„Mér finnst bara einhver þurfa að bera ábyrgð“ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 23. nóvember 2022 22:31 Ása Nishanthi Magnúsdóttir segir að einhver hljóti að bera ábyrgð. Stöð 2 Kona sem var ættleidd frá Sri Lanka með fölsuðum pappírum segir sárt að hafa ekki aðgang að gögnum um sig og telur að einhver þurfi að bera ábyrgð. Dómsmálaráðuneytið hefur óskað eftir upplýsingum frá yfirvöldum í Sri Lanka en ekki fengið svör. Ráðuneytið ætlar að hefja sérstaka skoðun á málinu. Dómsmálaráðurneytið sendi í gær frá sér tilkynningu varðandi ættleiðingar rúmlega áttatíu barna frá Sri Lanka á níunda áratugnum og falsaðra pappíra sem virðast hafa verið notaðir til að auðvelda ferlið. Saga nokkurra þeirra sem ættleidd voru hefur verið sögð í þáttunum Leitin að upprunanum sem eru sýndir á Stöð 2. Ráðuneytið segir að tekin hafi verið ákvörðun um að stöðva ættleiðingar frá Sri Lanka árið 1986 í kjölfar atviks sem varpaði ljósi á ferli ættleiðinga frá landinu. Ráðuneytið segir að erindi hafi verið sent til stjórnvalda á Sri Lanka vegna þessara mála en svör hafi ekki borist. Ása Nishanthi Magnúsdóttir sem ættleidd var frá Sri Lanka á þessum árum segir erfitt að hafa ekki aðgang að mikilvægum upplýsingum um sjálfa sig og sinn uppruna en það kom í ljós að hennar ættleiðingargögn reyndust vera fölsuð. „Stóra spurning hjá mér er, af hverju var ekki farið í gegnum þessi skjöl á þeim tíma af því að nú, til dæmis, hef ég enga sjúkrasögu. Þú veist, ég veit ekki hvað ég gæti verið mögulega með og svoleiðis, nú fékk ég krabbamein.“ Ráðuneytið segist nú vera með ættleiðingar frá Sri Lanka til sérstakrar skoðunar. Ása bendir á að lögum samkvæmt sé það í verkahring dómsmálaráðuneytisins að kanna hvort lögboðnum skilyrðum til ættleiðingar hafi verið fullnægt og á því hafi augljóslega verið misbrestur. Hún er ekki í vafa um hvað henni finnst þurfa að gerast í málinu. „Mér finnst bara einhver þurfa að bera ábyrgð, það er bara þannig.“ Fjölskyldumál Stjórnsýsla Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Dómsmálaráðurneytið sendi í gær frá sér tilkynningu varðandi ættleiðingar rúmlega áttatíu barna frá Sri Lanka á níunda áratugnum og falsaðra pappíra sem virðast hafa verið notaðir til að auðvelda ferlið. Saga nokkurra þeirra sem ættleidd voru hefur verið sögð í þáttunum Leitin að upprunanum sem eru sýndir á Stöð 2. Ráðuneytið segir að tekin hafi verið ákvörðun um að stöðva ættleiðingar frá Sri Lanka árið 1986 í kjölfar atviks sem varpaði ljósi á ferli ættleiðinga frá landinu. Ráðuneytið segir að erindi hafi verið sent til stjórnvalda á Sri Lanka vegna þessara mála en svör hafi ekki borist. Ása Nishanthi Magnúsdóttir sem ættleidd var frá Sri Lanka á þessum árum segir erfitt að hafa ekki aðgang að mikilvægum upplýsingum um sjálfa sig og sinn uppruna en það kom í ljós að hennar ættleiðingargögn reyndust vera fölsuð. „Stóra spurning hjá mér er, af hverju var ekki farið í gegnum þessi skjöl á þeim tíma af því að nú, til dæmis, hef ég enga sjúkrasögu. Þú veist, ég veit ekki hvað ég gæti verið mögulega með og svoleiðis, nú fékk ég krabbamein.“ Ráðuneytið segist nú vera með ættleiðingar frá Sri Lanka til sérstakrar skoðunar. Ása bendir á að lögum samkvæmt sé það í verkahring dómsmálaráðuneytisins að kanna hvort lögboðnum skilyrðum til ættleiðingar hafi verið fullnægt og á því hafi augljóslega verið misbrestur. Hún er ekki í vafa um hvað henni finnst þurfa að gerast í málinu. „Mér finnst bara einhver þurfa að bera ábyrgð, það er bara þannig.“
Fjölskyldumál Stjórnsýsla Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira