„Fyrir hvern ertu á lífi ef þú þorir ekki að prófa það sem þig langar til að gera?“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 12. desember 2022 16:31 Lil Curly er ein vinsælasta TikTok stjarna Íslands. Samfélagsmiðlastjarnan Lil Curly, sem heitir réttu nafni Arnar Gauti Arnarsson, var feiminn í æsku en gerir nú TikTok myndbönd fyrir fleiri milljónir manns út um allan heim. Curly er óhræddur við áskoranir og tengir lítið við fólk sem lætur gagnrýni stoppa sig. „Ég hef alltaf elskað athygli en ég þorði ekki neinu,“ segir Lil Curly sem var gestur í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Jákastið. Curly segist hafa látið feimnina stjórna sér þegar hann var yngri. Móðir hans ákvað loks að grípa til sinna ráða og senda hann á Dale Carnegie námskeið sem reyndist honum mikið gæfuspor. Þegar hann var sautján ára gamall var hann orðinn virkur á samfélagsmiðlum og fann hann strax að það átti vel við hann að búa til efni á þeim. Hann reyndi fyrir sér á Instagram og YouTube og var staðráðinn í því að verða frægur. Seinna byrjaði Curly svo á samfélagsmiðlinum TikTok og fyrir þremur árum gerðist það svo að eitt af TikTok myndböndum hans sprakk út. Sjá einnig: Byrjaði sem flöskustrákur á B5 en skemmtir nú fleiri milljónum manns út um allan heim Lil Curly var gestur Kristjáns Hafþórssonar í hlaðvarpinu Jákastið. Endalaus vinna og efnið orðið þvingað Í þættinum segir Curly frá því að fyrir um ári síðan hafi hann lent á vegg þegar hann fann að hann var ekki lengur að búa til TikTok efni fyrir sjálfan sig, heldur einungis fyrir samstarfsaðila sína. „Ég vaknaði og hugsaði „ókei í þessari viku þarf ég að pósta fimm TikTokum fyrir sponsana mína“ og þetta var bara endalaus vinna. Í hverri einustu viku í eitt og hálft ár var ég að gera auglýsingar,“ segir Curly sem fannst efnið sitt orðið þvingað. @lilcurlyhaha original sound - LIL CURLY Fékk fimmtíu þúsund kall og nammi á meðan TikTok stjarna í L.A. fékk Porsche Þá segist hann enn fremur hafa misst hvatann til að gera TikTok efni á Íslandi eftir að hann fór í heimsókn til L.A. og kynntist TikTok heiminum þar. Þar sé fólk mun móttækilegra fyrir efninu og þar séu umtalsvert meiri peningar í boði. Curly er þekktur fyrir myndbönd þar sem hann keyrir um með opna rúðu og syngur lagstúf út um gluggann í von um að gangandi vegfarendur botni lagið. „Hérna heima fékk ég einhverja sponsa á þetta. Þá var ég að kasta nammi út úr bílnum. Á meðan einn strákur úti sem tekur upp svipað efni og ég, hann fékk Porsche. „Hér er bíll fyrir þig, taktu upp myndböndin þín á Porche“, á meðan ég fæ kannski fimmtíu þúsund kall fyrir hvert myndband sem ég kasta nammi út úr bílnum. Þetta er svo allt öðruvísi bransi. Það var þá sem ég sá að ég er ekki að fara gera þetta fyrr en ég fer til L.A., þá kannski fer ég að halda áfram með þetta.“ @lilcurlyhaha #notspons Take Me Home, Country Roads - John Denver Merkti ekki auglýsingu og missti samstarfsaðilana Fyrir um mánuði síðan lenti hann svo í öðru bakslagi þegar Neytendastofa sakaði hann um duldar auglýsingar. „Ég merkti ekki #ad á eitthvað TikTok. Þá duttu allir sponsarnir út og ég er ekki búinn að pósta neinu þannig séð síðan þá. Núna er ég að vanda mig. Fyrir mitt leyti þá bara nenni ég ekki að merkja #ad eins og fyrir Coca Cola þegar ég er búinn að vera vinna með þeim í tvö ár,“ segir Curly sem skilur ekki hvers vegna tónlistarmenn mega fara upp á svið í peysu merktri samstarfsaðila án þess að tilgreina að um samstarf sé að ræða, en samfélagsmiðlastjörnur þurfi að gera það. View this post on Instagram A post shared by Disco Curly (@lilcurlyhaha) Tilbúinn að stökka á tækifærin Í kjölfar Neytendastofumálsins hætti Curly samstarfi sínu við stærstu fyrirtækin og hefur hann haldið sig til hlés á samfélagsmiðlum. Nú stendur hann á tímamótum og íhugar sín næstu skref. Hann er óhræddur við að prófa nýja hluti og er tilbúinn að stökkva á tækifærin þegar þau bjóðast. „Ég tengi svo lítið við fólk sem vill ekki byrja á hinu eða þessu af því það þorir ekki útaf einhverri gagnrýni. Ég á frænda sem býður mér að læka Facebook síðuna sína annan hvern dag af því hann er alltaf að búa til ný fyrirtæki. Sama hvað, þá á maður alltaf að prófa, því fyrir hvern ertu annars á lífi, ef þú þorir ekki að prófa að gera það sem þú vilt gera.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Lil Curly í heild sinni. Í þættinum ræðir hann meðal annars upphafið að TikTok ferlinum, Idol ævintýrið, DJ ferilinn og hvernig hann tæklar neikvæðni. TikTok Samfélagsmiðlar Neytendur Jákastið Tengdar fréttir Siggi Hlö kenndi Valla að vera drullusama um hvað öðrum finnst „Ég er jákvæður og opinn. Ég er óhræddur við að reyna hluti sem ég hef ekki gert áður og mér er drullusama hvað öðrum finnst,“ segir Valgeir Magnússon, betur þekktur sem Valli Sport. 13. október 2022 13:30 Björgvin Franz í Chicago: „Þetta er eitthvað sem velur þig“ Leikarinn Björgvin Franz Gíslason leikur lögfræðinginn Billy Flynn í söngleiknum Chicago sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir í Samkomuhúsinu í janúar 2023. Björgvin Franz fetar þar með í fótspor Hollywood stjörnunnar Richard Gere sem lék hlutverkið eftirminnilega í kvikmyndinni sem kom út árið 2002. 5. september 2022 11:37 Byrjaði sem flöskustrákur á B5 en skemmtir nú fleiri milljónum manns út um allan heim Fleiri milljónir manns út um allan heim horfa á íslensku TikTok-stjörnuna Lil Curly. Fyrir nokkrum mánuðum flutti Curly til London þar sem hann hugðist stækka TikTok reikning sinn enn frekar. En London ævintýrið reyndist ekki vera það sem hann hafði séð fyrir sér og ákvað hann því að flytja aftur heim. Ekkert lát er þó á vinsældum Curly og bætast um fimm þúsund manns við fylgjendahóp hans á degi hverjum. 25. desember 2021 10:00 TikTok vinsælasta vefsíða ársins Samfélagsmiðillinn og myndbandaveitan TikTok tók nýverið fram úr leitarvélinni Google og er orðin vinsælasta vefsíða ársins. Miðillinn hefur náð gríðarlegum vinsældum á stuttum tíma. 25. desember 2021 14:27 Var alltaf feiminn í æsku Arnar Gauti Arnarsson er með sanni betur þekktur sem Lil Curly og hefur náð gríðarlegum fylgjendafjölda á samfélagsmiðlum á borð við TikTok og Instagram. Arnar Gauti var feiminn sem krakki en hefur með aldrinum sigrast á því með lífsmottóinu sínu. Hann er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 26. nóvember 2022 11:30 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
„Ég hef alltaf elskað athygli en ég þorði ekki neinu,“ segir Lil Curly sem var gestur í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Jákastið. Curly segist hafa látið feimnina stjórna sér þegar hann var yngri. Móðir hans ákvað loks að grípa til sinna ráða og senda hann á Dale Carnegie námskeið sem reyndist honum mikið gæfuspor. Þegar hann var sautján ára gamall var hann orðinn virkur á samfélagsmiðlum og fann hann strax að það átti vel við hann að búa til efni á þeim. Hann reyndi fyrir sér á Instagram og YouTube og var staðráðinn í því að verða frægur. Seinna byrjaði Curly svo á samfélagsmiðlinum TikTok og fyrir þremur árum gerðist það svo að eitt af TikTok myndböndum hans sprakk út. Sjá einnig: Byrjaði sem flöskustrákur á B5 en skemmtir nú fleiri milljónum manns út um allan heim Lil Curly var gestur Kristjáns Hafþórssonar í hlaðvarpinu Jákastið. Endalaus vinna og efnið orðið þvingað Í þættinum segir Curly frá því að fyrir um ári síðan hafi hann lent á vegg þegar hann fann að hann var ekki lengur að búa til TikTok efni fyrir sjálfan sig, heldur einungis fyrir samstarfsaðila sína. „Ég vaknaði og hugsaði „ókei í þessari viku þarf ég að pósta fimm TikTokum fyrir sponsana mína“ og þetta var bara endalaus vinna. Í hverri einustu viku í eitt og hálft ár var ég að gera auglýsingar,“ segir Curly sem fannst efnið sitt orðið þvingað. @lilcurlyhaha original sound - LIL CURLY Fékk fimmtíu þúsund kall og nammi á meðan TikTok stjarna í L.A. fékk Porsche Þá segist hann enn fremur hafa misst hvatann til að gera TikTok efni á Íslandi eftir að hann fór í heimsókn til L.A. og kynntist TikTok heiminum þar. Þar sé fólk mun móttækilegra fyrir efninu og þar séu umtalsvert meiri peningar í boði. Curly er þekktur fyrir myndbönd þar sem hann keyrir um með opna rúðu og syngur lagstúf út um gluggann í von um að gangandi vegfarendur botni lagið. „Hérna heima fékk ég einhverja sponsa á þetta. Þá var ég að kasta nammi út úr bílnum. Á meðan einn strákur úti sem tekur upp svipað efni og ég, hann fékk Porsche. „Hér er bíll fyrir þig, taktu upp myndböndin þín á Porche“, á meðan ég fæ kannski fimmtíu þúsund kall fyrir hvert myndband sem ég kasta nammi út úr bílnum. Þetta er svo allt öðruvísi bransi. Það var þá sem ég sá að ég er ekki að fara gera þetta fyrr en ég fer til L.A., þá kannski fer ég að halda áfram með þetta.“ @lilcurlyhaha #notspons Take Me Home, Country Roads - John Denver Merkti ekki auglýsingu og missti samstarfsaðilana Fyrir um mánuði síðan lenti hann svo í öðru bakslagi þegar Neytendastofa sakaði hann um duldar auglýsingar. „Ég merkti ekki #ad á eitthvað TikTok. Þá duttu allir sponsarnir út og ég er ekki búinn að pósta neinu þannig séð síðan þá. Núna er ég að vanda mig. Fyrir mitt leyti þá bara nenni ég ekki að merkja #ad eins og fyrir Coca Cola þegar ég er búinn að vera vinna með þeim í tvö ár,“ segir Curly sem skilur ekki hvers vegna tónlistarmenn mega fara upp á svið í peysu merktri samstarfsaðila án þess að tilgreina að um samstarf sé að ræða, en samfélagsmiðlastjörnur þurfi að gera það. View this post on Instagram A post shared by Disco Curly (@lilcurlyhaha) Tilbúinn að stökka á tækifærin Í kjölfar Neytendastofumálsins hætti Curly samstarfi sínu við stærstu fyrirtækin og hefur hann haldið sig til hlés á samfélagsmiðlum. Nú stendur hann á tímamótum og íhugar sín næstu skref. Hann er óhræddur við að prófa nýja hluti og er tilbúinn að stökkva á tækifærin þegar þau bjóðast. „Ég tengi svo lítið við fólk sem vill ekki byrja á hinu eða þessu af því það þorir ekki útaf einhverri gagnrýni. Ég á frænda sem býður mér að læka Facebook síðuna sína annan hvern dag af því hann er alltaf að búa til ný fyrirtæki. Sama hvað, þá á maður alltaf að prófa, því fyrir hvern ertu annars á lífi, ef þú þorir ekki að prófa að gera það sem þú vilt gera.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Lil Curly í heild sinni. Í þættinum ræðir hann meðal annars upphafið að TikTok ferlinum, Idol ævintýrið, DJ ferilinn og hvernig hann tæklar neikvæðni.
TikTok Samfélagsmiðlar Neytendur Jákastið Tengdar fréttir Siggi Hlö kenndi Valla að vera drullusama um hvað öðrum finnst „Ég er jákvæður og opinn. Ég er óhræddur við að reyna hluti sem ég hef ekki gert áður og mér er drullusama hvað öðrum finnst,“ segir Valgeir Magnússon, betur þekktur sem Valli Sport. 13. október 2022 13:30 Björgvin Franz í Chicago: „Þetta er eitthvað sem velur þig“ Leikarinn Björgvin Franz Gíslason leikur lögfræðinginn Billy Flynn í söngleiknum Chicago sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir í Samkomuhúsinu í janúar 2023. Björgvin Franz fetar þar með í fótspor Hollywood stjörnunnar Richard Gere sem lék hlutverkið eftirminnilega í kvikmyndinni sem kom út árið 2002. 5. september 2022 11:37 Byrjaði sem flöskustrákur á B5 en skemmtir nú fleiri milljónum manns út um allan heim Fleiri milljónir manns út um allan heim horfa á íslensku TikTok-stjörnuna Lil Curly. Fyrir nokkrum mánuðum flutti Curly til London þar sem hann hugðist stækka TikTok reikning sinn enn frekar. En London ævintýrið reyndist ekki vera það sem hann hafði séð fyrir sér og ákvað hann því að flytja aftur heim. Ekkert lát er þó á vinsældum Curly og bætast um fimm þúsund manns við fylgjendahóp hans á degi hverjum. 25. desember 2021 10:00 TikTok vinsælasta vefsíða ársins Samfélagsmiðillinn og myndbandaveitan TikTok tók nýverið fram úr leitarvélinni Google og er orðin vinsælasta vefsíða ársins. Miðillinn hefur náð gríðarlegum vinsældum á stuttum tíma. 25. desember 2021 14:27 Var alltaf feiminn í æsku Arnar Gauti Arnarsson er með sanni betur þekktur sem Lil Curly og hefur náð gríðarlegum fylgjendafjölda á samfélagsmiðlum á borð við TikTok og Instagram. Arnar Gauti var feiminn sem krakki en hefur með aldrinum sigrast á því með lífsmottóinu sínu. Hann er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 26. nóvember 2022 11:30 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
Siggi Hlö kenndi Valla að vera drullusama um hvað öðrum finnst „Ég er jákvæður og opinn. Ég er óhræddur við að reyna hluti sem ég hef ekki gert áður og mér er drullusama hvað öðrum finnst,“ segir Valgeir Magnússon, betur þekktur sem Valli Sport. 13. október 2022 13:30
Björgvin Franz í Chicago: „Þetta er eitthvað sem velur þig“ Leikarinn Björgvin Franz Gíslason leikur lögfræðinginn Billy Flynn í söngleiknum Chicago sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir í Samkomuhúsinu í janúar 2023. Björgvin Franz fetar þar með í fótspor Hollywood stjörnunnar Richard Gere sem lék hlutverkið eftirminnilega í kvikmyndinni sem kom út árið 2002. 5. september 2022 11:37
Byrjaði sem flöskustrákur á B5 en skemmtir nú fleiri milljónum manns út um allan heim Fleiri milljónir manns út um allan heim horfa á íslensku TikTok-stjörnuna Lil Curly. Fyrir nokkrum mánuðum flutti Curly til London þar sem hann hugðist stækka TikTok reikning sinn enn frekar. En London ævintýrið reyndist ekki vera það sem hann hafði séð fyrir sér og ákvað hann því að flytja aftur heim. Ekkert lát er þó á vinsældum Curly og bætast um fimm þúsund manns við fylgjendahóp hans á degi hverjum. 25. desember 2021 10:00
TikTok vinsælasta vefsíða ársins Samfélagsmiðillinn og myndbandaveitan TikTok tók nýverið fram úr leitarvélinni Google og er orðin vinsælasta vefsíða ársins. Miðillinn hefur náð gríðarlegum vinsældum á stuttum tíma. 25. desember 2021 14:27
Var alltaf feiminn í æsku Arnar Gauti Arnarsson er með sanni betur þekktur sem Lil Curly og hefur náð gríðarlegum fylgjendafjölda á samfélagsmiðlum á borð við TikTok og Instagram. Arnar Gauti var feiminn sem krakki en hefur með aldrinum sigrast á því með lífsmottóinu sínu. Hann er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 26. nóvember 2022 11:30