Innlent

Reynt til þrautar að ná samningum í dag

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og forseti ASÍ.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og forseti ASÍ. Vísir/Vilhelm

Kjaraviðræður aðila vinnumarkaðarins halda áfram í dag en boðaður var fundur hjá Ríkissáttasemjara núna klukkan 10:00.

Í gær var fundað fram á kvöld í kjaradeilu Samtaka Atvinnulífsins og VR, LÍV og samfloti iðn- og tæknifólks. Samkvæmt heimildum fréttastofu er lítill gangur í viðræðunum sem hafa gengið löturhægt til þessa . Reynt verður til þrautar að ná samningum í dag og má segja að upp sé runnin úrslitastund í deilunni. Í gær ræddi forystufólk ríkisstjórnarinnar meðal annars við forsvarsmenn þeirra félaga sem eiga aðild að viðræðunum.

Deiluaðilar voru ekki til viðtals í gærkvöldi að beiðni Aðalsteins Leifssonar, Ríkissáttasemjara, sem sagði vissulega vera farið að bera á óþolinmæði í viðræðunum.  Hann telji þó að enn sé von til þess að viðsemjendur komist að niðurstöðu og fundurinn í dag verði góður.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×