Innlent

Með kyn­ferðis­legar myndir af börnum í tölvu og síma

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lögreglan hefur ekki heimild til að láta fjölskyldur manna vita sem eru sóttir til saka fyrir að skoða barnaníðsefni. Þeir hafa að sögn lögreglu flestir mestar áhyggjur af almenningsálitinu þegar þeir eru handteknir. Nöfn þeirra eru ekki birt á vefsíðu dómstóla þegar dómur hefur verið kveðinn upp.
Lögreglan hefur ekki heimild til að láta fjölskyldur manna vita sem eru sóttir til saka fyrir að skoða barnaníðsefni. Þeir hafa að sögn lögreglu flestir mestar áhyggjur af almenningsálitinu þegar þeir eru handteknir. Nöfn þeirra eru ekki birt á vefsíðu dómstóla þegar dómur hefur verið kveðinn upp. Vísir/Vilhelm

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot með því að hafa, um nokkurt skeið fram til fimmtudagsins 18. júlí 2019, ítrekað skoðað myndir og myndskeið sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt á netinu eða með annarri upplýsinga- eða fjarskiptatækni.

Alls fundust 99 slíkar ljósmyndir í eyddum skrám á Dell fartölvu mannsins. Þá sáust ummerki um að slíkar myndir hefðu verið skoðaðar í vöfrum tölvunnar. Sömuleiðis fundust 286 slíkar myndir í flýtiminni Samsung Galaxy S7 farsíma.

Munirnir voru haldlagðir af lögreglu við handtöku hans í Reykjavík. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krefst þess að munirnir verði gerðir upptækir.

Talið er að eitt prósent manna séu með barnagirnd. Langstærsti hlutinn eru karlmenn og má því áætla að tæplega tvö þúsund karlmenn á Íslandi girnist börn á kynferðislegan hátt. Fjallað var um málið í Kompás árið 2020. 

Þar var rætt við rannsakendur í málum sem snúa að barnaníðsefni. Þar kom fram að þau sem skoðuðu slíkt efni væru í sumum tilfellum fjölskyldufólk. Rannsakendur deildu því með áhorfendum hvernig tilfinning það væri að þurfa að skoða slíkt myndefni við rannsókn málanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×