Innlent

Notast við neðan­sjávar­far við leitina að skip­verjanum

Atli Ísleifsson skrifar
Neðansjávarfarið frá Teledyne Gavia.
Neðansjávarfarið frá Teledyne Gavia. LHG

Áhöfnin á varðskipinu Þór heldur leit áfram í dag að skipverjanum sem féll útbyrðis á laugardag úti fyrir Garðskaga. Leitað verður með neðansjávarfari frá Teledyne Gavia á svæðinu þar sem talið er að maðurinn hafi fallið fyrir borð.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Þar segir að neðansjávarfarið sé útbúið sérstakri hliðarhljóðsjá auk myndavélar sem nýtist við athugun sjávarbotnsins.

„Sérfræðingur frá Teledyne Gavia fór um borð í Þór í morgun ásamt sérfræðingum frá sjómælinga- og siglingaöryggisdeild Landhelgisgæslunnar til að aðstoða við leitina. 

Þyrla Landhelgisgæslunnar verður einnig nýtt til leitar í dag. Leit hefst í birtingu,“ segir í tilkynningunni.

Starfsmenn við leit í varðskipinu Þór í gær.LGH

Útgerðarfélagið Vísir greindi frá því að skipverjinn á Sighvati GK-57 í Grindavík sem leitað hafi verið að frá því á laugardag heiti Ekasit Thasaphong og sé fæddur árið 1980. Hann býr í Grindavík ásamt eiginkonu og þremur börnum.


Tengdar fréttir

Skýrsla tekin af skip­stjóranum í morgun

Lögreglan á Suðurnesjum tók skýrslu af skipstjóra Sighvats GK-57, sem er í eigu Vísis hf. í Grindavík, í morgun. Skipverji féll frá borði Sighvats síðdegis á laugardag í Faxaflóa og stendur leit að honum enn yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×