Hildigunnur fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum 2024 Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 5. desember 2022 21:40 Hildigunnur Birgisdóttir verður fulltrúi Íslendinga á Feneyjatvíæringnum 2024 í myndlist. Aðsend Hildigunnur Birgisdóttir hefur verið valin fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum í myndlist árið 2024 en það verður í sextugasta sinn sem hann er haldinn. Þá slæst hún í hóp með mörgum af fremstu listamönnum þjóðarinnar og má þar nefna Jóhannes Kjarval, Ragnar Kjartansson, Hrafnhildi Arnardóttur, Rúrí og Egil Sæbjörnsson. Blaðamaður tók púlsinn á Hildigunni. „Þetta er dásamlegt og það er auðmjúk tilfinning sem fylgir því að hafa fengið að vera valin og fengið þetta tækifæri,“ segir Hildigunnur í samtali við blaðamann. Í fréttatilkynningu frá Icelandic Art Center segir meðal annars: „Tvíæringurinn er einn mikilvægasti vettvangur samtímalistar á heimsvísu og það er mikill heiður fyrir þann íslenska myndlistarmann sem valinn er til þátttöku á tvíæringnum hverju sinni. Verk Hildigunnar Birgisdóttur, GDP (Gross Domestic Product), í Moskvu árið 2021. Þátttaka Íslands á Feneyjatvíæringnum hófst árið 1960. Myndlistarmiðstöð, áður nefnd Kyningarmiðstöð íslenskrar myndlistar (KÍM), hefur líkt og undanfarin ár umsjón með íslenska skálanum fyrir hönd Menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Allir aðilar Fulltrúaráðs Myndlistarmiðstöðvar fengu boð um að senda allt að þrjár tillögur að listamanni, sýningarstjóra eða sýningarhugmynd og bárust fjöldi hugmynda. Fagráð Myndlistarmiðstöðvar, auk tveggja gesta, fór yfir tillögur og valdi listamann úr þeim hópi.“ Réttur staður á réttri stundu „Eins og fyrirkomulagið er þá getur maður ekki beint stefnt að þessu og það er ekki alveg í eðli minnar myndlistar að selja sig mikið út og verða eitthvað heildar concept. Þetta er auðvitað eitthvað sem mann dreymir um í listnámi en er á sama tíma óraunverulegt. Þetta snýst svolítið um heppni og að vera á réttum stað á réttri stundu,“ segir Hildigunnur og bætir við: „Ég er ótrúlega þakklát fyrir að þetta hafi raðað sér svona saman.“ Hildigunnur Birgisdóttir útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2003 og býr og starfar í Reykjavík. Á síðasta ári voru verk hennar á sýningum í Listasafni Reykjavíkur, listasafninu GES-2, sem rekið er af V-A-C Foundation í Moskvu og H2H í Aþenu. Verk hennar má meðal annars finna í safneign Listasafns Íslands, Listasafns Reykjavíkur, Nýlistasafnsins og European Patent Office. „Á marglaga ferli sínum hefur Hildigunnur rannsakað hugmyndir okkar um fegurð, notagildi, samhengi hlutanna og hvetur áhorfandann til að efast um jafnvægið á milli skynjunar og raunveruleika. Hún skoðar oft fáfengilega hluti á borð við takka lyklaborðs, plastklemmur og úðabrúsa, og er hver hlutur valinn út frá einfaldleika sínum eða tilvist. Verk Hildigunnar Friður/Peace. Með því að setja fram óskáldlega hluti í nýjum efnum og stærðum undirstrikar Hildigunnur kunnuglega eiginleika þeirra en samtímis því dregur hún notagildi þeirra í efa. Bjögunin undirstrikar skúlptúrískt gildi hinna upprunalegu hluta og fagnar fagurfræði þess sem fæstir gefa gaum,“ segir einnig í fréttatilkynningunni. Aðspurð hvað einkenni list hennar segir Hildigunnur: „Það sem ég vona allavega er að listin mín fari stundum ótroðnar slóðir og opinberi hugsun mannsins.“ Fagráðið í valferlinu skipuðu þau Starkaður Sigurðarson (f.h. SÍM), Auður Jörundsdóttir (forstöðumaður Myndlistarmiðstöðvar) og Harpa Þórsdóttir (f.h. listasafna). Gestir fagráðs voru Una Björg Magnúsdóttir og Sigurður Guðjónsson. Fulltrúaráð KÍM samanstendur af einum fulltrúa frá öllum viðurkenndum listasöfnum á Íslandi, Samtökum listamannarekinna myndlistarrýma, Myndstefi og fimm fulltrúum Sambands íslenskra myndlistarmanna. Menning Myndlist Feneyjatvíæringurinn Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Þetta er dásamlegt og það er auðmjúk tilfinning sem fylgir því að hafa fengið að vera valin og fengið þetta tækifæri,“ segir Hildigunnur í samtali við blaðamann. Í fréttatilkynningu frá Icelandic Art Center segir meðal annars: „Tvíæringurinn er einn mikilvægasti vettvangur samtímalistar á heimsvísu og það er mikill heiður fyrir þann íslenska myndlistarmann sem valinn er til þátttöku á tvíæringnum hverju sinni. Verk Hildigunnar Birgisdóttur, GDP (Gross Domestic Product), í Moskvu árið 2021. Þátttaka Íslands á Feneyjatvíæringnum hófst árið 1960. Myndlistarmiðstöð, áður nefnd Kyningarmiðstöð íslenskrar myndlistar (KÍM), hefur líkt og undanfarin ár umsjón með íslenska skálanum fyrir hönd Menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Allir aðilar Fulltrúaráðs Myndlistarmiðstöðvar fengu boð um að senda allt að þrjár tillögur að listamanni, sýningarstjóra eða sýningarhugmynd og bárust fjöldi hugmynda. Fagráð Myndlistarmiðstöðvar, auk tveggja gesta, fór yfir tillögur og valdi listamann úr þeim hópi.“ Réttur staður á réttri stundu „Eins og fyrirkomulagið er þá getur maður ekki beint stefnt að þessu og það er ekki alveg í eðli minnar myndlistar að selja sig mikið út og verða eitthvað heildar concept. Þetta er auðvitað eitthvað sem mann dreymir um í listnámi en er á sama tíma óraunverulegt. Þetta snýst svolítið um heppni og að vera á réttum stað á réttri stundu,“ segir Hildigunnur og bætir við: „Ég er ótrúlega þakklát fyrir að þetta hafi raðað sér svona saman.“ Hildigunnur Birgisdóttir útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2003 og býr og starfar í Reykjavík. Á síðasta ári voru verk hennar á sýningum í Listasafni Reykjavíkur, listasafninu GES-2, sem rekið er af V-A-C Foundation í Moskvu og H2H í Aþenu. Verk hennar má meðal annars finna í safneign Listasafns Íslands, Listasafns Reykjavíkur, Nýlistasafnsins og European Patent Office. „Á marglaga ferli sínum hefur Hildigunnur rannsakað hugmyndir okkar um fegurð, notagildi, samhengi hlutanna og hvetur áhorfandann til að efast um jafnvægið á milli skynjunar og raunveruleika. Hún skoðar oft fáfengilega hluti á borð við takka lyklaborðs, plastklemmur og úðabrúsa, og er hver hlutur valinn út frá einfaldleika sínum eða tilvist. Verk Hildigunnar Friður/Peace. Með því að setja fram óskáldlega hluti í nýjum efnum og stærðum undirstrikar Hildigunnur kunnuglega eiginleika þeirra en samtímis því dregur hún notagildi þeirra í efa. Bjögunin undirstrikar skúlptúrískt gildi hinna upprunalegu hluta og fagnar fagurfræði þess sem fæstir gefa gaum,“ segir einnig í fréttatilkynningunni. Aðspurð hvað einkenni list hennar segir Hildigunnur: „Það sem ég vona allavega er að listin mín fari stundum ótroðnar slóðir og opinberi hugsun mannsins.“ Fagráðið í valferlinu skipuðu þau Starkaður Sigurðarson (f.h. SÍM), Auður Jörundsdóttir (forstöðumaður Myndlistarmiðstöðvar) og Harpa Þórsdóttir (f.h. listasafna). Gestir fagráðs voru Una Björg Magnúsdóttir og Sigurður Guðjónsson. Fulltrúaráð KÍM samanstendur af einum fulltrúa frá öllum viðurkenndum listasöfnum á Íslandi, Samtökum listamannarekinna myndlistarrýma, Myndstefi og fimm fulltrúum Sambands íslenskra myndlistarmanna.
Menning Myndlist Feneyjatvíæringurinn Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira