Af betri borg fyrir börn Árni Guðmundsson skrifar 10. desember 2022 14:00 „Þessar tillögur bera það með sér að við verndum framlínuþjónustuna, svo sem skóla- og velferðarmál og málefni þeirra sem höllustum fæti standa,“ sagði formaður borgarráðs í kvöldfréttum sjónvarps 30. nóvember um fjárhagsáætlun borgarinnar … og skar svo niður opnun félagsmiðstöðva fyrir unglinga um 16%, ásamt félögum sínum í borgarstjórn? Hvort vanþekking á mikilvægi félagsmiðstöðva eða viðhorf ráði för skal hér ósagt látið. Raunin er hins vegar sú að í verki er starfsemi félagsmiðstöðva í Reykjavík til fyrirmyndar. Markvisst starf sem byggir á góðri starfsskrá (sambærilegt plagg og námsskrár skólakerfisins) og hæfu starfstarfsfólki. Lykilatrið í starfsemi félagmiðstöðvanna er sjálfsefling ungmenna, virk þátttaka þeirra, reynslunám, lýðræðisleg vinnubrögð og mannréttindi. Í félagmiðstöðunum er hugað sérstaklega að því að virkja einstaklinga, ekki síst þá sem þurfa sérstaka hvatningu. Með markvissri starfsemi félagsmiðstöðva lágmarkar samfélagið áhættuþætti í umhverfi ungmenna. Starfið er forvarnarstarf í sinni tærustu mynd. Mikilvægt framlag félagsmiðstöðvanna í unglingamenningu hvers tíma verður aldrei metin til fjár og sú jákvæða ímynd sem gott félagsmiðstöðvarstarf gefur í nær samfélaginu (og reyndar samfélaginu öllu) gerir góð hverfi enn betri. Allar kannanir varðandi félagsmiðstöðvastarfið koma vel út, félagmiðstöðvar borgarinnar eru afar vel sóttar og hlutfall ungmenna sem þær sækja með því hæsta sem mælist. Samkvæmt niðurstöðum Rannsóknar og greiningar árið 2021 þá sækja rúmlega 50% ungmenna félagsmiðstöðvar reglulega. Rúmlega 95% + þeirra eru ánægð með félagsmiðstöðina, finnst þau hafa áhrif, fái tækifærir til þess að koma hugmyndum sínum á framfæri og framkvæma í félagmiðstöðinni. Þeim finnst starfsfólk veita þeim athygli og eru ánægð með aðbúnað og umhverfi. Ég hef víða farið og tekið þátt í mörgum alþjóðlegum rannsóknum á sviði æskulýðsmála. Ég hef hvergi séð eins góðar niðurstöður og hér er um ræðir. Það er engin tilviljun að einstakir starfþættir eins og Hinseigin félagsmiðstöðin hafi hlotið viðurkenningu Norrænu ráðherranefndarinnar á síðasta ári sem fyrirmyndarverkefni. Í gegnum covid faraldurinn mæddi mikið á félagsmiðstöðvum sem með öllum hugsanlegum ráðum og leiðum héldu starfseminni gangandi. Sú félagslega festa sem félagsstarfið skapar er mikilvægur þáttur í þroska og tilveru ungmenna. Eftir faraldurinn eru margar áskoranir. Langvarandi félagsleg einangrun hefur neikvæðar afleiðingar. Fyrir þessu finnur starfsfólk félagsmiðstöðvanna og í þessum ranni er verka að vinna. Auk þess er ýmislegt í umhverfi ungmenna um þessar mundir sem þarf meiri athygli. Aukið ofbeldi og óæskilegar hópamyndanir unglinga eru dæmi málefni sem taka þarf á. Í ný samþykktir fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar var með séraukatillögum samþykkt að skerða þjónustu félagasmiðstöðva um rúmar10 milljónir. Tillagan kynnt sem stytting opnunartíma um 15 mínútur. Að sögn til þess að koma til móts við útivistartíma, sem mér vitanlega hefur hvergi komið fram ósk um. 10 milljónir eru ekki miklir peningar í stóra samhenginu, en í litla samhenginu þ.e. fjárveitinga til félagsmiðstöðva eru þetta miklir peningar. Í verki þýðir þetta þjónustuskerðingu upp á 16% í unglingastarfinu. Ef dæmi er tekið um þá ágætu félagsmiðstöð Sigyn í Rimaskóla í Grafarvoginum þá er opnun