Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Valur 20-20 | Jafntefli í háspennuleik Andri Már Eggertsson skrifar 7. desember 2022 23:00 Það var hart barist í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar Fram urðu fyrsta liðið til að taka stig af Val í Olís deild kvenna í handbolta í kvöld. Stigið er þó súrsætt þar sem Fram var með unninn leik í höndunum þegar örfáar sekúndur voru eftir. Valur sem er á toppnum byrjaði leikinn skelfilega. Valur náði engu skoti á markið í fyrstu þremur sóknunum heldur töpuðu þremur boltum. Fram gekk á lagið og komst í 3-0. Eftir þrjár mínútur brenndi Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, leikhlé þremur mörkum undir. Ágúst las yfir sínu liði og og þrátt fyrir háa tónlist í salnum heyrðist i Ágústi öskra. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, fékk spjald í leiknumVísir/Hulda Margrét Ágúst Jóhannsson þekkir svo sannarlega sitt lið betur en allir því þetta breytti leiknum. Í stöðunni 5-2 gerði Valur fjögur mörk í röð. Einu marki yfir fór sóknarleikur Fram í jólafrí í stöðunni 8-7. Varnarleikur Vals var þéttur á sex metrunum og voru skot heimakvenna mikið að fara í hávörnina frekar en á markið. Fram tókst ekki að skora á síðustu tólf mínútum fyrri hálfleiks og gat þakkað fyrir að vera aðeins þremur mörkum undir í hálfleik 8-11. Varnarleikur Vals var öflugur í fyrri hálfleikVísir/Hulda Margrét Eftir að hafa ekki gert mark á síðustu tólf mínútum fyrri hálfleiks byrjaði Fram síðari hálfleik á að gera tvö mörk í röð. Það vantaði líklegast bara eitt mark í viðbót og við hefðum fengið annað leikhlé frá Ágústi. Valur fór að spila betur eftir því sem leið á síðari hálfleik. Þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik komst Valur fjórum mörkum yfir 11-15 og ekkert sem benti til þess að Fram myndi koma til baka. Íslandsmeistararnir sneru hins vegar taflinu við og gerðu fimm mörk í röð og komust yfir 17-16 þegar sjö mínútur voru eftir. Sigríður Hauksdóttir skoraði tvö mörk úr tveimur skotumVísir/Hulda Margrét Lokamínúturnar voru æsispennandi og úr varð einvígi milli markvarðanna. Sara Sif Helgadóttir og Hafdís Renötudóttir vörðu hvert dauðafærið á fætur öðru. Í stöðunni 20-19 fékk Fram tækifæri til að klára leikinn en hendin kom upp og heimakonur fengu dæmda á sig leikleysu. Valur brunaði í sókn og fékk víti í þann mund sem tíminn rann út. Þórey Anna Ásgeirsdóttir var ísköld á vítalínunni. Þrátt fyrir að hafa klikkað á þremur vítum í leiknum skoraði Þórey og tryggði Val jafntefli 20-20. Þórey hafði klikkað á þremur vítum áður en hún skoraði úr víti þegar leiktíminn var búinnVísir/Hulda Margrét Af hverju endaði leikurinn með jafntefli? Bæði lið geta fundið kafla þar sem þau áttu að gera út um leikinn. Valur hefði átt að vera meira en þremur mörkum yfir í hálfleik þar sem Fram skoraði ekki mark í tólf mínútur. Ásamt því komst Valur í 11-15 þegar tuttugu mínútur voru eftir. Fram getur einnig barið hausnum við stein að hafa ekki útfært lokamínúturnar betur og nýtt færin. Steinunn Björnsdóttir fékk tvöfaldan séns til að klára leikinn þegar hún lét verja frá sér víti og skot þar sem hún náði frákastinu. Bæði lið gerðu sín mistök og jafntefli sanngjörn niðurstaða. Hverjar stóðu upp úr? Sara Sif Helgadóttir, markmaður Vals, varði afar vel sérstaklega undir lokin þegar allt var undir. Sara varði ellefu skot og endaði með 35 prósent markvörslu. Hafdís Renötudóttir fór á kostum og á ansi mikið í stiginu sem Fram fékk í kvöld. Hafdís varði tuttugu skot og meðal annars þrjú víti. Hafdís endaði með 51 prósent markvörslu. Hvað gekk illa? Fram endaði fyrri hálfleik afar illa. Heimakonur fundu engin svör í gegnum vörn Vals og skoruðu ekki mark á síðustu tólf mínútum fyrri hálfleiks. Framarar fóru einnig illa með góða stöðu á lokamínútunum þar sem Steinunn klikkaði á víti og boltinn var dæmdur af Fram á lokasekúndunum sem varð til þess að Valur fór í sókn og fékk víti. Hvað gerist næst? Nú hafa liðin leikið sinn síðasta leik í deildinni fyrir áramót. Næsti leikur Vals er í Origo-höllinni þann 7. janúar gegn ÍBV klukkan 14:00. Laugardaginn 7. janúar fer Fram á Ásvelli og mætir Haukum klukkan 16:00. Stefán: Áttum að fá lengri lokasókn miðað við hvernig búið var að dæma leikinn Stefán Arnarson, þjálfari Fram, á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Stefán Arnarson, þjálfari Fram, var svekktur með að hafa ekki tekið stigin tvö úr því sem komið var. „Við erum svekkt að hafa ekki unnið leikinn. Við spiluðum vel fyrsta korterið en illa næstu fimmtán mínúturnar. Við byrjuðum ágætlega í seinni hálfleik. Þegar 3-4 mínútur voru eftir vorum við tveimur mörkum yfir og þá fórum við illa með dauðafærin sem hefði klárað leikinn en á móti kemur fékk Valur góð færi þar sem Hafdís varði vel,“ sagði Stefán svekktur með að hafa ekki nýtt síðustu mínúturnar betur. Fram byrjaði að spila vel í fyrri hálfleik en Stefán var ekki sáttur með síðustu tólf mínúturnar í fyrri hálfleik þar sem Fram skoraði ekki mark. „Við vorum að spila vel sóknarlega til að byrja með en síðan hættum við að sækja og fórum að spila hægt sem okkur tókst að laga í seinni hálfleik.“ „Ég var alltaf að hugsa um hvenær ég ætti að taka leikhlé í fyrri hálfleik og mér fannst ég taka það þremur mínútum of seint.“ Stefáni fannst það afar sérstakt hvernig dómararnir dæmdu lokasókn Fram. „Mér fannst þetta undarlegur dómur ef maður horfir á leikinn í heild sinni. Við fengum boltann þegar 45 sekúndur voru eftir og tókum leikhlé þegar 15 sekúndur voru búnar af sókninni og eftir 2-3 sendingar var boltinn dæmdur af okkur og mér fannst við átt að fá lengri tíma í lokasókninni miðað við hvernig búið var að dæma leikinn,“ sagði Stefán Arnarson að lokum. Olís-deild kvenna Fram Valur
Íslandsmeistarar Fram urðu fyrsta liðið til að taka stig af Val í Olís deild kvenna í handbolta í kvöld. Stigið er þó súrsætt þar sem Fram var með unninn leik í höndunum þegar örfáar sekúndur voru eftir. Valur sem er á toppnum byrjaði leikinn skelfilega. Valur náði engu skoti á markið í fyrstu þremur sóknunum heldur töpuðu þremur boltum. Fram gekk á lagið og komst í 3-0. Eftir þrjár mínútur brenndi Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, leikhlé þremur mörkum undir. Ágúst las yfir sínu liði og og þrátt fyrir háa tónlist í salnum heyrðist i Ágústi öskra. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, fékk spjald í leiknumVísir/Hulda Margrét Ágúst Jóhannsson þekkir svo sannarlega sitt lið betur en allir því þetta breytti leiknum. Í stöðunni 5-2 gerði Valur fjögur mörk í röð. Einu marki yfir fór sóknarleikur Fram í jólafrí í stöðunni 8-7. Varnarleikur Vals var þéttur á sex metrunum og voru skot heimakvenna mikið að fara í hávörnina frekar en á markið. Fram tókst ekki að skora á síðustu tólf mínútum fyrri hálfleiks og gat þakkað fyrir að vera aðeins þremur mörkum undir í hálfleik 8-11. Varnarleikur Vals var öflugur í fyrri hálfleikVísir/Hulda Margrét Eftir að hafa ekki gert mark á síðustu tólf mínútum fyrri hálfleiks byrjaði Fram síðari hálfleik á að gera tvö mörk í röð. Það vantaði líklegast bara eitt mark í viðbót og við hefðum fengið annað leikhlé frá Ágústi. Valur fór að spila betur eftir því sem leið á síðari hálfleik. Þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik komst Valur fjórum mörkum yfir 11-15 og ekkert sem benti til þess að Fram myndi koma til baka. Íslandsmeistararnir sneru hins vegar taflinu við og gerðu fimm mörk í röð og komust yfir 17-16 þegar sjö mínútur voru eftir. Sigríður Hauksdóttir skoraði tvö mörk úr tveimur skotumVísir/Hulda Margrét Lokamínúturnar voru æsispennandi og úr varð einvígi milli markvarðanna. Sara Sif Helgadóttir og Hafdís Renötudóttir vörðu hvert dauðafærið á fætur öðru. Í stöðunni 20-19 fékk Fram tækifæri til að klára leikinn en hendin kom upp og heimakonur fengu dæmda á sig leikleysu. Valur brunaði í sókn og fékk víti í þann mund sem tíminn rann út. Þórey Anna Ásgeirsdóttir var ísköld á vítalínunni. Þrátt fyrir að hafa klikkað á þremur vítum í leiknum skoraði Þórey og tryggði Val jafntefli 20-20. Þórey hafði klikkað á þremur vítum áður en hún skoraði úr víti þegar leiktíminn var búinnVísir/Hulda Margrét Af hverju endaði leikurinn með jafntefli? Bæði lið geta fundið kafla þar sem þau áttu að gera út um leikinn. Valur hefði átt að vera meira en þremur mörkum yfir í hálfleik þar sem Fram skoraði ekki mark í tólf mínútur. Ásamt því komst Valur í 11-15 þegar tuttugu mínútur voru eftir. Fram getur einnig barið hausnum við stein að hafa ekki útfært lokamínúturnar betur og nýtt færin. Steinunn Björnsdóttir fékk tvöfaldan séns til að klára leikinn þegar hún lét verja frá sér víti og skot þar sem hún náði frákastinu. Bæði lið gerðu sín mistök og jafntefli sanngjörn niðurstaða. Hverjar stóðu upp úr? Sara Sif Helgadóttir, markmaður Vals, varði afar vel sérstaklega undir lokin þegar allt var undir. Sara varði ellefu skot og endaði með 35 prósent markvörslu. Hafdís Renötudóttir fór á kostum og á ansi mikið í stiginu sem Fram fékk í kvöld. Hafdís varði tuttugu skot og meðal annars þrjú víti. Hafdís endaði með 51 prósent markvörslu. Hvað gekk illa? Fram endaði fyrri hálfleik afar illa. Heimakonur fundu engin svör í gegnum vörn Vals og skoruðu ekki mark á síðustu tólf mínútum fyrri hálfleiks. Framarar fóru einnig illa með góða stöðu á lokamínútunum þar sem Steinunn klikkaði á víti og boltinn var dæmdur af Fram á lokasekúndunum sem varð til þess að Valur fór í sókn og fékk víti. Hvað gerist næst? Nú hafa liðin leikið sinn síðasta leik í deildinni fyrir áramót. Næsti leikur Vals er í Origo-höllinni þann 7. janúar gegn ÍBV klukkan 14:00. Laugardaginn 7. janúar fer Fram á Ásvelli og mætir Haukum klukkan 16:00. Stefán: Áttum að fá lengri lokasókn miðað við hvernig búið var að dæma leikinn Stefán Arnarson, þjálfari Fram, á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Stefán Arnarson, þjálfari Fram, var svekktur með að hafa ekki tekið stigin tvö úr því sem komið var. „Við erum svekkt að hafa ekki unnið leikinn. Við spiluðum vel fyrsta korterið en illa næstu fimmtán mínúturnar. Við byrjuðum ágætlega í seinni hálfleik. Þegar 3-4 mínútur voru eftir vorum við tveimur mörkum yfir og þá fórum við illa með dauðafærin sem hefði klárað leikinn en á móti kemur fékk Valur góð færi þar sem Hafdís varði vel,“ sagði Stefán svekktur með að hafa ekki nýtt síðustu mínúturnar betur. Fram byrjaði að spila vel í fyrri hálfleik en Stefán var ekki sáttur með síðustu tólf mínúturnar í fyrri hálfleik þar sem Fram skoraði ekki mark. „Við vorum að spila vel sóknarlega til að byrja með en síðan hættum við að sækja og fórum að spila hægt sem okkur tókst að laga í seinni hálfleik.“ „Ég var alltaf að hugsa um hvenær ég ætti að taka leikhlé í fyrri hálfleik og mér fannst ég taka það þremur mínútum of seint.“ Stefáni fannst það afar sérstakt hvernig dómararnir dæmdu lokasókn Fram. „Mér fannst þetta undarlegur dómur ef maður horfir á leikinn í heild sinni. Við fengum boltann þegar 45 sekúndur voru eftir og tókum leikhlé þegar 15 sekúndur voru búnar af sókninni og eftir 2-3 sendingar var boltinn dæmdur af okkur og mér fannst við átt að fá lengri tíma í lokasókninni miðað við hvernig búið var að dæma leikinn,“ sagði Stefán Arnarson að lokum.