Innlent

Utanríkisráðherra í óvæntri heimsókn í Kænugarði

Kjartan Kjartansson skrifar
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, með sex starfssystkinum sínum í Kænugarði.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, með sex starfssystkinum sínum í Kænugarði. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, er nú stödd í heimsókn í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, ásamt sex starfssystkinum sínum frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjum.

Í tísti sem Þórdís Kolbrún sendi frá sér nú í morgun birti hún mynd af sér með utanríkisráðherrum Eistlands, Finnlands, Lettlands, Litháens, Noregs og Svíþjóðar á lestarstöð í Kænugarði. Þar lýsti hún fullri samstöðu með Úkraínumönnum sem hún sagði að myndu standa uppi sem sigurvegarar þrátt fyrir sprengjuregn og villimannsleg óhæfuverk Rússa í innrásinni.

Ekki var tilkynnt um heimsókn Þórdís Kolbrúnar fyrir fram. Sveinn Guðmarsson, upplýsingafultrúi utanríkisráðuneytisins, staðfestir við Vísi að utanríkisráðherra sé í Kænugarði ásamt kollegum af Norðurlöndunum og frá Eystrasaltslöndunum. Það ætli þeir að kynna sér aðstæður og hitta úkraínska ráðamenn.

Utanríkisráðherrafundur Atlantshafsbandalagsins fer fram í Búkarest síðar í þessari viku.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×