Skotar þurfa leyfi fyrir nýrri atkvæðagreiðslu Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2022 11:02 Skoskur sjálfstæðissinni fyrir utan húsnæði Hæstarétts Bretlands í morgun. AP/Aaron Chown Skoska heimastjórnin má ekki halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði, án leyfis frá breska þinginu. Hæstiréttur Bretlands opinberaði þessa niðurstöðu í morgun en Nicola Sturgeon, oddviti heimastjórnarinnar, stefndi á atkvæðagreiðslu í október á næsta ári. Dómarar hæstaréttar voru sammála um það að skoska þingið hefði ekki vald til að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands og að það vald væri eingöngu í höndum breska þingsins. Sturgeon og Skoski þjóðflokkurinn (SNP) kynntu í sumar áætlun um að halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu þann 19. október á næsta ári. Síðast var þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði haldin árið 2014 og þú kusu rétt rúmlega 55 prósent kjósenda að Skotland ætti áfram að vera hluti af Bretlandi. Sjá einnig: Stefna á aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands Brexit, útganga Bretlands úr Evrópusambandinu, breytti stöðunni þó mjög. Mikill meirihluti skosku þjóðarinnar greiddi atkvæði gegn Brexit og strax árið 2017 byrjaði Sturgeon að sækjast eftir því að halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Fyrstu viðbrögð oddvitans við ákvörðun hæstaréttar voru á þá leið að hún ætli að virða niðurstöðuna. Sturgeon sagði að hæstiréttur Bretlands túlkaði lög ríkisins. Hún sagði einnig að lög um að Skotar geti ekki ákveðið eigin framtíð án samþykkis breska þingsins opinberi það að breska sambandsríkið sem einhvers konar frjálst samstarf, sé einungis mýta. Niðurstaðan ýti frekar undir það að Skotar ættu að sækjast eftir sjálfstæði. 2/ Scottish democracy will not be denied. Today s ruling blocks one route to Scotland s voice being heard on independence - but in a democracy our voice cannot and will not be silenced.I'll make a full statement later this morning - tune in around 11.30am— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) November 23, 2022 Bretland Kosningar í Bretlandi Skotland Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Dómarar hæstaréttar voru sammála um það að skoska þingið hefði ekki vald til að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands og að það vald væri eingöngu í höndum breska þingsins. Sturgeon og Skoski þjóðflokkurinn (SNP) kynntu í sumar áætlun um að halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu þann 19. október á næsta ári. Síðast var þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði haldin árið 2014 og þú kusu rétt rúmlega 55 prósent kjósenda að Skotland ætti áfram að vera hluti af Bretlandi. Sjá einnig: Stefna á aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands Brexit, útganga Bretlands úr Evrópusambandinu, breytti stöðunni þó mjög. Mikill meirihluti skosku þjóðarinnar greiddi atkvæði gegn Brexit og strax árið 2017 byrjaði Sturgeon að sækjast eftir því að halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Fyrstu viðbrögð oddvitans við ákvörðun hæstaréttar voru á þá leið að hún ætli að virða niðurstöðuna. Sturgeon sagði að hæstiréttur Bretlands túlkaði lög ríkisins. Hún sagði einnig að lög um að Skotar geti ekki ákveðið eigin framtíð án samþykkis breska þingsins opinberi það að breska sambandsríkið sem einhvers konar frjálst samstarf, sé einungis mýta. Niðurstaðan ýti frekar undir það að Skotar ættu að sækjast eftir sjálfstæði. 2/ Scottish democracy will not be denied. Today s ruling blocks one route to Scotland s voice being heard on independence - but in a democracy our voice cannot and will not be silenced.I'll make a full statement later this morning - tune in around 11.30am— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) November 23, 2022
Bretland Kosningar í Bretlandi Skotland Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira