Segir Vesturlönd hrokafull og misnota mannréttindaráð SÞ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. nóvember 2022 14:06 Fulltrúi Írans í mannréttindaráði SÞ vandaði ekki Vesturlöndum kveðjurnar í ræðu sinni. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna Fulltrúi Írans í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna segir Vesturlönd skorta siðferðilegan trúverðugleika til að gagnrýna Íran en Ísland og Þýskaland kölluðu eftir sérstökum aukafundi í ráðinu um ástand mannréttindamála í Íran. Mótmælaalda hefur riðið yfir í Íran frá því að Masha Amini, 22 ára kona, lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar. Síðan þá segja Sameinuðu þjóðirnar að fleiri en 300 hafi látist og að minnsta kosti 40 börn. Þá hafi fimmtán þúsund manns, hið minnsta, verið tekin höndum. Vill óháða rannsakendur til að kanna stöðu mannréttinda Ísland og Þýskaland kölluðu eftir fundinum til að knýja á um að Sameinuðu þjóðirnar myndu hefja gagnaöflun um framgöngu stjórnvalda í Íran. Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, gagnrýndi írönsk stjórnvöld harðlega í ræðu sinni. „Við leggjum til að óháður aðili á vegum Sameinuðu þjóðanna rannsaki mannréttindabrotin til þess að hægt verði að draga þá ,sem að þeim standa, til ábyrgðar.“ Sjá nánar: Tugir gætu átt yfir höfði sér dauðadóm vegna þátttöku í mótmælum Khadijeh Karimi, fulltrúi íranskra stjórnvalda í ráðinu, segir að með þessum fundi sé verið að misnota mannréttindaráðið og að Vesturlönd skorti siðferðislegan trúverðugleika til að gagnrýna aðra. „Íran harmar að hrokafull ríki misnoti ráðið enn eina ferðina til að egna fullvalda aðildarríki sem er að fullu skuldbundið til að verja mannréttindi.“ Skulda írönskum stúlkum að grípa til aðgerða Annalena Baerbock utanríkisráðherra Þýskalands og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra Íslands, voru afdráttarlausar í sínum málflutningi. Ísland og Þýskaland óskuðu eftir fundinum.utanríkisráðuneytið Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, sagði að það væri handan hennar skilnings að nokkur yfirvöld skuli velja að fremja mannréttindabrot á þegnum sínum, sem þau eru skuldbundin til að verja. Þórdís segir íranskar stúlkur og konur hafa sýnt af sér fádæma hugrekki með því að hafa leitt mótmæli víða um Íran. Sagðist hún full innblásturs vegna hugrekkis sem þær hefðu sýnt með því að hafa hætt lífi sínu fyrir málstaðinn. „Ofbeldið verður að hætta og brotum gegn mannréttindum kvenna verður að linna.“ „Við skuldum öllum hugrökku stúlkunum, konunum og öllum öðrum í Íran að grípa til aðgerða fyrir konur, lífið og frelsið,“sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra. Sameinuðu þjóðirnar Íran Mannréttindi Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Bein útsending: Mannréttindaráð fundar um Íran að beiðni Íslands og Þýskalands Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna í Genf heldur í dag sérstakan aukafund um ástand mannréttindamála í Íran. Fundurinn er haldinn að beiðni Íslands og Þýskalands og er honum ætlað að knýja á um að Sameinuðu þjóðirnar hefji markvissa gagnaöflun varðandi framgöngu yfirvalda í Íran gegn friðsömum mótmælendum. 24. nóvember 2022 09:34 Leikmenn Íran sungu ekki með þjóðsöngnum Leikmenn Íran sungu ekki með þegar þjóðsöngur landsins var spilaður fyrir leik þeirra gegn Englandi á heimsmeistaramótinu í Katar. 22. nóvember 2022 07:45 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Mótmælaalda hefur riðið yfir í Íran frá því að Masha Amini, 22 ára kona, lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar. Síðan þá segja Sameinuðu þjóðirnar að fleiri en 300 hafi látist og að minnsta kosti 40 börn. Þá hafi fimmtán þúsund manns, hið minnsta, verið tekin höndum. Vill óháða rannsakendur til að kanna stöðu mannréttinda Ísland og Þýskaland kölluðu eftir fundinum til að knýja á um að Sameinuðu þjóðirnar myndu hefja gagnaöflun um framgöngu stjórnvalda í Íran. Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, gagnrýndi írönsk stjórnvöld harðlega í ræðu sinni. „Við leggjum til að óháður aðili á vegum Sameinuðu þjóðanna rannsaki mannréttindabrotin til þess að hægt verði að draga þá ,sem að þeim standa, til ábyrgðar.“ Sjá nánar: Tugir gætu átt yfir höfði sér dauðadóm vegna þátttöku í mótmælum Khadijeh Karimi, fulltrúi íranskra stjórnvalda í ráðinu, segir að með þessum fundi sé verið að misnota mannréttindaráðið og að Vesturlönd skorti siðferðislegan trúverðugleika til að gagnrýna aðra. „Íran harmar að hrokafull ríki misnoti ráðið enn eina ferðina til að egna fullvalda aðildarríki sem er að fullu skuldbundið til að verja mannréttindi.“ Skulda írönskum stúlkum að grípa til aðgerða Annalena Baerbock utanríkisráðherra Þýskalands og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra Íslands, voru afdráttarlausar í sínum málflutningi. Ísland og Þýskaland óskuðu eftir fundinum.utanríkisráðuneytið Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, sagði að það væri handan hennar skilnings að nokkur yfirvöld skuli velja að fremja mannréttindabrot á þegnum sínum, sem þau eru skuldbundin til að verja. Þórdís segir íranskar stúlkur og konur hafa sýnt af sér fádæma hugrekki með því að hafa leitt mótmæli víða um Íran. Sagðist hún full innblásturs vegna hugrekkis sem þær hefðu sýnt með því að hafa hætt lífi sínu fyrir málstaðinn. „Ofbeldið verður að hætta og brotum gegn mannréttindum kvenna verður að linna.“ „Við skuldum öllum hugrökku stúlkunum, konunum og öllum öðrum í Íran að grípa til aðgerða fyrir konur, lífið og frelsið,“sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra.
Sameinuðu þjóðirnar Íran Mannréttindi Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Bein útsending: Mannréttindaráð fundar um Íran að beiðni Íslands og Þýskalands Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna í Genf heldur í dag sérstakan aukafund um ástand mannréttindamála í Íran. Fundurinn er haldinn að beiðni Íslands og Þýskalands og er honum ætlað að knýja á um að Sameinuðu þjóðirnar hefji markvissa gagnaöflun varðandi framgöngu yfirvalda í Íran gegn friðsömum mótmælendum. 24. nóvember 2022 09:34 Leikmenn Íran sungu ekki með þjóðsöngnum Leikmenn Íran sungu ekki með þegar þjóðsöngur landsins var spilaður fyrir leik þeirra gegn Englandi á heimsmeistaramótinu í Katar. 22. nóvember 2022 07:45 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Bein útsending: Mannréttindaráð fundar um Íran að beiðni Íslands og Þýskalands Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna í Genf heldur í dag sérstakan aukafund um ástand mannréttindamála í Íran. Fundurinn er haldinn að beiðni Íslands og Þýskalands og er honum ætlað að knýja á um að Sameinuðu þjóðirnar hefji markvissa gagnaöflun varðandi framgöngu yfirvalda í Íran gegn friðsömum mótmælendum. 24. nóvember 2022 09:34
Leikmenn Íran sungu ekki með þjóðsöngnum Leikmenn Íran sungu ekki með þegar þjóðsöngur landsins var spilaður fyrir leik þeirra gegn Englandi á heimsmeistaramótinu í Katar. 22. nóvember 2022 07:45