Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Þór Þ. 88-86 | Stólarnir héldu út gegn botnliðinu Arnar Skúli Atlason skrifar 8. desember 2022 23:53 Tindastóll vann nauman sigur gegn botnliði Þórs. Vísir/Bára Tindastóll vann nauman tveggja stiga sigur er liðið tók á móti botnliði Þórs frá Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 88-86. Tindastóll byrjaði betur og í stöðunni 6-5 skora þeir 10 stig í röð og breyta stöðunni í 16-5 og Drungilas var þarna kominn með 10 sig á fyrstu 5 mínútunum og Þór höfðu enginn svör við sóknarleik Tindastól og áttu erfitt með að finna opinn færi og ef þeir fengu opinn færi, voru skotinn þeirra fjarrilagi. Tindastólsmenn héldu áfram að aukamuninn í leikhlutanum og þegar honum lauk var Tindastóll með 18 stiga forustu 30-12. Annar leikhluti byrjaði kröftulega, allt annað að sjá Þórsarana sóknarlega og varnarlega, þeir börðust um alla bolta og þvílíkur kraftur í þeim. En allt sem þeir gerðu náðu Tindastóll að jafna það út með erfiðum körfum og það var ekki eins auðvelt fyrir þá að skora í 2 leikhluta. Um miðjan fjórðunginn fékk Þór á sig tæknivíti eftir að hafa farið 2 sóknir í röð og verið slegnir í andlitið og í annað skiptið viðurkenndi Drungilas villuna en ekkert dæmt. Leikhlutinn endaði 23-23 og stólarnir með 18 stiga forustu í hálfleik, þar sem Drungilas var með 18 stig og 8 af 8 í skotun. Hinum meginn var Vincent og Styrmir einu með lífsmarki aðrir voru fjarverandi því miður fyrir þá. Í byrjun seinni hálfleiks hélst munurinn í 18-20 stigum fyrstu 5 mín í leiknum, liðin skiptust á stigum. Svo tóku Þórsarar frá Þorlákshöfn á sprett og náðu þessu niður í 10 stig með þrist frá Emil Karel. 61-51 en þá tók við 10-1 sprettur frá Tindastól og Arnar Björnsson kom muninum í 20 stig þegar 1 mín er eftir af 3 leikhluta. Þór svara þessum sprett með 6 stiga spretti og Vincent lokaði fjórðungnum með þriggjastiga körfu og munurinn 14 stig. Arnar opnaði 4 leikhlutan með þrist og kom muninum í 17 stig. En gestirnir frá Þór voru ekki á því að gefast upp og byrjaði á þessum tímapunkti að ná muninum niður og í stöðunni 77-66 fyrir Tindastól, brýtur Arnar Björnsson á Emil Karel og er um leið skipt útaf og inná kemur Keyshawn og þá standa inna vellinum hjá Tindastól, Pétur Rúnar og 4 erlendir leikmenn Tindastól. Það var lagfært og enginn skaði skeður en eitthvað sem Tindastólsmenn þurfa að fara að hugsa betur um því þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist í vetur. Þegar 4 mín eru eftir af 4 leikhluta skorar Vincent þriggja stiga körfu og og kemur muninum í 8 stig sem hafði ekki verið svona lítill munur síðan í fyrsta leikhluta og Þórsarar í takt en Tindastóll að hiksta rosalega. Gestir náðu að pressa á Stólana meira og þegar 1 mínúta var eftir var munurinn orðinn 3 stig þegar 4 sekúndur eru eftir leiða Tindastóll 88-86 og Þór á möguleika að vinna leikinn, þeir koma boltanum í leik og Styrmir Snær sem er galopinn fyrir utan þriggja stiga línuna tekur ákvörðun að gefa boltann í stað þess að skjóta og Vincent var nokkra metra fyrir utan þriggjastiga línuna og náði skoti áður en lokaflautan gall sem geigaði og Tindastóll vinnur 88-86. Stigahæstir í Tindastól: Drungilas 20 stig, Arnar 19 stig, Taiwo 14 stig. Stigahæstir Þór: Vincent Shahid 33 stig, Styrmir 16 stig, Daniel 9 Stig. Af hverju vann Tindastóll? Þeir bjuggu til mun í fyrsta leikhluta, sem lagði gruninn að þessu, voru flottir en áhyggjuefni hvernig allt fer í baklás í seinni hálfleik. Hverjir stóðu upp úr? Í liði Tindastól Drungilas var flottur í fyrri hálfleik, Arnar og Badmus sáu um seinni hálfleikinn Stóla megin Vincent Shahid er rosalegur skorari líka 33 stig og Styrmir Snær er rosalega öflugur líka. Hvað gekk illa? Hjá Þór gekk illa að stoppa Tindastól í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik var dæmið öfugt og Þór léku á alls oddi og Tindastóll réð ekkert við þá. Hvað gerist