Harmar að loka eigi starfsemi sem sé lífsbjörg fyrir brothætt börn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. desember 2022 14:01 Belinda Karlsdóttir segir að þjónustan sé lífsbjörg fyrir mörg börn. Því megi ekki loka starfseminni. aðsend/vísir Áform um að loka ungmennasmiðju Reykjavíkurborgar í núverandi mynd hefur gríðarleg áhrif á viðkvæman hóp barna sem mega síst við hagræðingu á þeirra kostnað. Þetta segir forstöðumaður smiðjunnar. Hún vill að áformin verði endurskoðuð enda sé ungmennasmiðjan lífsbjörg fyrir börn í viðkvæmri stöðu. Ákvörðun Reykjavíkurborgar um að loka unglingasmiðjum Stígs og Traðar er hluti af hagræðingaaðgerðum borgarinnar. Smiðjurnar veita stuðning til ungmenna á aldrinum þrettán til átján ára sem eiga það sameiginlegt að upplifa félagslega einangrun og hafa margir þeirra orðið fyrir einelti eða búa við erfiðar aðstæður heima fyrir. Markmið starfsins er að efla félagsfærni, styrkja sjálfsmynd barna og stuðla að vellíðan. Brothættur hópur Reykjavíkurborg hefur ákveðið að markhópnum verði meðal annars sinnt í félagsmiðstöðvum borgarinnar. Belinda Karlsdóttir, forstöðumaður smiðjunnar segir að ungmennin sem komi til hennar séu falinn og brothættur hópur sem treysti sér oft ekki til að sækja sínar félagsmiðstöðvar sökum vinaleysis. Smiðjurnar séu hlutlaus griðarstaður barna sem byggja þurfi upp svo þau treysti sér til að taka þátt í félagsstarfi. „Það að þau fái ekki tækifæri til að koma inn á hlutlausan stað til að byggja sig upp og ætla svo að reyna að veita þeim þjónustuna í hverfunum. Við erum að tala um börn sem stundum sækja unglingasmiðjuna sem er fjær hverfinu sínu því þau geta ekki tekið skrefið inn þangað á þessum tímapunkti þegar kemur að félagslegum samskiptum við jafnaldra og slíkt.“ Rætt var við Belindu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þrá ekkert heitar en að eignast vini Börnin séu í áhættuhóp, áhrifagjörn og þrá ekkert heitar en að eignast vini. Belinda segir starfið hafa verið lífsbjörg fyrir mörg börn. „Og heyra það frá ungmennum og foreldrum í gegnum tíðna hvað þetta getur verið mikil lífsbjörg á þessum tímapunkti í þeirra lífi. Það eru skilaboðin sem ég vil koma á framfæri. Það er ástæðan fyrir því að það má ekki loka þessu.“ Vill að ákvörðunin verði endurskoðuð Gríðarlegt forvarnargildi sé falið í starfinu sem hafi skilað miklum árangri. „Á endanum verður hagræðingin á kostnað velferðar þessara barna sem er engin hagræðing. Ég óska einlægt og hjartanlega eftir því að þessi tillaga, sem hefur verið samþykkt, verði tekin til endurskoðunar. Af því að ég held að með því að samþykkja þessa tillögu sé fólk engan vegin að átta sig á því hversu mikið tapast og hvaða áhrif þetta hefur á mjög viðkvæman hóp ungmenna sem mega síst við því að verið sé að hagræða á þeirra kostnað.“ Belinda skrifaði um starfsemina í skoðanagein sem birtist hér á vísi. Þar kemur fram reynsla þeirra sem nýtt hafa þjónustuna. „Vá ég er ekki sama manneskjan sko. Þegar ég fór þarna inn .. mér leið ógeðslega illa, ég talaði ekki við neinn, átti enga vini. Þegar ég labbaði út, þá var ég ofboðslega leið yfir að þurfa að hætta, en hamingjusöm. Og ég hafði sjálfstraust og ég þorði að tala við fólk, ég átti vini .. eftir að hafa verið í unglingasmiðjunni og fá sjálfstraust og trúa meira á það, að ég eigi rétt skilurðu, þá byrjaði ég að svara fyrir mig þegar mér var strítt.“ Fleiri dæmi má finna í skoðanagrein Belindu hér að ofan. Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Hversu mikils virði er það? Nýverið birtust tillögur Reykjavíkurborgar til hagræðingar og umbóta í rekstri borgarinnar á næsta ári. Með fullri virðingu fyrir öllum sem að því koma og því lítt öfundsverða hlutverki að hagræða þegar kemur að velferð og þjónustu við borgarbúa, finn ég mig knúna til að skrifa nokkur orð varðandi tillögu sem snýr að mögulegri lokun unglingasmiðjanna Stígs og Traðar, þjónustu á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. 6. desember 2022 10:01 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Ákvörðun Reykjavíkurborgar um að loka unglingasmiðjum Stígs og Traðar er hluti af hagræðingaaðgerðum borgarinnar. Smiðjurnar veita stuðning til ungmenna á aldrinum þrettán til átján ára sem eiga það sameiginlegt að upplifa félagslega einangrun og hafa margir þeirra orðið fyrir einelti eða búa við erfiðar aðstæður heima fyrir. Markmið starfsins er að efla félagsfærni, styrkja sjálfsmynd barna og stuðla að vellíðan. Brothættur hópur Reykjavíkurborg hefur ákveðið að markhópnum verði meðal annars sinnt í félagsmiðstöðvum borgarinnar. Belinda Karlsdóttir, forstöðumaður smiðjunnar segir að ungmennin sem komi til hennar séu falinn og brothættur hópur sem treysti sér oft ekki til að sækja sínar félagsmiðstöðvar sökum vinaleysis. Smiðjurnar séu hlutlaus griðarstaður barna sem byggja þurfi upp svo þau treysti sér til að taka þátt í félagsstarfi. „Það að þau fái ekki tækifæri til að koma inn á hlutlausan stað til að byggja sig upp og ætla svo að reyna að veita þeim þjónustuna í hverfunum. Við erum að tala um börn sem stundum sækja unglingasmiðjuna sem er fjær hverfinu sínu því þau geta ekki tekið skrefið inn þangað á þessum tímapunkti þegar kemur að félagslegum samskiptum við jafnaldra og slíkt.“ Rætt var við Belindu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þrá ekkert heitar en að eignast vini Börnin séu í áhættuhóp, áhrifagjörn og þrá ekkert heitar en að eignast vini. Belinda segir starfið hafa verið lífsbjörg fyrir mörg börn. „Og heyra það frá ungmennum og foreldrum í gegnum tíðna hvað þetta getur verið mikil lífsbjörg á þessum tímapunkti í þeirra lífi. Það eru skilaboðin sem ég vil koma á framfæri. Það er ástæðan fyrir því að það má ekki loka þessu.“ Vill að ákvörðunin verði endurskoðuð Gríðarlegt forvarnargildi sé falið í starfinu sem hafi skilað miklum árangri. „Á endanum verður hagræðingin á kostnað velferðar þessara barna sem er engin hagræðing. Ég óska einlægt og hjartanlega eftir því að þessi tillaga, sem hefur verið samþykkt, verði tekin til endurskoðunar. Af því að ég held að með því að samþykkja þessa tillögu sé fólk engan vegin að átta sig á því hversu mikið tapast og hvaða áhrif þetta hefur á mjög viðkvæman hóp ungmenna sem mega síst við því að verið sé að hagræða á þeirra kostnað.“ Belinda skrifaði um starfsemina í skoðanagein sem birtist hér á vísi. Þar kemur fram reynsla þeirra sem nýtt hafa þjónustuna. „Vá ég er ekki sama manneskjan sko. Þegar ég fór þarna inn .. mér leið ógeðslega illa, ég talaði ekki við neinn, átti enga vini. Þegar ég labbaði út, þá var ég ofboðslega leið yfir að þurfa að hætta, en hamingjusöm. Og ég hafði sjálfstraust og ég þorði að tala við fólk, ég átti vini .. eftir að hafa verið í unglingasmiðjunni og fá sjálfstraust og trúa meira á það, að ég eigi rétt skilurðu, þá byrjaði ég að svara fyrir mig þegar mér var strítt.“ Fleiri dæmi má finna í skoðanagrein Belindu hér að ofan.
Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Hversu mikils virði er það? Nýverið birtust tillögur Reykjavíkurborgar til hagræðingar og umbóta í rekstri borgarinnar á næsta ári. Með fullri virðingu fyrir öllum sem að því koma og því lítt öfundsverða hlutverki að hagræða þegar kemur að velferð og þjónustu við borgarbúa, finn ég mig knúna til að skrifa nokkur orð varðandi tillögu sem snýr að mögulegri lokun unglingasmiðjanna Stígs og Traðar, þjónustu á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. 6. desember 2022 10:01 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Hversu mikils virði er það? Nýverið birtust tillögur Reykjavíkurborgar til hagræðingar og umbóta í rekstri borgarinnar á næsta ári. Með fullri virðingu fyrir öllum sem að því koma og því lítt öfundsverða hlutverki að hagræða þegar kemur að velferð og þjónustu við borgarbúa, finn ég mig knúna til að skrifa nokkur orð varðandi tillögu sem snýr að mögulegri lokun unglingasmiðjanna Stígs og Traðar, þjónustu á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. 6. desember 2022 10:01