Ógiftir mega enn njóta ásta á Balí Kjartan Kjartansson skrifar 12. desember 2022 07:36 Erlendir ferðamenn eru helsta tekjulind eyjaskeggja á Balí. Ríkisstjóri eyjarinnar vill fullvissa ógifta ferðamenn um að þeir verði ekki sóttir til saka fyrir að deila sæng þar. Vísir/EPA Ríkisstjóri indónesísku eyjarinnar Balí fullyrðir að nýsamþykkt lög sem banna kynlíf utan hjónabands muni ekki hafa áhrif á erlenda ferðamenn þar. Eyjan á allt sitt undir ferðaþjónustu en áhyggjuraddir hafa heyrst um að lögin gætu fælt frá ferðamenn. Indónesíska þingið samþykkti breytingar á hegningarlögum sem gera það bæði refsivert að stunda kynlíf utan hjónabands og banna ógiftu fólki að búa saman í síðustu viku. Þingmenn sögðu breytingarnar mikilvægar til að standa vörð um „indónesísk gildi“. Wayan Koster, ríkisstjóri Balí, lýsti því yfir í gær að þeir sem heimsækja eða búa á Balí þurfi ekki að hafa áhyggjur af nýju lögunum. Þau taki ekki gildi fyrr en eftir þrjú ár en auk þess verði fólk aðeins sótt til saka á grundvelli kvartana frá foreldrum, maka eða barni. Reyndi hann að fullvissa erlenda ferðalanga um að hjúskaparstaða fólks yrði ekki könnuð sérstaklega við innritun á hótelum, íbúðum, gistihúsum eða heilsulindum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sagði Koster ekkert hæft í fréttum um afbókanir á ferðum og hótelgistingu á eyjunni eftir að lögin voru samþykkt. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst áhyggjur af því að nýju hegningarlögin ógni borgararéttindum fólks. Lögin leggja einnig bann við því að móðga forseta landsins, þjóðfánann og ríkisstofnanir. Indónesía Kynlíf Ferðalög Trúmál Tengdar fréttir Kynlíf utan hjónabands bannað í Indónesíu Þingið í Indónesíu samþykkti í morgun breytingar á hegningarlögum á þann veg að allt kynlíf utan hjónabands hefur verið gert ólöglegt í landinu og gætu slík brot varðað allt að árs fangelsi. 6. desember 2022 07:32 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Indónesíska þingið samþykkti breytingar á hegningarlögum sem gera það bæði refsivert að stunda kynlíf utan hjónabands og banna ógiftu fólki að búa saman í síðustu viku. Þingmenn sögðu breytingarnar mikilvægar til að standa vörð um „indónesísk gildi“. Wayan Koster, ríkisstjóri Balí, lýsti því yfir í gær að þeir sem heimsækja eða búa á Balí þurfi ekki að hafa áhyggjur af nýju lögunum. Þau taki ekki gildi fyrr en eftir þrjú ár en auk þess verði fólk aðeins sótt til saka á grundvelli kvartana frá foreldrum, maka eða barni. Reyndi hann að fullvissa erlenda ferðalanga um að hjúskaparstaða fólks yrði ekki könnuð sérstaklega við innritun á hótelum, íbúðum, gistihúsum eða heilsulindum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sagði Koster ekkert hæft í fréttum um afbókanir á ferðum og hótelgistingu á eyjunni eftir að lögin voru samþykkt. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst áhyggjur af því að nýju hegningarlögin ógni borgararéttindum fólks. Lögin leggja einnig bann við því að móðga forseta landsins, þjóðfánann og ríkisstofnanir.
Indónesía Kynlíf Ferðalög Trúmál Tengdar fréttir Kynlíf utan hjónabands bannað í Indónesíu Þingið í Indónesíu samþykkti í morgun breytingar á hegningarlögum á þann veg að allt kynlíf utan hjónabands hefur verið gert ólöglegt í landinu og gætu slík brot varðað allt að árs fangelsi. 6. desember 2022 07:32 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Kynlíf utan hjónabands bannað í Indónesíu Þingið í Indónesíu samþykkti í morgun breytingar á hegningarlögum á þann veg að allt kynlíf utan hjónabands hefur verið gert ólöglegt í landinu og gætu slík brot varðað allt að árs fangelsi. 6. desember 2022 07:32