Harpa Sif safnar fyrir móður sína í Sri Lanka: „Það var mjög erfitt að fara“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. desember 2022 13:34 Mæðgurnar Chandra og Harpa Sif. Facebook „Þegar ég sá fyrst móður mína fór hjartað á fullt,“ segir Harpa Sif Ingadóttir sem áhorfendur fengu að fylgjast með í þáttunum Leitin að upprunanum á Stöð 2. Hún hefur nú sett af stað söfnun fyrir móður sína. „Við bróðir minn, Ívar, fengum tækifæri til að fara til Sri Lanka í sumar með Sigrúnu og Auri. Það eitt og sér var draumi líkast, loksins komin til upprunalands okkar. Við drukkum í okkur land og menningu á þessum stutta tíma sem við dvöldum þar. „Þegar ég sá fyrst móður mína fór hjartað á fullt. Þetta var svo skrítin tilfinning, ég vissi að þarna stóð hún beint fyrir framan mig en þó að ég væri að horfa á hana með berum augum áttaði ég mig ekki almennilega þar til ég tók utan um hana. Tilfinningarnar helltust yfir mig og ég hágrét. Þessi litla, brothætta kona er konan sem gekk með mig og kom mér í heiminn, hugsaði um mig fyrstu vikur lífs míns og gaf mér svo tækifæri til betra lífs. Ég finn einungis ást til hennar. Þetta var ein hamingjuríkasta stund í lífi mínu en í senn sú erfiðasta.“ Erfitt að skilja hana eftir Harpa er ótrúlega þakklát fyrir að hafa fundið móður sína en þótti erfitt að sjá aðstæðurnar sem hún býr við. „Ég er hrædd um heilsu móður minnar og matarskort. Ég get ekkert gert, aðstoðað hana eða hugsað um hana. Það var mjög erfitt að fara, skilja hana og systur mína eftir í þessari fátækt.“ Harpa Sif ákvað því að stofna söfnunarreikning. Hér fyrir neðan má sjá kveðjustund þeirra mæðgna sem sýnd var í þættinum Leitin að upprunanum. Ég er að safna peningi til að senda út til hennar en takmarkað hvað ég get hjálpað verandi einstæð með þrjú börn.“ Hér fyrir neðan má sjá söfnunarreikninginn sem Harpa Sif stofnaði. Kennitala 031085-8109 Reikningur 0370-26-037940 Illa farin eftir stritið Harpa Sif skrifaði eftirfarandi orð um móður sína: „Hún fannst langt uppi í frumskógi, langt frá allri byggð, þar sem hún býr í leirkofa sem hún og dóttir hennar, systir mín, byggðu með berum höndum. Hún er rúmlega sextug og illa farin eins og sést enda búin að strita allt sitt líf. Það stakk mig í hjartað þegar ég sá við hvaða aðstæður þær búa við. Þær komast í vatn úr litlum læk ef lækur má kallast, meira eins og lækjarspræna sem rennur niður fjallshlíðina. Móðir mín vinnur við að tína telauf og þarf að klifra mikið, líklegast berfætt eða í sandölum. Hún hefur oft dottið og meiðst. Hún getur ekki unnið nema nokkrar klst. á dag. Matvörubúð er í margra km fjarlægð og þurfa þær að ganga þangað. Þær eiga ekki kæliskáp svo þær kaupa mest af hrísgrjónum og öðrum þurrvörum.“ Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Erfið kveðjustund hjá Hörpu Sif á Sri Lanka Í Leitinni að upprunanum á sunnudagskvöld var haldið áfram að fylgjast með leit Hörpu Sifjar Ingadóttur að lífmóður sinni. 29. nóvember 2022 13:30 Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira
„Við bróðir minn, Ívar, fengum tækifæri til að fara til Sri Lanka í sumar með Sigrúnu og Auri. Það eitt og sér var draumi líkast, loksins komin til upprunalands okkar. Við drukkum í okkur land og menningu á þessum stutta tíma sem við dvöldum þar. „Þegar ég sá fyrst móður mína fór hjartað á fullt. Þetta var svo skrítin tilfinning, ég vissi að þarna stóð hún beint fyrir framan mig en þó að ég væri að horfa á hana með berum augum áttaði ég mig ekki almennilega þar til ég tók utan um hana. Tilfinningarnar helltust yfir mig og ég hágrét. Þessi litla, brothætta kona er konan sem gekk með mig og kom mér í heiminn, hugsaði um mig fyrstu vikur lífs míns og gaf mér svo tækifæri til betra lífs. Ég finn einungis ást til hennar. Þetta var ein hamingjuríkasta stund í lífi mínu en í senn sú erfiðasta.“ Erfitt að skilja hana eftir Harpa er ótrúlega þakklát fyrir að hafa fundið móður sína en þótti erfitt að sjá aðstæðurnar sem hún býr við. „Ég er hrædd um heilsu móður minnar og matarskort. Ég get ekkert gert, aðstoðað hana eða hugsað um hana. Það var mjög erfitt að fara, skilja hana og systur mína eftir í þessari fátækt.“ Harpa Sif ákvað því að stofna söfnunarreikning. Hér fyrir neðan má sjá kveðjustund þeirra mæðgna sem sýnd var í þættinum Leitin að upprunanum. Ég er að safna peningi til að senda út til hennar en takmarkað hvað ég get hjálpað verandi einstæð með þrjú börn.“ Hér fyrir neðan má sjá söfnunarreikninginn sem Harpa Sif stofnaði. Kennitala 031085-8109 Reikningur 0370-26-037940 Illa farin eftir stritið Harpa Sif skrifaði eftirfarandi orð um móður sína: „Hún fannst langt uppi í frumskógi, langt frá allri byggð, þar sem hún býr í leirkofa sem hún og dóttir hennar, systir mín, byggðu með berum höndum. Hún er rúmlega sextug og illa farin eins og sést enda búin að strita allt sitt líf. Það stakk mig í hjartað þegar ég sá við hvaða aðstæður þær búa við. Þær komast í vatn úr litlum læk ef lækur má kallast, meira eins og lækjarspræna sem rennur niður fjallshlíðina. Móðir mín vinnur við að tína telauf og þarf að klifra mikið, líklegast berfætt eða í sandölum. Hún hefur oft dottið og meiðst. Hún getur ekki unnið nema nokkrar klst. á dag. Matvörubúð er í margra km fjarlægð og þurfa þær að ganga þangað. Þær eiga ekki kæliskáp svo þær kaupa mest af hrísgrjónum og öðrum þurrvörum.“
Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Erfið kveðjustund hjá Hörpu Sif á Sri Lanka Í Leitinni að upprunanum á sunnudagskvöld var haldið áfram að fylgjast með leit Hörpu Sifjar Ingadóttur að lífmóður sinni. 29. nóvember 2022 13:30 Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira
Erfið kveðjustund hjá Hörpu Sif á Sri Lanka Í Leitinni að upprunanum á sunnudagskvöld var haldið áfram að fylgjast með leit Hörpu Sifjar Ingadóttur að lífmóður sinni. 29. nóvember 2022 13:30