Real Madrid að krækja í næstu vonarstjörnu Brasilíu eftir tvö ár Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. desember 2022 07:00 Hinn 16 ára gamli Endrick hefur vakið gríðarlega athygli um allan heim. Ricardo Moreira/Getty Images Spænska stórveldið Real Madrid er við það að tryggja sér þjónustu 16 ára gamla undrabarnsins Endrick frá Palmeiras í Brasilíu. Það eru hinir ýmsu miðlar sem greina frá þessu, en þar á meðal er félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano. Romano segir að Madrídingar greiði 60 milljónir evra fyrir framherjann, auk 12 milljóna í skatta. Félagið mun því greiða samtals 72 milljónir evra, eða tæplega 11 milljarða íslenskra króna. Endrick to Real Madrid, here we go! Full verbal agreement in place as reported 2 days ago, it’s now closed 🚨⚪️🇧🇷 #RealMadridReal Madrid will pay €60m to Palmeiras plus €12m taxes.Brazilian gem [2006] will join in July 2024.Real plan to sign all documents within December. pic.twitter.com/8QYv9r3LvP— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 8, 2022 Endrick er þó ekki á leið til Real Madrid í félagsskiptaglugganum sem opnar nú í janúar í Evrópu. Þá er hann heldur ekki á leið til félagsins í félagsskiptaglugganum næsta sumar, heldur mun leikmaðurinn ganga til liðs við Madrídinga í júlí 2024 þegar hann verður orðinn 18 ára gamall. Þá tekur Romano einnig fram að enn sé ekki búið að skrifa undir neinn samning, en að Endrick og Real Madrid hafi komist að munnlegu samkomulagi. Ef marka má orð Romano mun Endrick skrifa undir sex ára samning sem mun gilda til ársins 2030. Important to add: nothing signed yet for Endrick deal and it should take some days, but there’s full verbal agreement between all parties, clubs and player. It’s done — will be sealed soon. 🇧🇷🤝🏻 #RealMadrid❗️ No way to see Endrick available for Real Madrid before July 1, 2024. pic.twitter.com/f8sablC0ct— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 8, 2022 Ekki þarf að skrifa neina langloku um knattspyrnuferil Endricks, enda er leikmaðurinn aðeins 16 ára gamall og ferillinn því ekki langur. Hann er alinn upp hjá Palmeiras í Brasilíu þar sem hann lék sinn fyrsta keppnisleik í meistaraflokki í október fyrr á þessu ári. Síðan þá hefur hann leikið alls sjö leiki fyrir liðið og skorað í þeim þrjú mörk. Þá hefur hann einnig leikið fjóra leiki fyrir U17 ára landslið Brasilíu og skorað í þeim fimm mörk, ásamt því að hafa verið kallaður inn í U20 ára landsliðið þrátt fyrir ungan aldur. Spænski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira
Það eru hinir ýmsu miðlar sem greina frá þessu, en þar á meðal er félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano. Romano segir að Madrídingar greiði 60 milljónir evra fyrir framherjann, auk 12 milljóna í skatta. Félagið mun því greiða samtals 72 milljónir evra, eða tæplega 11 milljarða íslenskra króna. Endrick to Real Madrid, here we go! Full verbal agreement in place as reported 2 days ago, it’s now closed 🚨⚪️🇧🇷 #RealMadridReal Madrid will pay €60m to Palmeiras plus €12m taxes.Brazilian gem [2006] will join in July 2024.Real plan to sign all documents within December. pic.twitter.com/8QYv9r3LvP— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 8, 2022 Endrick er þó ekki á leið til Real Madrid í félagsskiptaglugganum sem opnar nú í janúar í Evrópu. Þá er hann heldur ekki á leið til félagsins í félagsskiptaglugganum næsta sumar, heldur mun leikmaðurinn ganga til liðs við Madrídinga í júlí 2024 þegar hann verður orðinn 18 ára gamall. Þá tekur Romano einnig fram að enn sé ekki búið að skrifa undir neinn samning, en að Endrick og Real Madrid hafi komist að munnlegu samkomulagi. Ef marka má orð Romano mun Endrick skrifa undir sex ára samning sem mun gilda til ársins 2030. Important to add: nothing signed yet for Endrick deal and it should take some days, but there’s full verbal agreement between all parties, clubs and player. It’s done — will be sealed soon. 🇧🇷🤝🏻 #RealMadrid❗️ No way to see Endrick available for Real Madrid before July 1, 2024. pic.twitter.com/f8sablC0ct— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 8, 2022 Ekki þarf að skrifa neina langloku um knattspyrnuferil Endricks, enda er leikmaðurinn aðeins 16 ára gamall og ferillinn því ekki langur. Hann er alinn upp hjá Palmeiras í Brasilíu þar sem hann lék sinn fyrsta keppnisleik í meistaraflokki í október fyrr á þessu ári. Síðan þá hefur hann leikið alls sjö leiki fyrir liðið og skorað í þeim þrjú mörk. Þá hefur hann einnig leikið fjóra leiki fyrir U17 ára landslið Brasilíu og skorað í þeim fimm mörk, ásamt því að hafa verið kallaður inn í U20 ára landsliðið þrátt fyrir ungan aldur.
Spænski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira