Ummæli Kára um Ferðamálaskóla Íslands ekki dæmd dauð og ómerk Atli Ísleifsson skrifar 12. desember 2022 08:05 Kári Jónasson leiðsögumaður er fyrrverandi fréttastjóri Ríkisútvarpsins og ritstjóri Fréttablaðsins. Vísir/Stefán Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms þar sem leiðsögumaðurinn Kári Jónasson er sýknaður í máli þar sem rekstraraðili Ferðamálaskóla Íslands fór fram á að ummæli sem Kári lét falla um skólann í sjónvarpsþætti árið 2016 yrðu dæmd dauð og ómerk. Kári, sem starfaði lengi í fjölmiðlum, lét ummælin um Ferðamálaskóla Íslands falla í sjónvarpsþættinum Ferðalag á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í nóvember 2016. Ummælin sem deilurnar stóðu um voru: „…okkur finnst dálítið skrítið af hverju getur þessi skóli ekki kennt samkvæmt námskrá menntamálaráðuneytisins“. Menntamiðstöðin, sem rekur Ferðamálaskóla Íslands, fór fram á að ummælin yrðu dæmd dauð og ómerk og að Kára yrði gert að greiða 2,5 milljónir króna í skaðabætur. Meðstjórnandi í Leiðsögn Kári var stjórnarmaður í Leiðsögn, félagi leiðsögumanna, á þeim tíma er hann lét orðin falla og þátturinn var sýndur. Þátturinn var kynntur með þeim hætti að ræða ætti leiðsogumenn og þá sérstaklega þá sem enga menntun hefði til að gegna leiðsögumennsku. Viðmælendurnir í þættinum voru tveir – Kári annars vegar og svo starfandi formaður Leiðsagnar. Gagnrýndu þeir að ekki væri búið að löggilda starfsheiti leiðsögumanna. Kári lét ummælin falla í kjölfar spurningar þáttastjórnanda um hvort að Ferðamálaskóli Íslands hefði hlotið viðurkenningu menntamálaráðuneytisins. „Nei, já, okkur hefur gengið illa að ná sambandi við forystumenn þess skóla en það getur verið að það séu margir hæfir og góðir menn sem að kenna þar og allt það en okkur sárnar það og okkur finnst dálítið skrítið af hverju getur þessi skóli ekki kennt samkvæmt námskrá menntamálaráðuneytisins,“ sagði Kári. Vítt svigrúm til tjáningar Í dómnum vísar Landsréttur til ákvæði stjórnarskrár um tjáningarfrelsi og Mannréttindasáttmála Evrópu. Landsréttur metur sem svo að ummælin sem krafist sé ómerkingar á hafi verið hluti af opinberri umræðu sem fram fór 2016, en á þeim tíma var talsvert fjallað um menntun leiðsögumanna og málefni þeim tengdum. „Þar sem um framlag til opinberrar þjóðfélagsumræðu um menntamál leiðsögumanna var að ræða verður að játa gagnáfrýjanda nokkuð vítt svigrúm til tjáningar. Þá ber að hafa í huga að ummælin beindust að atvinnufyrirtæki sem bauð almenningi þjónustu sína en ekki einstaklingi, en telja verður að slík fyrirtæki verði að þola meiri gagnrýni,“ segir í dómnum. Óumdeilt er í málinu að staðhæfing Kára um að Ferðamálaskóli Íslands hafi ekki kennt samkvæmt námskrá ráðuneytisins væri í sjálfu sér sönn.Vísir/Vilhelm Staðhæfingin í sjálfu sér sönn Áfram er rakið að í síðari hluta ummælanna hafi falist fullyrðing þess efnis að Ferðamálaskóli Íslands kenni ekki samkvæmt námskrá menntamálaráðuneytisins. „Óumdeilt er í málinu að sú staðhæfing er í sjálfu sér sönn. Aðaláfrýjandi byggir aftur á móti á því að ummælin hafi verið meiðandi þar sem með þeim hafi verið ýjað að því að Ferðamálaskóli Íslands bryti gegn opinberum reglum þótt engin slík námskrá hafi verið í gildi á þessum tíma. Engin námskrá var í gildi fyrir leiðsögunám þegar hin umdeildu ummæli voru viðhöfð, auk þess sem Ferðamálaskóli Íslands er einkaskóli sem er í sjálfsvald sett hvort hann leiti opinberrar staðfestingar á námsframboði sínu. Á hinn bóginn verður ekki annað ráðið af gögnum málsins en að aðrir skólar sem menntuðu leiðsögumenn hafi á þessum tíma almennt gert ríkari menntunarkröfur við inntöku í nám til leiðsögumanns og í þeim efnum í megindráttum fylgt hinni niðurfelldu námskrá menntamálaráðuneytisins frá 2004,“ segir í dómnum. Þessi munur var ástæða þess að nemendur frá Ferðamálaskóla Íslands hafi ekki fengið inngöngu í fagdeild Félags leiðsögumanna, sem stofnuð var stuttu eftir tilkomu skólans, og þáttur í hinni opinberu umræðu um menntunarmál leiðsögumanna sem fram fór á þeim tíma sem ummæli Kára voru sett fram. „Í því ljósi, og þrátt fyrir ónákvæmni í framsetningu ummæla gagnáfrýjanda um námskrá menntamálaráðuneytisins, verður að meta ummælin heildstætt sem gildisdóm sem átti sér næga stoð í staðreyndum og gaf til kynna andstöðu gagnáfrýjanda við að ekki væru gerðar meiri eða skýrari kröfur til þeirra sem útskrifuðust frá Ferðamálaskóla Íslands,“ segir í dómnum. Landsréttur mat það sem svo að hinn árýjaði dómur skyldi standa óraskaður, það er að sýkna skyldi Kára. Menntamiðstöðinni var jafnframt gert að greiða Kára tvær milljónir króna í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Dómsmál Tjáningarfrelsi Skóla - og menntamál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Kári, sem starfaði lengi í fjölmiðlum, lét ummælin um Ferðamálaskóla Íslands falla í sjónvarpsþættinum Ferðalag á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í nóvember 2016. Ummælin sem deilurnar stóðu um voru: „…okkur finnst dálítið skrítið af hverju getur þessi skóli ekki kennt samkvæmt námskrá menntamálaráðuneytisins“. Menntamiðstöðin, sem rekur Ferðamálaskóla Íslands, fór fram á að ummælin yrðu dæmd dauð og ómerk og að Kára yrði gert að greiða 2,5 milljónir króna í skaðabætur. Meðstjórnandi í Leiðsögn Kári var stjórnarmaður í Leiðsögn, félagi leiðsögumanna, á þeim tíma er hann lét orðin falla og þátturinn var sýndur. Þátturinn var kynntur með þeim hætti að ræða ætti leiðsogumenn og þá sérstaklega þá sem enga menntun hefði til að gegna leiðsögumennsku. Viðmælendurnir í þættinum voru tveir – Kári annars vegar og svo starfandi formaður Leiðsagnar. Gagnrýndu þeir að ekki væri búið að löggilda starfsheiti leiðsögumanna. Kári lét ummælin falla í kjölfar spurningar þáttastjórnanda um hvort að Ferðamálaskóli Íslands hefði hlotið viðurkenningu menntamálaráðuneytisins. „Nei, já, okkur hefur gengið illa að ná sambandi við forystumenn þess skóla en það getur verið að það séu margir hæfir og góðir menn sem að kenna þar og allt það en okkur sárnar það og okkur finnst dálítið skrítið af hverju getur þessi skóli ekki kennt samkvæmt námskrá menntamálaráðuneytisins,“ sagði Kári. Vítt svigrúm til tjáningar Í dómnum vísar Landsréttur til ákvæði stjórnarskrár um tjáningarfrelsi og Mannréttindasáttmála Evrópu. Landsréttur metur sem svo að ummælin sem krafist sé ómerkingar á hafi verið hluti af opinberri umræðu sem fram fór 2016, en á þeim tíma var talsvert fjallað um menntun leiðsögumanna og málefni þeim tengdum. „Þar sem um framlag til opinberrar þjóðfélagsumræðu um menntamál leiðsögumanna var að ræða verður að játa gagnáfrýjanda nokkuð vítt svigrúm til tjáningar. Þá ber að hafa í huga að ummælin beindust að atvinnufyrirtæki sem bauð almenningi þjónustu sína en ekki einstaklingi, en telja verður að slík fyrirtæki verði að þola meiri gagnrýni,“ segir í dómnum. Óumdeilt er í málinu að staðhæfing Kára um að Ferðamálaskóli Íslands hafi ekki kennt samkvæmt námskrá ráðuneytisins væri í sjálfu sér sönn.Vísir/Vilhelm Staðhæfingin í sjálfu sér sönn Áfram er rakið að í síðari hluta ummælanna hafi falist fullyrðing þess efnis að Ferðamálaskóli Íslands kenni ekki samkvæmt námskrá menntamálaráðuneytisins. „Óumdeilt er í málinu að sú staðhæfing er í sjálfu sér sönn. Aðaláfrýjandi byggir aftur á móti á því að ummælin hafi verið meiðandi þar sem með þeim hafi verið ýjað að því að Ferðamálaskóli Íslands bryti gegn opinberum reglum þótt engin slík námskrá hafi verið í gildi á þessum tíma. Engin námskrá var í gildi fyrir leiðsögunám þegar hin umdeildu ummæli voru viðhöfð, auk þess sem Ferðamálaskóli Íslands er einkaskóli sem er í sjálfsvald sett hvort hann leiti opinberrar staðfestingar á námsframboði sínu. Á hinn bóginn verður ekki annað ráðið af gögnum málsins en að aðrir skólar sem menntuðu leiðsögumenn hafi á þessum tíma almennt gert ríkari menntunarkröfur við inntöku í nám til leiðsögumanns og í þeim efnum í megindráttum fylgt hinni niðurfelldu námskrá menntamálaráðuneytisins frá 2004,“ segir í dómnum. Þessi munur var ástæða þess að nemendur frá Ferðamálaskóla Íslands hafi ekki fengið inngöngu í fagdeild Félags leiðsögumanna, sem stofnuð var stuttu eftir tilkomu skólans, og þáttur í hinni opinberu umræðu um menntunarmál leiðsögumanna sem fram fór á þeim tíma sem ummæli Kára voru sett fram. „Í því ljósi, og þrátt fyrir ónákvæmni í framsetningu ummæla gagnáfrýjanda um námskrá menntamálaráðuneytisins, verður að meta ummælin heildstætt sem gildisdóm sem átti sér næga stoð í staðreyndum og gaf til kynna andstöðu gagnáfrýjanda við að ekki væru gerðar meiri eða skýrari kröfur til þeirra sem útskrifuðust frá Ferðamálaskóla Íslands,“ segir í dómnum. Landsréttur mat það sem svo að hinn árýjaði dómur skyldi standa óraskaður, það er að sýkna skyldi Kára. Menntamiðstöðinni var jafnframt gert að greiða Kára tvær milljónir króna í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti.
Dómsmál Tjáningarfrelsi Skóla - og menntamál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent