Aðilar sem semji við SA þurfi að geta treyst því að línan haldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. desember 2022 10:56 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Vísir/Vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að eftir eigi að útkljá mörg mál á fundi með samfloti iðn-og tæknifólks, VR og LÍV. „Ég held að hljóðið sé bara ágætt. Fallegur dagur, heiðskýrt í nótt. Það viðrar vel til kjarasamningsgerðar í dag,“ segir Halldór Benjamín. „Ég er almennt frekar bjartsýnn maður en raunsær á sama tíma. Það eru mörg mál sem á eftir að útkljá. Klukkan er bara rétt rúmlega tíu að morgni svo við höfum tímann fyrir okkur í dag.“ Aðspurður hvað beri á milli samningsaðila, þá segir Halldór það margþætt. „Ég kýs að líta ekki á þetta sem deilu heldur verkefni sem við erum að vinna úr. Það hefur gengið vel hérna undanfarna daga. Mörg atriði sem við höfum náð að strika út af listanum. Eftir stendur að við þurfum að ná saman um stóra liði hér í dag. Hver veit nema það takist?“ SA samdi við Starfsgreinasambandið um kjarasamning á dögunum. „Ég hef tjáð mig um það á mörgum stöðum að þeir kjarasamningar sem SA gera eru stefnumarkandi í eðli sínu. Við semjum við 130 til 140 aðila. Þeir aðilar sem gera kjarasamning við okkur verða að geta treyst því að sú lína sem við mörkum, að hún haldi.“ Sú hefð hefur haldið svo árum og áratugum skiptir. Væri til að komast heim til fjölskyldu og barna „Ef við eigum að læra af reynslunni getum við ekki útilokað það á þessum tímapunkti. En í aðdraganda jóla held ég að margir væru til í að geta verið heima með fjölskyldu og börnum.“ Hann hefur enga sérstaka skoðun á deilum í verkalýðshreyfingunni. „Fólk sem er hér er að vinna af heilum hug. Okkur hefur reynst samstarf við það fólk gott. Ég ætla að treysta því að dagurinn muni bera þess merki.“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir tímann vera að hlaupa frá samningsaðilum. Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Fleiri fréttir „Lausa skrúfan“seld á Akureyri Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Sjá meira
„Ég held að hljóðið sé bara ágætt. Fallegur dagur, heiðskýrt í nótt. Það viðrar vel til kjarasamningsgerðar í dag,“ segir Halldór Benjamín. „Ég er almennt frekar bjartsýnn maður en raunsær á sama tíma. Það eru mörg mál sem á eftir að útkljá. Klukkan er bara rétt rúmlega tíu að morgni svo við höfum tímann fyrir okkur í dag.“ Aðspurður hvað beri á milli samningsaðila, þá segir Halldór það margþætt. „Ég kýs að líta ekki á þetta sem deilu heldur verkefni sem við erum að vinna úr. Það hefur gengið vel hérna undanfarna daga. Mörg atriði sem við höfum náð að strika út af listanum. Eftir stendur að við þurfum að ná saman um stóra liði hér í dag. Hver veit nema það takist?“ SA samdi við Starfsgreinasambandið um kjarasamning á dögunum. „Ég hef tjáð mig um það á mörgum stöðum að þeir kjarasamningar sem SA gera eru stefnumarkandi í eðli sínu. Við semjum við 130 til 140 aðila. Þeir aðilar sem gera kjarasamning við okkur verða að geta treyst því að sú lína sem við mörkum, að hún haldi.“ Sú hefð hefur haldið svo árum og áratugum skiptir. Væri til að komast heim til fjölskyldu og barna „Ef við eigum að læra af reynslunni getum við ekki útilokað það á þessum tímapunkti. En í aðdraganda jóla held ég að margir væru til í að geta verið heima með fjölskyldu og börnum.“ Hann hefur enga sérstaka skoðun á deilum í verkalýðshreyfingunni. „Fólk sem er hér er að vinna af heilum hug. Okkur hefur reynst samstarf við það fólk gott. Ég ætla að treysta því að dagurinn muni bera þess merki.“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir tímann vera að hlaupa frá samningsaðilum.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Fleiri fréttir „Lausa skrúfan“seld á Akureyri Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Sjá meira