Innlent

Sjómaðurinn sem leitað er var skipverji á Sighvati GK-57 í eigu Vísis hf.

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Mannsins var leitað í tólf tíma í gær og leit heldur áfram í dag.
Mannsins var leitað í tólf tíma í gær og leit heldur áfram í dag. Getty

Sjómaðurinn sem leitað hefur verið að frá því á laugardag féll frá borði Sighvats GK-57, línuskips í eigu Vísis hf. Frá þessu er greint í tilkynningu frá útgerðarfélaginu sem Morgunblaðið hefur undir höndum.

Í frétt mbl.is segir að lögregla og rannsóknarnefnd sjóslysa hafið þegar hafið rannsókn á slysinu en ekki sé vitað hvað varð til þess að skipverjinn féll fyrir borð. 

„Skip og þyrl­ur Land­helg­is­gæsl­unn­ar, skip Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar, auk skipa á veg­um margra út­gerða hafa tekið þátt í leit­inni að hinum týnda sjó­manni og er öll­um viðkom­andi aðilum færðar dýpstu þakk­ir.

Vís­ir hf. ósk­ar ein­dregið eft­ir því að friðhelgi fjöl­skyldu sjó­manns­ins, áhafn­ar og aðstand­enda verði virt á þess­um erfiðu tím­um,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni frá Vísi hf.

Fréttastofa greindi frá því í gær að leit að sjómanninum hefði verið hætt á tíunda tímanum í gærkvöldi. Varðskipið Þór yrði á svæðinu í nótt og áhöfn hefja leit á ný í birtingu.

Leitað var að manninum í allan gærdag, bæði af skipum og úr þyrlum Landhelgisgæslunnar. 

Leitin fór fram á stóru svæði um 25 sjómílur norðvestur af Garðskaga, að því er kom fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×