Sagðir ætla að þrefalda fjölda kjarnorkuvopna á næstu árum Samúel Karl Ólason skrifar 30. nóvember 2022 15:40 Kínverskir hermenn við æfingar. Getty/CFOTO/Future Publishing Kínverjar eru að smíða fleiri kjarnorkusprengjur og gera fleiri tilraunir með langdrægar eldflaugar en öll önnur ríki heimsins samanlagt. Á næstu árum gæti kjarnorkuvopnabúr Kínverja meira en þrefaldast í umfangi. Kjarnorkusprengjum Kínverja fer hratt fjölgandi og árið 2035 gæti Kína átt um 1.500 slík vopn. Nú eru rúmlega fjögur hundruð kjarnaoddar í vopnabúri Kínverja, samkvæmt nýrri skýrslu Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna til þingsins um herafla Kína en ríkisstjórn Kína hefur staðið í mikilli hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu á undanförnum árum. Þeirri nútímavæðingu gæti verið lokið árið 2035, samkvæmt skýrslunni. Bandaríkjamenn hafa lengi kvartað yfir því í gegnum njósnir og þjófnað á leynilegum upplýsingum frá Bandaríkjunum og öðrum ríkjum hafi Kínverjar getað komist hjá kostnaðarsamri og tímafrekri þróunarvinnu við nútímavæðingu herafla ríkisins. Samkvæmt tölum SIPRI, Stockholm International Peace Research Institute, eiga Rússar 6.255 kjarnaodda og Bandaríkin 5.550. Bandaríkjamenn og Rússar eiga í viðræðum um fjölda kjarnorkuvopna en Kínverjar hafa neitað að koma að þeim viðræðum. Í skýrslunni segir að Kínverjar hafi meðal annars sett sér það markmið að auka völd sín og áhrif fyrir árið 2049, þegar Alþýðulýðveldið Kína verður hundrað ára, og nota þau til að koma á nýrri heimsskipan sem sé Kínverjum og stjórnarháttum þeirra hagstæðari. Gera fleiri tilraunaskot en allir aðrir til samans Til marks um hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu Kína bendir ráðuneytið á að Kínverjar hafi á síðasta ári gert fleiri tilraunir með langdrægar eldflaugar en öll önnur ríki heimsins samanlagt. Kínverjar skutu um 135 langdrægum eldflaugum á loft í fyrra. Þeir hafa einnig verið að gera tilraunir með að skjóta eldflaugum frá kafbátum og hafa tekið nýja kafbáta sem geta borið kjarnorkuvopn í notkun. Þá hafa einnig borist fregnir af því að Kínverjar hafi smíðað mikið magn neðanjarðarbyrgja fyrir langdrægar eldflaugar í Kína. Markmiðið að geta gert innrás í Taívan Washington Post hefur eftir háttsettum embættismanni í Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna að markmið Kínverja með þessari hernaðaruppbyggingu sé að tryggja að her Kína geti gert innrás í Taívan, verði ákvörðun tekin um að gera það. Spennan milli Kínverja annars vegar og nágranna þeirra, Bandaríkjamanna og annarra hins vegar hefur aukist mjög að undanförnu og þá að miklu leyti vegna Taívans og áhyggja af því að Kínverjar hyggi á innrás í Eyríkið. Spennuna má sömuleiðis rekja til ólöglegs tilkalls Kína til Suður-Kínahafs og hernaðaruppbyggingar þar. Sjá einnig: Japanir ætla í hernaðaruppbyggingu Í frétt Washington Post segir að sérfræðingum hafi lengi þótt mögulegt að Kínverjar stefni á innrás árið 2027, þegar kínverski herinn heldur upp á hundrað ára afmæli sitt. Xi Jinping, forseti Kína hefur sagt forsvarsmönnum hersins að ljúka áðurnefndri uppbyggingu og nútímavæðingu fyrir það ár. Bandaríkjamenn segja ólíklegt að uppbyggingunni verði lokið fyrir það og segjast ekki eiga von á innrás í Taívan á næstunni. Þó kemur fram í skýrslunni að sérfræðingar Varnarmálaráðuneytisins búist við því að Kínverjar muni hafa burði til að gera innrás í Taívan árið 2027. Skipa sér sess í geimnum Í skýrslunni kemur fram að Kínverjar séu einnig að auka getu sína og umsvif í geimnum. Meðal annars séu þeir að þróa tækni og vopn til að granda gervihnöttum eins og með því að skjóta þá niður með eldflaugum eða trufla þá eða granda þeim með lasergeislum frá jörðu niðri. Einnig hafi Kínverjar unnið að þróun gervihnatta sem hannaðir eru til að granda öðrum gervihnöttum en í skýrslunni er þeim gervihnöttum lýst sem „geim-vélmennum“. Ráðuneytið segir yfirvöld í Kína vilja skipa sér í sess meðal geimvelda en eins og staðan er í dag eru Bandaríkjamenn þeir einu sem eru með fleiri virka gervihnetti á braut um jörðu en Kína. Bandaríkin Kína Taívan Hernaður Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Gagnrýndi orðræðu Kínverja í garð Taívans Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Xi Jinping, forseti Kína, funduðu í Indónesíu í dag og var það í fyrsta sinn sem þeir hittast síðan Biden varð forseti. Forsetarnir ræddu meðal annars aukna samkeppni ríkjanna, stríðið í Úkraínu og mótmælti Biden orðræðu kínverskra ráðamanna í garð Taívans. 14. nóvember 2022 14:36 Bandarískur flugmaður sem vann í Kína handtekinn í Ástralíu Bandarískur maður sem var flugmaður í landgönguliði Bandaríkjanna var nýverið handtekinn í Ástralíu og stendur til að framselja hann í Bandaríkjunum. Kínverjar eru sagðir hafa leitað til vestrænna flugmanna varðandi þjálfun í Kína. 25. október 2022 11:54 Sagðist skilja áhyggjur Xi af innrásinni í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, þakkaði Xi Jinping, forseta Kína, fyrir yfirvegaða afstöðu til innrásarinnar í Úkraínu. Pútín sagðist þó hafa skilning á spurningum og áhyggjum Xi af ástandinu í Úkraínu. Þá hét Pútín stuðningi Rússa við Kína varðandi meint yfirráð þeirra yfir Taívan. 15. september 2022 15:18 Skutu niður dróna frá Kína Her Taívans skaut niður dróna sem flogið var inn í lofthelgi ríkisins við litlar eyjur við strendur Kína sem Taívanar stjórna. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist en svo virðist sem ekki hafi verið um herdróna að ræða. 1. september 2022 10:36 Vara við gífurlegri ógn frá Kína Ken McCallum og Christopher Wray, yfirmenn MI5, innanríkisöryggisstofnunar Bretlands og Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), vöruðu báðir við því í dag að mikil ógn stafaði af Kommúnistaflokki Kína. Ógnin sneri bæði að hagkerfum Bretlands og Bandaríkjanna og þjóðaröryggi ríkjanna. Þeir sögðu Kína einnig ógna bandamönnum ríkjanna í Evrópu og annars staðar í heiminum og að nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða. 6. júlí 2022 22:01 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Kjarnorkusprengjum Kínverja fer hratt fjölgandi og árið 2035 gæti Kína átt um 1.500 slík vopn. Nú eru rúmlega fjögur hundruð kjarnaoddar í vopnabúri Kínverja, samkvæmt nýrri skýrslu Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna til þingsins um herafla Kína en ríkisstjórn Kína hefur staðið í mikilli hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu á undanförnum árum. Þeirri nútímavæðingu gæti verið lokið árið 2035, samkvæmt skýrslunni. Bandaríkjamenn hafa lengi kvartað yfir því í gegnum njósnir og þjófnað á leynilegum upplýsingum frá Bandaríkjunum og öðrum ríkjum hafi Kínverjar getað komist hjá kostnaðarsamri og tímafrekri þróunarvinnu við nútímavæðingu herafla ríkisins. Samkvæmt tölum SIPRI, Stockholm International Peace Research Institute, eiga Rússar 6.255 kjarnaodda og Bandaríkin 5.550. Bandaríkjamenn og Rússar eiga í viðræðum um fjölda kjarnorkuvopna en Kínverjar hafa neitað að koma að þeim viðræðum. Í skýrslunni segir að Kínverjar hafi meðal annars sett sér það markmið að auka völd sín og áhrif fyrir árið 2049, þegar Alþýðulýðveldið Kína verður hundrað ára, og nota þau til að koma á nýrri heimsskipan sem sé Kínverjum og stjórnarháttum þeirra hagstæðari. Gera fleiri tilraunaskot en allir aðrir til samans Til marks um hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu Kína bendir ráðuneytið á að Kínverjar hafi á síðasta ári gert fleiri tilraunir með langdrægar eldflaugar en öll önnur ríki heimsins samanlagt. Kínverjar skutu um 135 langdrægum eldflaugum á loft í fyrra. Þeir hafa einnig verið að gera tilraunir með að skjóta eldflaugum frá kafbátum og hafa tekið nýja kafbáta sem geta borið kjarnorkuvopn í notkun. Þá hafa einnig borist fregnir af því að Kínverjar hafi smíðað mikið magn neðanjarðarbyrgja fyrir langdrægar eldflaugar í Kína. Markmiðið að geta gert innrás í Taívan Washington Post hefur eftir háttsettum embættismanni í Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna að markmið Kínverja með þessari hernaðaruppbyggingu sé að tryggja að her Kína geti gert innrás í Taívan, verði ákvörðun tekin um að gera það. Spennan milli Kínverja annars vegar og nágranna þeirra, Bandaríkjamanna og annarra hins vegar hefur aukist mjög að undanförnu og þá að miklu leyti vegna Taívans og áhyggja af því að Kínverjar hyggi á innrás í Eyríkið. Spennuna má sömuleiðis rekja til ólöglegs tilkalls Kína til Suður-Kínahafs og hernaðaruppbyggingar þar. Sjá einnig: Japanir ætla í hernaðaruppbyggingu Í frétt Washington Post segir að sérfræðingum hafi lengi þótt mögulegt að Kínverjar stefni á innrás árið 2027, þegar kínverski herinn heldur upp á hundrað ára afmæli sitt. Xi Jinping, forseti Kína hefur sagt forsvarsmönnum hersins að ljúka áðurnefndri uppbyggingu og nútímavæðingu fyrir það ár. Bandaríkjamenn segja ólíklegt að uppbyggingunni verði lokið fyrir það og segjast ekki eiga von á innrás í Taívan á næstunni. Þó kemur fram í skýrslunni að sérfræðingar Varnarmálaráðuneytisins búist við því að Kínverjar muni hafa burði til að gera innrás í Taívan árið 2027. Skipa sér sess í geimnum Í skýrslunni kemur fram að Kínverjar séu einnig að auka getu sína og umsvif í geimnum. Meðal annars séu þeir að þróa tækni og vopn til að granda gervihnöttum eins og með því að skjóta þá niður með eldflaugum eða trufla þá eða granda þeim með lasergeislum frá jörðu niðri. Einnig hafi Kínverjar unnið að þróun gervihnatta sem hannaðir eru til að granda öðrum gervihnöttum en í skýrslunni er þeim gervihnöttum lýst sem „geim-vélmennum“. Ráðuneytið segir yfirvöld í Kína vilja skipa sér í sess meðal geimvelda en eins og staðan er í dag eru Bandaríkjamenn þeir einu sem eru með fleiri virka gervihnetti á braut um jörðu en Kína.
Bandaríkin Kína Taívan Hernaður Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Gagnrýndi orðræðu Kínverja í garð Taívans Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Xi Jinping, forseti Kína, funduðu í Indónesíu í dag og var það í fyrsta sinn sem þeir hittast síðan Biden varð forseti. Forsetarnir ræddu meðal annars aukna samkeppni ríkjanna, stríðið í Úkraínu og mótmælti Biden orðræðu kínverskra ráðamanna í garð Taívans. 14. nóvember 2022 14:36 Bandarískur flugmaður sem vann í Kína handtekinn í Ástralíu Bandarískur maður sem var flugmaður í landgönguliði Bandaríkjanna var nýverið handtekinn í Ástralíu og stendur til að framselja hann í Bandaríkjunum. Kínverjar eru sagðir hafa leitað til vestrænna flugmanna varðandi þjálfun í Kína. 25. október 2022 11:54 Sagðist skilja áhyggjur Xi af innrásinni í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, þakkaði Xi Jinping, forseta Kína, fyrir yfirvegaða afstöðu til innrásarinnar í Úkraínu. Pútín sagðist þó hafa skilning á spurningum og áhyggjum Xi af ástandinu í Úkraínu. Þá hét Pútín stuðningi Rússa við Kína varðandi meint yfirráð þeirra yfir Taívan. 15. september 2022 15:18 Skutu niður dróna frá Kína Her Taívans skaut niður dróna sem flogið var inn í lofthelgi ríkisins við litlar eyjur við strendur Kína sem Taívanar stjórna. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist en svo virðist sem ekki hafi verið um herdróna að ræða. 1. september 2022 10:36 Vara við gífurlegri ógn frá Kína Ken McCallum og Christopher Wray, yfirmenn MI5, innanríkisöryggisstofnunar Bretlands og Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), vöruðu báðir við því í dag að mikil ógn stafaði af Kommúnistaflokki Kína. Ógnin sneri bæði að hagkerfum Bretlands og Bandaríkjanna og þjóðaröryggi ríkjanna. Þeir sögðu Kína einnig ógna bandamönnum ríkjanna í Evrópu og annars staðar í heiminum og að nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða. 6. júlí 2022 22:01 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Gagnrýndi orðræðu Kínverja í garð Taívans Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Xi Jinping, forseti Kína, funduðu í Indónesíu í dag og var það í fyrsta sinn sem þeir hittast síðan Biden varð forseti. Forsetarnir ræddu meðal annars aukna samkeppni ríkjanna, stríðið í Úkraínu og mótmælti Biden orðræðu kínverskra ráðamanna í garð Taívans. 14. nóvember 2022 14:36
Bandarískur flugmaður sem vann í Kína handtekinn í Ástralíu Bandarískur maður sem var flugmaður í landgönguliði Bandaríkjanna var nýverið handtekinn í Ástralíu og stendur til að framselja hann í Bandaríkjunum. Kínverjar eru sagðir hafa leitað til vestrænna flugmanna varðandi þjálfun í Kína. 25. október 2022 11:54
Sagðist skilja áhyggjur Xi af innrásinni í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, þakkaði Xi Jinping, forseta Kína, fyrir yfirvegaða afstöðu til innrásarinnar í Úkraínu. Pútín sagðist þó hafa skilning á spurningum og áhyggjum Xi af ástandinu í Úkraínu. Þá hét Pútín stuðningi Rússa við Kína varðandi meint yfirráð þeirra yfir Taívan. 15. september 2022 15:18
Skutu niður dróna frá Kína Her Taívans skaut niður dróna sem flogið var inn í lofthelgi ríkisins við litlar eyjur við strendur Kína sem Taívanar stjórna. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist en svo virðist sem ekki hafi verið um herdróna að ræða. 1. september 2022 10:36
Vara við gífurlegri ógn frá Kína Ken McCallum og Christopher Wray, yfirmenn MI5, innanríkisöryggisstofnunar Bretlands og Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), vöruðu báðir við því í dag að mikil ógn stafaði af Kommúnistaflokki Kína. Ógnin sneri bæði að hagkerfum Bretlands og Bandaríkjanna og þjóðaröryggi ríkjanna. Þeir sögðu Kína einnig ógna bandamönnum ríkjanna í Evrópu og annars staðar í heiminum og að nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða. 6. júlí 2022 22:01