fyrir 13-15 ára unglinga eftirfarandi; mánudagar kl. 19:30-22:00; miðvikudagar kl. 19:30-22:00 og föstudagar kl. 19:30-22:30. Samtals 8 klukkustundir á viku en verður með þessum „sparnaði“ borgarstjórnar einungis 6:45 klukkustundir sem er niðurskurður um 16%. Ef litið er til starfsemi fyrir yngri aldurhópa 10- 12 ára sem ekki skerðist þá er samt sem áður um tæplega 10% niðurskurð á þjónustu þessarar ágætu félagsmiðstöðvar að ræða. Það er ekki bara það að þetta sé bæði vont og rangt. Að taka félagsmiðstöðvarnar sérstaklega út fyrir sviga og skera niður umfram annað eru ömurleg skilaboð, sérstaklega til Reykvískra ungmenna og ekki síður til alls þess starfsfólks sem staðið hefur vaktina með sóma, sinnt starfi sínu af kostgæfni, mikilli fagmennsku við afar kerfjandi aðstæður. En í verki við afar lítinn skilning borgarstjórnar eins og þessi niðurskurður sýnir okkur svo dapurlega. Raunin er sú að opnunartími félagmiðstöðva er nú þegar of skammur og ætti að sjálfsögðu að vera mun lengri og víðtækari. Það er t.d. umhugsunarvert að leitarstarfi (útdeild) sé ekki starfrækt í tengslum við félagsmiðstöðvarnar? Þessar breytingar eru frá öllum sjónarhornum afar illa ígrundaðar. Reykvískir unglingar hverfa ekki kl 21:45 eins og excelskjöl borgarinnar virðast gera ráð fyrir, þau skunda heldur ekki beint heim, þau fara bara annað og oft þangað sem við viljum ekki að þau fari. Þetta er dapurt Hér er svo sannarlega rými til framfara. Ég skora eindregið á borgaryfirvöld að hætta við þessi áform. Spillum ekki því sem vel er gert. Gerum Reykjavík að betri borg fyrir börn. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur og starfar á tómstunda- og félagsmálafræðibraut Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
„Þessar tillögur bera það með sér að við verndum framlínuþjónustuna, svo sem skóla- og velferðarmál og málefni þeirra sem höllustum fæti standa,“ sagði formaður borgarráðs í kvöldfréttum sjónvarps 30. nóvember um fjárhagsáætlun borgarinnar … og skar svo niður opnun félagsmiðstöðva fyrir unglinga um 16%, ásamt félögum sínum í borgarstjórn? Hvort vanþekking á mikilvægi félagsmiðstöðva eða viðhorf ráði för skal hér ósagt látið. Raunin er hins vegar sú að í verki er starfsemi félagsmiðstöðva í Reykjavík til fyrirmyndar. Markvisst starf sem byggir á góðri starfsskrá (sambærilegt plagg og námsskrár skólakerfisins) og hæfu starfstarfsfólki. Lykilatrið í starfsemi félagmiðstöðvanna er sjálfsefling ungmenna, virk þátttaka þeirra, reynslunám, lýðræðisleg vinnubrögð og mannréttindi. Í félagmiðstöðunum er hugað sérstaklega að því að virkja einstaklinga, ekki síst þá sem þurfa sérstaka hvatningu. Með markvissri starfsemi félagsmiðstöðva lágmarkar samfélagið áhættuþætti í umhverfi ungmenna. Starfið er forvarnarstarf í sinni tærustu mynd. Mikilvægt framlag félagsmiðstöðvanna í unglingamenningu hvers tíma verður aldrei metin til fjár og sú jákvæða ímynd sem gott félagsmiðstöðvarstarf gefur í nær samfélaginu (og reyndar samfélaginu öllu) gerir góð hverfi enn betri. Allar kannanir varðandi félagsmiðstöðvastarfið koma vel út, félagmiðstöðvar borgarinnar eru afar vel sóttar og hlutfall ungmenna sem þær sækja með því hæsta sem mælist. Samkvæmt niðurstöðum Rannsóknar og greiningar árið 2021 þá sækja rúmlega 50% ungmenna félagsmiðstöðvar reglulega. Rúmlega 95% + þeirra eru ánægð með félagsmiðstöðina, finnst þau hafa áhrif, fái tækifærir til þess að koma hugmyndum sínum á framfæri og framkvæma í félagmiðstöðinni. Þeim finnst starfsfólk veita þeim athygli og eru ánægð með aðbúnað og umhverfi. Ég hef víða farið og tekið þátt í mörgum alþjóðlegum rannsóknum á sviði æskulýðsmála. Ég hef hvergi séð eins góðar niðurstöður og hér er um ræðir. Það er engin tilviljun að einstakir starfþættir eins og Hinseigin félagsmiðstöðin hafi hlotið viðurkenningu Norrænu ráðherranefndarinnar á síðasta ári sem fyrirmyndarverkefni. Í gegnum covid faraldurinn mæddi mikið á félagsmiðstöðvum sem með öllum hugsanlegum ráðum og leiðum héldu starfseminni gangandi. Sú félagslega festa sem félagsstarfið skapar er mikilvægur þáttur í þroska og tilveru ungmenna. Eftir faraldurinn eru margar áskoranir. Langvarandi félagsleg einangrun hefur neikvæðar afleiðingar. Fyrir þessu finnur starfsfólk félagsmiðstöðvanna og í þessum ranni er verka að vinna. Auk þess er ýmislegt í umhverfi ungmenna um þessar mundir sem þarf meiri athygli. Aukið ofbeldi og óæskilegar hópamyndanir unglinga eru dæmi málefni sem taka þarf á. Í ný samþykktir fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar var með séraukatillögum samþykkt að skerða þjónustu félagasmiðstöðva um rúmar10 milljónir. Tillagan kynnt sem stytting opnunartíma um 15 mínútur. Að sögn til þess að koma til móts við útivistartíma, sem mér vitanlega hefur hvergi komið fram ósk um. 10 milljónir eru ekki miklir peningar í stóra samhenginu, en í litla samhenginu þ.e. fjárveitinga til félagsmiðstöðva eru þetta miklir peningar. Í verki þýðir þetta þjónustuskerðingu upp á 16% í unglingastarfinu. Ef dæmi er tekið um þá ágætu félagsmiðstöð Sigyn í Rimaskóla í Grafarvoginum þá er opnun fyrir 13-15 ára unglinga eftirfarandi; mánudagar kl. 19:30-22:00; miðvikudagar kl. 19:30-22:00 og föstudagar kl. 19:30-22:30. Samtals 8 klukkustundir á viku en verður með þessum „sparnaði“ borgarstjórnar einungis 6:45 klukkustundir sem er niðurskurður um 16%. Ef litið er til starfsemi fyrir yngri aldurhópa 10- 12 ára sem ekki skerðist þá er samt sem áður um tæplega 10% niðurskurð á þjónustu þessarar ágætu félagsmiðstöðvar að ræða. Það er ekki bara það að þetta sé bæði vont og rangt. Að taka félagsmiðstöðvarnar sérstaklega út fyrir sviga og skera niður umfram annað eru ömurleg skilaboð, sérstaklega til Reykvískra ungmenna og ekki síður til alls þess starfsfólks sem staðið hefur vaktina með sóma, sinnt starfi sínu af kostgæfni, mikilli fagmennsku við afar kerfjandi aðstæður. En í verki við afar lítinn skilning borgarstjórnar eins og þessi niðurskurður sýnir okkur svo dapurlega. Raunin er sú að opnunartími félagmiðstöðva er nú þegar of skammur og ætti að sjálfsögðu að vera mun lengri og víðtækari. Það er t.d. umhugsunarvert að leitarstarfi (útdeild) sé ekki starfrækt í tengslum við félagsmiðstöðvarnar? Þessar breytingar eru frá öllum sjónarhornum afar illa ígrundaðar. Reykvískir unglingar hverfa ekki kl 21:45 eins og excelskjöl borgarinnar virðast gera ráð fyrir, þau skunda heldur ekki beint heim, þau fara bara annað og oft þangað sem við viljum ekki að þau fari. Þetta er dapurt Hér er svo sannarlega rými til framfara. Ég skora eindregið á borgaryfirvöld að hætta við þessi áform. Spillum ekki því sem vel er gert. Gerum Reykjavík að betri borg fyrir börn. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur og starfar á tómstunda- og félagsmálafræðibraut Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar