Fótbolti

Pelé kveður fréttir af heilsubresti sínum í kútinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pelé segist vera í ágætis fjöri.
Pelé segist vera í ágætis fjöri. getty/Xavi Torrent

Brasilíski fótboltasnillingurinn hefur reynt að kveða áhyggjur af heilsufari sínu í kútinn. Hann var fluttur á sjúkrahús fyrr í vikunni.

Samkvæmt ESPN í Brasilíu var Pelé fluttur á Albert Einstein sjúkrahúsið í Sao Paulo með miklar bólgur og a hann hafi undir rannsóknir. Pelé glímir við krabbamein en æxli var fjarlægt úr ristli hans fyrir rúmu ári. Dóttir Pelés, Kely Nascimento, sagði fréttaflutning af heilsu, eða heilsuleysi föður síns, vera ýktan. 

Í færslu á Instagram tók Pelé í sama streng og sagðist hafa verið í sinni mánaðarlegu heimsókn á sjúkrahúsið. „Það er alltaf indælt að fá svona jákvæð skilaboð,“ sagði Brassinn og þakkaði Katörum sérstaklega fyrir stuðninginn en mynd af honum með batakveðjum var varpað á byggingu í Katar þar sem heimsmeistaramótið fer fram um þessar mundir.

Pelé, sem varð 82 ára í október, hefur glímt við heilsubrest síðustu ár. ESPN í Brasilíu sagði að hann væri með hjartavandamál, krabbameinsmeðferðin virkaði ekki sem skildi og hann væri hálf ruglaður.

Fyrir HM sagðist Pelé vonast til þess að Brassar myndu vinna sinn sjötta heimsmeistaratitil í Katar. Hann vann sjálfur þrjá slíka; 1958, 1962 og 1970. Enginn annar fótboltamaður hefur afrekað það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×