Furious og félagar nálgast toppliðin Snorri Rafn Hallsson skrifar 9. desember 2022 15:01 Ármann og Breiðablik mæltu sér í gærkvöldi mót við kjarnorkuverið í Nuke og byrjaði Breiðablik í vörn eftir þrefalda fellur frá Furious í hnífalotunni. Skammbyssulotan féll einnig í skaut Breiðabliks en Ármann komst svo yfir 3–1 þar sem Vargur lét deigluna syngja og liðinu tókst að sprengja sprengjurnar á svæði B. Liðin skiptust svo á lotum en Breiðablik skellti í lás í stöðunni 4–3 og vann allar loturnar sem eftir voru í fyrri hálfleik nema þá síðustu eða samtals 8 lotur í röð. Furious, Viruz og Sax áttu allir mikilvægar fellur á ögurstundu. Breiðablik lék óttalausan og árasargjarnan leik sem hélt aftur af öllum aðgerðum Ármanns og fækkaði leikmönnum snemma í lotunum. Staðan í hálfleik: Breiðablik 10 – 5 Ármann Ármann byrjaði síðari hálfleikinn vel og náði að aftengja sprengjurnar í fyrstu tveimur lotunum en Breiðablik tókst að gera þá blanka og halda þar með uppi pressu sem Ármann réði ekki við. Leikmenn Breiðabliks héldu hópinn þétt og framkvæmdu baneitraðar aðgerðir sem stilltu Ármanni upp við vegg. Meðbyrinn jókst því sem á leið á leikinn og Furious og Sax innsigluðu sigurinn í 23. lotu. Lokastaða: Breiðablik 16 – 7 Ármann Með sigrinum stökk Breiðablik upp um tvö sæti í deildinni og stal því fimmta af Ármanni. Næstu leikir liðanna: Ármann – Dusty, þriðjudaginn 3/1, klukkan 20:30 Breiðablik – Viðstöðu, fimmtudaginn 5/1, klukkan 21:30 Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Breiðablik Ármann Tengdar fréttir B0ndi 30-bombaði og gott betur gegn Breiðabliki 10. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO lauk á viðureign Dusty og Breiðabliks í Inferno. 2. desember 2022 16:00 Allee lék á als oddi í Anubis Ármann mætti Viðstöðu í fyrsta Anubis leik tímabilsins. 2. desember 2022 15:01
Ármann og Breiðablik mæltu sér í gærkvöldi mót við kjarnorkuverið í Nuke og byrjaði Breiðablik í vörn eftir þrefalda fellur frá Furious í hnífalotunni. Skammbyssulotan féll einnig í skaut Breiðabliks en Ármann komst svo yfir 3–1 þar sem Vargur lét deigluna syngja og liðinu tókst að sprengja sprengjurnar á svæði B. Liðin skiptust svo á lotum en Breiðablik skellti í lás í stöðunni 4–3 og vann allar loturnar sem eftir voru í fyrri hálfleik nema þá síðustu eða samtals 8 lotur í röð. Furious, Viruz og Sax áttu allir mikilvægar fellur á ögurstundu. Breiðablik lék óttalausan og árasargjarnan leik sem hélt aftur af öllum aðgerðum Ármanns og fækkaði leikmönnum snemma í lotunum. Staðan í hálfleik: Breiðablik 10 – 5 Ármann Ármann byrjaði síðari hálfleikinn vel og náði að aftengja sprengjurnar í fyrstu tveimur lotunum en Breiðablik tókst að gera þá blanka og halda þar með uppi pressu sem Ármann réði ekki við. Leikmenn Breiðabliks héldu hópinn þétt og framkvæmdu baneitraðar aðgerðir sem stilltu Ármanni upp við vegg. Meðbyrinn jókst því sem á leið á leikinn og Furious og Sax innsigluðu sigurinn í 23. lotu. Lokastaða: Breiðablik 16 – 7 Ármann Með sigrinum stökk Breiðablik upp um tvö sæti í deildinni og stal því fimmta af Ármanni. Næstu leikir liðanna: Ármann – Dusty, þriðjudaginn 3/1, klukkan 20:30 Breiðablik – Viðstöðu, fimmtudaginn 5/1, klukkan 21:30 Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Breiðablik Ármann Tengdar fréttir B0ndi 30-bombaði og gott betur gegn Breiðabliki 10. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO lauk á viðureign Dusty og Breiðabliks í Inferno. 2. desember 2022 16:00 Allee lék á als oddi í Anubis Ármann mætti Viðstöðu í fyrsta Anubis leik tímabilsins. 2. desember 2022 15:01
B0ndi 30-bombaði og gott betur gegn Breiðabliki 10. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO lauk á viðureign Dusty og Breiðabliks í Inferno. 2. desember 2022 16:00
Allee lék á als oddi í Anubis Ármann mætti Viðstöðu í fyrsta Anubis leik tímabilsins. 2. desember 2022 15:01
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti