Sálræn áföll og ofþyngd Inga Margrét Benediktsdóttir skrifar 5. desember 2022 20:30 Vitað er að orsakir ofþyngdar hjá einstaklingum eru margar og mismunandi. Ekki er hægt að benda á eina algjöra orsök fyrir ofþyngd en þær eru margar og mismunandi. Sú orsök sem fjallað verður um hér eru sálræn áföll. Áföll (e. Trauma) eru mismunandi eins og þau eru mörg og má þar t.d. nefna áföll í æsku, kynferðislegt ofbeldi, einelti, líkamlegt ofbeldi, heimilisofbeldi, nauðganir, náttúruhamfarir ýmiskonar og dauða ástvinar eða einhvers nákomins. Áföll eru upplifun einstaklingsins og einhver sem hefur lent í einhverju litlu miðað við einhvern annan er ekkert endilega með minna áfall eða minni áfallastreituröskun en hinn aðilinn, því öll erum við misjöfn. Eins gefa rannsóknir til kynna að börn sem verða vitni af ofbeldi verði fyrir skaða af því til lengri tíma. Oft er litið fram hjá sálrænum áföllum hjá einstaklingum sem glíma við ofþyngd og þá er eingöngu einblínt á líkamsástand og hegðunarmynstur einstaklinga. Áföll í æsku geta verið ein af ástæðum þess að einstaklingur verður of þungur. Augljóst er að áfallamiðuð nálgun í heilsugæslu er ábótavant og úrbóta er þörf. Í Heilbrigðisstefnu til 2030 er krafist úrbóta í þessu samhengi og vonandi verður þeirri áætlun hrint í framkvæmd innan tímaramma. Áföll og sá sársauki sem þeim fylgir breytir hugsun okkar og hvernig við sjáum heiminn og bregðumst við aðstæðum. Þau einkenni sem einstaklingar finna fyrir eru ekki bara sálræn heldur einnig vegna líkamlegra orsaka. Áföll breyta því hvernig taugakerfið okkar starfar. Heilinn fer að starfa öðruvísi og bregst öðruvísi við og sendir frá sér öðruvísi taugaboð en áður. Heilinn er stöðugt að endurskrifa og endurvinna upplýsingar og hafa áföll hafa áhrif á þessa starfsemi hans. Ótti hrindir af stað viðbrögðum sem eru eðlislæg hverri manneskju. Við þurfum að geta skynjað ótta til að lifa af. Óttaviðbrögð eru þau viðbrögð sem vernda okkur í raun frá hættu og við berjumst eða flýjum (e. Fight ore flight) ef við þurfum þess og þannig forðumst við hættulegar aðstæður eða áreiti. Þegar fólk verður ítrekað fyrir áföllum eða jafnvel einu slæmu áfalli þá fara þessi viðbrögð að virkjast utan við raunverulegar hættu aðstæður. Það gerir það að verkum að við finnum jafnvel stöðugt fyrir ótta og verðum uppgefin. Kvíði er viðbragð líkamans sem kemur einnig fram samhliða ótta. Einstaklingur með kvíða er stöðugt varkár eða óttasleginn og það hefur áhrif á hann bæði tilfinningarlega og líkamlega. Til að takast á við þennan ótta sem hefur myndast þá byrja einstaklingar oft að þróa með sér ákveðnar venjur sem geta verið bæði heilbrigðar og óheilbrigðar. Sumir fara út að labba og hlusta á tónlist á meðan aðrir leitast í neikvæðar venjur t.d. áfengis- og fíkniefnaneyslu, sjálfsskaða, ýmsa áráttuhegðun og að borða annað hvort of mikið eða of lítið. Þegar líkaminn festist í þessu ótta viðbragði með kvíðatilfinningu þá leitum við sem einstaklingar eftir því að laga þetta ástand með öllum nauðsynlegum ráðum. Eitt af þeim ráðum er að borða. Að borða, fyrir einhvern í ofþyngd (ekki alla), veldur því að honum finnst hann vera við stjórn á aðstæðum, þó svo það vari stutt. Að borða veitir einstaklingnum þá stöðugleika og þægindi á því augnabliki sem hann er að neyta máltíðarinnar. Þegar hann borðar finnur hann fyrir vellíðan og sælu. Það getur leitt til að einstaklingur þrói með sér matarfíkn. Það