næst? Tindastóll fer í heimsókn í KR heimilið og hafa bara unnið 1 leik á útivelli í vetur en tapað 4, vonandi fyrir þá að þeir fari að ná sverðum sínum í útileikjunum. Þór fær Stjörnuna í heimsókn í Glacier Höllina og miðað við frammistöðuna í seinni hálfleik þá eiga þeir fullt erindi í öll lið í þessari deild. Pétur Rúnar: Við vorum staðir sóknarlega Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls.Vísir/Bára Dröfn „Þetta er svo sem, við förum inn í 3 leikhluta með 12 stig, við verðum alltof væru kærir og hleypum þeim inn í allt of hraðan og opinn leik, á móti var að við vorum staðir sóknarlega og áttum erfitt sóknarlega og við vorum ekki nógu sniðugir hvernig við vorum að klára þetta í 4 leikhluta eins og síðast en sterkt að hafa klára svona jafnan leik.“ „Við þurfum að fara að klára útileikina okkar, erum búnir að fara í jafna leiki á móti Hetti, Haukum, Keflavík og tapa þeim öllum og við þurfum bara finna formúluna til að fara að taka jafnan útileik og komast í smá rythma í útileikjum“. Lárus: Höfum átt einn góðan hálfleik í vetur Lárus Jónsson er virkilega óánægður með gengi síns liðs í vetur. Eðlilega svo sem.Vísir/Hulda Margrét „Við erum búnir að vera flatir í allan vetur og þurft að elta í fyrri hálfleik og þurft að grafa okkur upp úr holunni en þessi leikur lofaði samt góðu, það var góður fightingur í liðinu gott spil og mikið auðveldar körfur sóknarlega svo vorum við að ná að stoppa sóknarlega í seinni hálfleik og er rosalega ánægður hvernig leikmennirnir brugðust við, við höfum átt einn góðan hálfleik í vetur og það var á móti Keflavík seinni hálfleik, þessi er svona að jafnast á við það, þessi leikur var betri varnarlega Keflavíkur leikurinn betri sóknarlega.“ „Við erum ekki búnir að geta neitt í allan vetur, ég hef lítið verið ánægður með liðið mitt í vetur, þetta er fyrsti leikurinn sem ég er gríðarlega ánægður með liðið mitt, ég er miklu ánægðari með það núna en þegar við unnum Keflavík, því það var vörnin sem kom okkur inn í leikinn.“ Subway-deild karla Tindastóll Þór Þorlákshöfn
Tindastóll vann nauman tveggja stiga sigur er liðið tók á móti botnliði Þórs frá Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 88-86. Tindastóll byrjaði betur og í stöðunni 6-5 skora þeir 10 stig í röð og breyta stöðunni í 16-5 og Drungilas var þarna kominn með 10 sig á fyrstu 5 mínútunum og Þór höfðu enginn svör við sóknarleik Tindastól og áttu erfitt með að finna opinn færi og ef þeir fengu opinn færi, voru skotinn þeirra fjarrilagi. Tindastólsmenn héldu áfram að aukamuninn í leikhlutanum og þegar honum lauk var Tindastóll með 18 stiga forustu 30-12. Annar leikhluti byrjaði kröftulega, allt annað að sjá Þórsarana sóknarlega og varnarlega, þeir börðust um alla bolta og þvílíkur kraftur í þeim. En allt sem þeir gerðu náðu Tindastóll að jafna það út með erfiðum körfum og það var ekki eins auðvelt fyrir þá að skora í 2 leikhluta. Um miðjan fjórðunginn fékk Þór á sig tæknivíti eftir að hafa farið 2 sóknir í röð og verið slegnir í andlitið og í annað skiptið viðurkenndi Drungilas villuna en ekkert dæmt. Leikhlutinn endaði 23-23 og stólarnir með 18 stiga forustu í hálfleik, þar sem Drungilas var með 18 stig og 8 af 8 í skotun. Hinum meginn var Vincent og Styrmir einu með lífsmarki aðrir voru fjarverandi því miður fyrir þá. Í byrjun seinni hálfleiks hélst munurinn í 18-20 stigum fyrstu 5 mín í leiknum, liðin skiptust á stigum. Svo tóku Þórsarar frá Þorlákshöfn á sprett og náðu þessu niður í 10 stig með þrist frá Emil Karel. 