Ætlar ekki niður á fjóra fætur til að ná samningi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 7. desember 2022 14:29 Fundur samflots iðn- og tæknifólks, VR og LÍV með Samtökum atvinnulífsins hófst á öðrum tímanum í dag. Vísir/Sigurjón Formaður VR segir tímarammann fyrir skammtímasamning vera mjög knappan en klára þurfi slíkan samning á allra næstu dögum. Ef það takist ekki þurfi að ræða langtímasamninga og því kunni að fylgja átök. Þó markmiðið sé að klára samninga fljótt og vel segist formaðurinn ekki ætla að fara niður á fjóra fætur til að ná samningi fyrir jól. Fundur samflots iðn- og tæknifólks, VR og Landssambandi íslenskra verslunarmanna með Samtökum atvinnulífsins hófst hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi en fundurinn kemur í kjölfar þess að Starfsgreinasambandið skrifaði undir samning um helgina. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist mátulega bjartsýnn. „Það mun skýrast mjög fljótlega svona hvernig landið liggur og hvort að það sé einhver raunverulegur samningsvilji hjá okkar viðsemjendum. Þannig ég eiginlega geri mér engar væntingar eða engar vonir, ég fer svona nokkuð hlutlaus að þessu verkefni, en auðvitað vonum við það besta,“ segir Ragnar. Hversu lengi fundurinn muni standa yfir segir Ragnar það ómögulegt að segja en það fari eftir því hvort einhver brú sé í því sem komi þar fram. Þá vill hann ekki tjá sig um það hvort þau gætu nýtt sér eitthvað úr samningi Starfsgreinasambandsins. Um sé að ræða ólíka hópa með ólíkar kröfur. „Þetta er ekki bara eitthvað sem við getum dregið upp úr hatti. Þetta er flókið og það þarf töluverðan tíma til að ganga frá þessu,“ segir Ragnar. Tímaramminn mjög knappur VR skoðar nú skammtímasamning en að sögn Ragnars blasir við að það þurfi að gerast á allra næstu dögum þar sem kynna þyrfti slíkan samning sem fyrst og greiða atkvæði um hann. Með skammtímasamningi væri hægt að koma í veg fyrir möguleg átök en huga þurfi að ýmsu. „Það tekur allt tíma og svo eru fjölmörg atriði líka sem þarf að ganga frá inni í þessu samkomulagi sem að taka langan tíma. Þannig tímaramminn er orðinn mjög knappur og að ef að ekki næst að klára þetta á allra næstu dögum þá erum við augljóslega að fara inn í annan fasa sem er langtímasamningur og mögulega átök,“ segir Ragnar. Aðspurður um hvort það sé kappsmál að klára kjarasamninga fyrir jól segir Ragnar það auðvitað skipta máli að klára svona vinnu fljótt og vel. „En ég held að það sé mitt viðhorf að fara ekki niður á fjóra fætur til þess að ná því og ég held að það sé ekki heldur vilji okkar félagsfólks. Við þurfum fyrst og fremst að ná ásættanlegri niðurstöðu miðað við aðstæður og það er markmiðið, það verður ekki selt fyrir hvað sem er,“ segir Ragnar. Vonast eftir löngum fundi Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti ASÍ og formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, er einnig á fundinum en hann tekur undir með Ragnari að tíminn sé naumur en upplegg þeirra sé að ná kjarasamningi sem fyrst. Sjálfur bindur hann vonir við að fundurinn verði langur og að samningar náist fyrir jól. „Markmiðið okkar er að reyna að klára samninga og auðvitað vonar maður að það takist núna. Ef við ætlum að ræða skammtímasamninga eins og búið er að vera í umræðunni þá þarf það að gerast mjög hratt og þess vegna teljum við að það sé mikilvægt að semja núna ef mögulegt er, en það þarf tvo til þess að ná samningi og við þurfum að taka stöðuna núna á þessum fundi,“ segir Kristján. Hvað samning Starfsgreinasambandsins varðar segir Kristján einhverja þætti í þeim samningi geta nýst í þeirra viðræðum. „En við þurfum hins vegar að leita leiða til þess að ná samningi sem hentar okkar hópi sem við erum að semja fyrir,“ segir hann. Samfélagið á ágætum stað ef fram heldur sem horfir Fréttastofa náði sömuleiðis tali af Halldóri Benjamín Þorbergssyni, formanni SA, fyrir fundinn þar sem hann sagðist meta yfirlýsingu Seðlabankans frá því í morgun sem svo að kjarasamningarnir séu innan marka og ógni ekki fjármálastöðugleika. Þá benti hann á að verðbólguálag á skuldabréfamarkaði hafi lækkað á mánudag sem sýni að markaðurinn líti á kjarasamninginn sem undirritaður var um helgina sem svo að hann sé ekki verðbólguhvetjandi. Hvað vaxtaákvörðun Seðlabankans í lok síðasta mánaðar varðar sagði Halldór óþarfi að velta sér upp úr því núna. „Við horfum fram á veginn. Það er það sem við gerum í kjarasamningsgerð, við erum ekki að semja aftur á bak heldur fram veginn, og ef fram heldur sem horfir og við náum saman hérna á næstu dögum þá held ég að við sem samfélag séum á ágætum stað,“ sagði Halldór. Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Efling vísar kjaradeilu til ríkissáttasemjara Stéttarfélagið Efling hefur vísað kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins (SA) til ríkissáttasemjara. Formaður Eflingar segir það óhjákvæmilega aðgerð. 7. desember 2022 12:58 Seðlabankastjóri segir að fyrstu kjarasamningarnir séu „mjög jákvæð tíðindi“ Seðlabankastjóri sagði að fyrstu kjarasamningar sem gerðir voru í þessari lotu séu „mjög jákvæð tíðindi“ og auki fjármálastöðugleika. Hann sagði ennfremur bankarnir væru ekki lengur að fá „ódýra fjármögnun“ erlendis eftir áratug þar sem vextir voru neikvæðir í okkar helstu viðskiptalöndum. „Bankarnir verða að varpa þessu áfram til íslenskra aðila,“ sagði Ásgeir. 7. desember 2022 12:12 Hefðu átt að fara sér hægar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gagnrýnir þann flýti sem settur var í að loka kjarasamningi milli Samtaka Atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins. Menn hefðu átt að fara sér hægar og ekki glutra niður góðu tækifæri. 6. desember 2022 13:18 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Fundur samflots iðn- og tæknifólks, VR og Landssambandi íslenskra verslunarmanna með Samtökum atvinnulífsins hófst hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi en fundurinn kemur í kjölfar þess að Starfsgreinasambandið skrifaði undir samning um helgina. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist mátulega bjartsýnn. „Það mun skýrast mjög fljótlega svona hvernig landið liggur og hvort að það sé einhver raunverulegur samningsvilji hjá okkar viðsemjendum. Þannig ég eiginlega geri mér engar væntingar eða engar vonir, ég fer svona nokkuð hlutlaus að þessu verkefni, en auðvitað vonum við það besta,“ segir Ragnar. Hversu lengi fundurinn muni standa yfir segir Ragnar það ómögulegt að segja en það fari eftir því hvort einhver brú sé í því sem komi þar fram. Þá vill hann ekki tjá sig um það hvort þau gætu nýtt sér eitthvað úr samningi Starfsgreinasambandsins. Um sé að ræða ólíka hópa með ólíkar kröfur. „Þetta er ekki bara eitthvað sem við getum dregið upp úr hatti. Þetta er flókið og það þarf töluverðan tíma til að ganga frá þessu,“ segir Ragnar. Tímaramminn mjög knappur VR skoðar nú skammtímasamning en að sögn Ragnars blasir við að það þurfi að gerast á allra næstu dögum þar sem kynna þyrfti slíkan samning sem fyrst og greiða atkvæði um hann. Með skammtímasamningi væri hægt að koma í veg fyrir möguleg átök en huga þurfi að ýmsu. „Það tekur allt tíma og svo eru fjölmörg atriði líka sem þarf að ganga frá inni í þessu samkomulagi sem að taka langan tíma. Þannig tímaramminn er orðinn mjög knappur og að ef að ekki næst að klára þetta á allra næstu dögum þá erum við augljóslega að fara inn í annan fasa sem er langtímasamningur og mögulega átök,“ segir Ragnar. Aðspurður um hvort það sé kappsmál að klára kjarasamninga fyrir jól segir Ragnar það auðvitað skipta máli að klára svona vinnu fljótt og vel. „En ég held að það sé mitt viðhorf að fara ekki niður á fjóra fætur til þess að ná því og ég held að það sé ekki heldur vilji okkar félagsfólks. Við þurfum fyrst og fremst að ná ásættanlegri niðurstöðu miðað við aðstæður og það er markmiðið, það verður ekki selt fyrir hvað sem er,“ segir Ragnar. Vonast eftir löngum fundi Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti ASÍ og formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, er einnig á fundinum en hann tekur undir með Ragnari að tíminn sé naumur en upplegg þeirra sé að ná kjarasamningi sem fyrst. Sjálfur bindur hann vonir við að fundurinn verði langur og að samningar náist fyrir jól. „Markmiðið okkar er að reyna að klára samninga og auðvitað vonar maður að það takist núna. Ef við ætlum að ræða skammtímasamninga eins og búið er að vera í umræðunni þá þarf það að gerast mjög hratt og þess vegna teljum við að það sé mikilvægt að semja núna ef mögulegt er, en það þarf tvo til þess að ná samningi og við þurfum að taka stöðuna núna á þessum fundi,“ segir Kristján. Hvað samning Starfsgreinasambandsins varðar segir Kristján einhverja þætti í þeim samningi geta nýst í þeirra viðræðum. „En við þurfum hins vegar að leita leiða til þess að ná samningi sem hentar okkar hópi sem við erum að semja fyrir,“ segir hann. Samfélagið á ágætum stað ef fram heldur sem horfir Fréttastofa náði sömuleiðis tali af Halldóri Benjamín Þorbergssyni, formanni SA, fyrir fundinn þar sem hann sagðist meta yfirlýsingu Seðlabankans frá því í morgun sem svo að kjarasamningarnir séu innan marka og ógni ekki fjármálastöðugleika. Þá benti hann á að verðbólguálag á skuldabréfamarkaði hafi lækkað á mánudag sem sýni að markaðurinn líti á kjarasamninginn sem undirritaður var um helgina sem svo að hann sé ekki verðbólguhvetjandi. Hvað vaxtaákvörðun Seðlabankans í lok síðasta mánaðar varðar sagði Halldór óþarfi að velta sér upp úr því núna. „Við horfum fram á veginn. Það er það sem við gerum í kjarasamningsgerð, við erum ekki að semja aftur á bak heldur fram veginn, og ef fram heldur sem horfir og við náum saman hérna á næstu dögum þá held ég að við sem samfélag séum á ágætum stað,“ sagði Halldór. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Efling vísar kjaradeilu til ríkissáttasemjara Stéttarfélagið Efling hefur vísað kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins (SA) til ríkissáttasemjara. Formaður Eflingar segir það óhjákvæmilega aðgerð. 7. desember 2022 12:58 Seðlabankastjóri segir að fyrstu kjarasamningarnir séu „mjög jákvæð tíðindi“ Seðlabankastjóri sagði að fyrstu kjarasamningar sem gerðir voru í þessari lotu séu „mjög jákvæð tíðindi“ og auki fjármálastöðugleika. Hann sagði ennfremur bankarnir væru ekki lengur að fá „ódýra fjármögnun“ erlendis eftir áratug þar sem vextir voru neikvæðir í okkar helstu viðskiptalöndum. „Bankarnir verða að varpa þessu áfram til íslenskra aðila,“ sagði Ásgeir. 7. desember 2022 12:12 Hefðu átt að fara sér hægar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gagnrýnir þann flýti sem settur var í að loka kjarasamningi milli Samtaka Atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins. Menn hefðu átt að fara sér hægar og ekki glutra niður góðu tækifæri. 6. desember 2022 13:18 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Efling vísar kjaradeilu til ríkissáttasemjara Stéttarfélagið Efling hefur vísað kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins (SA) til ríkissáttasemjara. Formaður Eflingar segir það óhjákvæmilega aðgerð. 7. desember 2022 12:58
Seðlabankastjóri segir að fyrstu kjarasamningarnir séu „mjög jákvæð tíðindi“ Seðlabankastjóri sagði að fyrstu kjarasamningar sem gerðir voru í þessari lotu séu „mjög jákvæð tíðindi“ og auki fjármálastöðugleika. Hann sagði ennfremur bankarnir væru ekki lengur að fá „ódýra fjármögnun“ erlendis eftir áratug þar sem vextir voru neikvæðir í okkar helstu viðskiptalöndum. „Bankarnir verða að varpa þessu áfram til íslenskra aðila,“ sagði Ásgeir. 7. desember 2022 12:12
Hefðu átt að fara sér hægar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gagnrýnir þann flýti sem settur var í að loka kjarasamningi milli Samtaka Atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins. Menn hefðu átt að fara sér hægar og ekki glutra niður góðu tækifæri. 6. desember 2022 13:18