er eðlilegt að vilja lifa af og það að borða eitthvað gott er eitthvað sem allir hafa ánægju af að gera. Umbunarkerfi heilans virkjast við að borða góðan mat, en þetta kerfi er ómeðvitað og mjög öflugt og hefur djúpstæð áhrif á okkur. Umbunarkerfið lætur okkur vita hvað er öruggt og gott og einnig hvað er skaðlegt og sársaukafullt. Það að borða góðan mat er því einskonar huggun. Matur getur sem sagt ýtt á stað þeim umbunarviðbrögðum og getur haft áhrif á sömu stöðvar heilans og fíkniefni og áfengi gera auk margra lyfja. Margir sem verða fyrir áföllum borða því til þess að finna fyrir vellíðan og huggun. Þá eiga þeir til að borða meira en ráðlagt er til þess að reyna að losna við tilfinningarlega vanlíðan. Margir einstaklingar með áfallasögu borða til að losna við ótta og kvíða sem fylgja áföllum. Það er mikilvægt að líta til áfalla þegar kemur að því að stjórna þyngd, hvort sem um ofþyngd er að ræða eða of lítil þyngd. Áföll í æsku og á fullorðins árum geta haft veruleg áhrif á hvort fólk þróar með sér matarfíkn og þá ofþyngd samhliða eða jafnvel öfugt. Mikilvægt er að líta til þess samhliða öðrum aðgerðum sem farið er í innan heilbrigðisþjónustu. Það er aldrei auðvelt fyrir foreldra að eiga t.d. barn í ofþyngd og þurfa að leggja sig alla fram að leiðbeina barninu rétta braut. Hafa ber í huga þann þátt að sálræn áföll og ofbeldi geta oft verið ástæða þess að barnið borðar sér til huggunar. Fólk í ofþyngd vill flest ekkert vera á þessum stað sem það er á en er fast í vítahring og þarf oft aðstoð til að brjóta sig úr honum. Heilsugæslan er fyrsti viðkomustaður og þaðan er fólki beint réttar leiðir. Höfundur er með M.Sc. gráðu í sálrænum áföllum og ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Vitað er að orsakir ofþyngdar hjá einstaklingum eru margar og mismunandi. Ekki er hægt að benda á eina algjöra orsök fyrir ofþyngd en þær eru margar og mismunandi. Sú orsök sem fjallað verður um hér eru sálræn áföll. Áföll (e. Trauma) eru mismunandi eins og þau eru mörg og má þar t.d. nefna áföll í æsku, kynferðislegt ofbeldi, einelti, líkamlegt ofbeldi, heimilisofbeldi, nauðganir, náttúruhamfarir ýmiskonar og dauða ástvinar eða einhvers nákomins. Áföll eru upplifun einstaklingsins og einhver sem hefur lent í einhverju litlu miðað við einhvern annan er ekkert endilega með minna áfall eða minni áfallastreituröskun en hinn aðilinn, því öll erum við misjöfn. Eins gefa rannsóknir til kynna að börn sem verða vitni af ofbeldi verði fyrir skaða af því til lengri tíma. Oft er litið fram hjá sálrænum áföllum hjá einstaklingum sem glíma við ofþyngd og þá er eingöngu einblínt á líkamsástand og hegðunarmynstur einstaklinga. Áföll í æsku geta verið ein af ástæðum þess að einstaklingur verður of þungur. Augljóst er að áfallamiðuð nálgun í heilsugæslu er ábótavant og úrbóta er þörf. Í Heilbrigðisstefnu til 2030 er krafist úrbóta í þessu samhengi og vonandi verður þeirri áætlun hrint í framkvæmd innan tímaramma. Áföll og sá sársauki sem þeim fylgir breytir hugsun okkar og hvernig við sjáum heiminn og bregðumst við aðstæðum. Þau einkenni sem einstaklingar finna fyrir eru ekki bara sálræn heldur einnig vegna líkamlegra orsaka. Áföll breyta því hvernig taugakerfið okkar starfar. Heilinn fer að starfa öðruvísi og bregst öðruvísi við og sendir frá sér öðruvísi taugaboð en áður. Heilinn er stöðugt að endurskrifa og endurvinna upplýsingar og hafa áföll hafa áhrif á þessa starfsemi hans. Ótti hrindir af stað viðbrögðum sem eru eðlislæg hverri manneskju. Við þurfum að geta skynjað ótta til að lifa af. Óttaviðbrögð eru þau viðbrögð sem vernda okkur í raun frá hættu og við berjumst eða flýjum (e. Fight ore flight) ef við þurfum þess og þannig forðumst við hættulegar aðstæður eða áreiti. Þegar fólk verður ítrekað fyrir áföllum eða jafnvel einu slæmu áfalli þá fara þessi viðbrögð að virkjast utan við raunverulegar hættu aðstæður. Það gerir það að verkum að við finnum jafnvel stöðugt fyrir ótta og verðum uppgefin. Kvíði er viðbragð líkamans sem kemur einnig fram samhliða ótta. Einstaklingur með kvíða er stöðugt varkár eða óttasleginn og það hefur áhrif á hann bæði tilfinningarlega og líkamlega. Til að takast á við þennan ótta sem hefur myndast þá byrja einstaklingar oft að þróa með sér ákveðnar venjur sem geta verið bæði heilbrigðar og óheilbrigðar. Sumir fara út að labba og hlusta á tónlist á meðan aðrir leitast í neikvæðar venjur t.d. áfengis- og fíkniefnaneyslu, sjálfsskaða, ýmsa áráttuhegðun og að borða annað hvort of mikið eða of lítið. Þegar líkaminn festist í þessu ótta viðbragði með kvíðatilfinningu þá leitum við sem einstaklingar eftir því að laga þetta ástand með öllum nauðsynlegum ráðum. Eitt af þeim ráðum er að borða. Að borða, fyrir einhvern í ofþyngd (ekki alla), veldur því að honum finnst hann vera við stjórn á aðstæðum, þó svo það vari stutt. Að borða veitir einstaklingnum þá stöðugleika og þægindi á því augnabliki sem hann er að neyta máltíðarinnar. Þegar hann borðar finnur hann fyrir vellíðan og sælu. Það getur leitt til að einstaklingur þrói með sér matarfíkn. Það er eðlilegt að vilja lifa af og það að borða eitthvað gott er eitthvað sem allir hafa ánægju af að gera. Umbunarkerfi heilans virkjast við að borða góðan mat, en þetta kerfi er ómeðvitað og mjög öflugt og hefur djúpstæð áhrif á okkur. Umbunarkerfið lætur okkur vita hvað er öruggt og gott og einnig hvað er skaðlegt og sársaukafullt. Það að borða góðan mat er því einskonar huggun. Matur getur sem sagt ýtt á stað þeim umbunarviðbrögðum og getur haft áhrif á sömu stöðvar heilans og fíkniefni og áfengi gera auk margra lyfja. Margir sem verða fyrir áföllum borða því til þess að finna fyrir vellíðan og huggun. Þá eiga þeir til að borða meira en ráðlagt er til þess að reyna að losna við tilfinningarlega vanlíðan. Margir einstaklingar með áfallasögu borða til að losna við ótta og kvíða sem fylgja áföllum. Það er mikilvægt að líta til áfalla þegar kemur að því að stjórna þyngd, hvort sem um ofþyngd er að ræða eða of lítil þyngd. Áföll í æsku og á fullorðins árum geta haft veruleg áhrif á hvort fólk þróar með sér matarfíkn og þá ofþyngd samhliða eða jafnvel öfugt. Mikilvægt er að líta til þess samhliða öðrum aðgerðum sem farið er í innan heilbrigðisþjónustu. Það er aldrei auðvelt fyrir foreldra að eiga t.d. barn í ofþyngd og þurfa að leggja sig alla fram að leiðbeina barninu rétta braut. Hafa ber í huga þann þátt að sálræn áföll og ofbeldi geta oft verið ástæða þess að barnið borðar sér til huggunar. Fólk í ofþyngd vill flest ekkert vera á þessum stað sem það er á en er fast í vítahring og þarf oft aðstoð til að brjóta sig úr honum. Heilsugæslan er fyrsti viðkomustaður og þaðan er fólki beint réttar leiðir. Höfundur er með M.Sc. gráðu í sálrænum áföllum og ofbeldi.
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun