„Vongóð um að þessi góða vinna fái að halda áfram“ Valur Páll Eiríksson skrifar 26. nóvember 2022 07:01 Þórey Edda Elísdóttir er í framkvæmdanefnd nýrrar þjóðarhallar. Vísir/Einar Taka þarf tillit til hagsmuna margra mismunandi hópa við byggingu nýrrar þjóðarhallar samkvæmt meðlimi í framkvæmdanefnd verkefnisins. Á fimmtudag fór fram fundur á verkfræðistofunni Verkís um íþróttamannvirki og lýðheilsu. Á meðal málflutningsmanna var fyrrum Ólympíufarinn og umhverfisverkfræðingurinn Þórey Edda Elísdóttir, sem jafnframt situr í framkvæmdanefnd nýrrar þjóðarhallar. Ný höll var einmitt umræðuefni hennar á fundinum. Þórey Edda segir störf nefndarinnar vera á grunnstigi taka þurfi tillit til margra hópa við bygginguna. „Notendur eru mjög breiður hópur, þetta eru margir hagsmunaaðilar. Við viljum að þessi höll geti nýst svo sem skólum á svæðinu, í Laugardalnum, íþróttafélögum í Laugardalnum og svo afreksíþróttum, þá landsliðunum okkar, að þau hafi einhversstaðar heimavöll og geti æft og keppt í löglegri höll,“ segir Þórey Edda. Sporni gegn aðstöðuleysi í Laugardal Líkt og hún nefnir er fyrirhuguð staðsetning hallarinnar í Laugardal, þar sem sú gamla er, og komi sú nýja í raun við hlið hennar - fáist leyfi eigenda og rými í deiluskipulagi fyrir því. Framkvæmdanefndin hyggst senda endanlegar tillögur um staðsetningu hallarinnar frá sér í desember. Fyrirhuguð staðsetning nýrrar Þjóðarhallar sem framkvæmdanefnd mun leggja til við eigendur í desember.Þórey Edda/Verkís Sú gamla muni standa áfram og því muni aðstaða til íþrótta í Laugardal, fyrir Ármann og Þrótt til að mynda, taka stakkaskiptum. „Það er einmitt einn af tilgöngunum, að þörfum þeirra verði fullnægt þarna, að þau fái þarna aðgang að höllinni. Þetta eru sem sagt þrír til fjórir salir sem myndu bætast við núverandi Laugardalshöll þar sem að íþróttafélögin eru að æfa í dag. Þannig að auðvitað er þetta mikil stækkun á aðstöðu,“ segir Þórey. Er hægt að treysta því að þetta sé loks að raungerast? Umræða um nýja höll er ekki ný af nálinni, enda höllin á meðal þeirra eldri í Evrópu eftir að hafa verið opnuð árið 1965. Landslið Íslands í handbolta og körfubolta spila á undanþágum frá alþjóðasamböndum, enda uppfyllir núverandi höll ekki alþjóðlega staðla. Fjölmargar staðhæfingar, viljayfirlýsingar og starfshópar hafa litið dagsins ljós í gegnum tíðina en Þórey telur að meiri kraftur og vilji sé fyrir verkefninu nú en áður. „Það er mín tilfinning allavega og ég er rosalega vongóð um að þessi góða vinna fái að halda áfram. Þessi vinna og þetta grunnplagg sem við ætlum að skila af okkur núna fái áframhaldandi líf og að við fáum að taka næstu skref. Ég er mjög bjartsýn,“ segir Þórey. Ný þjóðarhöll Reykjavík Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Fleiri konur en karlar keppa á næstu Ólympíuleikum Sport Fleiri fréttir Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Fleiri konur en karlar keppa á næstu Ólympíuleikum Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað LeBron fær Barbie dúkku af sér „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Tveir hafnaboltamenn létust er þakið gaf sig Meiddist við að máta boli Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Sjá meira
Á fimmtudag fór fram fundur á verkfræðistofunni Verkís um íþróttamannvirki og lýðheilsu. Á meðal málflutningsmanna var fyrrum Ólympíufarinn og umhverfisverkfræðingurinn Þórey Edda Elísdóttir, sem jafnframt situr í framkvæmdanefnd nýrrar þjóðarhallar. Ný höll var einmitt umræðuefni hennar á fundinum. Þórey Edda segir störf nefndarinnar vera á grunnstigi taka þurfi tillit til margra hópa við bygginguna. „Notendur eru mjög breiður hópur, þetta eru margir hagsmunaaðilar. Við viljum að þessi höll geti nýst svo sem skólum á svæðinu, í Laugardalnum, íþróttafélögum í Laugardalnum og svo afreksíþróttum, þá landsliðunum okkar, að þau hafi einhversstaðar heimavöll og geti æft og keppt í löglegri höll,“ segir Þórey Edda. Sporni gegn aðstöðuleysi í Laugardal Líkt og hún nefnir er fyrirhuguð staðsetning hallarinnar í Laugardal, þar sem sú gamla er, og komi sú nýja í raun við hlið hennar - fáist leyfi eigenda og rými í deiluskipulagi fyrir því. Framkvæmdanefndin hyggst senda endanlegar tillögur um staðsetningu hallarinnar frá sér í desember. Fyrirhuguð staðsetning nýrrar Þjóðarhallar sem framkvæmdanefnd mun leggja til við eigendur í desember.Þórey Edda/Verkís Sú gamla muni standa áfram og því muni aðstaða til íþrótta í Laugardal, fyrir Ármann og Þrótt til að mynda, taka stakkaskiptum. „Það er einmitt einn af tilgöngunum, að þörfum þeirra verði fullnægt þarna, að þau fái þarna aðgang að höllinni. Þetta eru sem sagt þrír til fjórir salir sem myndu bætast við núverandi Laugardalshöll þar sem að íþróttafélögin eru að æfa í dag. Þannig að auðvitað er þetta mikil stækkun á aðstöðu,“ segir Þórey. Er hægt að treysta því að þetta sé loks að raungerast? Umræða um nýja höll er ekki ný af nálinni, enda höllin á meðal þeirra eldri í Evrópu eftir að hafa verið opnuð árið 1965. Landslið Íslands í handbolta og körfubolta spila á undanþágum frá alþjóðasamböndum, enda uppfyllir núverandi höll ekki alþjóðlega staðla. Fjölmargar staðhæfingar, viljayfirlýsingar og starfshópar hafa litið dagsins ljós í gegnum tíðina en Þórey telur að meiri kraftur og vilji sé fyrir verkefninu nú en áður. „Það er mín tilfinning allavega og ég er rosalega vongóð um að þessi góða vinna fái að halda áfram. Þessi vinna og þetta grunnplagg sem við ætlum að skila af okkur núna fái áframhaldandi líf og að við fáum að taka næstu skref. Ég er mjög bjartsýn,“ segir Þórey.
Ný þjóðarhöll Reykjavík Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Fleiri konur en karlar keppa á næstu Ólympíuleikum Sport Fleiri fréttir Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Fleiri konur en karlar keppa á næstu Ólympíuleikum Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað LeBron fær Barbie dúkku af sér „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Tveir hafnaboltamenn létust er þakið gaf sig Meiddist við að máta boli Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti