„Fyrir hvern ertu á lífi ef þú þorir ekki að prófa það sem þig langar til að gera?“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 12. desember 2022 16:31 Lil Curly er ein vinsælasta TikTok stjarna Íslands. Samfélagsmiðlastjarnan Lil Curly, sem heitir réttu nafni Arnar Gauti Arnarsson, var feiminn í æsku en gerir nú TikTok myndbönd fyrir fleiri milljónir manns út um allan heim. Curly er óhræddur við áskoranir og tengir lítið við fólk sem lætur gagnrýni stoppa sig. „Ég hef alltaf elskað athygli en ég þorði ekki neinu,“ segir Lil Curly sem var gestur í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Jákastið. Curly segist hafa látið feimnina stjórna sér þegar hann var yngri. Móðir hans ákvað loks að grípa til sinna ráða og senda hann á Dale Carnegie námskeið sem reyndist honum mikið gæfuspor. Þegar hann var sautján ára gamall var hann orðinn virkur á samfélagsmiðlum og fann hann strax að það átti vel við hann að búa til efni á þeim. Hann reyndi fyrir sér á Instagram og YouTube og var staðráðinn í því að verða frægur. Seinna byrjaði Curly svo á samfélagsmiðlinum TikTok og fyrir þremur árum gerðist það svo að eitt af TikTok myndböndum hans sprakk út. Sjá einnig: Byrjaði sem flöskustrákur á B5 en skemmtir nú fleiri milljónum manns út um allan heim Lil Curly var gestur Kristjáns Hafþórssonar í hlaðvarpinu Jákastið. Endalaus vinna og efnið orðið þvingað Í þættinum segir Curly frá því að fyrir um ári síðan hafi hann lent á vegg þegar hann fann að hann var ekki lengur að búa til TikTok efni fyrir sjálfan sig, heldur einungis fyrir samstarfsaðila sína. „Ég vaknaði og hugsaði „ókei í þessari viku þarf ég að pósta fimm TikTokum fyrir sponsana mína“ og þetta var bara endalaus vinna. Í hverri einustu viku í eitt og hálft ár var ég að gera auglýsingar,“ segir Curly sem fannst efnið sitt orðið þvingað. @lilcurlyhaha original sound - LIL CURLY Fékk fimmtíu þúsund kall og nammi á meðan TikTok stjarna í L.A. fékk Porsche Þá segist hann enn fremur hafa misst hvatann til að gera TikTok efni á Íslandi eftir að hann fór í heimsókn til L.A. og kynntist TikTok heiminum þar. Þar sé fólk mun móttækilegra fyrir efninu og þar séu umtalsvert meiri peningar í boði. Curly er þekktur fyrir myndbönd þar sem hann keyrir um með opna rúðu og syngur lagstúf út um gluggann í von um að gangandi vegfarendur botni lagið. „Hérna heima fékk ég einhverja sponsa á þetta. Þá var ég að kasta nammi út úr bílnum. Á meðan einn strákur úti sem tekur upp svipað efni og ég, hann fékk Porsche. „Hér er bíll fyrir þig, taktu upp myndböndin þín á Porche“, á meðan ég fæ kannski fimmtíu þúsund kall fyrir hvert myndband sem ég kasta nammi út úr bílnum. Þetta er svo allt öðruvísi bransi. Það var þá sem ég sá að ég er ekki að fara gera þetta fyrr en ég fer til L.A., þá kannski fer ég að halda áfram með þetta.“ @lilcurlyhaha #notspons Take Me Home, Country Roads - John Denver Merkti ekki auglýsingu og missti samstarfsaðilana Fyrir um mánuði síðan lenti hann svo í öðru bakslagi þegar Neytendastofa sakaði hann um duldar auglýsingar. „Ég merkti ekki #ad á eitthvað TikTok. Þá duttu allir sponsarnir út og ég er ekki búinn að pósta neinu þannig séð síðan þá. Núna er ég að vanda mig. Fyrir mitt leyti þá bara nenni ég ekki að merkja #ad eins og fyrir Coca Cola þegar ég er búinn að vera vinna með þeim í tvö ár,“ segir Curly sem skilur ekki hvers vegna tónlistarmenn mega fara upp á svið í peysu merktri samstarfsaðila án þess að tilgreina að um samstarf sé að ræða, en samfélagsmiðlastjörnur þurfi að gera það. View this post on Instagram A post shared by Disco Curly (@lilcurlyhaha) Tilbúinn að stökka á tækifærin Í kjölfar Neytendastofumálsins hætti Curly samstarfi sínu við stærstu fyrirtækin og hefur hann haldið sig til hlés á samfélagsmiðlum. Nú stendur hann á tímamótum og íhugar sín næstu skref. Hann er óhræddur við að prófa nýja hluti og er tilbúinn að stökkva á tækifærin þegar þau bjóðast. „Ég tengi svo lítið við fólk sem vill ekki byrja á hinu eða þessu af því það þorir ekki útaf einhverri gagnrýni. Ég á frænda sem býður mér að læka Facebook síðuna sína annan hvern dag af því hann er alltaf að búa til ný fyrirtæki. Sama hvað, þá á maður alltaf að prófa, því fyrir hvern ertu annars á lífi, ef þú þorir ekki að prófa að gera það sem þú vilt gera.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Lil Curly í heild sinni. Í þættinum ræðir hann meðal annars upphafið að TikTok ferlinum, Idol ævintýrið, DJ ferilinn og hvernig hann tæklar neikvæðni. TikTok Samfélagsmiðlar Neytendur Jákastið Tengdar fréttir Siggi Hlö kenndi Valla að vera drullusama um hvað öðrum finnst „Ég er jákvæður og opinn. Ég er óhræddur við að reyna hluti sem ég hef ekki gert áður og mér er drullusama hvað öðrum finnst,“ segir Valgeir Magnússon, betur þekktur sem Valli Sport. 13. október 2022 13:30 Björgvin Franz í Chicago: „Þetta er eitthvað sem velur þig“ Leikarinn Björgvin Franz Gíslason leikur lögfræðinginn Billy Flynn í söngleiknum Chicago sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir í Samkomuhúsinu í janúar 2023. Björgvin Franz fetar þar með í fótspor Hollywood stjörnunnar Richard Gere sem lék hlutverkið eftirminnilega í kvikmyndinni sem kom út árið 2002. 5. september 2022 11:37 Byrjaði sem flöskustrákur á B5 en skemmtir nú fleiri milljónum manns út um allan heim Fleiri milljónir manns út um allan heim horfa á íslensku TikTok-stjörnuna Lil Curly. Fyrir nokkrum mánuðum flutti Curly til London þar sem hann hugðist stækka TikTok reikning sinn enn frekar. En London ævintýrið reyndist ekki vera það sem hann hafði séð fyrir sér og ákvað hann því að flytja aftur heim. Ekkert lát er þó á vinsældum Curly og bætast um fimm þúsund manns við fylgjendahóp hans á degi hverjum. 25. desember 2021 10:00 TikTok vinsælasta vefsíða ársins Samfélagsmiðillinn og myndbandaveitan TikTok tók nýverið fram úr leitarvélinni Google og er orðin vinsælasta vefsíða ársins. Miðillinn hefur náð gríðarlegum vinsældum á stuttum tíma. 25. desember 2021 14:27 Var alltaf feiminn í æsku Arnar Gauti Arnarsson er með sanni betur þekktur sem Lil Curly og hefur náð gríðarlegum fylgjendafjölda á samfélagsmiðlum á borð við TikTok og Instagram. Arnar Gauti var feiminn sem krakki en hefur með aldrinum sigrast á því með lífsmottóinu sínu. Hann er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 26. nóvember 2022 11:30 Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Sigríður Margrét orðin amma Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Sjá meira
„Ég hef alltaf elskað athygli en ég þorði ekki neinu,“ segir Lil Curly sem var gestur í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Jákastið. Curly segist hafa látið feimnina stjórna sér þegar hann var yngri. Móðir hans ákvað loks að grípa til sinna ráða og senda hann á Dale Carnegie námskeið sem reyndist honum mikið gæfuspor. Þegar hann var sautján ára gamall var hann orðinn virkur á samfélagsmiðlum og fann hann strax að það átti vel við hann að búa til efni á þeim. Hann reyndi fyrir sér á Instagram og YouTube og var staðráðinn í því að verða frægur. Seinna byrjaði Curly svo á samfélagsmiðlinum TikTok og fyrir þremur árum gerðist það svo að eitt af TikTok myndböndum hans sprakk út. Sjá einnig: Byrjaði sem flöskustrákur á B5 en skemmtir nú fleiri milljónum manns út um allan heim Lil Curly var gestur Kristjáns Hafþórssonar í hlaðvarpinu Jákastið. Endalaus vinna og efnið orðið þvingað Í þættinum segir Curly frá því að fyrir um ári síðan hafi hann lent á vegg þegar hann fann að hann var ekki lengur að búa til TikTok efni fyrir sjálfan sig, heldur einungis fyrir samstarfsaðila sína. „Ég vaknaði og hugsaði „ókei í þessari viku þarf ég að pósta fimm TikTokum fyrir sponsana mína“ og þetta var bara endalaus vinna. Í hverri einustu viku í eitt og hálft ár var ég að gera auglýsingar,“ segir Curly sem fannst efnið sitt orðið þvingað. @lilcurlyhaha original sound - LIL CURLY Fékk fimmtíu þúsund kall og nammi á meðan TikTok stjarna í L.A. fékk Porsche Þá segist hann enn fremur hafa misst hvatann til að gera TikTok efni á Íslandi eftir að hann fór í heimsókn til L.A. og kynntist TikTok heiminum þar. Þar sé fólk mun móttækilegra fyrir efninu og þar séu umtalsvert meiri peningar í boði. Curly er þekktur fyrir myndbönd þar sem hann keyrir um með opna rúðu og syngur lagstúf út um gluggann í von um að gangandi vegfarendur botni lagið. „Hérna heima fékk ég einhverja sponsa á þetta. Þá var ég að kasta nammi út úr bílnum. Á meðan einn strákur úti sem tekur upp svipað efni og ég, hann fékk Porsche. „Hér er bíll fyrir þig, taktu upp myndböndin þín á Porche“, á meðan ég fæ kannski fimmtíu þúsund kall fyrir hvert myndband sem ég kasta nammi út úr bílnum. Þetta er svo allt öðruvísi bransi. Það var þá sem ég sá að ég er ekki að fara gera þetta fyrr en ég fer til L.A., þá kannski fer ég að halda áfram með þetta.“ @lilcurlyhaha #notspons Take Me Home, Country Roads - John Denver Merkti ekki auglýsingu og missti samstarfsaðilana Fyrir um mánuði síðan lenti hann svo í öðru bakslagi þegar Neytendastofa sakaði hann um duldar auglýsingar. „Ég merkti ekki #ad á eitthvað TikTok. Þá duttu allir sponsarnir út og ég er ekki búinn að pósta neinu þannig séð síðan þá. Núna er ég að vanda mig. Fyrir mitt leyti þá bara nenni ég ekki að merkja #ad eins og fyrir Coca Cola þegar ég er búinn að vera vinna með þeim í tvö ár,“ segir Curly sem skilur ekki hvers vegna tónlistarmenn mega fara upp á svið í peysu merktri samstarfsaðila án þess að tilgreina að um samstarf sé að ræða, en samfélagsmiðlastjörnur þurfi að gera það. View this post on Instagram A post shared by Disco Curly (@lilcurlyhaha) Tilbúinn að stökka á tækifærin Í kjölfar Neytendastofumálsins hætti Curly samstarfi sínu við stærstu fyrirtækin og hefur hann haldið sig til hlés á samfélagsmiðlum. Nú stendur hann á tímamótum og íhugar sín næstu skref. Hann er óhræddur við að prófa nýja hluti og er tilbúinn að stökkva á tækifærin þegar þau bjóðast. „Ég tengi svo lítið við fólk sem vill ekki byrja á hinu eða þessu af því það þorir ekki útaf einhverri gagnrýni. Ég á frænda sem býður mér að læka Facebook síðuna sína annan hvern dag af því hann er alltaf að búa til ný fyrirtæki. Sama hvað, þá á maður alltaf að prófa, því fyrir hvern ertu annars á lífi, ef þú þorir ekki að prófa að gera það sem þú vilt gera.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Lil Curly í heild sinni. Í þættinum ræðir hann meðal annars upphafið að TikTok ferlinum, Idol ævintýrið, DJ ferilinn og hvernig hann tæklar neikvæðni.
TikTok Samfélagsmiðlar Neytendur Jákastið Tengdar fréttir Siggi Hlö kenndi Valla að vera drullusama um hvað öðrum finnst „Ég er jákvæður og opinn. Ég er óhræddur við að reyna hluti sem ég hef ekki gert áður og mér er drullusama hvað öðrum finnst,“ segir Valgeir Magnússon, betur þekktur sem Valli Sport. 13. október 2022 13:30 Björgvin Franz í Chicago: „Þetta er eitthvað sem velur þig“ Leikarinn Björgvin Franz Gíslason leikur lögfræðinginn Billy Flynn í söngleiknum Chicago sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir í Samkomuhúsinu í janúar 2023. Björgvin Franz fetar þar með í fótspor Hollywood stjörnunnar Richard Gere sem lék hlutverkið eftirminnilega í kvikmyndinni sem kom út árið 2002. 5. september 2022 11:37 Byrjaði sem flöskustrákur á B5 en skemmtir nú fleiri milljónum manns út um allan heim Fleiri milljónir manns út um allan heim horfa á íslensku TikTok-stjörnuna Lil Curly. Fyrir nokkrum mánuðum flutti Curly til London þar sem hann hugðist stækka TikTok reikning sinn enn frekar. En London ævintýrið reyndist ekki vera það sem hann hafði séð fyrir sér og ákvað hann því að flytja aftur heim. Ekkert lát er þó á vinsældum Curly og bætast um fimm þúsund manns við fylgjendahóp hans á degi hverjum. 25. desember 2021 10:00 TikTok vinsælasta vefsíða ársins Samfélagsmiðillinn og myndbandaveitan TikTok tók nýverið fram úr leitarvélinni Google og er orðin vinsælasta vefsíða ársins. Miðillinn hefur náð gríðarlegum vinsældum á stuttum tíma. 25. desember 2021 14:27 Var alltaf feiminn í æsku Arnar Gauti Arnarsson er með sanni betur þekktur sem Lil Curly og hefur náð gríðarlegum fylgjendafjölda á samfélagsmiðlum á borð við TikTok og Instagram. Arnar Gauti var feiminn sem krakki en hefur með aldrinum sigrast á því með lífsmottóinu sínu. Hann er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 26. nóvember 2022 11:30 Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Sigríður Margrét orðin amma Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Sjá meira
Siggi Hlö kenndi Valla að vera drullusama um hvað öðrum finnst „Ég er jákvæður og opinn. Ég er óhræddur við að reyna hluti sem ég hef ekki gert áður og mér er drullusama hvað öðrum finnst,“ segir Valgeir Magnússon, betur þekktur sem Valli Sport. 13. október 2022 13:30
Björgvin Franz í Chicago: „Þetta er eitthvað sem velur þig“ Leikarinn Björgvin Franz Gíslason leikur lögfræðinginn Billy Flynn í söngleiknum Chicago sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir í Samkomuhúsinu í janúar 2023. Björgvin Franz fetar þar með í fótspor Hollywood stjörnunnar Richard Gere sem lék hlutverkið eftirminnilega í kvikmyndinni sem kom út árið 2002. 5. september 2022 11:37
Byrjaði sem flöskustrákur á B5 en skemmtir nú fleiri milljónum manns út um allan heim Fleiri milljónir manns út um allan heim horfa á íslensku TikTok-stjörnuna Lil Curly. Fyrir nokkrum mánuðum flutti Curly til London þar sem hann hugðist stækka TikTok reikning sinn enn frekar. En London ævintýrið reyndist ekki vera það sem hann hafði séð fyrir sér og ákvað hann því að flytja aftur heim. Ekkert lát er þó á vinsældum Curly og bætast um fimm þúsund manns við fylgjendahóp hans á degi hverjum. 25. desember 2021 10:00
TikTok vinsælasta vefsíða ársins Samfélagsmiðillinn og myndbandaveitan TikTok tók nýverið fram úr leitarvélinni Google og er orðin vinsælasta vefsíða ársins. Miðillinn hefur náð gríðarlegum vinsældum á stuttum tíma. 25. desember 2021 14:27
Var alltaf feiminn í æsku Arnar Gauti Arnarsson er með sanni betur þekktur sem Lil Curly og hefur náð gríðarlegum fylgjendafjölda á samfélagsmiðlum á borð við TikTok og Instagram. Arnar Gauti var feiminn sem krakki en hefur með aldrinum sigrast á því með lífsmottóinu sínu. Hann er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 26. nóvember 2022 11:30