Ekkert lát virðist ætla að vera á árásum Rússa á orkuinnviði í Úkraínu en þessum árásum hefur verið lýst sem stríðsglæpum. Veturinn er að ganga í garð í Úkraínu og er þegar byrjaður að hafa áhrif á víglínunum og heimilum óbreyttra borgara. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi en þar sakaði hann yfirvöld í Rússland og rússneska herinn um stríðsglæpi. Milljónir Úkraínumanna væru án rafmagns, hita eða vatns og vetur væri genginn í garð. Þingmenn Evrópuþingsins samþykktu í gær að skilgreina Rússland sem hryðjuverkaríki eftir ítrekaðar árásir Rússa á borgarlega innviði í Úkraínu. Litlar breytingar á víglínunum Litlar breytingar hafa orðið á víglínunum í Úkraínu frá því Rússar hörfuðu frá Kherson-borg og vesturbakka Dniproár. Fregnir hafa þó borist af harðari átökum í austurhluta landsins en Rússar hafa um langt skeið reynt að sækja fram á nokkrum stöðum á Donbas-svæðinu svokallaða en án mikils árangurs. Þá eru bæði Úkraínumenn og Rússar sagðir vera að byggja upp sveitir sínar í Saporisjía, héraðinu á milli Kherson og Donetsk. Úkraínumenn segjast vera að gera árásir á Rússa á Kinburn-skaga við ósa Dniproár við Svartahaf. Skaginn þykir mikilvægur að því leyti að yfirráð Rússa yfir honum gerir þeim kleift að koma í veg fyrir siglingar til og frá Míkólaív og Kherson. Hann gerir Rússum einnig kleift að verja sveitir sínar á Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014. Rússar komu sér fyrir á skaganum í júní og hafa meðal annars notað hann til að gera stórskotaliðsárásir á Míkólaív. Sjá einnig: Berjast um mikilvægan skaga við ósa Dniproár Enn sem komið er, er þó lítið staðfest varðandi yfirlýsingar Úkraínumanna um aðgerðir á Kinburn-skaga. Sjá má grófa mynd af víglínunum í Úkraínu á meðfylgjandi kortum frá hugveitunni Institute for the study of war. Here are today's control-of-terrain maps for #Russia's invasion of #Ukraine from @TheStudyofWar and @criticalthreats Click here to see our interactive map, updated daily: https://t.co/tXBburiWEN pic.twitter.com/dfcEbXftpI— ISW (@TheStudyofWar) November 23, 2022 Rússar spá í vorið Sérfræðingar sem ræddu við AP fréttaveituna segja að helsta markmið Rússa um þessar mundir sé að halda aftur af Úkraínumönnum í Kherson-héraði og styrkja varnir þeirra á Krímskaga. Þá muni þeir reyna að nota veturinn til að byggja upp nýjar sveitir og birgðir til að undirbúa frekari árásir á næsta ári. Á sama tíma muni Rússar reyna að halda áfram árásum sínum á innviði Úkraínu og reyna að grafa undan grunnstoðum úkraínska ríkisins og baráttuvilja þjóðarinnar. Einhverjir sérfræðingar segja að slæmt veður gæti komið reynst verr búnum rússneskum hermönnum erfiðara en þeim úkraínsku. Það gæti leitt til veikari varna Rússa og tækifæra fyrir Úkraínumenn til að sækja fram. Úkraínskur hermaður, nýkominn af víglínunni nærri Kherson.AP/Bernat Armangue Yfirmenn sagðir hafa hvatt til kynferðisofbeldis Útlit er fyrir að yfirmenn í rússneska hernum hafi vitað af því að rússneskir hermenn hafi beitt óbreytta borgara í Úkraínu kynferðisofbeldi eins og nauðgunum. Í einhverjum tilfellum hafi þeir jafnvel hvatt hermenn sína til að brjóta á Úkraínumönnum. Þetta segir lögmaður sem aðstoðar Úkraínumenn við rannsókn á meintum stríðsglæpum Rússa í Úkraínu í samtali við Reuters fréttaveituna. Wayne Jordash sagði fréttaveitunni að rannsóknir á svæðinu norður af Kænugarði bendi til þess að kynferðisofbeldi hafi verið beitt markvisst gegn borgurum. Sjá einnig: Kölluðu ódæðin í Bucha „hreinsanir“ Enn sé of snemmt að segja til um hvort hið sama eigi við um önnur svæði sem Rússar hafa hörfað frá, eins og í Kharkív og Kherson, en vísbendingar bendi til þess að kynferðisofbeldi hafi verið algengara á svæðum sem Rússar stjórnuðu lengur. Hafa ekki látið af markmiðum sínum Í stöðuskýrslu bandarísku hugveitunnar Institute for the study of war segir að ráðamenn í Kreml hafi ekki látið af markmiðum sínum um að ná fullum tökum á Úkraínu. Rússar séu þó að reyna að afvegaleiða ráðamenn í Vesturlöndum með því markmiði að fá þá til að þrýsta á Úkraínumenn um að semja um frið. Ráðamenn og embættismenn í Rússlandi tala enn ítrekað um að úkraínska þjóðin eigi ekki tilvistarrétt og þeirra á meðal er Valdirmír Pútín, forseti Rússlands. Aðstoðarformaður ríkisráðs Rússlands lýsti því nýverið yfir að eina leiðin til að bæta samskipti Rússlands og Úkraínu, væri að Úkraínumenn gæfust upp og ríkisstjórninni yrði komið frá völdum. Í kjölfar þess sagði Dmítrí Peskóv, talsmaður Pútíns, að stjórnarskipti væri ekki markmið Rússa í Úkraínu. Hélt hann því fram að Pútín hefði ítrekað lýst því yfir. Pútín hefur aftur á móti ítrekað sagt að Úkraína tilheyri Rússlandi. Í ummælum í síðasta mánuði sagði hann einnig að Úkraína væri ekki fullvalda ríki heldur væri það undir stjórn Atlantshafsbandalagsins. Hann sagði að Rússland hefði skapað Úkraínu og að Rússar væru þeir einu sem gætu tryggt fullveldi ríkisins. Íbúar Kherson-borgar bíða eftir lest teil vesturhluta Úkraínu. Rússneskar hersveitir hafa látið sprengjum rigna yfir borgina á undanförnum dögum.EPA/ROMAN PILIPEY Í greiningu ISW segir að í raun sé enginn eðlismunur á ummælum Pútíns og áðurnefnds varaformanns ríkisráðsins. Óljós ummæli ráðamanna í Rússlandi um markmið þeirra með innrásinni í Úkraínu hafi þó valdið ruglingi meðal stuðningsmanna innrásarinnar, sem hafa gagnrýnt yfirvöld Rússlands. Úkraínumenn hafa lengi haldið því fram að einhvers konar friðarsamkomulag eða málamiðlun við Rússa muni eingöngu frysta átökin og gefa Pútín tíma til að byggja sveitir sínar upp á nýjan leik og gera aðra innrás. Hér má sjá myndband frá úkraínskum landamæravörðum sem sýnir meðal annars stórskotaliðsárásir og það hvernig hefðbundnir drónar geta verið notaðir til að varpa sprengjum. Video from Ukraine s Border Service showing artillery strikes and UAVs dropping munitions on Russian forces in the Kupyansk direction. The footage shows at least two destroyed Russian tanks. https://t.co/gfkZhOlLwy pic.twitter.com/WiKYOJNWs2— Rob Lee (@RALee85) November 24, 2022 Þingmenn þrýsta á Hvíta húsið varðandi háþróaða dróna Wall Street Journal sagði frá því á dögunum að hópur bandarískra ölungadeildarþingmanna úr báðum flokkum hefðu nýverið sent bréf til Hvíta hússins. Bréfið fjallaði um það að ríkisstjórn Joe Biden ætti að endurskoða þá ákvörðun að senda ekki háþróaða dróna til Úkraínu. Þingmennirnir segja að drónarnir, sem kallast MQ-1C eða Gráernir (Gray Eagle), gætu hjálpað Úkraínumönnum mikið. Gráernirnir eru þróaðri útgáfa eldri dróna sem voru kallaðir Rándýr (Predator). Hægt er að fljúga þeim hátt á lofti í rúman sólarhring og geta þeir verið notaðir til að safna miklu magni upplýsinga með hágæða myndavélum og öðrum skynjurum, eða skotið svokölluðum Hellfire flugskeytum á allt að átta skotmörk í einni flugferð. Íran hefur útvegað Rússum mikið magn sjálfsprengidróna sem Rússar hafa notað gegn borgaralegum skotmörkum og innviðum í Úkraínu á undanförnum vikum. Umfangsmiklar stýriflaugaárásir voru gerðar á Úkraínu í gær. Hér má sjá lík þriggja sem dóu í Kænugarði.AP/Andrew Kravchenko Segja drónana geta hjálpað við árásir á herskip Þingmennirnir segja að Gráernir myndu gefa Úkraínumönnum ný vopn til að sporna gegn notkun íranskra dróna. Sömuleiðis gætu Úkraínumenn gert árásir á rússnesk herskip á Svartahafi og mögulega stöðvað herkví Rússa. Það tæki bandaríska hermenn ekki nema tæpan mánuð að þjálfa úkraínska hermenn í notkun drónanna, samkvæmt bréfi þingmannanna, og segja þeir að drónarnir myndu auka getu úkraínska hersins til muna. Nokkuð langt er síðan Úkraínumenn báðu fyrst um dróna af þessu tagi en þeirri beiðni var hafnað fyrr í þessum mánuði. Var það gert vegna þess að Bandaríkjamenn óttast að viðkvæmt tækni endi í höndum Rússa ef að drónum yrði grandað. Embættismenn segja að beiðninni hafi ekki verið hafnað af ótta við stigmögnun í átökunum í Úkraínu. Hefðbundnir drónar eru mikið notaðir í átökunum í Úkraínu. Þeir eru meðal annars notaðir til þess að finna skotmörk fyrir stórskotalið og til að leiðrétta skothríð að þeim skotmörkum. Þeir eru einnig notaðir til að varpa breyttum handsprengjum á hermenn. Drónar hafa einnig í fáeinum tilfellum verið notaðir til að granda öðrum drónum með því að fljúga á þá. Another video of a Ukrainian drone deliberately ramming a Russian one, causing it to crash. I'm waiting for the first air to air kill by dropping a grenade. pic.twitter.com/sObTavi4zD— Kyle Glen (@KyleJGlen) November 24, 2022 Vantar skotfæri Í vikunni bárust fregnir af því að ráðamenn á Vesturlöndum hefðu áhyggjur af því hve mikið vestrænir herir hafa þurft að ganga á skotfærabirgðir sínar vegna vopnasendinga til Úkraínu. Vopnaframleiðendur hafa verið beðnir um að bretta upp ermarnar og auka framleiðslu á vopnum og skotfærum og sérstaklega með tilliti til þess að stríðinu í Úkraínu muni líklega ekki ljúka á næstunni. Ríki Evrópu hafa átt í sérstökum vandræðum með það að auka framleiðslu. Bæði vegna áhugaleysis og getuleysis. Sjá einnig: Vopnaframleiðendur beðnir um að bretta upp ermarnar Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði blaðamönnum í gær að Rússar ættu líklega í vandræðum með skort á skotfærum fyrir stórskotalið. Þess vegna hefðu þeir verið að leita til Írans og Norður-Kóreu og beðið um skotfæri frá þeim. Úkraínumenn eru farnir að reiða mun meira á stórskotaliðsvopn og skotfæri frá Vesturlöndum.AP/Roman Chop Austin sagði að Rússar hefðu notað gífurlegt magn af skotfærum fyrir stórskotalið frá því innrásin hófst og að refsiaðgerðir vegna innrásarinnar hefðu líklega komið niður á framleiðslugetu þeirra, samkvæmt frétt Foreign Policy. Hann sagði að Rússar reiddu sig á stórskotalið og það að gera umfangsmiklar árásir í aðdraganda sókna. Mikið magn skotfæra þyrfti til að styðja slíkar sóknir. „Ég er ekki viss um að þeir eigi það sem til þarf til að halda þessu áfram,“ sagði Austin. Reynist þetta rétt hjá varnarmálaráðherranum gæti það komið niður á tilraunum Rússa til að byggja upp nýjar sveitir og vopnvæða þær fyrir vorið. Eins og farið er yfir hér að ofan gætu Úkraínumenn einnig lent í vandræðum ef stríðið dregst á langinn. Rýnt í stöðuna í Úkraínu Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland Bandaríkin NATO Fréttaskýringar Tengdar fréttir Sakar Rússa enn og aftur um glæpi gegn mannkyni Volodómír Selenskí Úkraínuforseti sakar Rússa enn of aftur um glæpi gegn mannkyninu eftir að þeir skutu eldflaugum sínum enn og aftur á landið með það að augnamiði að eyðileggja orkuinnviði. 24. nóvember 2022 07:29 Færeyingar endurnýja umdeildan fiskveiðisamning við Rússa Færeyingar hafa endurnýjað umdeildan fiskveiðisamning við Rússland. Almenn pólitísk samstaða er um málið og verður samningurinn endurnýjaður til eins árs. 23. nóvember 2022 22:08 Fjögur hundruð milljónir bandaríkjadala í hernaðaraðstoð Bandaríkjamenn hyggjast styðja Úkraínu um ígildi 400 milljón bandaríkjadala í hernaðaraðstoð. Vopn, skotfæri og loftvarnarkerfi verða meðal hergagna. 23. nóvember 2022 18:48 Rússar grunaðir um netárás á vefsíðu Evrópuþingsins Netárás var gerð á vefsíðu Evrópuþingsins fyrr í dag. Árásin var gerð mjög skömmu eftir að þingmenn samþykktu þingsályktun um að skilgreina Rússland sem hryðjuverkaríki. Rússneskur hópur hefur lýst yfir ábyrgð. 23. nóvember 2022 17:36 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent
Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi en þar sakaði hann yfirvöld í Rússland og rússneska herinn um stríðsglæpi. Milljónir Úkraínumanna væru án rafmagns, hita eða vatns og vetur væri genginn í garð. Þingmenn Evrópuþingsins samþykktu í gær að skilgreina Rússland sem hryðjuverkaríki eftir ítrekaðar árásir Rússa á borgarlega innviði í Úkraínu. Litlar breytingar á víglínunum Litlar breytingar hafa orðið á víglínunum í Úkraínu frá því Rússar hörfuðu frá Kherson-borg og vesturbakka Dniproár. Fregnir hafa þó borist af harðari átökum í austurhluta landsins en Rússar hafa um langt skeið reynt að sækja fram á nokkrum stöðum á Donbas-svæðinu svokallaða en án mikils árangurs. Þá eru bæði Úkraínumenn og Rússar sagðir vera að byggja upp sveitir sínar í Saporisjía, héraðinu á milli Kherson og Donetsk. Úkraínumenn segjast vera að gera árásir á Rússa á Kinburn-skaga við ósa Dniproár við Svartahaf. Skaginn þykir mikilvægur að því leyti að yfirráð Rússa yfir honum gerir þeim kleift að koma í veg fyrir siglingar til og frá Míkólaív og Kherson. Hann gerir Rússum einnig kleift að verja sveitir sínar á Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014. Rússar komu sér fyrir á skaganum í júní og hafa meðal annars notað hann til að gera stórskotaliðsárásir á Míkólaív. Sjá einnig: Berjast um mikilvægan skaga við ósa Dniproár Enn sem komið er, er þó lítið staðfest varðandi yfirlýsingar Úkraínumanna um aðgerðir á Kinburn-skaga. Sjá má grófa mynd af víglínunum í Úkraínu á meðfylgjandi kortum frá hugveitunni Institute for the study of war. Here are today's control-of-terrain maps for #Russia's invasion of #Ukraine from @TheStudyofWar and @criticalthreats Click here to see our interactive map, updated daily: https://t.co/tXBburiWEN pic.twitter.com/dfcEbXftpI— ISW (@TheStudyofWar) November 23, 2022 Rússar spá í vorið Sérfræðingar sem ræddu við AP fréttaveituna segja að helsta markmið Rússa um þessar mundir sé að halda aftur af Úkraínumönnum í Kherson-héraði og styrkja varnir þeirra á Krímskaga. Þá muni þeir reyna að nota veturinn til að byggja upp nýjar sveitir og birgðir til að undirbúa frekari árásir á næsta ári. Á sama tíma muni Rússar reyna að halda áfram árásum sínum á innviði Úkraínu og reyna að grafa undan grunnstoðum úkraínska ríkisins og baráttuvilja þjóðarinnar. Einhverjir sérfræðingar segja að slæmt veður gæti komið reynst verr búnum rússneskum hermönnum erfiðara en þeim úkraínsku. Það gæti leitt til veikari varna Rússa og tækifæra fyrir Úkraínumenn til að sækja fram. Úkraínskur hermaður, nýkominn af víglínunni nærri Kherson.AP/Bernat Armangue Yfirmenn sagðir hafa hvatt til kynferðisofbeldis Útlit er fyrir að yfirmenn í rússneska hernum hafi vitað af því að rússneskir hermenn hafi beitt óbreytta borgara í Úkraínu kynferðisofbeldi eins og nauðgunum. Í einhverjum tilfellum hafi þeir jafnvel hvatt hermenn sína til að brjóta á Úkraínumönnum. Þetta segir lögmaður sem aðstoðar Úkraínumenn við rannsókn á meintum stríðsglæpum Rússa í Úkraínu í samtali við Reuters fréttaveituna. Wayne Jordash sagði fréttaveitunni að rannsóknir á svæðinu norður af Kænugarði bendi til þess að kynferðisofbeldi hafi verið beitt markvisst gegn borgurum. Sjá einnig: Kölluðu ódæðin í Bucha „hreinsanir“ Enn sé of snemmt að segja til um hvort hið sama eigi við um önnur svæði sem Rússar hafa hörfað frá, eins og í Kharkív og Kherson, en vísbendingar bendi til þess að kynferðisofbeldi hafi verið algengara á svæðum sem Rússar stjórnuðu lengur. Hafa ekki látið af markmiðum sínum Í stöðuskýrslu bandarísku hugveitunnar Institute for the study of war segir að ráðamenn í Kreml hafi ekki látið af markmiðum sínum um að ná fullum tökum á Úkraínu. Rússar séu þó að reyna að afvegaleiða ráðamenn í Vesturlöndum með því markmiði að fá þá til að þrýsta á Úkraínumenn um að semja um frið. Ráðamenn og embættismenn í Rússlandi tala enn ítrekað um að úkraínska þjóðin eigi ekki tilvistarrétt og þeirra á meðal er Valdirmír Pútín, forseti Rússlands. Aðstoðarformaður ríkisráðs Rússlands lýsti því nýverið yfir að eina leiðin til að bæta samskipti Rússlands og Úkraínu, væri að Úkraínumenn gæfust upp og ríkisstjórninni yrði komið frá völdum. Í kjölfar þess sagði Dmítrí Peskóv, talsmaður Pútíns, að stjórnarskipti væri ekki markmið Rússa í Úkraínu. Hélt hann því fram að Pútín hefði ítrekað lýst því yfir. Pútín hefur aftur á móti ítrekað sagt að Úkraína tilheyri Rússlandi. Í ummælum í síðasta mánuði sagði hann einnig að Úkraína væri ekki fullvalda ríki heldur væri það undir stjórn Atlantshafsbandalagsins. Hann sagði að Rússland hefði skapað Úkraínu og að Rússar væru þeir einu sem gætu tryggt fullveldi ríkisins. Íbúar Kherson-borgar bíða eftir lest teil vesturhluta Úkraínu. Rússneskar hersveitir hafa látið sprengjum rigna yfir borgina á undanförnum dögum.EPA/ROMAN PILIPEY Í greiningu ISW segir að í raun sé enginn eðlismunur á ummælum Pútíns og áðurnefnds varaformanns ríkisráðsins. Óljós ummæli ráðamanna í Rússlandi um markmið þeirra með innrásinni í Úkraínu hafi þó valdið ruglingi meðal stuðningsmanna innrásarinnar, sem hafa gagnrýnt yfirvöld Rússlands. Úkraínumenn hafa lengi haldið því fram að einhvers konar friðarsamkomulag eða málamiðlun við Rússa muni eingöngu frysta átökin og gefa Pútín tíma til að byggja sveitir sínar upp á nýjan leik og gera aðra innrás. Hér má sjá myndband frá úkraínskum landamæravörðum sem sýnir meðal annars stórskotaliðsárásir og það hvernig hefðbundnir drónar geta verið notaðir til að varpa sprengjum. Video from Ukraine s Border Service showing artillery strikes and UAVs dropping munitions on Russian forces in the Kupyansk direction. The footage shows at least two destroyed Russian tanks. https://t.co/gfkZhOlLwy pic.twitter.com/WiKYOJNWs2— Rob Lee (@RALee85) November 24, 2022 Þingmenn þrýsta á Hvíta húsið varðandi háþróaða dróna Wall Street Journal sagði frá því á dögunum að hópur bandarískra ölungadeildarþingmanna úr báðum flokkum hefðu nýverið sent bréf til Hvíta hússins. Bréfið fjallaði um það að ríkisstjórn Joe Biden ætti að endurskoða þá ákvörðun að senda ekki háþróaða dróna til Úkraínu. Þingmennirnir segja að drónarnir, sem kallast MQ-1C eða Gráernir (Gray Eagle), gætu hjálpað Úkraínumönnum mikið. Gráernirnir eru þróaðri útgáfa eldri dróna sem voru kallaðir Rándýr (Predator). Hægt er að fljúga þeim hátt á lofti í rúman sólarhring og geta þeir verið notaðir til að safna miklu magni upplýsinga með hágæða myndavélum og öðrum skynjurum, eða skotið svokölluðum Hellfire flugskeytum á allt að átta skotmörk í einni flugferð. Íran hefur útvegað Rússum mikið magn sjálfsprengidróna sem Rússar hafa notað gegn borgaralegum skotmörkum og innviðum í Úkraínu á undanförnum vikum. Umfangsmiklar stýriflaugaárásir voru gerðar á Úkraínu í gær. Hér má sjá lík þriggja sem dóu í Kænugarði.AP/Andrew Kravchenko Segja drónana geta hjálpað við árásir á herskip Þingmennirnir segja að Gráernir myndu gefa Úkraínumönnum ný vopn til að sporna gegn notkun íranskra dróna. Sömuleiðis gætu Úkraínumenn gert árásir á rússnesk herskip á Svartahafi og mögulega stöðvað herkví Rússa. Það tæki bandaríska hermenn ekki nema tæpan mánuð að þjálfa úkraínska hermenn í notkun drónanna, samkvæmt bréfi þingmannanna, og segja þeir að drónarnir myndu auka getu úkraínska hersins til muna. Nokkuð langt er síðan Úkraínumenn báðu fyrst um dróna af þessu tagi en þeirri beiðni var hafnað fyrr í þessum mánuði. Var það gert vegna þess að Bandaríkjamenn óttast að viðkvæmt tækni endi í höndum Rússa ef að drónum yrði grandað. Embættismenn segja að beiðninni hafi ekki verið hafnað af ótta við stigmögnun í átökunum í Úkraínu. Hefðbundnir drónar eru mikið notaðir í átökunum í Úkraínu. Þeir eru meðal annars notaðir til þess að finna skotmörk fyrir stórskotalið og til að leiðrétta skothríð að þeim skotmörkum. Þeir eru einnig notaðir til að varpa breyttum handsprengjum á hermenn. Drónar hafa einnig í fáeinum tilfellum verið notaðir til að granda öðrum drónum með því að fljúga á þá. Another video of a Ukrainian drone deliberately ramming a Russian one, causing it to crash. I'm waiting for the first air to air kill by dropping a grenade. pic.twitter.com/sObTavi4zD— Kyle Glen (@KyleJGlen) November 24, 2022 Vantar skotfæri Í vikunni bárust fregnir af því að ráðamenn á Vesturlöndum hefðu áhyggjur af því hve mikið vestrænir herir hafa þurft að ganga á skotfærabirgðir sínar vegna vopnasendinga til Úkraínu. Vopnaframleiðendur hafa verið beðnir um að bretta upp ermarnar og auka framleiðslu á vopnum og skotfærum og sérstaklega með tilliti til þess að stríðinu í Úkraínu muni líklega ekki ljúka á næstunni. Ríki Evrópu hafa átt í sérstökum vandræðum með það að auka framleiðslu. Bæði vegna áhugaleysis og getuleysis. Sjá einnig: Vopnaframleiðendur beðnir um að bretta upp ermarnar Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði blaðamönnum í gær að Rússar ættu líklega í vandræðum með skort á skotfærum fyrir stórskotalið. Þess vegna hefðu þeir verið að leita til Írans og Norður-Kóreu og beðið um skotfæri frá þeim. Úkraínumenn eru farnir að reiða mun meira á stórskotaliðsvopn og skotfæri frá Vesturlöndum.AP/Roman Chop Austin sagði að Rússar hefðu notað gífurlegt magn af skotfærum fyrir stórskotalið frá því innrásin hófst og að refsiaðgerðir vegna innrásarinnar hefðu líklega komið niður á framleiðslugetu þeirra, samkvæmt frétt Foreign Policy. Hann sagði að Rússar reiddu sig á stórskotalið og það að gera umfangsmiklar árásir í aðdraganda sókna. Mikið magn skotfæra þyrfti til að styðja slíkar sóknir. „Ég er ekki viss um að þeir eigi það sem til þarf til að halda þessu áfram,“ sagði Austin. Reynist þetta rétt hjá varnarmálaráðherranum gæti það komið niður á tilraunum Rússa til að byggja upp nýjar sveitir og vopnvæða þær fyrir vorið. Eins og farið er yfir hér að ofan gætu Úkraínumenn einnig lent í vandræðum ef stríðið dregst á langinn.
Sakar Rússa enn og aftur um glæpi gegn mannkyni Volodómír Selenskí Úkraínuforseti sakar Rússa enn of aftur um glæpi gegn mannkyninu eftir að þeir skutu eldflaugum sínum enn og aftur á landið með það að augnamiði að eyðileggja orkuinnviði. 24. nóvember 2022 07:29
Færeyingar endurnýja umdeildan fiskveiðisamning við Rússa Færeyingar hafa endurnýjað umdeildan fiskveiðisamning við Rússland. Almenn pólitísk samstaða er um málið og verður samningurinn endurnýjaður til eins árs. 23. nóvember 2022 22:08
Fjögur hundruð milljónir bandaríkjadala í hernaðaraðstoð Bandaríkjamenn hyggjast styðja Úkraínu um ígildi 400 milljón bandaríkjadala í hernaðaraðstoð. Vopn, skotfæri og loftvarnarkerfi verða meðal hergagna. 23. nóvember 2022 18:48
Rússar grunaðir um netárás á vefsíðu Evrópuþingsins Netárás var gerð á vefsíðu Evrópuþingsins fyrr í dag. Árásin var gerð mjög skömmu eftir að þingmenn samþykktu þingsályktun um að skilgreina Rússland sem hryðjuverkaríki. Rússneskur hópur hefur lýst yfir ábyrgð. 23. nóvember 2022 17:36