Vilja færa glataða frídaga yfir á næsta virka dag Samúel Karl Ólason skrifar 8. desember 2022 11:53 Í greinargerð frumvarpsins er vísað til þess að undanfarið hafi verkalýðsfélög viðrað þá hugmynd að aðfangadagur og gamlársdagur verði gerðir að heilum frídögum. Það séu dagar sem fólk verji með fjölskyldu og ástvinum. Vísir/Vilhelm Ef lögbundinn frídag ber upp á laugardegi eða sunnudegi á frídagurinn að færast yfir á næsta virka dag. Þetta gengur nýtt frumvarp þingmanna Pírata út á en með því vilja þeir tryggja að lögbundnir frídagar fari ekki til spillis. Þingmennirnir vilja einnig að aðfangadagur og gamlársdagur verði báðir gerðir að heilum lögbundnum frídögum en samkvæmt lögunum eru þeir dagar einungis frídagar frá klukkan eitt. Í greinargerð frumvarpsins er vísað til þess að undanfarið hafi verkalýðsfélög viðrað þá hugmynd að aðfangadagur og gamlársdagur verði gerðir að heilum frídögum. Enda líti flestir á þessa tvo daga sem helgidaga sem einkum séu tileinkaðir fjölskyldunni og samveru með ástvinum. Umræðan um að frídagar sem lendi á helgi skuli færðir til næsta virka dags hafi staðið enn lengur yfir og frumvarpinu sé ætlað að bæta úr hvoru tveggja. Jólin í ár eru þau allra verstu fyrir hinn svokallaða launaþræl, sé litið til frídaga en aðeins einn slíkur fellur til. Þetta eru sannkölluð „Atvinnurekendajól“. Aðfangadagur ber að þessu sinni upp á laugardag og gamlársdagur sömuleiðis. Verði frumvarp Pírata að lögum myndi fríið vegna aðfangadags og jóladags færast á þriðjudag og miðvikudag milli jóla og nýárs. Frí vegna gamlársdags og nýársdags myndu færast yfir á mánudag og þriðjudag. „Jólin eru hátíð sem fólk ver með fjölskyldu og ástvinum sínum. Hátíðina ber upp í svartasta skammdeginu þegar fólki veitir ekki af upplyftingu. Trygging ákveðins fjölda lögbundinna frídaga óháð ártali yrði mikil lífsgæðaaukning. Rannsóknir hafa sýnt að stytting vinnuvikunnar hefur gefist afar vel, ánægja starfsfólks er mikil og afköst í samræmi við það. Sú breyting sem lögð er til í frumvarpi þessu er því til samræmis við þá þróun sem verið hefur á undanförnum árum. Telja flutningsmenn þessa frumvarps því að breytingarnar yrðu til hagsbóta bæði fyrir launþega og atvinnurekendur,“ segir í greinargerð frumvarps Pírata. Flutningsmenn frumvarpsins eru þau Björn Leví Gunnarsson, Andrés Ingi Jónsson, Arndís Anna Gunnarsdóttir, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Eyjólfur Ármannsson, Gísli Rafn Ólafsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Inga Sæland, Jakob Frímann Magnússon, Lenya Rún Taha Karim, Tómas A. Tómasson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. https://t.co/kTpHc2f6z9Ef frídag ber upp á laugardag eða sunnudag skal frídagurinn færast á næsta virkan dag á eftir sem ekki er frídagur.— Bjorn Levi (@_bjornlevi_) December 8, 2022 Píratar Alþingi Jól Kjaramál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Þingmennirnir vilja einnig að aðfangadagur og gamlársdagur verði báðir gerðir að heilum lögbundnum frídögum en samkvæmt lögunum eru þeir dagar einungis frídagar frá klukkan eitt. Í greinargerð frumvarpsins er vísað til þess að undanfarið hafi verkalýðsfélög viðrað þá hugmynd að aðfangadagur og gamlársdagur verði gerðir að heilum frídögum. Enda líti flestir á þessa tvo daga sem helgidaga sem einkum séu tileinkaðir fjölskyldunni og samveru með ástvinum. Umræðan um að frídagar sem lendi á helgi skuli færðir til næsta virka dags hafi staðið enn lengur yfir og frumvarpinu sé ætlað að bæta úr hvoru tveggja. Jólin í ár eru þau allra verstu fyrir hinn svokallaða launaþræl, sé litið til frídaga en aðeins einn slíkur fellur til. Þetta eru sannkölluð „Atvinnurekendajól“. Aðfangadagur ber að þessu sinni upp á laugardag og gamlársdagur sömuleiðis. Verði frumvarp Pírata að lögum myndi fríið vegna aðfangadags og jóladags færast á þriðjudag og miðvikudag milli jóla og nýárs. Frí vegna gamlársdags og nýársdags myndu færast yfir á mánudag og þriðjudag. „Jólin eru hátíð sem fólk ver með fjölskyldu og ástvinum sínum. Hátíðina ber upp í svartasta skammdeginu þegar fólki veitir ekki af upplyftingu. Trygging ákveðins fjölda lögbundinna frídaga óháð ártali yrði mikil lífsgæðaaukning. Rannsóknir hafa sýnt að stytting vinnuvikunnar hefur gefist afar vel, ánægja starfsfólks er mikil og afköst í samræmi við það. Sú breyting sem lögð er til í frumvarpi þessu er því til samræmis við þá þróun sem verið hefur á undanförnum árum. Telja flutningsmenn þessa frumvarps því að breytingarnar yrðu til hagsbóta bæði fyrir launþega og atvinnurekendur,“ segir í greinargerð frumvarps Pírata. Flutningsmenn frumvarpsins eru þau Björn Leví Gunnarsson, Andrés Ingi Jónsson, Arndís Anna Gunnarsdóttir, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Eyjólfur Ármannsson, Gísli Rafn Ólafsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Inga Sæland, Jakob Frímann Magnússon, Lenya Rún Taha Karim, Tómas A. Tómasson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. https://t.co/kTpHc2f6z9Ef frídag ber upp á laugardag eða sunnudag skal frídagurinn færast á næsta virkan dag á eftir sem ekki er frídagur.— Bjorn Levi (@_bjornlevi_) December 8, 2022
Píratar Alþingi Jól Kjaramál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira