Ætla að flytja íslenskt vatn til frumbyggja í Kanada Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. desember 2022 19:00 Brad og Jón Ármann standa saman að verkefninu. egill aðalsteinsson Íslenskt vatn verður flutt út til frumbyggjabyggða í Kanada á næsta ári. Forsprakki verkefnisins segir að kanadísk yfirvöld muni fjármagna verkefnið í von um að bæta fyrir það sem miður hefur farið í mannkynssögunni. Um er að ræða Kanadískt íslenskt samstarfsverkefni þar sem Íslendingar og frumbyggjar í Kanada hafa stofnað fyrirtæki sem hefur þann tilgang að flytja vatnið út. „Við erum að reyna að byggja upp sjálfbæra lausn til að hjálpa frumbyggjum Kanada að fá aðgang að hreinu vatni, ekki bara til tafarlausrar notkunar heldur til langframa,“ segir Brad Loiselle , fyrir hönd frumbyggjaþjóðanna. „Vegna þess að þar er ekki til ferskt vatn hjá sumum. Allt að fimm prósent þjóðarinnar þurfa að sjóða vatnið. Þetta vatn sem ég er með hér verður selt í beljum í gámum og fer beint í ísskápinn hjá fólki,“ segir Jón Ármann Steinsson, framkvæmdastjóri Icelandia ehf. Laga það sem miður hefur farið Unnið er að samningum um flutning á vatninu en ríkisstjórn Kanada mun fjármagna verkefnið. „Samfélagslega séð er þetta mjög mikilvægt fyrir þessar þjóðir. Ríkisstjórn Kanada er að styrkja þau og laga það sem hefur miður farið í mannkynssögunni. Það held ég að sé mikilvægast því þetta fólk hefur verið afskipt. Sumir lengi,“ segir Jón. Í stað þess að flytja út vatn í plastflöskum verða vatnsbeljur fluttar út í gámavís. Jón á von á því að frumbyggjar í Kanada muni njóta fyrsta sopans í lok næsta árs. „Ég hef drukkið þetta vatn stanslaust síðan ég kom hingað, alltaf úr krananum, ég hef drukkið það stanslaust. Þetta er alveg dásamlegt vatn. Mér finnst það frábært og börnunum mínum líka. Við vorum að tala um að fá það á heimilið okkar og nota það í staðinn fyrir kranavatnið. Þetta er stórkostlegt vatn og að sjá það hreinsast þegar það rennur í gegnum hraun og að sjá hvað það er aðgengilegt hvar sem við förum er alveg ótrúlegt.“ Stærra en bara Kanada Brad segir Kanada bara byrjunina. Það eru mörg lönd í heiminum þar sem er vatnsskortur. Í sumum löndum er ekkert aðgengi að vatni, í Afríku og mörgum öðrum heimshlutum. Það er tækifæri hérna til að leysa vatnsvandamál víða um heim. Við byrjum á Kanada því við búum þar og þetta er mikilvægt fyrir okkur og vini okkar og félaga en þetta er stærra en bara Kanada.“ Kanada Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Sætanýtingin aldrei verið betri í október Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Viðskipti innlent Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Sjá meira
Um er að ræða Kanadískt íslenskt samstarfsverkefni þar sem Íslendingar og frumbyggjar í Kanada hafa stofnað fyrirtæki sem hefur þann tilgang að flytja vatnið út. „Við erum að reyna að byggja upp sjálfbæra lausn til að hjálpa frumbyggjum Kanada að fá aðgang að hreinu vatni, ekki bara til tafarlausrar notkunar heldur til langframa,“ segir Brad Loiselle , fyrir hönd frumbyggjaþjóðanna. „Vegna þess að þar er ekki til ferskt vatn hjá sumum. Allt að fimm prósent þjóðarinnar þurfa að sjóða vatnið. Þetta vatn sem ég er með hér verður selt í beljum í gámum og fer beint í ísskápinn hjá fólki,“ segir Jón Ármann Steinsson, framkvæmdastjóri Icelandia ehf. Laga það sem miður hefur farið Unnið er að samningum um flutning á vatninu en ríkisstjórn Kanada mun fjármagna verkefnið. „Samfélagslega séð er þetta mjög mikilvægt fyrir þessar þjóðir. Ríkisstjórn Kanada er að styrkja þau og laga það sem hefur miður farið í mannkynssögunni. Það held ég að sé mikilvægast því þetta fólk hefur verið afskipt. Sumir lengi,“ segir Jón. Í stað þess að flytja út vatn í plastflöskum verða vatnsbeljur fluttar út í gámavís. Jón á von á því að frumbyggjar í Kanada muni njóta fyrsta sopans í lok næsta árs. „Ég hef drukkið þetta vatn stanslaust síðan ég kom hingað, alltaf úr krananum, ég hef drukkið það stanslaust. Þetta er alveg dásamlegt vatn. Mér finnst það frábært og börnunum mínum líka. Við vorum að tala um að fá það á heimilið okkar og nota það í staðinn fyrir kranavatnið. Þetta er stórkostlegt vatn og að sjá það hreinsast þegar það rennur í gegnum hraun og að sjá hvað það er aðgengilegt hvar sem við förum er alveg ótrúlegt.“ Stærra en bara Kanada Brad segir Kanada bara byrjunina. Það eru mörg lönd í heiminum þar sem er vatnsskortur. Í sumum löndum er ekkert aðgengi að vatni, í Afríku og mörgum öðrum heimshlutum. Það er tækifæri hérna til að leysa vatnsvandamál víða um heim. Við byrjum á Kanada því við búum þar og þetta er mikilvægt fyrir okkur og vini okkar og félaga en þetta er stærra en bara Kanada.“
Kanada Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Sætanýtingin aldrei verið betri í október Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Viðskipti innlent Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Sjá meira