Körfubolti

Auðvelt hjá Njarðvík gegn ÍR | Góð ferð Hauka til Grindavíkur

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Bríet Sif var öflug í kvöld.
Bríet Sif var öflug í kvöld.

Meistaralið Njarðvíkur átti ekki í neinum vandræðum með botnlið ÍR þegar liðin áttust við í Subway deildinni í kröfubolta í kvöld.

Leiknum lauk með átján stiga sigri Njarðvíkinga 86-68 og er ÍR liðið því enn án stiga á botninum.

Raquel De Lima var atkvæðamest Njarðvíkurkvenna í kvöld með 26 stig en Bríet Sif Hinriksdóttir var skammt undan með 22 stig. Greeta Uprus gerði átján stig fyrir ÍR.

Á sama tíma gerðu Haukakonur góða ferð til Grindavíkur og unnu fjögurra stiga sigur í hörkuleik, 74-78.

Keira Robinson var stigahæst í liði Hauka með 30 stig auk þess að taka átján fráköst.

Elma Dautovic stigahæst Grindavíkurkvenna með 26 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×