Máttugur Mitchell og glæsilegur Dončić leiddu lið sín til sigurs Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. desember 2022 10:31 Leikmenn Los Angeles Lakers áttu engin svör gegn Donavan Mitchell í nótt. Jason Miller/Getty Images Aðeins fóru þrír leikir fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Segja má að Donavan Mitchell, leikmaður Cleveland Cavaliers, og Luka Dončić, leikmaður Dallas Mavericks, hafi stolið senunni. LeBron James var mættur á sinn gamla heimavöll er Cleveland tók á móti Los Angeles Lakers. Gestirnir hafa verið að ganga í gegnum endurnýjun lífdaga ef svo má að orði komast og voru til alls líklegir fyrir leik næturinnar. Það var hins vegar snemma ljóst að Anthony Davis, sem hefur verið meginástæða þess að Lakers virðist vera rétta úr kútnum, gengi ekki heill til skógar. Hann entist í aðeins átta mínútur en samkvæmt fréttamiðlum vestanhafs var hann einfaldlega veikur og gat því ekki spilað. Án hans áttu leikmenn Lakers erfitt uppdráttar og tókst þeim engan veginn að beisla áðurnefndan Mitchell. Segja má að bestu þrír leikmenn Cleveland hafi allir leikið lausum hala í 14 stiga sigri liðsins, lokatölur 116-102. Donovan Mitchell went OFF in Cleveland43 PTS (season-high)6 REB5 AST4 STL4 3PMWWhat a night for Spida. pic.twitter.com/XyBXODWXfB— NBA (@NBA) December 7, 2022 Mitchell fór fyrir sínum mönnum en hann skoraði 43 stig, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Þar á eftir kom Jarrett Allen með 24 stig og 11 fráköst á meðan Darius Garland skoraði 21 stig og gaf 11 stoðsendingar. Hjá Lakers var LeBron stigahæstur með 21 stig ásamt því að taka 17 fráköst. Þar á eftir kom Thomas Bryant með 19 stig á meðan Dennis Schröder og Russell Westbrook skoruðu 16 stig hvor. Leikur Denver Nuggets og Dallas var sannkallaður háspennuleikur þar sem Dallas tryggði sér sigurinn í blálokin, lokatölur þar 115-116. Dorian Finney-Smith called game #PhantomCam pic.twitter.com/jXwkWxYu1X— NBA (@NBA) December 7, 2022 Dončić var að venju allt í öllu hjá Dallas og endaði með þrefalda tvennu, hans sjötta á leiktíðinni. Ásamt því að skora 22 stig þá gaf hann 12 stoðsendingar og tók 10 fráköst. Hann var þó ekki stigahæstur í liði Dallas þar sem Tim Hardaway Jr. skoraði 29 stig. Luka posted his 6th triple-double of the season in the Mavs W tonight.22 PTS10 REB12 AST4 3PM pic.twitter.com/P8TAE7Zn0J— NBA (@NBA) December 7, 2022 Hjá Denver var Aaron Gordon stigahæstur með 27 stig á meðan Nikola Jokić skoraði 19 stig, tók 8 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Að lokum vann Detroit Pistons óvæntan stórsigur á Miami Heat, lokatölur 116-96 Detroit í vil. Bojan Bogdanović fór fyrir sínum mönnum í Pistons en hann skoraði 31 stig í liði þar sem alls sex leikmenn skoruðu 10 stig eða meira. Tyler Herro var stigahæstur í liði Heat með 34 stig. The updated NBA standings https://t.co/6FlAli0aPP pic.twitter.com/rF2dq8mS71— NBA (@NBA) December 7, 2022 Körfubolti NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
LeBron James var mættur á sinn gamla heimavöll er Cleveland tók á móti Los Angeles Lakers. Gestirnir hafa verið að ganga í gegnum endurnýjun lífdaga ef svo má að orði komast og voru til alls líklegir fyrir leik næturinnar. Það var hins vegar snemma ljóst að Anthony Davis, sem hefur verið meginástæða þess að Lakers virðist vera rétta úr kútnum, gengi ekki heill til skógar. Hann entist í aðeins átta mínútur en samkvæmt fréttamiðlum vestanhafs var hann einfaldlega veikur og gat því ekki spilað. Án hans áttu leikmenn Lakers erfitt uppdráttar og tókst þeim engan veginn að beisla áðurnefndan Mitchell. Segja má að bestu þrír leikmenn Cleveland hafi allir leikið lausum hala í 14 stiga sigri liðsins, lokatölur 116-102. Donovan Mitchell went OFF in Cleveland43 PTS (season-high)6 REB5 AST4 STL4 3PMWWhat a night for Spida. pic.twitter.com/XyBXODWXfB— NBA (@NBA) December 7, 2022 Mitchell fór fyrir sínum mönnum en hann skoraði 43 stig, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Þar á eftir kom Jarrett Allen með 24 stig og 11 fráköst á meðan Darius Garland skoraði 21 stig og gaf 11 stoðsendingar. Hjá Lakers var LeBron stigahæstur með 21 stig ásamt því að taka 17 fráköst. Þar á eftir kom Thomas Bryant með 19 stig á meðan Dennis Schröder og Russell Westbrook skoruðu 16 stig hvor. Leikur Denver Nuggets og Dallas var sannkallaður háspennuleikur þar sem Dallas tryggði sér sigurinn í blálokin, lokatölur þar 115-116. Dorian Finney-Smith called game #PhantomCam pic.twitter.com/jXwkWxYu1X— NBA (@NBA) December 7, 2022 Dončić var að venju allt í öllu hjá Dallas og endaði með þrefalda tvennu, hans sjötta á leiktíðinni. Ásamt því að skora 22 stig þá gaf hann 12 stoðsendingar og tók 10 fráköst. Hann var þó ekki stigahæstur í liði Dallas þar sem Tim Hardaway Jr. skoraði 29 stig. Luka posted his 6th triple-double of the season in the Mavs W tonight.22 PTS10 REB12 AST4 3PM pic.twitter.com/P8TAE7Zn0J— NBA (@NBA) December 7, 2022 Hjá Denver var Aaron Gordon stigahæstur með 27 stig á meðan Nikola Jokić skoraði 19 stig, tók 8 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Að lokum vann Detroit Pistons óvæntan stórsigur á Miami Heat, lokatölur 116-96 Detroit í vil. Bojan Bogdanović fór fyrir sínum mönnum í Pistons en hann skoraði 31 stig í liði þar sem alls sex leikmenn skoruðu 10 stig eða meira. Tyler Herro var stigahæstur í liði Heat með 34 stig. The updated NBA standings https://t.co/6FlAli0aPP pic.twitter.com/rF2dq8mS71— NBA (@NBA) December 7, 2022
Körfubolti NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira