjálp. Ábyrgðarleysi í húsnæðismálum Nú er hálft ár liðið frá því að nýtt kjörtímabil tók við. Tími breytinga var kannski kominn eftir allt saman? Því miður er ekkert sem gefur vísbendingar um að svo sé. Keyrt verður áfram á þeirri stefnu sem hefur ekki verið að virka. Húsnæðismálin verða keyrð áfram á lóðaútboðum og útvistun ábyrgðar til stærstu verktakanna, fleiri lúxusíbúðir munu rísa upp og engu verður skeytt um það hvort að byggingarnar hafi nokkuð fegurðargildi eða séu á neinn hátt til þess fallnar að huga að þörfum íbúa. Verktakaræðið er algjört. Borgin má alls ekki byggja sjálf samkvæmt hugmyndafræði meirihlutans. Höndum hefur verið veifað, fuss heyrst og fólk gapir yfir þeim sjálfsögðu tillögum okkar um að borgin byggi húsnæði sjálf og milliliðalaust. Í löndum alls staðar í kringum okkur hefur kenningum nýfrjálshyggjunnar um það að hinn svokallaði frjálsi markaður leysi öll grunnvandamál okkar verið hafnað. Það þykir ekki óeðlilegt að borgir og bæjarfélög byggi sjálf húsnæði fyrir íbúa. Þau eru mörg með sín eigin byggingarfélög. Þetta er skynsamlegt. Hvers vegna eigum við að vera að koma milliliðum fyrir þegar kemur að því að veita fólki húsnæði á verði sem það getur keypt eða leigt á? Þetta er svo augljóst fyrir þeim sem eru ekki pikkfastir í gömlu kenningunum. Það er víst að álögunum hefur ekki enn verið létt af meirihlutanum í Reykjavík. Hugmyndafræðin trompar skynsemina. „Hagræðing“ að grafa undan æsku Reykjavíkur Í umræðunni um fjárhagsáætlun Reykjavíkur virðist einungis hafa opnast umræða um það hvernig hægt sé að kroppa í, narta í, grafa undan borgarrekstrinum í stað þess að tala um hvernig sé hægt að afla meiri tekna til þess að sjá um það sem þarf. Það er ekki þannig að félagsmiðstöðvar til klukkan 22:00 séu óþarfi, það er ekki þannig að tækjakaup til leikskóla séu óþarfi, það er ekki þannig að smiðjur fyrir unglinga í einangrun séu óþarfi, það er ekki þannig að bókasöfnin séu óþarfi. Í breytingartillögum meirihlutans er því miður verið að senda þau skilaboð að þeim finnist þessi mál óþörf í núverandi mynd, það megi grafa undan þeim í nafni „hagræðingar“. Skorið verður niður á öllum þessum sviðum. Ef við erum ekki með nægar tekjur til þess að sjá um grunninn okkar, þá er það einfaldlega þannig að við verðum að sækja inn meira fjármagn. Við Sósíalistar krefjumst þess að borgarstjórn beiti sér af krafti og kjörnir fulltrúar láti í sér heyra til að ríkisvaldið lögfesti útsvar á fjármagnstekjur. Árið 2023 er áætlað að Reykjavíkurborg gæti fengið um 10 milljarða vegna útsvars á slíkar tekjur. Þetta er mikið réttlætismál. Eru fjármagnseigendur sem búa í Reykjavík ekki að nýta sér þjónustu hennar? Hvers vegna eiga þeir að fá hana án þess að borga eins og launafólk gerir? Borgin verður hér að láta í sér heyra og standa með íbúunum. Meirihlutinn í borgarstjórn á heldur ekki að láta eins og eina lausnin sé einfaldlega að grafa undan velferð borgarbúa í formi niðurskurða. Talið líka um og verið meira áberandi í því að krefjast aukinna tekna frá þeim sem eru aflögufær. Ég veit að Sósíalistar gera sér grein fyrir hlutverki borgarinnar gagnvart íbúunum. Við eigum þar að bera ríka skyldu og ábyrgð. Við erum kosin inn til þess að efla hag og velferð allra sem hér búa. Eftir því sem árin líða án þess að slíkt sé gert og eina svarið við halla eru niðurskurðir munu fleiri líta til Sósíalisma. Það er leiðin sem hugsar hlutina frá grunninum, fjallar um rót óréttlætisins og er með skýra sýna á það hvernig borgin eigi að líta út. Það er ekki pláss fyrir auðmannadekur á sama tíma og hinum almenna íbúa er ekki tryggður neinn grunnur. Áherslur Sósíalista Við Sósíalistar lögðum fram átta breytingartillögur við fjárhagsáætlun Reykjavíkur. Meðal þeirra var tillaga um frystingu launa borgarfulltrúa sem hefði sparað Reykjavík tæplega 30 milljónir á næsta ári. Fyrir það fé hefði mátt koma í veg fyrir niðurskurð á félagsmiðstöðunum og um 20 milljónir verið eftir til ráðstöfunar. Við lögðum einnig mikla áherslu á að auka tekjur borgarinnar á réttlátan hátt, til þess að standa undir skuldbindingum okkar og þjónustu við þá íbúa sem hér búa. Ekkert útsvar er lagt á fjármagnstekjur þrátt fyrir að fjármagnseigendur búsettir í Reykjavík sæki sér þjónustu hennar. Ef það er ekki til nægt fjármagn til þess að standa við skuldbindingar borgarinnar, þá er best að þau aflögufæru leggi sitt af mörkum frekar en að skorið sé niður hjá þeim sem minna mega sín. Við verðum að byggja góðan og sterkan grunn undir alla. Afleiðingar þess að gera það ekki birtist í ýmsum myndum, sem ég kom aðeins inn á hér að ofan. En stóra myndin er sú að við viljum borg þar sem við byggjum undir alla og sjáum til þess að fólk geti lifað frjálsu lífi, óbundið fjárhagslegum áhyggjum og skorti á efnislegum gæðum. Einnig þarf að sjá til þess að öllum líði vel í borginni. Í skipulagsmálum leggja Sósíalistar áherslu á að borgin byggi upp umhverfi sem fólki líður vel í. Það verður að taka mið af því í hvernig umhverfi mannfólki líður vel í og ýtir undir þá upplifun að það búi í samfélagi. Við viljum ekki bara byggja fleiri gráa kassa, sem eru málaðir gráir og í gráu umhverfi. Það þarf meiri sál og vellíðan fyrir íbúa í Reykjavík. Það þarf samfélag. Eins og þið borgarbúar heyrið er skýrt hver sýn Sósíalista er í borgarmálum. Við viljum skapa hér samfélag af borgarbúum sem lifa við þann grunn að geta lifað frjálsu lífi. Það er ekkert frelsi hjá þeim sem hafa ekki í sig og á. Borgin verður ekki heil og sönn nema með því að við þjónustum ykkur og hlustum á það sem þið viljið að sé gert betur. Kjörorð Sósíalista eru frelsi, jöfnuður, mannhelgi og samkennd. Við ætlum að halda áfram að vera málsvari þeirra gilda. Það kostar lítið en verðlaunin eru þeim mun meiri. Uppskerum saman. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins í Reykjavík.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun