Tilefni árásarinnar á Club Q liggur ekki fyrir enn Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2022 15:13 Anderson Lee Aldrich var yfirbugað af gestum næturklúbbs þar sem hán skaut fimm til bana. AP/Lögreglan í Colorado Springs Anderson Lee Aldrich, sem grunað er um að hafa skotið fimm manns til bana í næturklúbbi í Colorado í Bandaríkjunum um helgina, verður ekki sleppt úr haldi gegn tryggingu. Það kom fram þegar Aldreich var flutt fyrir dómara í gærkvöldi. Gestir á næturklúbbnum Club Q í Colorado Springs, sem gjarnan er sóttur af samkynhneigðu fólki, stöðvuðu árás Aldrich og sneru hán niður eftir að skothríðin hófst á laugardaginn. Eins og áður segir dóu fimm og særðust nítján til viðbótar en Aldrich hefur ekkert gefið upp um tilefni árásarinnar. Aldrich mun hafa byrjað að skjóta á fólk um leið og hán gekk inn í húsnæðið með bæði hálfsjálfvirkan riffil og skammbyssu, auk mikils magns skotfæra. Aldrich var þar að auki í skotheldu vesti. Lögmenn Aldrich segja hán kynsegin en Aldrich stendur frammi fyrir mögulegum ákærum fyrir morð og hatursglæp. Aldrich var í dómsal í gær í gegnum fjarfundarbúnað en hán sat í hjólastól og virtist við litla meðvitund. Þegar dómarin spurði Aldrich út í nafn svaraði hán ekki í fyrstu. Þegar Aldrich svaraði var hán þvoglumælt. AP fréttaveitan segir að Aldrich hafi breytt nafni sínu á táningsárunum fyrir um sex árum síðan. Það hafi verið gert í Texas og í dómsskjölum kemur fram að Aldrich vildi vernda sig gegn föður sínum, sem meðal annars beitti móður Aldrich ofbeldi. Þar áður gekk Aldrich undir nafninu Nicholas Franklin Brink. Breytti um nafn vegna föður síns Faðir Aldrich heitir Aaron Brink. Hann hefur lagt stund á blandaðar bardagalistir og klámleik, auk þess að vera með umfangsmikla sakaskrá. Meðal annars hefur hann verið dæmdur fyrir að beita móður Aldrich ofbeldi. Í viðtali við héraðsmiðilinn KFMB-TV sagðist Aaron Brink hafa verið verulega brugðið þegar hann komst að því að barn sitt væri grunað um ódæðið. Brink sagði að hans fyrstu viðbrögð hefðu verið að velta vöngum yfir því af hverju Aldrich hefði verið á næturklúbbi samkynhneigðra. Brink sagðist hafa verið ánægður þegar honum var tilkynnt að Andrich væri ekki samkynhneigt. „Ég er mormóni. Ég er íhaldssamur Repúblikani,“ sagði Brink. „Við erum ekki samkynhneigð.“ Hann lofaði Aldrich einnig fyrir að hafa sýnt ofbeldisfulla hegðun í æsku en sagðist miður sín yfir því að hafa brugðist barni sínu. Það væri þó engin afsökun fyrir því að myrða fólk. Blaðamenn ræddu lengi við Brink í gær en sjá má viðtalið við hann hér að neðan. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segja byssumanninn í Koloradó kynsegin Lögmenn byssumanns sem skaut fimm manns til bana á næturklúbbi samkynhneigðra í Koloradó í Bandaríkjunum fullyrða að hann sé kynsegin. Hán gæti átt yfir höfði sér ákæru fyrir hatursglæp og á að koma fyrir dómara í fyrsta skipti í dag. 23. nóvember 2022 08:41 Tvær hetjur yfirbuguðu árásarmanninn Sá sem er grunaður um að hafa orðið fimm að bana á hinsegin skemmtistað í Colorado í Bandaríkjunum aðfaranótt sunnudags er 22 ára karlmaður. Skemmtistaðurinn þakkar hetjum sem voru inni á staðnum og yfirbuguðu árásarmanninn. 20. nóvember 2022 17:47 Fimm skotin til bana í árás á hinsegin skemmtistað í Colorado Fimm voru skotnir til bana á hinsegin skemmtistaðnum „Q“ í Colorado Springs í Bandaríkjunum nú aðfaranótt sunnudags. Átján særðust í árásinni. 20. nóvember 2022 12:34 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Gestir á næturklúbbnum Club Q í Colorado Springs, sem gjarnan er sóttur af samkynhneigðu fólki, stöðvuðu árás Aldrich og sneru hán niður eftir að skothríðin hófst á laugardaginn. Eins og áður segir dóu fimm og særðust nítján til viðbótar en Aldrich hefur ekkert gefið upp um tilefni árásarinnar. Aldrich mun hafa byrjað að skjóta á fólk um leið og hán gekk inn í húsnæðið með bæði hálfsjálfvirkan riffil og skammbyssu, auk mikils magns skotfæra. Aldrich var þar að auki í skotheldu vesti. Lögmenn Aldrich segja hán kynsegin en Aldrich stendur frammi fyrir mögulegum ákærum fyrir morð og hatursglæp. Aldrich var í dómsal í gær í gegnum fjarfundarbúnað en hán sat í hjólastól og virtist við litla meðvitund. Þegar dómarin spurði Aldrich út í nafn svaraði hán ekki í fyrstu. Þegar Aldrich svaraði var hán þvoglumælt. AP fréttaveitan segir að Aldrich hafi breytt nafni sínu á táningsárunum fyrir um sex árum síðan. Það hafi verið gert í Texas og í dómsskjölum kemur fram að Aldrich vildi vernda sig gegn föður sínum, sem meðal annars beitti móður Aldrich ofbeldi. Þar áður gekk Aldrich undir nafninu Nicholas Franklin Brink. Breytti um nafn vegna föður síns Faðir Aldrich heitir Aaron Brink. Hann hefur lagt stund á blandaðar bardagalistir og klámleik, auk þess að vera með umfangsmikla sakaskrá. Meðal annars hefur hann verið dæmdur fyrir að beita móður Aldrich ofbeldi. Í viðtali við héraðsmiðilinn KFMB-TV sagðist Aaron Brink hafa verið verulega brugðið þegar hann komst að því að barn sitt væri grunað um ódæðið. Brink sagði að hans fyrstu viðbrögð hefðu verið að velta vöngum yfir því af hverju Aldrich hefði verið á næturklúbbi samkynhneigðra. Brink sagðist hafa verið ánægður þegar honum var tilkynnt að Andrich væri ekki samkynhneigt. „Ég er mormóni. Ég er íhaldssamur Repúblikani,“ sagði Brink. „Við erum ekki samkynhneigð.“ Hann lofaði Aldrich einnig fyrir að hafa sýnt ofbeldisfulla hegðun í æsku en sagðist miður sín yfir því að hafa brugðist barni sínu. Það væri þó engin afsökun fyrir því að myrða fólk. Blaðamenn ræddu lengi við Brink í gær en sjá má viðtalið við hann hér að neðan.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segja byssumanninn í Koloradó kynsegin Lögmenn byssumanns sem skaut fimm manns til bana á næturklúbbi samkynhneigðra í Koloradó í Bandaríkjunum fullyrða að hann sé kynsegin. Hán gæti átt yfir höfði sér ákæru fyrir hatursglæp og á að koma fyrir dómara í fyrsta skipti í dag. 23. nóvember 2022 08:41 Tvær hetjur yfirbuguðu árásarmanninn Sá sem er grunaður um að hafa orðið fimm að bana á hinsegin skemmtistað í Colorado í Bandaríkjunum aðfaranótt sunnudags er 22 ára karlmaður. Skemmtistaðurinn þakkar hetjum sem voru inni á staðnum og yfirbuguðu árásarmanninn. 20. nóvember 2022 17:47 Fimm skotin til bana í árás á hinsegin skemmtistað í Colorado Fimm voru skotnir til bana á hinsegin skemmtistaðnum „Q“ í Colorado Springs í Bandaríkjunum nú aðfaranótt sunnudags. Átján særðust í árásinni. 20. nóvember 2022 12:34 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Segja byssumanninn í Koloradó kynsegin Lögmenn byssumanns sem skaut fimm manns til bana á næturklúbbi samkynhneigðra í Koloradó í Bandaríkjunum fullyrða að hann sé kynsegin. Hán gæti átt yfir höfði sér ákæru fyrir hatursglæp og á að koma fyrir dómara í fyrsta skipti í dag. 23. nóvember 2022 08:41
Tvær hetjur yfirbuguðu árásarmanninn Sá sem er grunaður um að hafa orðið fimm að bana á hinsegin skemmtistað í Colorado í Bandaríkjunum aðfaranótt sunnudags er 22 ára karlmaður. Skemmtistaðurinn þakkar hetjum sem voru inni á staðnum og yfirbuguðu árásarmanninn. 20. nóvember 2022 17:47
Fimm skotin til bana í árás á hinsegin skemmtistað í Colorado Fimm voru skotnir til bana á hinsegin skemmtistaðnum „Q“ í Colorado Springs í Bandaríkjunum nú aðfaranótt sunnudags. Átján særðust í árásinni. 20. nóvember 2022 12:34