Gunnar foxillur: „Það er labbað í gegnum ykkur“ Sindri Sverrisson skrifar 29. nóvember 2022 14:01 Gunnar Magnússon var hundóánægður með varnarleik sinna manna, eins og áhorfendur Stöðvar 2 Sport fengu að sjá í beinni útsendingu. Stöð 2 Sport „Gunni Magg reif nýtt rassgat á sína leikmenn í þessu leikhléi,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Seinni bylgjunnar, um sannkallaðan reiðilestur frá foxillum Gunnari Magnússyni, þjálfara Aftureldingar, í gærkvöld. Gunnar lét leikmenn sína heyra það eftir að þeir voru lentir 17-11 undir gegn FH í Kaplakrika í gær, í Olís-deildinni í handbolta. Varnarleikur Aftureldingar hafði þá verið í molum og liðið tapaði á endanum 38-33. „Þeir eru búnir að gera allt sem við töluðum um að þeir væru að fara að gera á okkur, og við erum ekki að framkvæma neitt sem við ætluðum að gera. Við erum á hælunum!“ öskraði Gunnar á sína menn. „Þið eruð of aftarlega þristarnir [innskot: varnarmenn í miðri vörninni], klipptir sundur og saman, komið ykkur ekki fram fyrir línuna því þið eruð svo aftarlega og passívir. Það er skotið í gegnum ykkur! Það er labbað í gegnum ykkur! Hvað viljið þið hérna? Úr hverju eruð þið gerðir? Berjist fyrir þessu, varnarlega. Þetta er bara vinna sem þarf. Komið ykkur framar og komist í „contact“. Það er varla komið fríkast hérna. Það er eitt skot utan af velli og það var varið,“ öskraði Gunnar eins og sjá má í klippunni hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Reiðilestur Gunnars „Þetta var alvöru eldræða og maður sér þetta ekki á hverjum degi,“ sagði Theodór Ingi Pálmason og vísaði til þess að Gunnar er alla jafna ansi yfirvegaður miðað við marga handboltaþjálfara. „Maður hefur verið í þessum þætti síðustu tvö ár og ég held að hann hafi tekið 1-2 svona leikhlé á hverju tímabili. Hann fer mjög sparlega með þetta og honum er verulega misboðið þegar hann hendir í þetta,“ sagði Theodór. Stefán Árni sýndi þá klippur úr seinni hálfleik þar sem varnarleikur Aftureldingar virtist hins vegar hreinlega ekkert hafa skánað við leikhléið. „Þetta er bara eins og vængjahurðin í Kringlunni,“ sagði Arnar Daði en umræðuna má sjá í klippunni hér að ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Seinni bylgjan Olís-deild karla Afturelding Handbolti Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Gunnar lét leikmenn sína heyra það eftir að þeir voru lentir 17-11 undir gegn FH í Kaplakrika í gær, í Olís-deildinni í handbolta. Varnarleikur Aftureldingar hafði þá verið í molum og liðið tapaði á endanum 38-33. „Þeir eru búnir að gera allt sem við töluðum um að þeir væru að fara að gera á okkur, og við erum ekki að framkvæma neitt sem við ætluðum að gera. Við erum á hælunum!“ öskraði Gunnar á sína menn. „Þið eruð of aftarlega þristarnir [innskot: varnarmenn í miðri vörninni], klipptir sundur og saman, komið ykkur ekki fram fyrir línuna því þið eruð svo aftarlega og passívir. Það er skotið í gegnum ykkur! Það er labbað í gegnum ykkur! Hvað viljið þið hérna? Úr hverju eruð þið gerðir? Berjist fyrir þessu, varnarlega. Þetta er bara vinna sem þarf. Komið ykkur framar og komist í „contact“. Það er varla komið fríkast hérna. Það er eitt skot utan af velli og það var varið,“ öskraði Gunnar eins og sjá má í klippunni hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Reiðilestur Gunnars „Þetta var alvöru eldræða og maður sér þetta ekki á hverjum degi,“ sagði Theodór Ingi Pálmason og vísaði til þess að Gunnar er alla jafna ansi yfirvegaður miðað við marga handboltaþjálfara. „Maður hefur verið í þessum þætti síðustu tvö ár og ég held að hann hafi tekið 1-2 svona leikhlé á hverju tímabili. Hann fer mjög sparlega með þetta og honum er verulega misboðið þegar hann hendir í þetta,“ sagði Theodór. Stefán Árni sýndi þá klippur úr seinni hálfleik þar sem varnarleikur Aftureldingar virtist hins vegar hreinlega ekkert hafa skánað við leikhléið. „Þetta er bara eins og vængjahurðin í Kringlunni,“ sagði Arnar Daði en umræðuna má sjá í klippunni hér að ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan Olís-deild karla Afturelding Handbolti Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira