Svartsýnni nú en fyrir helgi Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 10. desember 2022 12:10 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Vilhelm Formaður VR segir enn svartsýnni á árangur í kjaraviðræðum í dag en hann var í gær. Viðræður virðast hreinlega ekkert þokast. Samflot VR og iðnaðarmanna fundar nú áfram með samtökum atvinnulífsins, fundur stóð fram eftir kvöldi í gær, en helgin mun ráða úrslitum um það hvort skammtímasamningur sé mögulegur. Fundarhöld halda áfram í karphúsinu í dag og hófst fundurinn núna klukkan ellefu þegar VR og samflot iðn- og tæknifólks mættu til áframhaldandi viðræðna við samtök atvinnulífsins. Fréttastofa náði tali af Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR nú í morgun. Hann segist ekki endilega búast við miklum árangri í dag. „Ég myndi segja að ég væri töluvert svartsýnni en í gær. Við virðumst ekkert komast áfram í þessu. Einhver mál sem mjakast eitthvað áfram en önnur aftur og við einhvern veginn endum alltaf í sama farinu svo ég er frekar svartsýnni heldur en hitt. Þó svo ég hafi farið inn í þetta nokkuð hlutlaus.“ Starfsgreinasambandið samdi við SA um síðustu helgi og hafa þeir samningar verið gagnrýndir af öðrum verkalýðsfélögum. „Það er alveg ljóst að samningarnir sem er búið að undirrita eru að trufla okkar vinnu það er ekkert hægt að segja annað. Þeir trufla mig persónulega ekki en þeir virðast gera það já, trufla Samtök atvinnulífsins í þessari vinnu.“ Ef skammtímasamningar nást ekki um helgina eru allar líkur á því að sú lausn sé útaf borðinu. „Við erum að gera atlögu að þessu núna en ef það nær ekki saman að þa augljóslega þurfum við að hugsa þetta út frá öðrum vinkli og það er þá langtímasamning sem við förum að hugsa útfrá og munum nálgast vinnuna þannig. Aðspurður segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri samtaka atvinnulífsins, hlutina vera að þokast áfram. „Það gerði það, en það er hins vegar talsvert eftir enn þá og við þurfum að nýta þessa helgi vel ef þetta á að nást.“ En hvað með daginn í dag? „Ég held að dagurinn í dag snúist um að við verðum ráðagóð á raunastund“, sagði Halldór Benjamín í samtali við fréttastofu nú fyrir skömmu. Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Sjá meira
Fundarhöld halda áfram í karphúsinu í dag og hófst fundurinn núna klukkan ellefu þegar VR og samflot iðn- og tæknifólks mættu til áframhaldandi viðræðna við samtök atvinnulífsins. Fréttastofa náði tali af Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR nú í morgun. Hann segist ekki endilega búast við miklum árangri í dag. „Ég myndi segja að ég væri töluvert svartsýnni en í gær. Við virðumst ekkert komast áfram í þessu. Einhver mál sem mjakast eitthvað áfram en önnur aftur og við einhvern veginn endum alltaf í sama farinu svo ég er frekar svartsýnni heldur en hitt. Þó svo ég hafi farið inn í þetta nokkuð hlutlaus.“ Starfsgreinasambandið samdi við SA um síðustu helgi og hafa þeir samningar verið gagnrýndir af öðrum verkalýðsfélögum. „Það er alveg ljóst að samningarnir sem er búið að undirrita eru að trufla okkar vinnu það er ekkert hægt að segja annað. Þeir trufla mig persónulega ekki en þeir virðast gera það já, trufla Samtök atvinnulífsins í þessari vinnu.“ Ef skammtímasamningar nást ekki um helgina eru allar líkur á því að sú lausn sé útaf borðinu. „Við erum að gera atlögu að þessu núna en ef það nær ekki saman að þa augljóslega þurfum við að hugsa þetta út frá öðrum vinkli og það er þá langtímasamning sem við förum að hugsa útfrá og munum nálgast vinnuna þannig. Aðspurður segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri samtaka atvinnulífsins, hlutina vera að þokast áfram. „Það gerði það, en það er hins vegar talsvert eftir enn þá og við þurfum að nýta þessa helgi vel ef þetta á að nást.“ En hvað með daginn í dag? „Ég held að dagurinn í dag snúist um að við verðum ráðagóð á raunastund“, sagði Halldór Benjamín í samtali við fréttastofu nú fyrir skömmu.
Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Sjá meira