61-51 en þá tók við 10-1 sprettur frá Tindastól og Arnar Björnsson kom muninum í 20 stig þegar 1 mín er eftir af 3 leikhluta. Þór svara þessum sprett með 6 stiga spretti og Vincent lokaði fjórðungnum með þriggjastiga körfu og munurinn 14 stig. Arnar opnaði 4 leikhlutan með þrist og kom muninum í 17 stig. En gestirnir frá Þór voru ekki á því að gefast upp og byrjaði á þessum tímapunkti að ná muninum niður og í stöðunni 77-66 fyrir Tindastól, brýtur Arnar Björnsson á Emil Karel og er um leið skipt útaf og inná kemur Keyshawn og þá standa inna vellinum hjá Tindastól, Pétur Rúnar og 4 erlendir leikmenn Tindastól. Það var lagfært og enginn skaði skeður en eitthvað sem Tindastólsmenn þurfa að fara að hugsa betur um því þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist í vetur. Þegar 4 mín eru eftir af 4 leikhluta skorar Vincent þriggja stiga körfu og og kemur muninum í 8 stig sem hafði ekki verið svona lítill munur síðan í fyrsta leikhluta og Þórsarar í takt en Tindastóll að hiksta rosalega. Gestir náðu að pressa á Stólana meira og þegar 1 mínúta var eftir var munurinn orðinn 3 stig þegar 4 sekúndur eru eftir leiða Tindastóll 88-86 og Þór á möguleika að vinna leikinn, þeir koma boltanum í leik og Styrmir Snær sem er galopinn fyrir utan þriggja stiga línuna tekur ákvörðun að gefa boltann í stað þess að skjóta og Vincent var nokkra metra fyrir utan þriggjastiga línuna og náði skoti áður en lokaflautan gall sem geigaði og Tindastóll vinnur 88-86. Stigahæstir í Tindastól: Drungilas 20 stig, Arnar 19 stig, Taiwo 14 stig. Stigahæstir Þór: Vincent Shahid 33 stig, Styrmir 16 stig, Daniel 9 Stig. Af hverju vann Tindastóll? Þeir bjuggu til mun í fyrsta leikhluta, sem lagði gruninn að þessu, voru flottir en áhyggjuefni hvernig allt fer í baklás í seinni hálfleik. Hverjir stóðu upp úr? Í liði Tindastól Drungilas var flottur í fyrri hálfleik, Arnar og Badmus sáu um seinni hálfleikinn Stóla megin Vincent Shahid er rosalegur skorari líka 33 stig og Styrmir Snær er rosalega öflugur líka. Hvað gekk illa? Hjá Þór gekk illa að stoppa Tindastól í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik var dæmið öfugt og Þór léku á alls oddi og Tindastóll réð ekkert við þá. Hvað gerist næst? Tindastóll fer í heimsókn í KR heimilið og hafa bara unnið 1 leik á útivelli í vetur en tapað 4, vonandi fyrir þá að þeir fari að ná sverðum sínum í útileikjunum. Þór fær Stjörnuna í heimsókn í Glacier Höllina og miðað við frammistöðuna í seinni hálfleik þá eiga þeir fullt erindi í öll lið í þessari deild. Pétur Rúnar: Við vorum staðir sóknarlega Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls.Vísir/Bára Dröfn „Þetta er svo sem, við förum inn í 3 leikhluta með 12 stig, við verðum alltof væru kærir og hleypum þeim inn í allt of hraðan og opinn leik, á móti var að við vorum staðir sóknarlega og áttum erfitt sóknarlega og við vorum ekki nógu sniðugir hvernig við vorum að klára þetta í 4 leikhluta eins og síðast en sterkt að hafa klára svona jafnan leik.“ „Við þurfum að fara að klára útileikina okkar, erum búnir að fara í jafna leiki á móti Hetti, Haukum, Keflavík og tapa þeim öllum og við þurfum bara finna formúluna til að fara að taka jafnan útileik og komast í smá rythma í útileikjum“. Lárus: Höfum átt einn góðan hálfleik í vetur Lárus Jónsson er virkilega óánægður með gengi síns liðs í vetur. Eðlilega svo sem.Vísir/Hulda Margrét „Við erum búnir að vera flatir í allan vetur og þurft að elta í fyrri hálfleik og þurft að grafa okkur upp úr holunni en þessi leikur lofaði samt góðu, það var góður fightingur í liðinu gott spil og mikið auðveldar körfur sóknarlega svo vorum við að ná að stoppa sóknarlega í seinni hálfleik og er rosalega ánægður hvernig leikmennirnir brugðust við, við höfum átt einn góðan hálfleik í vetur og það var á móti Keflavík seinni hálfleik, þessi er svona að jafnast á við það, þessi leikur var betri varnarlega Keflavíkur leikurinn betri sóknarlega.“ „Við erum ekki búnir að geta neitt í allan vetur, ég hef lítið verið ánægður með liðið mitt í vetur, þetta er fyrsti leikurinn sem ég er gríðarlega ánægður með liðið mitt, ég er miklu ánægðari með það núna en þegar við unnum Keflavík, því það var vörnin sem kom okkur inn í leikinn.“
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti