Argentína í úrslit og Messi einum leik frá því að fullkomna ferilinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. desember 2022 20:55 Lionel Messi skoraði og lagði upp fyrir Argentínu í kvöld. Michael Regan - FIFA/FIFA via Getty Images Argentína er á leið í úrslitaleik HM í Katar eftir öruggan 3-0 sigur gegn Króatíu í undanúrslitum í kvöld. Lionel Messi á því möguleika á því að fullkomna ferilinn og festa sig endanlega í sessi sem einn besti knattspyrnumaður sögunnar. Það voru líklega margir sem bjuggust við því að það yrði þolinmæðisverk fyrir Argentínumenn að brjóta vörn króatíska liðsins á bak aftur. Króatarnir stóðu vel til að byrja með, en eftir rétt rúmlega hálftíma leik náði argentínska liðið að finna leið í gegn og Julian Alvarez var allt í einu kom einn innfyrir. Alvarez náði að pota boltanum fram hjá Dominik Livakovic í marki Króata áður en þeir skullu saman inni í vítateig og vítaspyrna dæmd við litla hrifningu króatísku leikmannana. Dómnum fengu þeir þó ekki haggað og Lionel Messi steig á punktinn. Spyrnan var föst og upp í þaknetið, algjörlega óverjandi fyrir Livakovic í markinu, og staðan orðin 1-0. Aðeins fimm mínútum síðar dró aftur til tíðinda þegar Julian Alvarez prjónaði sig í gegnum vörn Króata og kom boltanum í netið fram hjá Livakovic í markinu og staðan því 2-0 þegar flautað var til hálfleiks. Ekki batnaði útlitið fyrir króatíska liðið þegar Lionel Messi fékk boltann á 69. mínútu, kom sér upp að endalínu og renndi honum út í teig þar sem Alvarez var mættur og skoraði sitt annað mark og þriðja mark Argentínu. Þetta reyndist seinasta mark leiksins og niðurstaðan því öruggur 3-0 sigur argentínska liðsins sem er á leið í úrslit á kostnað Króata. Argentína mætir því annað hvort Marokkó eða ríkjandi heimsmeisturum Frakklands í úrslitum næstkomandi sunnudag, en Króatar munu berjast um bronsið degi fyrr. HM 2022 í Katar Argentína
Argentína er á leið í úrslitaleik HM í Katar eftir öruggan 3-0 sigur gegn Króatíu í undanúrslitum í kvöld. Lionel Messi á því möguleika á því að fullkomna ferilinn og festa sig endanlega í sessi sem einn besti knattspyrnumaður sögunnar. Það voru líklega margir sem bjuggust við því að það yrði þolinmæðisverk fyrir Argentínumenn að brjóta vörn króatíska liðsins á bak aftur. Króatarnir stóðu vel til að byrja með, en eftir rétt rúmlega hálftíma leik náði argentínska liðið að finna leið í gegn og Julian Alvarez var allt í einu kom einn innfyrir. Alvarez náði að pota boltanum fram hjá Dominik Livakovic í marki Króata áður en þeir skullu saman inni í vítateig og vítaspyrna dæmd við litla hrifningu króatísku leikmannana. Dómnum fengu þeir þó ekki haggað og Lionel Messi steig á punktinn. Spyrnan var föst og upp í þaknetið, algjörlega óverjandi fyrir Livakovic í markinu, og staðan orðin 1-0. Aðeins fimm mínútum síðar dró aftur til tíðinda þegar Julian Alvarez prjónaði sig í gegnum vörn Króata og kom boltanum í netið fram hjá Livakovic í markinu og staðan því 2-0 þegar flautað var til hálfleiks. Ekki batnaði útlitið fyrir króatíska liðið þegar Lionel Messi fékk boltann á 69. mínútu, kom sér upp að endalínu og renndi honum út í teig þar sem Alvarez var mættur og skoraði sitt annað mark og þriðja mark Argentínu. Þetta reyndist seinasta mark leiksins og niðurstaðan því öruggur 3-0 sigur argentínska liðsins sem er á leið í úrslit á kostnað Króata. Argentína mætir því annað hvort Marokkó eða ríkjandi heimsmeisturum Frakklands í úrslitum næstkomandi sunnudag, en Króatar munu berjast um bronsið degi fyrr.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti