Telur stjórnmálamenn misnota hugtakið „pólitísk ábyrgð“ Jakob Bjarnar skrifar 12. desember 2022 13:08 Þórhildur Sunna efnir til sérstakrar umræðu á hinu háa Alþingi um hugtakið pólitísk ábyrgð en hún segir stjórnmálamenn duglega við að teygja hugtök og toga svo henti þeirra eigin málstað og/eða til að verja mistök sín eða afglöp. vísir/vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er þeirrar skoðunar að stjórnmálamenn séu mjög duglegir að teygja hugtök og toga til að verja mistök sín og afglöp. Sérstök umræða verður á Alþingi síðdegis um hugtakið „pólitísk ábyrgð“ en málshefjandi er Þórhildur Sunna. Til andsvara er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Meðal spurninga sem eru undir eru eftirfarandi: Hvernig skilgreinir forsætisráðherra pólitíska ábyrgð? Hvernig telur forsætisráðherra að kjörnir fulltrúar axli pólitíska ábyrgð? Hvernig skilgreinir forsætisráðherra armslengd? Telur forsætisráðherra einhverja hagsmunaárekstra felast í því að vera stjórnvöldum, þ.m.t. öðrum ráðherrum, til ráðgjafar um túlkun siðareglna fyrir ráðherra skv. 1. mgr. 25. gr. laga um stjórnarráð Íslands? Nærtækt tilefni er málflutningur ríkisstjórnarinnar í tengslum við afar umdeilda sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Katrín og Lilja D. Alfreðsdóttir töldu Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hafa axlað pólitíska ábyrgð vegna málsins en margir veltu því fyrir sér hvað það þýddi? Vísir ræddi við Henry Alexander Henrysson, doktors í heimspeki, til að reyna að varpa ljósi á merkingu hugtaksins sem virðist fara á milli mála. Hann sagði svör þeirra Katrínar og Lilju óskiljanleg í ljósi merkingar hugtaksins. Þórhildur Sunna segir það rétt, nærtækt sé að líta til þess máls sem og reyndar ótal tilvika annarra: „Þar sem engin ábyrgð er tekin á hinum ýmsu pólitísku afglöpum.“ Pólitísk ábyrgð gengur út á að viðurkenna augljós mistök sín En hvernig skilgreinir þú merkingu þessa hugtaks sem virðist vefjast fyrir svo mörgum og notað bara svona eftir hentisemi? „Að gangast við ábyrgð á verkum sínum og viðurkenna mistök eða afglöp þegar þau eiga sér stað. Svo fer það eftir alvarleika máls og aðstæðum hvort tilefni sé til þess að ganga lengra, segja jafnvel af sér eða grípa til annarra aðgerða til þess að endurheimta traust. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun meðal annars svara spurningunni hvernig hún skilgreinir hugtakið pólitísk ábyrgð á þinginu á eftir.vísir/vilhelm Pólitísk ábyrgð er að láta ekki eigin hagsmuni standa í vegi fyrir því að opinber embætti og stofnanir njóti trausts í samfélaginu og geti starfað eðlilega.“ Og svo er það annar þáttur merkingar hugtaksins sem er sá, sem stjórnmálamenn í bobba vísa gjarnan til, að pólitíska ábyrgð beri þeir gagnvart kjósendum sínum í næstu kosningum? „Það er skilgreining sem Bjarni Benediktsson hefur verið duglegur að mála upp sem hina einu sönnu pólitíska ábyrgð. Hann hefur meira að segja gengið svo langt að telja fjölda atkvæða sér til tekna. Með þeirri skilgreiningu er litið algerlega framhjá því að Bjarni er ekki bara ráðherra kjósenda Sjálfstæðisflokksins heldur situr hann sem fjármálaráðherra alls landsins og hann ber ábyrgð gagnvart öllum kjósendum, ekki bara sínum eigin.“ Býst við útúrsnúningum en vonar það besta Finnst þér eins og stjórnmálamenn misnoti þetta hugtak, þá í því skálkaskjóli að merking þess er óljós eða fer á milli mála? „Mér finnst stjórnmálamenn mjög duglegir að teygja hugtök og toga svo það henti þeirra eigin málstað og til að verja mistök sín eða afglöp. Mér finnst til dæmis algerlega út úr kortinu að segja að Bjarni Benediktsson hafi axlað ábyrgð á bankasölumálinu með því að birta lista kaupenda eða með því að kalla eftir úttekt Ríkisendurskoðanda. Ef Bjarna væri raunverulega annt um að endurheimta traust hefði hann ekki gripið svona fram fyrir hendurnar á þinginu og leyft því að ráða hvernig athugun á hans embættisverkum færi fram,“ segir Þórhildur Sunna. Það var Þórhildur Sunna sem varpaði fram þeirri hugmynd í heitum umræðum á þinginu á sínum tíma að eina leiðin fær, vegna hinnar umdeildu bankasölu, væri að stofna sérstaka rannsóknarnefnd Alþingis sem færi í saumana á því hvernig staðið var að sölunni. En á Þórhildur Sunna von á fjörugum umræðum um þetta efni á þinginu? „Ég á von á nákvæmlega sömu útúrsnúningum og alltaf þegar pólitísk ábyrgð ber á góma en ég vonast samt auðvitað til þess að ég hafi rangt fyrir mér og að við getum átt hreinskilið og gott samtal um þetta mikilvæga málefni.“ Alþingi Salan á Íslandsbanka Íslensk tunga Tengdar fréttir „Við í ríkisstjórn og fjármálaráðherra höfum axlað pólitíska ábyrgð“ Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina og fjármálaráðherra þegar hafa axlað pólitíska ábyrgð vegna söluferils Íslandsbanka. Viðskiptaráðherra segir framkvæmd Bankasýslunnar á frekari einfaldri sölu, hafa mistekist. 15. nóvember 2022 18:42 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Sérstök umræða verður á Alþingi síðdegis um hugtakið „pólitísk ábyrgð“ en málshefjandi er Þórhildur Sunna. Til andsvara er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Meðal spurninga sem eru undir eru eftirfarandi: Hvernig skilgreinir forsætisráðherra pólitíska ábyrgð? Hvernig telur forsætisráðherra að kjörnir fulltrúar axli pólitíska ábyrgð? Hvernig skilgreinir forsætisráðherra armslengd? Telur forsætisráðherra einhverja hagsmunaárekstra felast í því að vera stjórnvöldum, þ.m.t. öðrum ráðherrum, til ráðgjafar um túlkun siðareglna fyrir ráðherra skv. 1. mgr. 25. gr. laga um stjórnarráð Íslands? Nærtækt tilefni er málflutningur ríkisstjórnarinnar í tengslum við afar umdeilda sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Katrín og Lilja D. Alfreðsdóttir töldu Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hafa axlað pólitíska ábyrgð vegna málsins en margir veltu því fyrir sér hvað það þýddi? Vísir ræddi við Henry Alexander Henrysson, doktors í heimspeki, til að reyna að varpa ljósi á merkingu hugtaksins sem virðist fara á milli mála. Hann sagði svör þeirra Katrínar og Lilju óskiljanleg í ljósi merkingar hugtaksins. Þórhildur Sunna segir það rétt, nærtækt sé að líta til þess máls sem og reyndar ótal tilvika annarra: „Þar sem engin ábyrgð er tekin á hinum ýmsu pólitísku afglöpum.“ Pólitísk ábyrgð gengur út á að viðurkenna augljós mistök sín En hvernig skilgreinir þú merkingu þessa hugtaks sem virðist vefjast fyrir svo mörgum og notað bara svona eftir hentisemi? „Að gangast við ábyrgð á verkum sínum og viðurkenna mistök eða afglöp þegar þau eiga sér stað. Svo fer það eftir alvarleika máls og aðstæðum hvort tilefni sé til þess að ganga lengra, segja jafnvel af sér eða grípa til annarra aðgerða til þess að endurheimta traust. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun meðal annars svara spurningunni hvernig hún skilgreinir hugtakið pólitísk ábyrgð á þinginu á eftir.vísir/vilhelm Pólitísk ábyrgð er að láta ekki eigin hagsmuni standa í vegi fyrir því að opinber embætti og stofnanir njóti trausts í samfélaginu og geti starfað eðlilega.“ Og svo er það annar þáttur merkingar hugtaksins sem er sá, sem stjórnmálamenn í bobba vísa gjarnan til, að pólitíska ábyrgð beri þeir gagnvart kjósendum sínum í næstu kosningum? „Það er skilgreining sem Bjarni Benediktsson hefur verið duglegur að mála upp sem hina einu sönnu pólitíska ábyrgð. Hann hefur meira að segja gengið svo langt að telja fjölda atkvæða sér til tekna. Með þeirri skilgreiningu er litið algerlega framhjá því að Bjarni er ekki bara ráðherra kjósenda Sjálfstæðisflokksins heldur situr hann sem fjármálaráðherra alls landsins og hann ber ábyrgð gagnvart öllum kjósendum, ekki bara sínum eigin.“ Býst við útúrsnúningum en vonar það besta Finnst þér eins og stjórnmálamenn misnoti þetta hugtak, þá í því skálkaskjóli að merking þess er óljós eða fer á milli mála? „Mér finnst stjórnmálamenn mjög duglegir að teygja hugtök og toga svo það henti þeirra eigin málstað og til að verja mistök sín eða afglöp. Mér finnst til dæmis algerlega út úr kortinu að segja að Bjarni Benediktsson hafi axlað ábyrgð á bankasölumálinu með því að birta lista kaupenda eða með því að kalla eftir úttekt Ríkisendurskoðanda. Ef Bjarna væri raunverulega annt um að endurheimta traust hefði hann ekki gripið svona fram fyrir hendurnar á þinginu og leyft því að ráða hvernig athugun á hans embættisverkum færi fram,“ segir Þórhildur Sunna. Það var Þórhildur Sunna sem varpaði fram þeirri hugmynd í heitum umræðum á þinginu á sínum tíma að eina leiðin fær, vegna hinnar umdeildu bankasölu, væri að stofna sérstaka rannsóknarnefnd Alþingis sem færi í saumana á því hvernig staðið var að sölunni. En á Þórhildur Sunna von á fjörugum umræðum um þetta efni á þinginu? „Ég á von á nákvæmlega sömu útúrsnúningum og alltaf þegar pólitísk ábyrgð ber á góma en ég vonast samt auðvitað til þess að ég hafi rangt fyrir mér og að við getum átt hreinskilið og gott samtal um þetta mikilvæga málefni.“
Alþingi Salan á Íslandsbanka Íslensk tunga Tengdar fréttir „Við í ríkisstjórn og fjármálaráðherra höfum axlað pólitíska ábyrgð“ Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina og fjármálaráðherra þegar hafa axlað pólitíska ábyrgð vegna söluferils Íslandsbanka. Viðskiptaráðherra segir framkvæmd Bankasýslunnar á frekari einfaldri sölu, hafa mistekist. 15. nóvember 2022 18:42 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Við í ríkisstjórn og fjármálaráðherra höfum axlað pólitíska ábyrgð“ Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina og fjármálaráðherra þegar hafa axlað pólitíska ábyrgð vegna söluferils Íslandsbanka. Viðskiptaráðherra segir framkvæmd Bankasýslunnar á frekari einfaldri sölu, hafa mistekist. 15. nóvember 2022 18:42