Tímapressa tilboðsdaganna til þess fallin að skapa gerviþörf Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. nóvember 2022 15:22 Þrátt fyrir að hægt sé að gera góð kaup á tilboðsdögum á borð við Black friday getur líka verið afar auðvelt að tapa áttum í kaupgleðinni. „Þarf ég þetta virkilega?“ er spurning sem landsmenn ættu að velta vandlega fyrir sér áður en þeir taka ákvarðanir um kaup að mati forsvarsmanna Sorpu. Í dag er einn af stóru tilboðsdögum ársins sem hefur fest sig í sessi á síðustu árum og er annar slíkur á dagskrá eftir helgi. Meðalfjölskylda hendir að meðaltali rúmlega fimm hundruð kílóum af sorpi í óflokkuðu tunnuna á ári hverju. Það hefur líklega ekki farið fram hjá neinum að í dag er tilboðsdagurinn Svartur föstudagur. Hægt er að gera afar góð kaup á degi sem þessum en það eru í líka dekkri hliðar á allri þessari kaupgleði. Gunnar Dofri Ólafsson er samskipta- og viðskiptaþróunarstjóri hjá Sorpu. „Við sjáum það bara á því að meðalfjölskylda; fjögurra manna vísitölufjölskylda, hendir að meðaltali rúmlega fimm hundruð kílóum í óflokkuðu tunnuna þannig að þetta eru hundrað og þrjátíu kíló á mann. Þetta segir okkur bara að það er einhvers staðar eitthvað í ferlinu sem klikkar. Það er einhver sem hannar vöru þannig að hún endist ekki nógu lengi og það er einhver sem markaðssetur hugsanlega of mikið af vöru og það er einhver sem kaupir meira en hann ætlaði sér og með þessum afleiðingum.“ Tilboðsdagar geti þó verið góðra gjalda verðir en Gunnar segir að fólk verði að nálgast þá rétt og ígrunda áður en keypt er. „Hættan við svona tilboðsdaga er hins vegar alltaf sú að það skapist einhvers konar gerviþörf því fólk er sett í tímapressu, það þarf að bregðast við á stuttum tíma og þá gerir fólk kannski einhver mistök, það fer í einhver "impulse-kaup" sem það hefði ekki gert áður einmitt vegna þess að varan er á tilboði og þá hættir hlutum oftar en ekki til þess að enda annað hvort varanlega upp í eða bara á planinu hjá Sorpu“ En hvað þarf þá að hafa í huga á degi sem þessum? „Það er kannski rétt að halda til haga að hinn hatturinn minn er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Leitin að peningunum og þar höfum við rætt mjög mikið um þetta tilfinningalega samband fólks við peninga. Við höldum gjarnan að við séum svo rökrétt en í grunninn erum við bara tilfinningaverur sem stýrumst af tilfinningum og hvötum sem þróuðust fyrir þúsundum ára. Þannig að varinn sem maður getur haft á er einmitt að velta fyrir sér hvort maður hefði keypt hlutinn ef hann væri ekki á afslætti, ef svarið við því er nei, ég hefði ekki keypt hlutinn ef hann væri ekki á afslætti þá þarf maður svona aðeins að líta í eigin barm og velta fyrir sér; þarf ég þetta?“ Verslun Neytendur Tengdar fréttir Löggan býður upp á Black Friday tilboð sem allir vilja missa af Það hefur varla farið framhjá nokkrum manni að í dag er Svartur föstudagur. Fólk er hvergi óhult fyrir auglýsingum fyrirtækja sem keppast um að bjóða sem best tilboð. Í dag birtist þó heldur óhefðbundin auglýsing, þegar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu auglýsti „Black Friday“ tilboð á umferðasektum. 25. nóvember 2022 10:47 Ýmislegt sem ber að varast á tilboðsdögum: „Hægt að gera góð kaup en ekki eru öll kaup góð“ Verslanir víða um land tóku þátt í Svörtum föstudegi í dag. Formaður Neytendasamtakanna og stofnandi Vakandi segja mikilvægt að fólk sé á varðbergi á tilboðsdögum sem þessum fyrir mögulegu svindli og sé meðvitað um neyslu sína. 26. nóvember 2021 22:00 Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Sjá meira
Það hefur líklega ekki farið fram hjá neinum að í dag er tilboðsdagurinn Svartur föstudagur. Hægt er að gera afar góð kaup á degi sem þessum en það eru í líka dekkri hliðar á allri þessari kaupgleði. Gunnar Dofri Ólafsson er samskipta- og viðskiptaþróunarstjóri hjá Sorpu. „Við sjáum það bara á því að meðalfjölskylda; fjögurra manna vísitölufjölskylda, hendir að meðaltali rúmlega fimm hundruð kílóum í óflokkuðu tunnuna þannig að þetta eru hundrað og þrjátíu kíló á mann. Þetta segir okkur bara að það er einhvers staðar eitthvað í ferlinu sem klikkar. Það er einhver sem hannar vöru þannig að hún endist ekki nógu lengi og það er einhver sem markaðssetur hugsanlega of mikið af vöru og það er einhver sem kaupir meira en hann ætlaði sér og með þessum afleiðingum.“ Tilboðsdagar geti þó verið góðra gjalda verðir en Gunnar segir að fólk verði að nálgast þá rétt og ígrunda áður en keypt er. „Hættan við svona tilboðsdaga er hins vegar alltaf sú að það skapist einhvers konar gerviþörf því fólk er sett í tímapressu, það þarf að bregðast við á stuttum tíma og þá gerir fólk kannski einhver mistök, það fer í einhver "impulse-kaup" sem það hefði ekki gert áður einmitt vegna þess að varan er á tilboði og þá hættir hlutum oftar en ekki til þess að enda annað hvort varanlega upp í eða bara á planinu hjá Sorpu“ En hvað þarf þá að hafa í huga á degi sem þessum? „Það er kannski rétt að halda til haga að hinn hatturinn minn er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Leitin að peningunum og þar höfum við rætt mjög mikið um þetta tilfinningalega samband fólks við peninga. Við höldum gjarnan að við séum svo rökrétt en í grunninn erum við bara tilfinningaverur sem stýrumst af tilfinningum og hvötum sem þróuðust fyrir þúsundum ára. Þannig að varinn sem maður getur haft á er einmitt að velta fyrir sér hvort maður hefði keypt hlutinn ef hann væri ekki á afslætti, ef svarið við því er nei, ég hefði ekki keypt hlutinn ef hann væri ekki á afslætti þá þarf maður svona aðeins að líta í eigin barm og velta fyrir sér; þarf ég þetta?“
Verslun Neytendur Tengdar fréttir Löggan býður upp á Black Friday tilboð sem allir vilja missa af Það hefur varla farið framhjá nokkrum manni að í dag er Svartur föstudagur. Fólk er hvergi óhult fyrir auglýsingum fyrirtækja sem keppast um að bjóða sem best tilboð. Í dag birtist þó heldur óhefðbundin auglýsing, þegar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu auglýsti „Black Friday“ tilboð á umferðasektum. 25. nóvember 2022 10:47 Ýmislegt sem ber að varast á tilboðsdögum: „Hægt að gera góð kaup en ekki eru öll kaup góð“ Verslanir víða um land tóku þátt í Svörtum föstudegi í dag. Formaður Neytendasamtakanna og stofnandi Vakandi segja mikilvægt að fólk sé á varðbergi á tilboðsdögum sem þessum fyrir mögulegu svindli og sé meðvitað um neyslu sína. 26. nóvember 2021 22:00 Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Sjá meira
Löggan býður upp á Black Friday tilboð sem allir vilja missa af Það hefur varla farið framhjá nokkrum manni að í dag er Svartur föstudagur. Fólk er hvergi óhult fyrir auglýsingum fyrirtækja sem keppast um að bjóða sem best tilboð. Í dag birtist þó heldur óhefðbundin auglýsing, þegar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu auglýsti „Black Friday“ tilboð á umferðasektum. 25. nóvember 2022 10:47
Ýmislegt sem ber að varast á tilboðsdögum: „Hægt að gera góð kaup en ekki eru öll kaup góð“ Verslanir víða um land tóku þátt í Svörtum föstudegi í dag. Formaður Neytendasamtakanna og stofnandi Vakandi segja mikilvægt að fólk sé á varðbergi á tilboðsdögum sem þessum fyrir mögulegu svindli og sé meðvitað um neyslu sína. 26. nóvember 2021 22:00